Morgunblaðið - 15.06.2001, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ATHUGASEMDIR hafa borist
Borgarskipulagi frá nokkrum íbúum
í Staðahverfi vegna göngustígs sem
verið er að leggja meðfram Korp-
úlfsstaðavegi. Samkomulag hefur
verið gert við íbúa í grennd við
göngustíginn sem felur í sér stækk-
un lóðamarka þeirra og flutnings
stígsins fjær húsunum.
Að sögn Þorvaldar S. Þorvalds-
sonar, skipulagsstjóra í Reykjavík,
er það hæð göngustígsins sem íbúar
hafa kvartað undan. „Gönguleiðin
liggur ansi hátt þannig að það sést
niður í lóðirnar frá stígnum. Svo var
farið í samvinnu við íbúana um að
koma honum betur fyrir og boðist
var til að gera hljóðmön auk þess
sem íbúarnir fengu að stækka lóð-
irnar að göngustígnum,“ segir hann.
Aðspurður segir hann nokkra lóð-
areigendur ekki hafa fellt sig við
þessa niðurstöðu. „Sumir lóðareig-
endur vilja ekkert stækka lóðirnar
sínar en í stórum dráttum held ég að
þetta hafi tekist þokkalega.“
Fasteignagjöld og lóðar-
leiga hækka óverulega
Í samkomulaginu er gert ráð fyrir
að lóðarmörk átta raðhúsalóða við
Garðsstaði og Brúnastaði verði færð
og lóðir stækkaðar um fjóra metra til
suðausturs. Jafnframt verði stígur-
inn við Korpúlfsstaðaveg færður um
tvo metra til suðausturs og hefur það
þegar verið gert. Þá verði hljóðman-
ir gerðar á milli Korpúlfsstaðavegar
og lóða við Garða- og Brúnastaði.
Loks verði ný aðkoma að Korpúlfs-
stöðum eða Korpuskóla frá Korp-
úlfsstaðavegi við Garðsstaði og bið-
stöð almenningsvagna flutt 60 metra
til suðvesturs.
Í athugasemdum íbúa er ítrekað
að færsla á stígnum og stækkun lóð-
anna sé fyrst og fremst hagsmuna-
mál íbúa aðliggjandi húsa og til þess
gert að byrgja sýn frá göngustígnum
sunnan lóðanna inn á lóðir. Eins er
þess krafist að gatnagerðar- og fast-
eignagjöld auk lóðarleigu haldist
óbreytt þrátt fyrir stækkun lóðar-
innar en í svari gatnamálastjóra seg-
ir að fasteignagjöld og lóðarleiga
muni hækka óverulega.
Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið,
sem felur í sér ofangreindar breyt-
ingar var nýverið samþykkt á fundi
skipulags- og byggingarnefndar
borgarinnar.
Sést niður í lóðirnar
frá göngustígnum
Grafarvogur
Samkomulag gert við íbúa vegna lagningar göngustígs
HAFNARFJARÐARBÆR og
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar
skrifuðu í gær undir samstarfs-
samning vegna uppbyggingar,
reksturs, viðhalds og afnota af
íþróttamannvirkjum í bænum.
Samningurinn tekur auk þess til
eflingar íþróttastarfs yngri iðk-
enda íþróttafélaganna.
Samningurinn er endurskoðun
og endurnýjun á samningi sem und-
irritaður var árið 1987 af bæjaryf-
irvöldum, Íþróttabandalaginu,
Haukum og FH.
Helstu nýmæli samningsins eru
að rekstrarstyrkir ná til lóðarleigu
íþróttamannvirkja íþróttafélag-
anna, reksturs íþrótta- og útvist-
arsvæða og stuðnings við skrif-
stofuhald Íþróttabandalagsins og
aðildarfélaga þess.
Lagt er til að eignaskipting við
nýbyggingar íþróttamannvirkja
haldist óbreytt en þó er heimilt að
breyta henni eftir því hvers konar
íþróttamannvirki eiga í hlut. Þá er
íþróttafélögunum gert að ráðstafa
minnst þremur prósentum af út-
hlutuðum tímum til almennings-
íþrótta en að sögn Ingvars S. Jóns-
sonar, íþróttafulltrúa bæjarins,
hefur nokkur misbrestur verið á
aðgengi almennings að íþróttahús-
unum fram að þessu.
Óheimilt er að framselja íþrótta-
mannvirki sem Hafnarfjarðarbær
hefur tekið þátt í að byggja. Þá er
sérstaklega hugað að íþróttaiðk-
endum 16 ára og yngri og rekstr-
arframlögum bæjarins til þessa
hóps vegna íþróttaiðkunar.
Að sögn Ingvars eru öll ung-
menni 16 ára og yngri sem stunda
íþróttir tryggð af bænum við
íþróttaiðkun.
Þá mun bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar sjá til þess að gert verði
ráð fyrir fjárveitingum til íþrótta-
mála í fjárhagsáætlun hvers árs og
verður Íþróttaráði falið að sjá um
skiptingu þess fjár.
Morgunblaðið/Arnaldur
Magnús Gunnarsson bæjarstjóri (t.h.) og Friðrik Ólafsson formaður
Íþróttabandalags Hafnarfjarðar undirrituðu samninginn í Hafnarborg í
gær.
Bæjaryfirvöld og Íþróttabandalagið undirrita samstarfssamning
Sérstakt til-
lit tekið til
ungmenna-
starfs
Hafnarfjörður
TÖLUVERÐAR framkvæmdir
hafa staðið yfir á gatnakerfinu í
miðbæ Reykjavíkur að undan-
förnu. Að sögn Haralds B. Al-
freðssonar, yfirverkfræðings
hjá Gatnamálastjóra, er verið
að endurnýja yfirborð Austur-
strætis frá Pósthússtræti að
Ingólfstorgi. Í endurbótunum
felst endurnýjun á lögnum og
frárennsli. Þá verða sett upp tré
meðfram götunni. Að sögn Har-
alds eru samskonar endurbæt-
ur gerðar á Hafnarstræti milli
Veltusunds og Vesturgötu og á
Aðalstræti frá Ingólfsbrunni að
Vesturgötu. Stefnt er að verk-
lokum vegaframkvæmda fyrir
17. júní. Þá er ráðgert að gera
samskonar endurbætur á Póst-
hússtræti frá Hótel Borg að
Hafnarstræti.
Að sögn Haralds Arnar Jóns-
sonar, arkitekts hjá Arkitektur-
.is sem sér um hönnun Aðal-
strætis og Hafnarstrætis,
verður akrein Aðalstrætis
mjókkuð og gangstéttir breikk-
aðar. Auk trjáa sem verða vest-
an megin götunnar er gert ráð
fyrir bílastæðum fyrir almenn-
ing og stæðum fyrir leigubíla.
Hafnarstræti frá Vesturgötu
að Veltusundi verður í sömu
hæð og gangstéttir þannig að
svæðið milli sölubúðanna á Ing-
ólfstorgi og Fálkahússins verði
ein heild sem hægt er að loka
fyrir bílaumferð á tyllidögum og
stækka þar með torgið. Þá er
meðal annars ráðgert að koma
fyrir gosbrunni á Ingólfstorgi
sem verði endapunkturinn á
„vatnaspili Ingólfstorgs“ sem
samanstendur af „regninu“,
„fossinum“ og „jarðhitanum“. Á
torginu eru súlur sem spúa gufu
og tákna jarðhitann en stefnt er
að því að regnið og fossinn verði
komin í gagnið þegar gosbrunn-
urinn verður settur upp seinna í
sumar, að sögn Haralds. Það er
Landmótun ehf. sem sér um
hönnun framkvæmda í Pósthús-
stræti en Kjartan Mogensen
landslagsarkitekt og Kristinn
Hrafnsson myndlistarmaður
sjá um hönnun í Austurstræti.
Gosbrunn-
ur á Ing-
ólfstorgi
Miðborg
Gatnafram-
kvæmdum að
ljúka í Aðalstræti
JÓHANNES Benediktsson, for-
maður sunddeildar KR, segir vel
koma til greina að leitað verði eftir
stuðningi fjársterkra aðila við að
skipuleggja heilsuræktarstöð við
Sundlaug vesturbæjar í tengslum
við nýja laug sem sunddeildin og
laugargestir hafa óskað eftir.
Aðstöðuleysi hefur verið viðvar-
andi þar um langa hríð að hans
sögn og hefur sundeildin komið að
máli við borgaryfirvöld vegna
þessa. Nú síðast í maí var borg-
arstjóra afhentur undiskriftarlisti
þar sem farið var fram á meira
laugarrými í vesturbænum. Jóhann-
es segist sjá fyrir sér að borgaryf-
irvöld og einkaaðilar gætu með ein-
hverjum hætt samnýtt aðstöðuna
líkt og gert er í Laugardal. Hann
segir hugmyndirnar hafa verið
ræddar í sunddeildinni en þær séu
þó skammt á veg komnar og enn
hafi ekki verið rætt við neina einka-
aðila sem gætu komið að rekstr-
inum.
Áhorfendapallar
fyrir 150– 200 manns
Sunddeildin lét gera frumdrög og
lauslega kostanaðaráætlun vegna
yfirbyggðar laugar á lóð Vestur-
bæjarlaugar árið 1999. Samkvæmt
teikningu yrði nýja laugin 12,5 x 25
metrar að stærð og dýptin frá 1,1
upp í 1,8 metra. Hugmyndin er að
laugin yrði einkum nýtt til sund-
kennslu og undir sundkeppni auk
almennrar sundiðkunar, einkum
fyrir aldraða. Núverandi búnings-
herbergi og böð yrðu nýtt og tengi-
gangur gerður inn í þau þar sem nú
er geymsla við anddyri að sund-
laugarsvæði. Þá er gert ráð fyrir í
hugmyndunum að færanlegir áhorf-
endapallar fyrir 150–200 manns
verði við austanverðan sundlaug-
arbakkann.
Við norðanverðan gafl sundlaug-
arinnar yrði gert ráð fyrir ýmiss
konar búnaði og aðstöðu fyrir kenn-
ara og sundiðkendur. Segir í tillög-
unum að nægjanlegt rými sé í nú-
verandi vélarrými fyrir tilheyrandi
tækjabúnað, hreinsitæki og loft-
ræstibúnað.
Gert er ráð fyrir að límtrésbogar
verði notaðir í burðarvirki sund-
laugarsalar með álklæðningu yfir.
Álklæðningin myndi ná niður að
stétt austan megin en vestan meg-
in, þ.e. út að sundlaugarsvæði, yrði
3 metra hár glerveggur með renni-
hurðum. Gaflar yrðu hins vegar úr
grind, klæddir, einangraðir og að
mestu lokaðir. Sundlaugaker yrðu
úr dúkklæddu stáli með flísalögðum
kanti og yfirfallsrennum.
Formaður sunddeildar KR lýsir yfir áhuga á viðræðum við einkaaðila
Heilsurækt-
arstöð rísi
við laugina
Hugmynd að nýrri sundlaug sem sunddeild KR lagði fram á sínum tíma
er hægra megin á myndinni við núverandi laug. Samkvæmt tillögum
sunddeildarinnar yrði hún yfirbyggð.
Vesturbær