Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Þú getur tilkynnt aðsetursskipti á www.postur.is Veit Pósturinn hvar þú býrð VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 1,5% frá fyrra mánuði og eru ekki dæmi um meiri hækk- un vísitölunnar í einum mánuði síðan í febrúar 1990. Þessi hækkun milli mánaða veldur því að verðtryggð lán heimilanna í landinu hækka um um það bil 7,5 milljarða króna, skv. upplýs- ingum Más Guðmundssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans. Eftir þessa síðustu hækkun er verðbólga síð- ustu tólf mánaða er 6,8% samkvæmt nýjustu mælingum Hagstofunnar. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að tveir þriðju af verðhækkununum núna séu vegna lækkunar gengis. Geir segir að eins mán- aðar hækkun kalli ekki á sérstök viðbrögð af hálfu ríkissjóðs. Síðustu þrjá mánuðina hafi orðið mikil gengislækkun og það hafi komið fram í hækkun á verðbólgu. Geir segir að hann telji líklegra að gengið hækki frekar en lækki. Mikilvægast sé að menn haldi ró sinni, bæði yfir verðbólgutölunum nú og gengislækkun undanfarinna mánaða. Margt bendi til að þensl- an í þjóðfélaginu fari minnkandi, veltutölur skatta fari lækkandi og önnur merki séu á lofti um kólnun í hagkerfinu. Aðspurður hvort stað- an nú kalli á einhverjar aðhaldsaðgerðir hjá ríkissjóði segir Geir að ekki sé hægt að svara því á þessari stundu, ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, segir að mikilvægast sé að tryggja að verðbólga síðustu mánaða verði einungis tíma- bundið verðbólguskot. Í því sambandi sé mik- ilvægt að tryggja að hagstjórn verði markviss. Ríkið þurfi að gæta aðhalds í fjármálum til að missa ekki verðbólguþróunina úr böndunum. Þjóðhagsstofnun mun leggja fram endurskoð- aða þjóðhagsspá á mánudag. Markaðsverð á húsnæði lækkaði um 0,5% Af einstaka hækkunum á vísitölunni má nefna að verð á nýjum bílum hækkaði um 4,1%, verð á eldsneyti um 3% og á mat og drykkjar- vörum um 1,6%. Markaðsverð á húsnæði lækk- aði hins vegar um 0,5% frá maíbyrjun. Guðrún Árnadóttir, formaður Félags fasteignasala, seg- ir greinileg merki um samdrátt í sölu á hús- næði. Verðtryggð lán heimila hækka um 7,5 milljarða Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaðanna maí og júní  Verðbólgan komin/C1 Fjármálaráðherra segir merki um að þenslan fari minnkandi SUMARSTÖRF námsmanna eru af ýmsum toga og er því yfirleitt tek- ið fagnandi að fá tækifæri til að líta upp úr bókunum og fást við eitt- hvað allt annað en lestur og skrif. Þeir Jón V. Halldórsson, Atli Þór Alfreðsson og Sverrir Steinn Sverrisson hafa unnið við það und- anfarin sumur að mála fjar- skiptamöstur víðsvegar um landið, á vegum loftnetadeildar Landssím- ans. Hér sjást þeir á leið upp 40 metra hátt mastur í Klifinu í Vest- mannaeyjum. Sverrir Steinn segir að þeir þre- menningar séu hæstánægðir með sumarstarfið enda sé skemmtilegt að vinna svona úti í náttúrunni. Hann segir að þeir verði aldrei lofthræddir enda sé þetta ekki starf fyrir þá sem hafi tilhneigingu til þess. Morgunblaðið/Sigurgeir Ekki fyrir lofthrædda STJÓRNENDUR Alcan, móður- félags Íslenska álfélagsins (ISAL) og annars stærsta álfyrirtækis heims, undirbúa nú ákvarðanir um aukin umsvif í álframleiðslu. Er stækkun álversins í Straumsvík meðal þriggja til fjögurra kosta sem teknir verða til ítarlegrar skoðunar á næstu mánuðum. Emery P. LeBlanc, forstjóri hrá- álsframleiðslu Alcan segir í viðtali sem birt er í Morgunblaðinu í dag að miklir vaxtarmöguleikar séu á Ís- landi en enn sé þó of snemmt að svara því hvort ákveðið verði að ráð- ast í stækkun. Niðurstöðu sé að vænta innan 6 til 9 mánaða. LeBlanc var staddur hér á landi í vikunni vegna aðalfundar ISAL og heimsótti Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suður- nesja í ferð sinni. „Allar nauðsynlegar forsendur virðast vera til staðar hér, raforka og vilji stjórnvalda er fyrir hendi. Það lítur því allt sérstaklega vel út hér, en við verðum engu að síður að ljúka öllum hagkvæmniathugunum okkar áður en ákvarðanir verða teknar. Því verki er ekki lokið en við munum ljúka því. Innan svona sex til níu mánaða eða snemma á næsta ári ættum við að hafa fengið góða mynd af því hvaða vaxtartækifæri við eig- um hér hjá ISAL,“ segir LeBlanc í viðtalinu. Hann segist ekki vera þeirrar skoðunar að áætlanir um byggingu álvers á Austfjörðum eða frekari stækkun álversins á Grundartanga muni hafa áhrif á mögulega stækkun álversins í Straumsvík. Norsk Hydro sé með hugmyndir um byggingu ál- vers í öðrum landshluta og það úti- loki ekki frekari uppbyggingu á suð- vesturhorni landsins. „Það er ljóst að ef við ráðumst í stækkun álversins í Straumsvík þyrftum við að afla raf- orkunnar hér á svæðinu í kring. Landsvirkjun hefur uppi ýmsar hugmyndir og kosti í þeim efnum. Ég held því að þessi verkefni þurfi ekki að hafa nein áhrif á hugsanlega stækkun ISAL. Ég tel að það séu næg tækifæri til staðar fyrir alla,“ segir LeBlanc. Niðurstaða á að liggja fyrir inn- an 6 til 9 mánaða  Næg tækifæri/10 Alcan-álfélagið skoðar m.a. mögu- leika á stækkun í Straumsvík SIGURSTEINN Baldursson hjól- reiðakappi slapp naumlega með skrekkinn þegar grábjörn, sem hafði þefað uppi tjald hans þar sem hann er staddur í Alaska, lét sér nægja að þefa og hélt svo áfram leið sinni. Sigursteinn er nýlega lagður af stað í tveggja ára ferðalag þar sem ætlunin er að hjóla frá Norður- Alaska til Suður-Argentínu. „Ég var staddur við bæinn Coldfoot, um 240 mílur suður af bænum Deadhorse, þaðan sem ég lagði af stað í síðustu viku,“ sagði Sigursteinn í samtali við Morg- unblaðið. „Ég vaknaði við að björn- inn var að hnusa af tjaldinu mínu og áttaði mig á því að það eina sem skildi okkur að var tjalddúkurinn.“ Hann sagði að vörubílstjórar sem hann hefði hitt, teldu að þetta hefði verið eitt af stærstu karldýrunum þarna um slóðir. Þeir hefðu séð björninn í grennd við tjaldstað hans, án þess þó að hafa hugmynd um að þar væri maður sofandi. Hann sagði að vörubílstjórarnir hefðu margir boðist til að lána hon- um byssurnar sínar, en þeir séu flestallir með skotvopn í bílunum. „Sagan hefur spurst hratt um veginn hérna og þegar ég mæti fólki segir það: „Já, þú ert mað- urinn sem slappst við björninn!“ Aðspurður segist ég bara hafa gert það eina sem ég gat, það er að segjalegið grafkyrr og farið með Faðirvorið þrjú til fjögur hundruð sinnum,“ sagði Sigursteinn. Grábjörn gerði sig heimakominn STEFNT er að því að fram- kvæmdir við tónlistarhús í mið- borg Reykjavíkur hefjist árið 2003 og standi í tvö til þrjú ár. Þetta kom fram í máli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í gær þegar kynnt var hugmyndasamkeppni um skipulag miðborgar og hafnar- svæðis við Austurhöfn. Útboð vegna framkvæmda er fyrirhugað og verður fram- lag ríkis og borgar allt að 4,5 milljörðum króna en heildar- kostnaður er áætlaður 10 millj- arðar. Áformað er að tónleikasalur muni rúma 1.500 manns og minni tónlistarsalur allt að 450 manns. Áætlað er að notendur tónlistarhússins verði allt að 300 þúsund á ári. Fram- kvæmdir við tónlistarhús hefjist 2003  Framkvæmdir/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.