Morgunblaðið - 15.06.2001, Síða 22
LANDIÐ
22 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLBRAUTASKÓLA Vestur-
lands var slitið 2. júní sl. og voru
þann dag brautskráðir 57 nemendur
við hátíðlega athöfn á sal skólans. Af
þessum fjölda luku 35 stúdentsprófi,
17 útskrifuðust af iðnbrautum skól-
ans og 2 luku öðru námi. Auk þess
kvöddu 3 skiptinemar skólann.
Hörður Ó. Helgason skólameistari
ávarpaði samkomugesti og afhenti
útskriftarnemum skírteini sín. Birna
Gunnlaugsdóttir aðstoðarskóla-
meistari flutti annál vorannar 2001.
Margar viðurkenningar fyrir fram-
úrskarandi námsárangur voru veitt-
ar. Michal Tosik Warszawiak sem út-
skrifaðist af hagfræðibraut hlaut
viðurkenningu skólans fyrir bestan
árangur á stúdentsprófi. Michal fékk
einnig verðlaun fyrir ágætan árang-
ur í viðskiptagreinum. Aðrir sem
hlutu viðurkenningu frá skólanum
fyrir ágæta frammistöðu voru: Júlí-
us Sólberg Sigurðsson fyrir góðan
árangur í fagbóklegum greinum í
húsasmíði; Hrönn Ágústsdóttir í
ensku; Bjarni Þór Hannesson í raun-
greinum; Bjarki Jóhannesson í
sænsku. Bjarki hlaut einnig viður-
kenningu úr sjóði Elínar Írisar Jóns-
dóttur fyrir íslenska ritgerð. Ólafur
Ingi Guðmundsson fékk viðurkenn-
ingu fyrir skólasókn, en hann hefur
mætt stundvíslega í hverja kennslu-
stund frá því hann hóf nám við skól-
ann haustið 1997. Að þessu sinni
hlaut Ásdís Halla Sigríðardóttir
verðlaun úr sjóði Guðmundar P.
Bjarnasonar á Sýruparti.
Þau verðlaun eru veitt einum út-
skriftarnema í lok hvers skólaárs
fyrir framúrskarandi árangur í
námi. Ásdís lauk stúdentsprófi frá
skólanum við lok haustannar. Guð-
mundur Páll Jónsson forseti bæjar-
stjórnar á Akranesi afhenti náms-
styrk Akraneskaupstaðar. Hann
hlaut Bergrós Fríða Ólafsdóttir sem
lauk stúdentsprófi frá skólanum við
lok haustannar.
Hörður Helgason skólameistari
ávarpaði útskriftarnemendur í lokin,
árnaði þeim heilla, ræddi um gildi
menntunar og þakkaði þeim fyrir
samveruna.
Fjölmargar gjafir bárust
Ólafur Ingi Guðmundsson nýstúd-
ent flutti ávarp fyrir hönd útskrift-
arnema. Pétur Ottesen, sem lauk
námi frá skólanum fyrir 10 árum, til-
kynnti um stofnun Nemendasam-
bands Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Nemendur sem útskrifuðust fyrir
20 árum færðu skólanum bókagjöf
og eintök af 3 fyrstu árgöngum
skólablaðsins. Andrea Guðmunds-
dóttir nýstúdent söng við undirleik
Flosa Einarssonar kennara. Fyrir
athöfnina léku Oddný Björgvinsdótt-
ir nemandi í Fjölbrautaskólanum og
Kristín Sigurjónsdóttir nemandi í
Heiðarskóla á harmóniku og fiðlu.
Tveir fyrrum starfsmenn skólans,
Þórir Ólafsson og Inga Harðardótt-
ir, voru kvaddir með formlegum
hætti og þeim færðar gjafir frá skól-
anum.
Þórir var skólameistari þar til í
apríl er hann hóf störf við mennta-
málaráðuneytið. Inga kenndi íþróttir
við skólann frá stofnun hans.
Hún hefur verið í leyfi undanfarin
ár en lætur nú formlega af störfum.
Að athöfn lokinni þáðu gestir
kaffiveitingar í boði skólans.
Fjölbrautaskóla
Vesturlands slitið
Akranes
Morgunblaðið/Guðni Hannesson
Útskriftarnemar Fjölbrautaskóla Vesturlands.
MARKAÐSRÁÐ kindakjöts og
Matra sem er samstarfsverkefni
Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins og Iðntæknistofnunar um mat-
vælarannsóknir skrifuðu undir
samning um rannsókna og þróun-
arvinnu í tengslum við kindakjöt.
Markaðsráð kindakjöts styrkir
verkefnið um þrjár miljónir á ári
en samningurinn er til sex ára.
Borið verður saman villibráð-
arkjöt af norðurslóðum, íslenska
lambakjötið er þar meðtalið, og
þar verða bornir saman og rann-
sakaðir eiginleikar kjöts af „villt-
um“ dýrum í norðurhéruðum norð-
urlandanna, villibráð norðursins.
Í verkefninu verða eiginleikar
íslenska lambakjötsins rannsakaðir
og kortlagðir. Fyrsti hluti verkefn-
isins, sem mun taka tvö ár, fjallar
um vöðvaþræði í lambakjöti og
tengsl á milli eiginleika vöðva-
þráða og meyrni kjötsins. Einnig
hvernig eiginleikar vöðvaþráðanna
hafa áhrif á samsetningu, útlit og
bragðgæði kjötsins.
Að sögn Hannesar Hafsteins-
sonar, forstöðumanns Matra, er ís-
lenska lambakjötið meyrasta
lambakjöt í Evrópu samkvæmt
verkefni þar sem borið var saman
kjöt frá sex Evrópulöndum. Þessi
samningur miðar að því að komast
að orsökinni til þess, auk þess sem
þekking á eiginleikum og vinnslu
kindakjöts eykst. Yfirfærsla þekk-
ingar úr öðrum ólíkum verkefnum
verður auðveldari, heildaryfirsýn
fæst yfir þau verkefni sem unnið
er að og nýting fjármuna verður
betri.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Hannes Hafsteinsson forstöðumaður Matra, Aðalsteinn Jónsson for-
maður Markaðsráðs kindakjöts og Landssambands sauðfjárbænda og
Özur Lárusson framkvæmdastjóri Markaðsráðs Kindakjöts.
Villibráð af
norðurslóðum
Norður-Hérað
Íslenska lambakjötið
HÉRAÐSNEFND Snæfellinga hef-
ur ráðið Aldísi Sigurðardóttur for-
stöðumann Byggðasafns Snæfell-
inga með aðsetur í Stykkishólmi.
Aldís tekur við af Sigrúnu Ástu
Jónsdóttur sem hefur tekið við nýju
starfi í Reykjanesbæ.
Aldís er þjóðfræðingur að mennt
og útskrifaðist árið 1992. Síðasta ár
starfaði hún sem forstöðumaður
Gamla Apóteksins á Ísafirði og hafði
þar umsjón með unglingastarfi.
Að sögn Aldísar var ástæðan fyrir
því að hún sótti um starfið að hún
hafði orðið áhuga á að starfa á því
sviði sem hún er menntuð til og
starfið lítur út fyrir að vera spenn-
andi og um leið krefjandi. Þá á hún
ættir að rekja til Stykkishólms, faðir
hennar er úr Hólminum og þar býr
amma hennar, komin hátt á tíræð-
isaldur. Starf hennar felst í umsjón
með rekstri Norska hússins og sjá
þar um sýningahald. Þá er hún ráð-
gefandi fyrir safnið í Pakkhúsinu í
Ólafsvík. Einnig mun hún halda utan
um muni sem safnið á og annast
skráningu á munum sem safninu
berast.
Aldís segir að hún taki við góðu
búi og mikið sem liggur fyrir.
Stærsta verkefnið er að skipta þarf
um þak á Norska húsinu og setja
timburklæðningu eins og var á hús-
inu upphaflega. Það kostar mikið og
þarf að hefjast handa að safna pen-
ingum til þess verkefnis.
Um miðjan júní verður opnuð sýn-
ing í Norska húsinu sem heitir „Á 19.
öld“ og á að sýna hvernig var um-
horfs í Norska húsinu á þeim tíma
hjá efnameiri Íslendingum. Húsið
verður opið daglega í sumar.
Nýr for-
stöðumað-
ur Byggða-
safnsins
Stykkishólmur
Mikill áhugi fyrir
Norðurlandsskógum
Jón bóndi á Hjaltastöðum og
bróðir hans Halldór Kristján
með mótororfið. Með þeim á
myndinni er Helen, ættuð frá
Bretlandi, sem hefur verið á
ferðalagi hér á landi.
umráða, óháð búsetu, geta tekið þátt
og miðast lágmarksstærð lands við
20 ha. vegna timburskógræktar og
25 ha. vegna landbótaskógræktar.
Til þátttöku í skjólbeltarækt er mið-
að við 20 ha.
Eitt af megineinkennum Norður-
landsskóga er fjölbreytni og er lögð
á það áhersla að blanda tegundum
saman og forðast einræktun. Þá er
talið að fjölbreyttara vistkerfi mynd-
ist sem er betur í stakk búið að taka
við óvæntum áföllum.
Miklar vonir eru bundnar við
þetta nýja byggðaverkefni sem talið
er að muni hafa áhrif á þróun byggð-
ar, bindingu kolefnis, landgæði,
landnýtingu, atvinnulíf, veðurfar og
ferðaþjónustu. Þá mun ásýnd
margra jarða breytast eftir því sem
tíminn líður. Kynningarefni um
Norðurlandsskóga hefur verið sent
út í Þingeyjarsýslu og hefur Guðríð-
ur Baldvinsdóttir skógfræðingur
umsjón með framkvæmdum.
Laxamýri
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hjalti Kristjánsson á Hjalta-
stöðum, heldur hér á lerki og
greni sem hann gróðursetti.
ÞAÐ var gróðursett af kappi á
Hjaltastöðum í Ljósavatnshreppi
um helgina, en ábúendur þar eru
þátttakendur í Norðurlandsskógum
og ætla að setja niður allt að 6.000
plöntur í sumar. Það eru Jón Hjalta-
son og fjölskylda hans sem standa að
verkefninu og hafa gert samning til
10 ára um skógrækt á 40 ha svæði í
landi jarðarinnar. Um er að ræða
bæði skógrækt og skjólbeltarækt og
hefur land Hjaltastaða verið kortlagt
með tilliti til þess hvaða tegundir
henti á hverjum stað og er unnið út
frá þeim niðurstöðum.
Á Hjaltastöðum er einkum notað
lerki og greni í skóginn, en alaska-
víðir, viðja, ösp o.fl. í skjólbelti sem
búið er að ganga frá og setja á plast-
dúk. Því er ætlað að auka uppskeru í
túninu auk þess að vera skjól fyrir
búfénað og þá einkum kýr. Mikill
áhugi er fyrir Norðurlandsskóga-
verkefninu í Suður-Þingeyjarsýslu
og hafa margar umsóknir borist um
þátttöku.
Í vor verður gróðursett á níu skóg-
arjörðum alls um 67 þús. plöntur,
einkum birki, fura, greni, lerki og
ösp. Þetta eru auk Hjaltastaða,
Hrafnsstaðir, Hróarsstaðir, Jódísar-
staðir, Kárhóll, Landamót, Lauga-
fell, Pálmholt og Narfastaðir. Skjól-
beltajarðirnar eru Björg, Háls,
Hjaltastaðir, Hrafnsstaðir, Narfa-
staðir og Torfunes.
Norðurlandsskógar byggjast á
lögum um landshlutabundin skóg-
ræktarverkefni og er tilgangur lag-
anna að stuðla að ræktun fjölnytja-
skóga og skjólbelta auk verndunar
og umhirðu þess skóglendis sem fyr-
ir er. Allir þeir sem hafa lögbýli til