Morgunblaðið - 14.06.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 14.06.2001, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 59 DAGBÓK LÝÐVELDISDAGAR Í FLASH Laugavegi 54 - s. 552 5201 Hörskokkar frá kr. 3.990 Silkiskokkar kr. 3.990 Gallaskokkar kr. 2.990. Stærðir 36-46 Klapparstíg 27, sími 552 2522. Ef þú kaupir Maxi Cosi (0–13 kg) barnabílstól þessa helgi, færðu pokann á 950 kr., (fullt verð 3.950) Þjóðhátíðartilboð Ítölsk sumarföt í úrvalií i NÝTT KORTATÍMABIL Skólavörðustíg 10, sími 551 1222 Bébécar AT barnavagnar, Reider AT kerrur og Easybob bílstólar, sem passa á vagnagrindur og kerrur. Nýir litir Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610, verslun.strik.is/allirkrakkar AMERÍSKIR LÚXUS NUDDPOTTAR Glæsilegir nuddpottar í sedrus viðargrind. Innifalið í verði: Vatnsnudd og loftnudd. Einangrunarlok, ozone bakteríuvörn, höfuðpúðar, ljós, vetraryfirbreiðsla, trappa o.fl. Engar leiðslur, nema rafm. 16 amp. Verð frá aðeins kr. 490 þús. stgr. Tilbúnir til afhendingar. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, Kópavogi. Símar 554 6171 og 898 4154. LJÓÐABROT HÁFJÖLLIN Þú, bláfjalla geimur með heiðjöklahring, um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig í faðm. Minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Þín ásjóna, móðir, hér yfir mér skín með alskærum tárum kristals dagga. Und miðsumars himni sé hvílan mín. Hér skaltu, Ísland, barni þínu vagga. Hér andar guðs blær, og hér verð ég svo frjáls, í hæðir ég berst til ljóssins strauma, æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls, unz leiðist ég í sólu fegri drauma. Steingrímur Thorsteinsson NS eru engir kjánar og þeir hafa meldað upp í sex hjörtu fyrir eigin vélarafli – eða réttara sagt suður sem á firna góð spil. Lesandinn ætti nú að tylla sér í vestur og velja útspil, fordómalaust. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ D106 ♥ 653 ♦ G652 ♣ KD7 Vestur Austur ♠ G953 ♠ 874 ♥ G82 ♥ 4 ♦ 3 ♦ D1098 ♣ÁG864 ♣109532 Suður ♠ ÁK2 ♥ ÁKD1097 ♦ ÁK74 ♣-- Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 lauf * Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Finnst þér koma til greina að spila út einspilinu í tígli? Er það ekki hrottalegt van- mat á mótherjunum að sækja stungu í slemmu með ás á hendinni? Allt annað en tígull kemur til greina og tromp virðist raunar best. Spilið er úr bók eftir Andrew Diosy og Lindu Lee frá 1998 og heitir „You Have To See This“. Þetta er ekki slæm bók en greiningin er stundum gölluð. Í þessu spili er stefið kunnuglegt. Út kemur tígull og sagnhafi tek- ur með ás og síðan þrisvar tromp. Prófar svo tígulkóng og sér leguna. Nú segja höf- undar réttilega að aðeins einn vinningsmöguleiki sé til – taka spaðaás, svína spaða- tíu, spila laufkóng og henda spaðakóng heima! Vestur lendir inni á laufás og verður að spila blindum inn á svarta drottningu, en þá hverfur hinn tígultaparinn í lauf- drottningu. Allt rétt, nema það að ef vestur kemur út með einspil í tígli getur hann ekki átt laufásinn. Túlki sagnhafi tíg- ulþristinn sem einspil á hann hins vegar betri leið. Hann tekur fyrst ÁK í trompi. Ef hjörtun falla 2-2 er nóg að spila spaða þrisvar og enda í borði, spila svo laufkóng og henda tígli í „lesinn“ ás aust- urs. Þá verður austur að spila: 1) tígli frá drottningu, 2) spaða út í tvöfalda eyðu, 3) laufi á drottninguna. Ef trompið er hins vegar 3-1 er sennilega best að taka þrisv- ar tromp, síðan þrisvar hjarta og spila laufhámanni og henda tígli þegar austur kemur með ásinn. Þá er allt í góðu lagi ef austur á ekki síð- asta spaðann. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarsson Árnað heilla Hlutavelta 50 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 18. júní, verður fimmtugur Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri og borgar- fulltrúi. Af því tilefni taka Júlíus Vífill og Svanhildur Blöndal, eiginkona hans, á móti gestum á morgun, föstudaginn 15. júní, kl. 18-20 í húsakynnum Ing- vars Helgasonar hf. á Sævarhöfða 2, Reykjavík. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 14. júní, verður sjötug Þuríður Skarphéðinsdóttir, Vestur- götu 148, Akranesi. Af því tilefni væntir hún þess að laugardaginn 16. júní komi ættingjar og vinir og geri sér glaðan dag með henni og fjölskyldu hennar í Jónsbúð, Akranesi (Akursbraut 13). Húsið verður opnað kl. 18.30. 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 14. júní, verður áttræður Þór- hallur Kristinn Árnason, fyrrverandi skipstjóri frá Kolbeinsvík í Árneshreppi á Ströndum, nú til heimilis í Gullsmára 11, Kópavogi. Eiginkona hans er Guð- björg Sigrún Björnsdóttir. Þau verða að heiman á af- mælisdaginn. Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands og söfnuðu 8.200 kr. Krakk- arnir heita Steinar Ólafsson, Hinrik Viðar Bjarkason, Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir og Guðlaugur Halldór Einarsson. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson 27.Hh3 bxa3+ 28.Bb3 Dxd4 og hvítur gafst upp. Skákin tefldist í heild sinni: 1.d4 Rf6 2.Bg5 d5 3.e3 c6 4.Bd3 Rbd7 5.Rd2 g6 6.f4 Bg7 7.Df3 Db6 8.O- O-O c5 9.c3 Da5 10.Kb1 c4 11.Bc2 O-O 12.Rh3 b5 13.a3 Dc7 14.e4 dxe4 15.Rxe4 Bb7 16.Hhe1 a5 17.Bxf6 Rxf6 18.Rxf6+ Bxf6 19.Df2 b4 20.Rg5 Hab8 21.Dh4 Bxg5 22.Dxg5 bxc3 23.He3 Db6 24.Hxc3 o.s.frv. Staða efstu manna eftir tvö mót í helgar- skákmótasyrpu SÍ er þessi: 1. Arnar Gunnarsson 24,50 stig 2. Helgi Ólafsson 18 3. Sævar Bjarnason 14,50 4. Helgi Áss Grétarsson 13,50 5. Jón Viktor Gunnarsson 11 6. Gylfi Þórhallsson 10 7. Ólafur Kristjánsson 9 8. Þorsteinn Þorsteinsson 8. STAÐAN kom upp á helg- arskákmótinu á Akureyri er lauk fyrir skömmu. Svart hafði Ólafur Krist- jánsson(2215) gegn Davíð Kjartanssyni (2205). 24...Bf3! 25.b4 Svartur mátar eftir 25.gxf3 Dxb2#. 25...Bxd1 26.Bxd1 axb4 Svartur á leik. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert fróðleiksfús með afbrigðum og kannt að nota þér vitneskju þína sjálfum þér til hagsbóta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er eins og þú eigir erfitt með að sjá hlutina í skíru ljósi. En þú ert ekki einn um þetta. Eina ráðið er að bíða rólegur þar til þokunni léttir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að viðra hugmyndir þínar við vinnufélagana og sjá hvaða viðbrögð þær fá. Af þeim getur þú lært og lag- fært, ef þér sýnist svo. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert undir smásjánni hjá öðrum svo þú skalt haga gjörðum þínum svo að þú gef- ir engan höggstað á þér. Fyrstu kynni geta haft afger- andi áhrif. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt oft sé gaman að láta hug- ann reika, verður þér lítið úr verki á meðan. Reyndu því að halda þig að verki og láta þig dreyma þegar tími er til. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er ekki nóg að heyra það sem fólk segir heldur líka nauðsynlegt að taka eftir því hvernig það segir hlutina. Því af látbragðinu má margt ráða. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er nauðsynlegt að þú get- ir greint á milli staðreyndar og staðleysu og sért snöggur að því. Annars nærðu litlum eða engum árangri í starfi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Meiriháttar atburðir eru í gangi í kringum þig svo þú átt erfitt með að standa í fæt- urna. Því ríður á að þú haldir ró þinni meðan ósköpin ganga yfir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vinnufélagi þinn setur þig í vanda með því að kunna ekki að gera greinarmun á draumi og veruleika. Það kostar þig átak að kippa málunum í lið- inn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ýmsar minningar skjóta upp kollinum og vekja þér löngun til þess að leita til löngu lið- inna daga. Gættu þess bara að eiga afturkvæmt úr því ferða- lagi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hentu hógværðinni og gerðu þér sem mestan mat úr þeim tækifærum sem þér bjóðast. Þetta eru þínir sjensar og það eiga engir aðrir að geta hrifs- að þá frá þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er skynsamlegt að staldra við öðru hverju og velta hlutunum fyrir sér því oft koma þá upp atriði sem þér hafa yfirsést í erli dagsins. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að geta lagað þig að breyttum aðstæðum og þótt þér finnist það erfitt er ekki um annað að ræða. Byrjaðu strax því annars geturðu misst af strætisvagninum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.