Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 23 annars vegar til það sem nefnt er hér að ofan um tilkynningu á eignarhlut Jóns Ólafssonar og hins vegar það að 27. mars síðastliðinn seldi Íslands- banki 9,93% eignarhlut. Jón Ólafsson og co. sf. en ekki Jón Ólafsson var kaupandi bréfanna Í gær birtist á Verðbréfaþingi bréf frá Hilmari S. Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Jóns Ólafssonar og co. sf., þar sem hann segir fyrrnefndar tilkynningar um kaup Jóns rangar. Jón eigi ekki persónulega neitt í Ís- lenskum aðalverktökum og þau bréf sem fjallað var um í tilkynningunum tveimur hafi Jón Ólafsson og co. sf. keypt en ekki Jón sjálfur. Í bréfi Hilmars segir meðal annars: „Það staðfestist hér með að Jón FRAMKVÆMDASTJÓRI Jóns Ólafssonar og co sf., Hilmar S. Sig- urðsson, hefur sent Verðbréfaþingi Íslands bréf þar sem fram kemur að Jón Ólafsson, stjórnarmaður í Ís- lenskum aðalverktökum og stjórnar- formaður Norðurljósa, eigi persónu- lega engan hlut í Íslenskum aðalverktökum en áður höfðu birst fréttir á Verðbréfaþingi um að eign- arhlutur Jóns væri 8,83%. Áður en ríkið hóf sölu á hlut sínum í Íslenskum aðalverktökum haustið 1998 setti utanríkisráðuneytið þá reglu, að enginn hluthafi, að ríkinu undanskildu, skyldi eiga meira en 7% hlutafjár í félaginu. Var þetta skilyrði fyrir tilnefningu Íslenskra aðalverk- taka til verktöku fyrir Varnarliðið, en sú verktaka er stór þáttur í starfsemi félagsins þó verktaka fyrir aðra hafi farið vaxandi. Samkvæmt fréttum á Verðbréfa- þingi Íslands hf. að undanförnu virð- ist þessi regla um 7% hámarkseign- araðild hafa verið brotin, þar kemur Ólafsson á ekki persónulega neinn eignarhlut í Íslenskum aðalverktök- um. Það óskast hér með að Verðbréfa- þing Íslands birti leiðréttingu á til- kynningum dagsettum 25.05. 2001 og 08.06. 2001 frá verðbréfafyrirtæki um að hann persónulega hafi keypt nafnverð hlutafjár kr. 9.000.000 25.05.2001 og kr. 626.191 08.06. 2001. Staðreyndin er sú að það var félag að hluta til í hans eigu, Jón Ólafsson og co sf sem keypti þessi hlutabréf og á það félag nú 0.69% í Íslenskum að- alverktökum.“ Í bréfinu er einnig staðfest að tvö önnur félög, sem Jón Ólafsson hafi stofnað ásamt fleiri fjárfestum, eigi einnig hlut í Íslenskum aðalverktök- um. Þetta séu Nasalar Consultancy Limited, sem eigi 2,93%, og Jamieton International Limited, sem eigi 7%. Íslandsbanki fór yfir mörkin Jón Sveinsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka, sagði í gær- kvöld að félagið hafi í fyrradag sent bréf til Jóns Ólafssonar til að leita upplýsinga, en ekkert svar hefði enn borist. Jón Sveinsson sagði aðspurður að það væri rétt að Íslandsbanki hafi á ákveðnum tíma farið yfir 7% mörkin, eins og nefnt er hér að ofan. Íslenskir aðalverktakar hafi séð þetta á hlut- hafalista sínum og hafi að fyrra bragði gert athugasemdir við það. Hann sagði að þeirri eign hafi í fram- haldi af athugasemdunum verið skipt upp og meðal annars lent í sjóðum á vegum bankans. Ekki lægi fyrir hvernig túlka bæri regluna þegar eign væri skipt upp með slíkum hætti, en félagið gerði ekki athuga- semdir nema einn lögaðili færi yfir 7% eignarhlut. Reglur um hámarkseign í Íslenskum aðalverktökum hafa verið brotnar Framkvæmdastjóri Jóns Ólafssonar og co. sf. segir rangt að Jón Ólafsson hafi farið yfir mörk um hámarkseign Búnaðarbankinn kaupir Fóðurblönduna BÚNAÐARBANKI Íslands hf. hef- ur keypt Fóðurblönduna hf., stærsta fóðurvöruframleiðanda landsins en Eignarhaldsfélagið GB fóður eignaðist nær allt hlutafé í Fóðurblöndunni hf. í ágúst í fyrra. Skrifað var undir samninga vegna kaupa Búnaðarbankans í gær. Í til- kynningu til Verðbréfaþingsins kemur fram að kaupverð sé trún- aðarmál og að engar breytingar séu fyrirhugaðar á starfsemi Fóður- blöndunnar af hálfu Búnaðarbank- ans. Spurður um tilganginn með kaup- unum segir Guðmundur Guðmunds- son, forstöðumaður fyrirtækjaráð- gjafar Búnaðarbankans Verðbréfa, að bankinn sjái ákveðin tækifæri í þessari grein og sé að athuga hvaða möguleikar kunni að leynast í stöð- unni. „Okkur bauðst að kaupa félag- ið og eftir að hafa skoðað það mál ákváðum við að slá til.“ Fóðurblandan velti um 1.100 milljónum króna í fyrra og mark- aðshlutdeild fyrirtækisins er á bilinu 35 til 40%. Guðmundur segir að fjórir aðilar séu starfandi á þessum markaði, Fóðurblandan, Mjólkurfélag Reykjavíkur, Búland sem er í eigu KEA og Kaupfélag Skagfirðinga. Bjarni Pálsson, framkvæmda- stjóri Fóðurblöndunnar og einn af seljendum, segir ástæðu sölunnar að viðunandi tilboð hafi borist. Hann segist ekki gera ráð fyrir að starfa áfram hjá félaginu. Forsaga þessara kaupa nú er að GB fóður og Kaupþing hf. keyptu fyrir rúmu ári mestallt hlutafé í Fóðurblöndunni hf. af Gunnari og Sigurði Garðari Jóhannssyni og fjöl- skyldum þeirra. GB fóður, sem er í eigu feðganna Páls Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá Brautarholti á Kjalarnesi, eignaðist síðastliðið haust 96,7% í félaginu og voru bréf félagsins í framhaldi af því tekin af skrá Verðbréfaþings. Í apríl keypti Fóðurblandan svo Reykjagarð hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.