Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ – Þetta kemur fram í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins um áhrif af stækkun Evrópusambandsins á stöðu Íslands innan Evrópska efna- hagssvæðisins. Með fyrirhugaðri stækkun ESB fjölgar aðildarlöndum sambandsins úr 15 í 27. Í skýrslu utanríkisráðu- neytisins er einungis fjallað um stækkunina út frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Var leit- að sjónarmiða hinna ýmsu ráðuneyta Stjórnarráðsins um áhrif stækkunar ESB á þá málaflokka EES-samn- ingsins sem undir þau heyra. Meg- inniðurstaða skýrsluhöfunda er sú, að útlit sé fyrir að stækkun ESB muni hafa frekar jákvæð áhrif fyrir Ísland og íslenska atvinnustarfsemi, þó með þeirri undantekningu sem snýr að tollfrelsi fyrir vissar sjávar- afurðir. Fram kemur í skýrslunni að viðskipti Íslands við umsóknarlöndin eru lítil og nánast hverfandi miðað við viðskiptin við ESB en skýrsluhöf- undar benda á að þessi umsóknar- lönd í Mið- og Austur-Evrópu séu mjög áhugaverður markaður fyrir sjávarafurðir og þegar fram í sækir muni þau væntanlega verða stór og góður markaður fyrir fisk og fiskaf- urðir. Við aðild þeirra að ESB munu ýmsir vöruflokkar sjávarfangs, sem njóta nú tollfrelsis, bera tolla. „Mest- ur er munurinn á síld, makríl, hörpu- diski, humar og unnum laxaafurðum, en tollar í þessum vöruflokkum eru yfirleitt á bilinu 12 til 20%, og allt upp í 25%. Þó nokkrir tollar eru enn- fremur á nokkrum öðrum vöruflokk- um svo sem flökum af karfa, túnfiski, ýmsum flatfisktegundum og steinbít og er þá ekki allt talið. Hér eru því á VIÐ stækkun Evrópusambandsins munu fríverslunarsamningar sjávar- afurða sem Ísland hefur við flest um- sóknarlandanna falla úr gildi og aðild þeirra að ESB hafa í för með sér verri viðskiptakjör í viðskiptum við þessi lönd. Ástæðan er sú að ýmsir vöruflokkar sjávarfangs, sem njóta í dag tollfrelsis í útflutningi til þessara umsóknarlanda í Mið- og Austur- Evrópu, munu bera tolla eftir að þau verða aðilar að ESB skv. samningum Íslands við bandalagið. ferðinni verulega verri viðskipta- kjör. Sem stendur hefur Ísland betri markaðskjör en aðildarlönd ESB, sem ekki njóta tollfrelsis með þeim hætti sem fríverslunarsamningar EFTA veita okkur. Eftir aðild mun þetta snúast gjörsamlega við, því að þá munu núverandi aðildarlönd ESB ekki þurfa að greiða tolla af sölu sinni til þessara landa, sem eru þá orðin hluti af innri markaðnum, en Íslendingar mæta þeim tollum sem áður eru raktir og gilda í viðskiptum okkar við ESB. Þegar Finnland, Svíþjóð og Aust- urríki gerðust aðilar að ESB samdi Ísland um bætur fyrir skerta frí- verslun með fisk við ESB. Þessir samningar miðuðust við útflutning Íslands til þessara þriggja landa á næstliðnum þremur árum og var ákveðinn innflutningskvóti með eng- um tolli, sem samsvaraði meðalút- flutningi á nefndu árabili fyrir þær fiskafurðir, sem höfðu verið toll- frjálsar en lentu nú í tolli. Þetta geta ekki talist fullar bætur, því að ekki er gert ráð fyrir mögulegum vexti markaðarins. Ennfremur eru kvóta- kerfin í sjálfu sér viðskiptahindrun, því að þau flækja viðskiptin og gera þau óaðgengilegri. Svona niðurstaða er enn fjær því að teljast fullnægj- andi varðandi viðskiptin við þau lönd, sem nú eru á leiðinni inn í ESB, vegna þess að augljóslega eiga þessir markaðir eftir að vaxa ört með batn- andi lífskjörum,“ segir í skýrslunni. Sækja verulegar viðbætur í markaðsaðgangi „ Að öllu samanlögðu verður Ís- land að sækja mjög verulegar við- bætur í markaðsaðgangi fyrir sjáv- arafurðir í hinu stækkaða ESB. Mun þá alls ekki duga að bjóða sömu formúlu og notuð var þegar síðasta stækkun ESB átti sér stað. Svíþjóð, Finnland og Austurríki voru með vel þróuð og öflug hagkerfi og markað fyrir sjávarafurðir sem var fullmót- aður og stöðugur. Hin nýju aðildar- lönd hafa undanfarið og eru enn að ganga í gegnum kreppu aðlögunar og stefna í mikinn hagvöxt. Sá mark- aður sem ekki hefur verið fyrir hendi og skýrir lítinn útflutning til um- sóknarlandanna mun aukast og efl- ast á komandi árum og verða sífellt mikilvægari. Aðildin mun væntan- lega flýta fyrir þeirri þróun, en þró- unin mundi hafa átt sér stað þótt ekki kæmi til aðildar. Endurbætur í markaðsaðgangi fyrir sjávarafurðir í hinu stækkaða ESB verða að taka mið af þessum vexti, en ekki vera á fortíðargrunni eins og við síðustu stækkun ESB. Það væri bæði ósann- gjarnt og óviðunandi. Utanríkisráð- herra og utanríkisþjónustan hafa kappkostað að koma þessum sjónar- miðum Íslands á framfæri við fram- kvæmdastjórn ESB og ríkisstjórnir bæði aðildarlandanna og umsóknar- landa,“ segir í samandreginni niður- stöðu skýrslunnar. Líklegt að rekstur EES- samnings verði erfiðari Þá kemur fram í umfjölluninni að líklegt sé að stækkun ESB muni gera rekstur EES-samningsins erf- iðari og EFTA-ríkin þurfi meira á sig að leggja til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa þann aðgang að nefndastarfi og öðr- um málatilbúnaði sem nauðsynlegur sé. Skýrsla um áhrif stækkunar ESB á stöðu Íslands innan EES Viðskiptakjör við umsókn- arlöndin versna að óbreyttu KARLMAÐUR var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir pen- ingaþvætti. Héraðsdómur Reykjavík- ur fann hann sekan um að hafa tekið við og geymt yfir fimm milljónir króna fyrir einn höfuðpaura í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Maðurinn hafi vitað að peningarnir væru af- rakstur fíkniefnaviðskipta. Refsingin er skilorðsbundin í tvö ár. Samkvæmt ákæru, sem efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra gaf út, framdi maðurinn brot sín á árunum 1997 til 1999. Maðurinn neitaði að hafa vitað að féð væri ávinningur fíkniefnaviðskipta. Við aðalmeðferð málsins sagðist hann hafa talið að peningarnir væru gróði af fasteigna- viðskiptum Sverris Þórs Gunnarsson- ar, sem hlaut einn þyngsta dóminn fyrir aðild sína að stóra fíkniefnamál- inu. Í rauninni hafi hann þó ekki hugs- að mikið út í það. Geymdir í bankahólfi Maðurinn játaði hins vegar að hafa tekið við peningunum sem hann geymdi í bankahólfi í Íslandsbanka í Kópavogi. Sverrir Þór lét hann fá peningana í ógagnsæjum plastpokum og umslögum. Maðurinn sagðist aldrei hafa talið peningana og ekki vitað hvað þetta voru miklar fjárhæð- ir. Í niðurstöðu dómsins segir að mað- urinn hafi farið fjölmargar ferðir í bankahólfið fyrir Sverri Þór. Féð sem þar var geymt var sannanlega ávinn- ingur af fíkniefnsölu. Við meðferð málsins og við yfirheyrslur lögreglu hafi maðurinn orðið tvísaga um hvort hann hafi vitað að féð var ávinningur af fíkniefnasölu. Hjá lögreglu og við þingfestingu málsins sagði hann að um vorið hefði hann verið farið að gruna að ekki væri allt með felldu með þessa peninga. Við aðalmeðferð- ina breytti hann framburði sínum og sagðist hafa orðið áhyggjufullur eftir að Sverrir Þór var handtekinn. Dómnum þótti þessi skýring hans ekki trúverðug né heldur að hann hefði talið féð vera ávinning fast- eignaviðskipta. Í ljósi hinna háu upp- hæða og tortryggilegs geymslumáta væri heldur ekki trúverðugt að hann hafi talið féð vera undanskot frá skatti eða vegna gjaldþrots. Maðurinn gæti ekki komist undan refsingu þótt hann hafi ekki leitað upplýsinga um hvaðan féð hefði verið komið. Maðurinn var því dæmdur í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi og til að greiða verjanda sínum, Helga Birgissyni hrl., 170.000 krónur í málsvarnarlaun. Jón H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sótti málið. Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Geymdi fimm milljónir króna af fíkniefnagróða FLÓASTELKUR (Tringa glaerola) sást út um gluggann hjá fuglaskoð- aranum Hlyni Óskarssyni á Stokks- eyri nú í vikunni. Þar dvaldi hann við litla lífríka tjörn ásamt fjölda annarra vaðfugla. Er ljósmyndari kom á staðinn til að mynda fuglinn hafði annar flækingsvaðfugl, spóa- títa (Calidris ferruginea), bæst í hópinn. Spóatítan var ekki í rauð- um sumarskrúða eins og við hefði mátt búast heldur í gráleitum vetr- arbúningi. Flóastelkur einkennist af mjóslegnu vaxtarlagi, hvítri brúnarrák og gulgrænum fótum. Spóatítu má þekkja á löngu bognu nefi og hvítum gumpi. Ljósmynd/Gunnar Þór Hallgrímsson Flækingar á Stokkseyri Óð reyk á hóteli í Toronto MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju þurfti að yfirgefa hótel sitt í Toronto í Kanada í skyndingu aðfaranótt sunnudags, þar sem brunavarna- kerfi fór í gang. Að sögn Halldórs Haukssonar, eins kórfélaga, var um minniháttar bruna að ræða og sakaði engan. „Menn höfðu ekki nema rétt fest blund þegar brunavarnakerfi hótels- ins fór í gang. Ferðaþreyttir og svefndrukknir kórfélagar þustu ásamt öðrum hótelgestum niður brunastigana og óðu reyk á neðstu hæðunum til að komast út á götu. Þar biðu menn í óvissu nokkra stund og reyndu að gera sér grein fyrir því hvort einhvern úr hópnum vantaði,“ sagði Halldór. Ekki stórbruni „Til allrar hamingju kom fljótlega í ljós að ekki var um stórbruna að ræða. Að því er best verður komist hafði verið kveikt í rusli fyrir utan hótelið. Hitinn sprengdi rúður í þvottahúsi hótelsins og þannig barst reykur inn í bygginguna. Þegar gengið hafði verið úr skugga um að allt væri með felldu var hótelgestum hleypt í herbergi sín á ný.“ Kórfélagar létu þetta óskemmti- lega næturbrölt ekki á sig fá og skil- uðu sínu, að sögn Halldórs, með sóma á tónleikum í St. James-dóm- kirkjunni daginn eftir. Mótettukórinn er í tveggja vikna tónleikaferðalagi um Kanada um þessar mundir. Mótettukór Hallgrímskirkju Sólveig Pét- ursdóttir til Litháen SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- málaráðherra hélt í gær til Litháen þar sem hún mun sækja ráðstefnu um konur og lýðræði. Er hún framhald af ráðstefnunni Konur og lýðræði við árþúsundamót sem haldin var hér á landi í október árið 1999. Um 500 manns frá 13 ríkjum hefur verið boðið að taka þátt í ráðstefnunni. Mun dómsmála- ráðherra stýra vinnuhópi á ráð- stefnunni, um konur og leið- togahlutverkið, og tekur hún þátt í pallborðsumræðum um verslun með konur ásamt ráð- herrum frá hinum Norðurlönd- unum og Eystrasaltsríkjunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.