Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ            !"   # $$#%%   KÖLD og vætusöm tíð á landinu upp úr miðjum maí tók að mestu fyrir alla frjódreifingu samkvæmt frjó- mælingu Náttúrufræðistofnunar Ís- lands í Reykjavík og á Akureyri í maí, en frjókorn dreifast jafnan best í þurrviðri. Sunnanlands hafa lyng- og víðifrjó verið í loftinu frá maíbyrjun, en mæl- ingar í Reykjavík hófust 1.maí og fyrstu asparfrjóanna varð vart 6. maí. Köld tíð veldur því að frjótölur eru lægri í ár en í fyrra Birkifrjó mældust stopult frá 10. til 25. maí, en eftir það mældust þau stöðugt þó svo að frjótölur hafi verið lágar. Meðallengd frjótíma birkis er tæpar þrjár vikur og samkvæmt því ætti frjódreifingu birkis að vera lok- ið nú fyrir miðjan mánuðinn á Reykjavíkursvæðinu. Á Akureyri hlýnaði skyndilega í byrjun maí og voru lyng-, víði- og asparfrjó komin í loftið þegar mælingar hófust þann 9. maí. Fyrstu birkifrjóin mældust 11. maí en duttu niður þegar kuldakast- ið gerði um miðjan mánuðinn og hef- ur köld tíð undanfarið orðið til þess að frjótölur í ár eru mun lægri en í fyrra. Birkifrjó helsti ofnæmisvaldur í nágrannalöndum Birkifrjó eru aftur á móti helsti of- næmisvaldurinn á hinum Norður- löndunum. Þó að hér á landi séu það grasfrjó sem eru skæðust. Frjótölur þeirra eru hæstar í júlí og ágúst og geta frjóin þá valdið þeim sem haldnir eru ofnæmi fyrir grasfrjói vanlíðan, ef ekki er gripið til viðeigandi lyfjameð- ferðar.                                                                                                            Grasfrjó skæð- asti ofnæmis- valdurinn Frjómælingar Náttúrufræðistofn- unar í Reykjavík og á Akureyri HÁLENDISVEGIR hafa margir verið opnaðir en nú er orðið fært yfir Kjalveg, Þorskafjarðarheiði, Dómadalsleið, Sigöldu, Fjallabaks- leið nyrðri, Tröllatunguheiði, Steinadalsheiði, Arnarvatnsheiði og þar að auki voru Kaldidalur og Uxahryggir opnaðir fyrir umferð í gær, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Að sögn starfsmanns Vegagerð- arinnar eru hálendisvegir opnaðir heldur fyrr núna en oft hefur verið, en ennþá eru margir vegir lokaðir þó flestir séu þeir fremur fáfarnir. Meðal leiða sem enn eru lokaðar eru Sprengisandsleið sem og allar leiðir norðan Vatnajökuls. Margir hálendis- vegir opnir                                       !  "# $  #         %      $     $     &'''!"#$ %$ HINN tíræði Skógstrendingur, Guðmundur Daðason, er nú staddur í Danmörku sem er ekki í frásögur færandi nema sakir þess að hann hefur aldrei áður út fyrir landsteina komið. Guðmundur notaði gærdaginn til að ganga um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn undir leiðsögn Guðlaugs Arasonar, rithöfundar og leiðsögumans hjá Islands Cen- ter. Þegar blaðamaður náði tali af Guðmundi í gær var hann staddur fjallhress í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn þar sem hann þáði veitingar. „Ég valdi Danmörku fram yfir önnur lönd vegna þess að hér á dóttursonur minn, Þorri Þráins- son, og fjölskylda heima en ég dvel hjá þeim þennan vikutíma sem ég verð hér,“ segir Guð- mundur. Aðspurður af hverju hann hefði tekið upp á því að fara til útlanda í fyrsta skipti á þessum aldri sagði hann ómögulegt að deyja ósigldur á þessari nýju öld. Þá hefði hann fengið mikla hvatn- ingu frá fjölskyldunni og ætlaði að fara aftur til Danmerkur þeg- ar jarðarberin væru orðin þrosk- uð. Þessi fyrsta ferð til útlanda væri því bara byrjunin. Guðmundur er búsettur í Garðabæ og fer daglega í göngu- ferðir. Tæplega fjögurra tíma gönguferð í Kaupmannahöfn fannst honum því ekkert tiltöku- mál en hann gat þess þó að nóg væri af góðum áningarstöðum enda væri það nauðsynlegt. Gönguferðin byrjaði við járn- brautarstöðina og hafði hann m.a. gengið fram hjá tívolíinu sem honum fannst mikið til koma. Þá hlakkaði hann til að skoða Jónshús en þangað lá leiðin m.a. eftir áningu í sendiráðinu. Í fyrstu utanlandsferðinni á 101. aldursári Ljósmynd/Francis Dean Guðmundur og afkomendur í þrjá ættliði nutu leiðsagnar Guðlaugs Arasonar. Ætlar aftur út þegar jarðarberin verða þroskuð Guðmundur heilsar upp á Helga Ágústsson sendiherra og konu hans Hervöru Jónasdóttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.