Morgunblaðið - 14.06.2001, Side 60
FÓLK Í FRÉTTUM
60 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Harmon-
ikkuball laugardagskvöld. Félagar úr
Harmonikkufélagi Reykjavíkur leika
fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir
syngur. Allir velkomnir.
BREIÐIN, Akranesi: Buttercup
spila á þjóðhátíðardansleik laugar-
dagskvöld.
C’EST LA VIE, Sauðárkróki:
Poppsveitin Spútnik sér um dúndr-
andi þjóðhátíðarstemmningu laugar-
dagskvöld. Spútnik skipa þeir Krist-
ján Gíslason, Bjarni Halldór
Kristjánsson, Ingólfur Sigurðsson,
Kristinn Gallagher og Kristinn Ein-
arsson.
CAFÉ 22: Dj Johnny sér um fjörið
fram undir morgun föstudagskvöld.
Frítt inn til klukkan 3. Handhafar
stúdentaskírteina fá frítt inn alla
nóttina. Doddi litli mætir í búrið á
miðnætti laugardagskvöld. Frítt inn
til klukkan 3. Handhafar stúdenta-
skírteina fá frítt inn alla nóttina.
CAFÉ AMSTERDAM: Eitt af
sprækari ballböndum landsins, For-
som, leika föstudags- og laugardags-
kvöld.
CELTIC CROSS: Spilafíklarnir
leika föstudags- og laugardagskvöld.
DUBLINER: Trúbadúrinn Ingvar
Valgeirsson fimmtudagskvöld. Dúett-
inn Okur leikur og syngur föstudags-
og laugardagskvöld. Dúettinn skipa
þeir Ingvar Valgeirsson söngvari og
gítarleikari og Jón Kjartan Ingólfs-
son bassaleikari og söngvari.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Einar
Ágúst og Kristján Grétars föstudags-
kvöld.
FÉLAGSHEIMILIÐ SUÐUREYRI:
Írafár spila laugardagskvöld. 16 ára
aldurstakmark.
GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitin
Ham fimmtudagskvöld. Hljómsveitin
Írafár spilar föstudagskvöld. Sálin
hans Jóns míns með dansleik laug-
ardagskvöld. Hljómsveitin Spútnik
spilar sunnudagskvöld. Úlpa, Fídel
og Kuai mánudagskvöld.
GRANDROKK: Tónleikar með
Heiðu og heiðingjunum föstudags-
kvöld kl. 22. Aðgangseyrir er 500
krónur. Tónleikar með Fræbblunum
og 3 G’s laugardagskvöld kl. 22. Að-
gangseyrir er 500 krónur.
GULLÖLDIN: Heiðursmennirnir
Svensen og Hallfunkel skemmta
gestum föstudags- og laugardags-
kvöld til kl. 3.
HEIMLAND, Rangárvallasýslu:
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar
föstudagskvöld.
HÓTEL SELFOSS: Stuðmenn spila
laugardagskvöld.
JÓI RISI, Breiðholti: Gulli Reynis
spilar alla helgina.
KAFFI REYKJAVÍK: Papar spila
föstudags- og laugardagskvöld.
KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin
Basic fimmtudagskvöld kl. 22. Basic
hefur aðeins verið starfandi í 6 mán-
uði og spilar melódískt rokk. Hljóm-
sveitina skipa: Skúli Örn, Bjarki,
Matthías og Kristján. Aðgangur
ókeypis. Hljómsveitin Hafrót leikur
fyrir dansi föstudags- og laugardags-
kvöld.
KRISTJÁN X., Hellu: Diskótekið
og plötusnúðurinn Skugga-Baldur
föstudagskvöld. Miðaverð 500 kr. frá
miðnætti.
N1-BAR, Reykjanesbæ: Hljóm-
sveitin Jagúar heldur tónleika
fimmtudagskvöld kl. 22. Frumsýning
bíómyndarinnar Jagúar the Movie og
nýtt efni af væntanleri breiðskífu
Jagúar er yfirskrift tónleikanna.
NIKKABAR, Hraunberg 4: Kol-
beinn Þorsteinsson trúbador föstu-
dags- og laugardagskvöld til kl. 3.
ODD-VITINN, Akureyri: Hin vin-
sæla hljómsveit Þrír vinir og einn í fríi
skemmta föstudagskvöld. Hljómsveit
Geirmundar Valtýssonar laugardags-
kvöld kl. 23 til 3.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Greifarnir með dansleik föstu-
dagskvöld. Hljómsveitin Sixties laug-
ardagskvöld.
RAUÐA LJÓNIÐ: Acustick alla
helgina.
SJALLINN, Akureyri: Land og
synir laugardagskvöld.
SKÚLI FÓGETI, Aðalstræti 10:
Rúnar Þór leikur föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
ÚTHLÍÐ, Biskupstungum: Hljóm-
sveitin Sólon spilar laugardagskvöld.
ÚTLAGINN, Flúðum: Diskótekið
og plötusnúðurinn Skugga-Baldur
laugardagskvöld. 500 kr. inn.
VALASKJÁLF, EGILSSTÖÐUM:
Greifarnir spila laugardagskvöld.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Hemmi
Ara í léttum jubliantafíling fimmtu-
dagskvöld. Dægurlagapönkhljóm-
sveitin Húfa með tónleika og uppi-
stand. Danssveitin SÍN leikur fyrir
dansi að tónleikum loknum föstu-
dagskvöld kl. 22. Danssveitin SÍN
laugardagskvöld.
ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN:
Lýðveldisdansleikur með Möggu
Stínu og Hringjum laugardagskvöld.
Frá A til Ö
Hljómsveitin Jagúar.
BILL Wyman, fyrrverandibassaleikari Rolling Stones,og Hrynjöfrar hans hafa nú
sent frá sér fjórðu plötuna á jafn-
mörgum árum, Double Bill – og
reyndar þá fimmtu líka, því að tvær
plötur leynast í umslaginu eins og
glöggir menn sjá á nafninu. Minna
mátti það ekki vera. Og eru þá ótald-
ar tvær hljómleikaplötur. Enn sem
fyrr er tónlistin blanda af djassi og
hrynblús auk þess sem greina má
dreifbýlistóna innan um ef grannt er
hlustað.
Sveitin er eins skipuð og á fyrri
plötunum, þar er að finna vel þekkta,
bara þekkta og minna þekkta grá-
kolla og skalla úr bresku rokkhreyf-
ingunni á sjöunda áratugnum. Wy-
man, bráðum hálfsjötugur, plokkar
bassann, Gary Brooker úr Procol
Harum, Georgie Fame og Dave
Hartley hamra hljómborðin, Andy
Fairweather Low úr Amen Corner,
Albert Lee, Terry Taylor og Martin
Taylor fara fimum fingrum um gít-
arhálsana og Graham Broad ber
bumbur mynduglega. Sönginn sjá
Brooker og Fame um að miklu leyti
ásamt Beverley Skeete, söngkonu
með tjáningar- og tilfinningaríka
rödd og er jafnvíg á djass, blús og
soul. Bakraddir og blásturshljóðfæri
eru og á sínum stað.
Á Double Bill sem hinum fyrri
plötum sveitarinnar er að finna
blöndu af eldri lögum, þekktum og
lítt þekktum, og nýjum lögum úr
smiðju þeirra Wymans og Terrys
Taylors, sem sjá einnig um útsetn-
ingar og upptökustjórn.
Ekki er veikan blett að finna á
plötunum og flutningur sumra lag-
anna með þeim ágætum að trúlega
yrði ekki betur gert. Þegar upphafs-
lagið á fyrri plötunni, Long Walk to
DC, tekur að hljóma, finnst vart
betri lýsing á söng Beverley Skeete
en klausa úr því ágæta danska ung-
lingablaði á árum áður, Vi unge, þar
sem danskri söngkonu var lýst svo:
„Hún syngur með þvílíkum brag að
fuglarnir hrynja úr trjánum.“ Og
fuglarnir halda áfram að hrynja eftir
því sem lengra líður á plöturnar.
Leggið t.d. hlustir við unaðslegri
djassballöðu, My Handy Man, þar
sem röddinni fylgja ekki önnur
hljóðfæri en píanó og gítar.
Eitt laganna á plötunum kemur
mjög við íslenska popptónlistarsögu.
Það er gamli slagarinn Lonely Blue
Boy, sem í árdaga léði íslensku of-
ursveitinni Ðe Lónlí Blú Bojs nafn
sitt. Sveitin sú flutti einnig lagið.
Ekki þori ég að halda því fram, að
Gary Brooker syngi betur en Eng-
ilbert Jensen en hann syngur að
minnsta kosti öðru vísi.
Bill Wyman lét alveg vera að
syngja á plötu Hrynjöfranna sem
kom út í fyrra, Groovin’, og hafa lík-
lega flestir grátið það þurrum tár-
um, því að söngvari er hann varla
nema í meðallagi. Hann hefur þó
ekki getað stillt sig um að syngja ein
þrjú lög á nýju plötunum. Svo tak-
markaður sem hann er á þessu sviði,
þá fellur söngur hans allvel að þeim
lögum sem hann syngur. Sérstak-
lega tekst honum vel upp í Jellyroll
Fool, bráðfjörugu dreifbýlisrokki úr
eigin smiðju og Terrys Taylors.
Ekki er hægt að segja skilið við
þessar plötur án þess að nefna eitt
hreinræktað landeyjatregróf, Rollin’
& Stumblin’, þar sem heyra má grát-
andi munnhörpu og vælandi flösku-
hálsgítar. Adrian Byron Burns rym-
ur sígildar harmatölur úr
bómullartínslunni af stakri sannfær-
ingu. Afbragð.
Þegar gamlir kallar eins og Hryn-
jöfrarnir eru að skemmta sér, er
mikill siður að fá til leiks einhvern
gest, sem er jafnvel enn frægari en
þeir. Á fyrri plötum hafa leikið meðal
annarra gítarleikararnir Mick Tay-
lor, Eric Clapton og Peter Framp-
ton. Þeir eru fjarverandi að þessu
sinni en einn gítarleikarinn enn og
varla þeirra ófrægastur kemur við
sögu, Liverpool-snáðinn George
Harrison. Hann fær að renna flösku-
hálsi eftir gítarstrengjunum í einu
lagi, Love Letters. Óþarft er að
finna að frammistöðu hans.
Þegar skriffinnur þessi rýndi fyrr-
nefnda Groovin’ (sjá Morgunblaðið
8. júní 2000, Grænir símastaurar),
fór hann fögrum orðum um bæði
tónlist og flytjendur, nefndi sérstak-
lega eldlegan áhuga á viðfangsefninu
og leiftrandi leikgleði. Vel mætti
endurtaka það allt hér og reyndar
gefa nýju plötunum nokkurn veginn
sömu umsögn og Groovin’ – að
breyttu breytanda. Ef til vill gætu
jagskjóður túlkað þessi orð svo, að
hér væri bara meira af því sama;
sami grautur í sömu skál; hjakkað í
sama farinu. Því er til að svara, að
þetta ágæta fólk er ekki að reyna að
bylta tónlistinni, ekki heldur að
reyna að skrifa nýjan kafla í tónlist-
arsöguna. Það er fyrst og fremst að
skemmta sér og öðrum.
Allir sem unna sígildri dægurtón-
list, ekki síst þeir sem muna sjötta
og sjöunda áratug síðustu aldar,
ættu að hafa ómælda ánægju af
þeirri í senn ljúfu, fjörlegu, kröftugu,
tilfinningaríku, oft og tíðum dans-
vænu blöndu, sem tekist hefur að
sjóða hér saman – tvöfalda ánægju.
ERLENDAR
P L Ö T U R
Karl Emil Gunnarsson
skrifar um nýjustu plötu Bill
Wyman’s Rhythm Kings,
Double Bill.
Tvöföld ánægja
Bill Wyman. Tvöfaldur.
Ókyrrð 3: Bárujárn
(Turbulence 3: Heavy Metal)
S p e n n u m y n d
½
Leikstjórn Jorge Montesi. Aðal-
hlutverk Joe Mantegna, Craig Shef-
fer. 92 mín. Bandaríkin 2000.
KONUNGUR dauðarokksins,
Slade Craven (Marilyn Manson
skapaður af einhverjum sem ekki
hefur hugmynd
um út á hvað sá
blessaði glysrokk-
ari gengur), er bú-
inn að skipuleggja
frumlegustu tón-
leika sögunnar;
um borð í 747-
breiðþotu fyrir
nokkra af heitustu
aðdáendunum,
skrautlegum got-
neskum skríl! Ekki nóg með það
heldur er áformað að endurvarpa
tónleikunum beint á Netinu. En þar
sem þetta er Ókyrrð fer fjarri að
flugferðin geti gengið snurðulaust
fyrir sig. Auðvitað þurfa að vera um
borð bandvitlausir flugræningjar
sem yfirtaka vélina og það sem
meira er þá eru þeir djöfladýrkend-
ur!
Ég veit ekki hvað skal segja við þá
sem ekki þykir þessi flétta vera ein-
hver sú vitlausasta sem fyrir hefur
fundist. En þeir eru greinilega ein-
hverjir. Ég mun aldrei fá skilið hvað
hæfileikafólk á borð við Mantegna er
að hugsa þegar það eyðir tíma sínum
og mannorði í annað eins. Að end-
ingu leyfi ég mér að efast stórlega
um að nokkur maður geti heillast svo
af hinu svokallaða dauðarokki í
myndinni – allra síst gotneskur
skríll.
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND
Dauðarokk í
háloftunum
URSULA Andress var á dögunum
valin kynþokkafyllsta James Bond-
stúlkan frá upphafi af lesendum
Hotdog-tímaritsins.
Andress, sem er 65 ára, kom
fram í fyrstu Bond-myndinni, Dr.
No, fyrir þrjátíu og níu árum. Sean
Connery fór þá með hlutverk James
Bond, en hann tók einnig þátt í
kosningunni og notaði tækifærið og
lýsti yfir einlægri aðdáun sinni á
Andress.
Hvítu sundfötin sem Andress
klæddist í myndinni virtust vera
kjósendum afar minnisstæð. Þess
má geta að sundfötin voru boðin
upp á dögunum og voru seld fyrir
tæpar sex milljónir íslenskra króna.
Barbara Bach, eiginkona fyrr-
verandi bítilsins Ringo Starr, þótti
önnur kynþokkafyllsta Bond-
stúlkan. Hún fór með hlutverk lög-
reglukonunnar Önju Amasovu í
The Spy Who Loved Me. Í þriðja
sæti var svo kjarnorkusérfræðing-
urinn Christmas Jones, sem leikin
var svo eftirminnilega af Denise
Richards, í nýjustu Bond-myndinni
The World Is Not Enough.
Kjósendur voru einnig beðnir að
velja sína eftirlætis kvikmynd um
njósnarann 007 og þótti Goldfinger
bera af en Live And Let Die hafnaði
í öðru sæti.
Ursula Andress.
Bondstúlka
nr. 1
DILBERT
mbl.is
Í HLAÐVARPANUM
Fimmtudaginn 14. júní kl. 21.00
Tónleikar
Tena Palmer og CRU
Föstudaginn 15. júní kl. 22.00
Tónleikar
Kleifabandalagið HLJÓMSVEIT
FÓLKSINS... og nú syngja allir með
EVA - bersögull sjálfsvarnareinleikur
þri. 19. júní kl. 21.00 aukasýning
HEDWIG KL. 20
Frumsýning fös 29/6 UPPSELT
lau 30/6 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda
örfá sæti laus
fös 6/7
Hádegisleikhús KL. 12
RÚM FYRIR EINN
fös 15/6 UPPSELT
fim 21/6 nokkur sæti laus
FEÐGAR Á FERÐ KL. 20
mið 20/6 UPPSELT
fim 21/6 nokkur sæti laus
sun 24/6 nokkur sæti laus
Allar sýningar hefjast kl. 20.
Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og
frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í
síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða
530 3037.
midasala@leik.is — www.leik.is
Miðasölusími er 530 3030
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
A B%!""# B%$%
!#
%B%!""#
1!B%!""# 1B%!""
1+B%!""1 B%!""#
19B%!"" 1;B%!""
&'( )) *
+, &
/11B%!""#
!-
./012
-3!
4-3!
5
"
-67 /8-!
#!
$!
&/
"9:-6;<6=#/<!-6;907
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Fös 15. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 16. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fös 22. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 23. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 30. júní kl. 20- NOKKUR SÆTI
PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler
Í KVÖLD Fim 14. júní kl. 20 - UPPSELT
Fös 15. júní kl. 20 - UPPSELT
Lau 16. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 16. júní kl. 22 - ÖRFÁ SÆTI
Þri 19. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní,
eftir sýningu flytur Ragnheiður
Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og
kynlífspistlahöfundur, erindi tengt
Píkusögum.
ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir
að sýningin hefst.
SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR.
SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í HAUST
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
3. hæðin