Morgunblaðið - 15.06.2001, Síða 25
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 25
Gullsmiðir
SFR félagar
Starfsma›ur sem leggur fyrir vi›bótarframlag í sér-
eignarsjó› á rétt á mótframlagi launagrei›anda,
1% gegn 2% framlagi starfsmanns og frá
1. janúar 2002 skal mótframlag launagrei›anda
vera 2% gegn 2% framlagi starfsmanns.
fiátttaka flín skiptir máli!
N‡ tækifæri í
lífeyrismálum
X
Y
Z
E
T
A
/
S
ÍA
STARFSMANNAFÉLAG
RÍKISSTOFNANA
Þú kaupir MAM barnavörur og
sendir strikamerki til
Halldórs Jónssonar ehf.
Skútuvogi 11, 104 Reykjavík
merkt MAM sumarleikur
Glæsilegur vinningur fyrir heppinn þátttakanda
Colorado 8 manna fjölskyldutjald
frá Seglagerðinni Ægi
að verðmæti 60.000 kr.
Dregið verður í leiknum
föstudaginn 29. júní
næstkomandi.
SUMARLEIKURINN
MAM vörurnar fást í:
Lyfju, Lyf og heilsu, Hagkaup, Nýkaup,
barnavöruverslunum og apótekum.
NIÐURSTÖÐUR vorleiðangurs
Hafrannsóknastofnunar í ár sýna í
heild tiltölulega mikil áhrif seltu-
ríks hlýsjávar fyrir Suður- og Vest-
urlandi. Útbreiðsla hans var einnig
með meira móti á norðurmiðum
eða svipuð og árið 2000. Hiti og
selta í kaldri tungu Austur-Íslands-
straums norðaustur og austur af
landinu voru yfir meðallagi. Átu-
magn við landið var yfir langtíma-
meðaltali á flestum rannsókna-
stöðvum.
Hinn 31. maí sl. lauk árlegum
vorleiðangri Hafrannsóknastofnun-
arinnar á rannsóknaskipinu Bjarna
Sæmundssyni. Leiðangurinn er lið-
ur í langtímavöktun á ástandi sjáv-
ar, næringarefnum, gróðri og átu á
hafsvæðunum við Ísland. Athug-
anir voru gerðar á alls 107 stöðum
í hafinu umhverfis landið, bæði á
landgrunninu sjálfu og utan þess.
Auk hinna hefðbundnu rannsókna
var á völdum stöðvum safnað sýn-
um vegna rannsókna á erfðafræði
og hrygningu rauðátu og til mæl-
inga á geislavirkum efnum og
koltvísýringi í sjó.
Þá voru teknar upp straummæl-
ingalagnir í Grænlandssundi og
hugað að setgildru djúpt norðaust-
ur af landinu í samvinnu við sam-
starfsstofnanir í Þýskalandi og í
Bandaríkjunum. Helstu niðurstöð-
ur vorleiðangurs voru eftirfarandi.
Ástand sjávar
Sjávarhiti í hlýsjónum suður og
vestur af landinu var 6-8°C og selt-
an 35,0-35,2, sem eru tiltölulega há
gildi, eins og undanfarin fimm ár.
Áhrif selturíka hlýsjávarins voru
enn viðvarandi á norðurmiðum, allt
austur undir Langanes (hiti 3°-5°C,
selta 34,8-35,0). Á norðurmiðum
varð lítillega vart seltulítils yfir-
borðsjávar sem eru leifar hafíss á
þessu vori. Í Austur-Íslands-
straumi, í köldu tungunni, utan
landgrunnsins norðaustur af land-
inu, voru bæði hiti og selta yfir
meðallagi. Á landgrunninu fyrir
Austfjörðum var sjávarhiti í efri
lögum sjávar einnig fremur hár
(2°-3°C) og selta álíka eða heldur
hærri en vorið 2000. Skilin milli
kalda og heita sjávarins fyrir Suð-
austurlandi voru norðaustur af
Stokksnesi.
Plöntusvif
Magn plöntusvifs var kannað
með mælingum á styrk blaðgrænu.
Lítill gróður fannst vestur af land-
inu í upphafi leiðangurs, nema
næst landi. Fyrir norðan land og
austur fyrir Langanes var talsverð-
ur gróður, en austan og sunnan
lands var lítill gróður á þessum
tíma og vorblómi því líklega yf-
irstaðinn.
Áta
Þegar á heildina er litið var átu-
magn við landið í vorleiðangri
meira en í meðallagi. Út af Vest-
urlandi var átumagn nálægt með-
allagi, en talsvert yfir meðallagi
norðan- og austanlands. Að venju
reyndist átan mest í kalda sjónum
djúpt norðaustur og austur af land-
inu, þar sem stórar og hægvaxta
kaldsjávartegundir voru algengast-
ar. Fyrir Suðurlandi og á Selvogs-
banka var átumagn einnig yfir
meðallagi. Séu niðurstöður um átu
bornar saman við vorið 2000 kemur
í ljós að á vestur- og norðurmiðum
var átumagn svipað og þá, en
meira á austur- og suðurmiðum.
Leiðangursstjóri í vorleiðangri var
Héðinn Valdimarsson, en alls tóku
9 rannsóknamenn frá Hafrann-
sóknastofnuninni þátt í leiðangr-
inum, auk þriggja frá þýskum og
bandarískum samstarfsstofnunum.
Skipstjóri var Ingi Lárusson.
Sjórinn bæði
hlýrri og saltari
HÁTÍÐAHÖLD vegna sjó-
mannadagsins á Þórshöfn hófust
strax á föstudagskvöld með sjó-
mannadansleik í Þórsveri. Á laug-
ardag lá leiðin á bryggjuna þar
sem hörð keppni var um það hver
yrði sterkasti maður Þórshafnar
eftir ýmsar svínslegar þrautir,
eins og komist var að orði.
Tunnuburðurinn var erfið þraut,
einnig bekkpressa sem útbúin var
úr tveimur stórum brúsum á
stöng, um 80 kíló en keppninni
lauk með reiptogi milli tveggja
manna sem urðu jafnir að stigum.
Vestmannaeyingurinn Einar
Gíslason í Netagerðinni hreppti
titilinn eftir harða baráttu og tók
við farandbikar úr höndum
bryggjustjórans Almars Mar-
inóssonar.
Koddaslagur var harður en þá
komust menn og konur að því að
sjórinn er bæði blautur og kaldur.
Fleira var til gamans gert á
bryggjunni á laugardaginn og
kvennadeild Svfí-Landsbjörg var
með kaffisölu í húsi félagsins en
endapunkturinn var skemmtisigl-
ing með mb. Geir í blíðskap-
arveðri og sólskini á sunnudag-
inn.
Morgunblaðið/Líney
Margt var sér til gamans gert á Þórshöfn.
Fjörugt á
bryggjunni
Þórshöfn. Morgunblaðið.
ALMENN þátttaka í blíðskapar-
veðri setti svip á rúmlega tveggja
daga hátíðarhöld sjómanna á Pat-
reksfirði helgina 9. og 10. júní með
dagskrá, keppnum og leikjum frá
föstudagskvöldi og fram á sunnu-
dagsnótt. Margir hópar brott-
fluttra streyma jafnan til Patreks-
fjarðar á sjómannadaginn, þar sem
áhersla er lögð á skemmtan og
leik, engar hátíðaræður eða póli-
tískt pex. Í þetta sinn var þar fjöl-
mennt ættarmót, þar sem á annað
hundrað manns mætti, og a.m.k.
fimm hópar fermingarsystkina,
fyrir utan fjölda einstaklinga og
ættingja, auk heimamanna sem all-
ir virtust á ferli daginn langan. Var
því fjölmennt á götunum og við
höfnina, þar sem hátíðarhöld fóru
fram, öllum að kostnaðarlausu utan
lokadansleikurinn aðfaranótt
mánudagsins.
Í þetta sinn minntust Patreks-
firðingar sérstaklega samskipta við
franska sjómenn sem á skútuöld
vöndu komur sínar í áratugi á Pat-
reksfjörð og gátu þá legið 80-100
skútur á firðinum. Sérstök sam-
skipti höfðu Bretónar í bæjunum
við Saint Brieuc-flóann og hafa sjó-
menn á Patreksfirði nýlega tekið
upp samskipti við Dahauet-Plé-
neuf. Voru þrír fulltrúar þaðan
gestir á sjómannadaginn: Jaque
Gueguen, Pierre Yves Legoff og
Paul Trehen. Afhentu þeir minn-
ingarskjöld úr rauðu graníti frá
Peros-Guirek kletti til minningar
um 14 franska fiskimenn sem
þarna hlutu gröf á sínum tíma, en
nú er búið að hafa upp á nöfnum
þeirra. Af þessu tilefni flutti Elín
Pálmadóttir rithöfundur erindi
með myndum um frönsku fiski-
mennina í Félagsheimilinu á laug-
ardagskvöldið. Sjómannskonan
María Óskarsdóttir las upp þýð-
ingu úr skipsbók skipstjórans á
einni frönsku skútunni sem var að
veiðum á þessum slóðum. Og einn
frönsku gestanna lék þá og oftar
gegn um alla hátíðina frönsk lög á
hefðbundin gömul hljóðfæri frá
heimaslóðum þeirra, sekkjapípu,
litla harmoniku og dýrmætt hljóð-
færi frá 17. og 18. öld sem nefnist
viel (á okkar máli líklega nikk-
elharpa).
Hátíðin hófst með opnun sam-
sýningar í Patreksskóla, þar sem
hafði verið dregið saman mikið af
listmunum, gömlum ljósmyndum,
frönskum póstkortum og fleiri sýn-
ingargripum. Jafnframt var
sjóstangaveiðimótið í undirbúningi
á bryggjunni.
Þar hélt áfram á laugardeginum
hvers kyns samkeppni, dorgveiði-
keppni barna, fimikeppni með lyft-
ara, koddaslagur yfir sjó o.s.frv. og
fjörugar uppákomur. En fisk-
vinnslustöðin Oddi hf. kynnti starf-
semi sína og afurðir og veitti vel.
Munu hafa komið yfir 400 gestir,
börn og fullorðnir. Í frystigeymsl-
unni gengu menn að hákarli og
skötustöppu með vodka og brenni-
víni, en í borðsal var gengið að
langborði með fallegum réttum úr
öllum þeim fiskafurðum sem þarna
eru unnar, ásamt kaffi og öðrum
drykkjum. Um kvöldið var efnt til
Landleguhátíðar á hafnarsvæðinu
með dansi á kajanum við leik
hljómsveitarinnar Blátt áfram.
Fjölskyldurnar skemmtu sér þar í
kyrru blíðviðri kvöldsins fram á
miðnætti.
Sunnudagurinn hófst með hinni
hefðbundnu hátíðarsiglingu fiski-
báta, þar sem allt að 30 bátar
hlaðnir eigendum, fjölskyldum
þeirra og gestum sigldu út á fjörð-
inn í langri röð, undir sekkjapípu-
leik Fransmannsins í stafni hjá
Halldóri Árnasyni skipstjóra á Sæ-
björgu BA í miðri röðinni, svo tók
undir í hlíðunum. Þá var stutt
minningarathöfn við minnisvarð-
ann um látna sjómenn, og Frakk-
arnir afhentu minningarskjöldinn
um sjómennina 14 sem jarðsettir
eru við Patreksfjörð. Þaðan var
haldið í skrúðgöngu til kirkju með
viðkomu við minnisvarða breskra
sjómanna.
Í sjómannadagsmessunni predik-
aði sr. Hannes Björnsson og var
það jafnframt kveðjumessa hans. Á
sjómannadaginn er kirkjukórinn
eingöngu skipaður karlmönnum,
konur víkja og sjómenn fylla
skörðin. Og í messulok koma þeir
upp í kórinn til prests og prófasts
og leiða í fjöldasöng sjómannalög,
Síldarvalsinn, Ship ahoy o.s.frv. At-
Kátt á Patreksfirði
á sjómannadaginn
Ljósmynd/Elín Pálmadóttir
Frá róðrarkeppninni í Patreksfjarðarhöfn.
höfnin í kirkjunni endar á að allir
vagga sér í söng og gleði. Eða eins
og einhver sagði, þessi dagur er
hefðbundin hátíð okkar allra, sem
sannarlega sýndi sig síðdegis á há-
tíðarsvæðinu á Króki, þar sem háir
sem lágir, börn og fullorðnir og
hvers konar hópar voru dregnir í
alls kyns keppni í pokahlaupi, þrí-
hjólakeppni á grasi og margs kon-
ar gaman. Ekkert lát var á fram að
kappróðrinum í höfninni sem háður
var við mikla hvatningu úr öllum
áttum.
Að venju buðu kvenfélagskonur í
Sif upp á hið rómaða hlaðborð í
Félagsheimili Patreksfjarðar og
höfðu mikið bakað að undanförnu.
Hátíðinni lauk með tvískiptum
dansleikjum, kl. 19.30 til 21.30 fyrir
yngri en 15 ára, en kl. 20,30 tók við
stórdansleikur fyrir fullorðna til kl.
3 um vornóttina undir leik stór-
hljómsveitarinnar Í svörtum fötum.