Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 61 17. JÚNÍ Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum svo sem við útskriftir, giftingar, á 17. júní, við opinberar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Hátíðarföt með vesti úr 100% ull, skyrta og næla Stærðir 46— 64 98—110 25— 28 Herradeild Laugavegi, sími 511 1718. Herradeild Kringlunni, sími 568 9017. Se nd um í pó st kr öf u Nýtt kortatímabil KARLMENN klæðumst hátíðarfatnaðinum á þjóðhátíðar- daginn Verð kr. 26.900 Þ í n f r í s t u n d - o k k a r f a g B í l d s h ö f ð a • 1 1 0 R e y k j a v í k • s í m i 5 1 0 8 0 2 0 • w w w . i n t e r s p o r t . i s CRAZY CREEK S 2000 Hjól: Hyper X-360 80/78A. Legur: ABEC 5. Dömu og herrastærðir. Verð: 17.580,- CRAZY CREEK S 1400 Dömu- og herrastærðir. Hjól:76/78 A Legur: ABEC 3. Verð: 11.990,- 5.990 CRAZY CREEK T 900 JR Stillanlegastærðir: 23/26 27/30 31/34 35/38 Hjól:67x24 mm/82A. Legur: ABEC. Verð: 6.990,- CRAZY CREEK T 300 JR Barnaskautar. Hjól: 64x24 mm. Legur: ABEC 1. St: 31-38 Verð: 3.990,- CRAZY CREEK T 500 JR Unglingaskautar. Hjól: 70x24 mm/82A. Legur: ABEC 3 St: 31-38. Verð: 5.990,- 6.990 CRAZY CREEK S 1000 JR Stillanlegar stærðir: 31-34 og 35-38. Hjól: 70x24 mm. Legur ABEC 1. Verð: 7.990,- CRAZY CREEK S 1200 Dömu og herrastærðir. Hjól: 76/82A. Legur: ABEC 1. Verð: 9.990,- ROLLERBLADE PRO 07 Dömu- og herrastærðir. Hjól: Hyper 78mm/78A. Legur: SKF ABEC 5. Verð: 15.790,- SALOMON VERSE Dömu- og herrastærðir. Hjól 76 mm. Legur: ABEC 3. Verð: 14.990,- 15.790 14.990 7.990 9.990 3.990 17.580 NÝTT KORTATÍMABIL 11.990 AÐ ÞESSU sinni frumsýnir Fil- mundur bresku verðlaunamyndina Some Voices frá árinu 2000, sem leik- stýrt er af Simon Cellan Jones, en hún verður síðan tekin til frekari sýn- inga. Some Voices er fyrsta kvik- myndin sem Jones leikstýrir og hefur hann fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir þessa frumraun sína, hann var meðal annars tilnefndur til „European Discovery of the Year“ verðlaunanna á Evrópsku kvik- myndaverðlaunahátíðinni og „Most Promising Newcomer in British Film“ verðlaunanna á BAFTA verð- launaafhendingunni. Some Voices er byggð á samnefndu leikriti eftir Joe Penhall, sem sýnt var hjá Royal Court leikhúsinu í London fyrir nokkrum árum við afar góðar undirtektir, en Penhall er einnig höf- undur handritsins að myndinni. Í Some Voices segir frá bræðrun- um Ray og Pete. Ray er nýlega út- skrifaður af geðsjúkrahúsi og Pete rekur kaffihús í Shepherd́s Bush. Hann hefur mikið á sinni könnu en þarf engu að síður að líta til með Ray og sjá til þess að hann taki geðlyfin sín. Ray vinnur á kaffihúsinu og þar kynnist hann Lauru, ungri, skoskri konu, sem er nýskilin við mann sinn, sem beitti hana líkamlegu ofbeldi og hann verður ástfanginn af henni. Smám saman fer Ray að telja sér trú um að hann geti verið án geðlyfjanna og í framhaldi af því tekur gjáin milli heimsins sem hann upplifir og um- hverfisins að breikka ískyggilega. Daniel Craig hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Ray, en honum tekst einstaklega vel að koma sjúk- dómi Rays til skila á trúverðugan hátt. Það er algengt að geðsjúkdómar séu settir fram á ýktan og uppskrúf- aðan hátt í kvikmyndum, en í Some Voices birtist sjúkdómur Rays á afar raunsannan hátt sem hluti af litrófi samfélagsins. Það er í raun merkilegt hversu utangarðs geðsjúkdómar hafa verið í kvikmyndum, en þó má benda á myndir á borð við One Flew Over the Cuckoo’s Nest og Madness of King George sem hafa gert þessu efni góð skil. Það virðist sem viss þagnarskylda einkenni, enn sem komið er, umfjöllun um geðsjúk- dóma, en þetta er sem betur fer að breytast. Eins og fram hefur komið í um- ræðunni hér á landi undanfarið, eru geðsjúkdómar mun algengari en margir halda og þurfa flestir að glíma við slíka sjúkdóma einhvern tímann á ævinni, annað hvort sjálfir eða hjá vinum og ættingjum. Some Voices tekur á þeim siðferð- islegu málum sem geta komið upp, þegar samfélaginu sjálfu er falið að glíma við geðsjúkdóma í stað stofn- ana og sýnir fram á að undir þeim kringumstæðum þýðir lítið að taka á málum með svarthvítum hætti, ekki fremur en á öðrum sviðum mannlífs- ins. Það má því segja að Some Voices sé þarft innlegg í umræðuna um for- dóma gegn geð- sjúkdómum. Tækn- in er notuð til hins ýtrasta í Some Voices til þess að koma sýn Rays á heiminn til skila, áhersla er lögð á það hvernig hann sér og skynjar heiminn, en ekki á það hvernig heimurinn skynjar hann, eins og svo oft vill verða. Með aðalhlutverk fara Daniel Craig, Kelly McDonald og David Morrissey. Some Voices verður frumsýnd í kvöld á hefðbundnum Filmundar- tíma, kl. 22:30 í Háskólabíói. Upplýs- ingar um áframhaldandi sýningar- tíma má finna á kvikmyndasíðum dagblaðanna. Ray heyrir raddir Daniel Craig leikur Ray. Filmundur sýnir breskan verðlaunafrumburð SÖNGKONAN Svala Björgvinsdóttir fær góða umfjöllun á áberandi stað, undir yfirskriftinni „New & Noteworthy“, í nýjasta hefti bandaríska tónlistarblaðsins Bill- board. Þar er m.a. fyrsta smáskífulagi hennar, „The Real Me“, lýst sem einum af meira grípandi poppgimsteinum sem taki þátt í vinsældakapp- hlaupi sumarsins. Talað er um að viðlagið sé það grípandi að það fái hár til að rísa á höfði og komi til með að rugla fólk í ríminu. Laginu er spáð sæti á topp 40 lista Billboards og sagt að ein hlustun ætti að sannfæra fólk um það. Einnig er tekið fram að hún sé dóttir einnar dáð- ustu poppstjörnu Íslands, Bo Halldorsson (sem við þekkjum víst betur sem Björgvin Halldórsson). Sagt er frá því að stúlk- an hafi hafið söngferil sinn hér á landi 7 ára gömul. Eitthvað eru þeir félagar þó að ruglast á aldri og nafni stúlk- unnar, í greininni er hún kölluð Slava og hún sögð vera 21 árs en eins og kom fram í viðtali Morgunblaðsins við Svölu á dögunum er hún nýorðin 24 ára. Engu að síður hlýt- ur þetta að teljast sérstaklega gott fyrir mark- aðssetningu smáskífunnar að þessi grein komi svona snemma, en skífan er ekki væntanleg í búðir fyrr en 11. júlí. Það er helst að frétta af Svölu þessa dagana að lag hennar hefur verið tekið til út- varpsspilunar hjá um 40 útvarpsrisum og mynd- bandið er á leiðinni í spilun á MTV-sjónvarpsstöðinni. Svona leit greinin út í Billboard. Svala Björgvins vekur athygli Fær hár til að rísa á höfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.