Morgunblaðið - 15.06.2001, Síða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 31
1. flokki 1989 – 43. útdráttur
1. flokki 1990 – 40. útdráttur
2. flokki 1990 – 39. útdráttur
2. flokki 1991 – 37 útdráttur
3. flokki 1992 – 32. útdráttur
2. flokki 1993 – 28. útdráttur
2. flokki 1994 – 25. útdráttur
3. flokki 1994 – 24. útdráttur
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
Útdráttur
húsbréfa
Húsbréf
Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 2001.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess
eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt
í DV föstudaginn 15. júní. Upplýsingar um útdregin
húsbréf liggja frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
hugmyndina um þjóðernið,“ segir
Guðfríður Lilja, „þess vegna þurfum
við að spyrja hvort eitthvað hindri að-
gang aðfluttra að þjóðerninu, hvort
þeim séu settar einhverjar skorður
uppruna, litarháttar, trúarbragða,
málhreims eða einhvers annars. Get-
um við „innfæddir“ Íslendingar verið
stolt af stöðu innflytjenda eða þurfum
við að skammast okkur fyrir fram-
komuna og/eða andvaraleysið?“
Stephan G. og fjölmenningin
Viðar Hreinsson bókmenntafræð-
ingur flytur erindi á málþinginu, en
hann er í samstarfshópi í Reykjavík-
urAkademíunni um málefni innflytj-
enda. Hópurinn varð til í samstarfi
við Breiðholtsskóla vegna nýbúa-
kennslu, en fólk í hópnum er víða að.
„Málþingið er eitt af þremur aðal-
verkefnum sem hópurinn vinnur að
HVER erum við? Hver viljum við
vera? Hver vorum við? Þjóðin heldur
hátíð á 17. júní og fagnar því að geta
verið hún sjálf og ráðið sér. En geta
allir verið með og lifað sig inn í
stemmninguna?
ReykjavíkurAkademían hefur boð-
að til þjóðhátíðarmálþings 16. júní í
JL-húsinu, Hringbraut 121, klukkan
10, þar sem spurt verður um sjálfs-
mynd og þjóðernisvitund Íslendinga
og innflytjenda. Þjóðhátíð hverra?
spyr til dæmis Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir sagnfræðingur sem hefur
skipulagt málþingið. Hún vill skoða, í
tilefni af fyrsta þjóðhátíðardeginum á
nýrri öld, hvernig „Íslendingar“ líta
út í spegli fjölmenningarsamfélags.
„Gleymast einhverjir hópar á þessum
degi? Eru einhverjir útilokaðir frá
fögnuðinum og þjóðlífinu yfirleitt?“
spyr Guðfríður Lilja.
Hún segir að málþingið sé haldið
daginn fyrir þjóðhátíðardaginn til að
vekja spurningar um hvaða veg Ís-
lendingar vilji fara í málefnum fólks
af erlendum uppruna. „Ætlum við að
feta í fótspor rasista, eða viljum við
læra af öðrum þjóðum til að fara
heillavænlegri leiðir?“ spyr hún,
„hvernig geta innflytjendur orðið Ís-
lendingar? Eða orðið til dæmis jap-
anskur-Íslendingur?“ Hvernig má
víkka hugtakið og þjóðernisvitund-
ina?
Hún segir að spurt sé í jákvæðum
tón um hvort allir geti fagnað á þess-
um degi. „Íslendingar eru að breyt-
ast, mynd þeirra er að breytast, og
nýir hópar innflytjenda geta auðgað
til að byrja með. Hin eru annarsvegar
þýðingar- og yfirlestrarþjónusta til
að aðstoða innflytjendur t.d. við að
skrifa blaðagreinar eða taka þátt í
umræðunni. Hinsvegar að Reykja-
víkurAkademían geti verið með sí-
menntunarnámskeið t.d. um fjöl-
menningarsamfélagið, mannréttindi
eða umburðarlyndi. Námskeiðin
væru fyrir hinar ýmsu starfstéttir,“
segir Viðar.
Erindi Viðars nefnist „Gulltöflur í
grasi. Fjölmenningarleg mannúð í
verkum Stephans G. Stephansson-
ar“. „Stephan G. var „nýbúi“, hann
var innflytjandi í framandi heimi og
það setur mark á kveðskap hans.
Hann orti mögnuð kvæði til Kanada
og um það að festa rætur í nýju
landi,“ segir Viðar og að verk Steph-
ans G. séu mörg um manngildishug-
myndir, um það að búa mönnum
sæmileg lífsskilyrði til að þroskast og
njóta þeirra kosta sem í þeim búa.
Viðar segir að Íslendingar, nýir og
gamlir, geti notað margt úr verkum
Stephans G. því það þarf stöðugt að
endurskoða sjálfsmyndina. Hug-
myndir hans voru fjölmenningarleg-
ar og hann orti t.d. um Kanada sem
„heimaland sérhverrar þjóðar og
tungu“ árið 1902 í „Bundinni ræðu
fyrir minni Kanada“.
Þetta er áhugavert vegna þess að
um aldamótin 1900 var rasismi sterk
hugmyndafræði. Stephan G. orti á
skjön við hana, og fjölmenningarhug-
myndir hans urðu að opinberri
stjórnarstefnu í Kanada 60-70 árum
síðar.
Viðar segir að á þjóðhátíðarmál-
þinginu á laugardaginn verði spurt
um raunveruleg verðmæti í menning-
unni og þjóðarvitundinni, hvað þurfi
að varðveita, hvað þurfi að varast og
hvernig best sé að vinna að fjölmenn-
ingarsamfélagi svo allir geti tekið
þátt í gleðinni á 17. júní.
Hverjir fagna á
þjóðhátíð?
guhe@mbl.is
Daginn áður en þjóðin fagnar sjálfstæði
sínu verður glímt við spurningar um sjálfs-
mynd hennar og vitund. Gunnar Hersveinn
segir frá þjóðhátíðarmálþingi sem haldið
verður á morgun, laugardag, og fjölþjóð-
legri myndlist í JL-húsinu í Reykjavík.
Morgunblaðið/Sverrir
Er Ísland fjölmenningarlegt þjóðfélag? spyr Neysa
Gyedu-Adomako í þjóðhátíðarerindi sínu.
Þjóðhátíðarmálþing Reykjavík-
urAkademíunnar fer fram laugardag-
inn 16. júní í húsakynnum Reykjavík-
urAkademíunnar í JL-húsinu að
Hringbraut 121 og er öllum opið.
Þingið hefst kl. 10.00, hlé verður gert
kl. 12:00-12:30 og þingi verður slitið
kl. 13:30. Erindin eru flutt á íslensku
en einnig dreift á ensku til gesta.
Samhliða málþinginu mun næsti
nágranni akademíunnar, Myndlista-
skólinn í Reykjavík, opna fjölþjóðlega
myndlistasýningu með ljósmyndum
af verkum nemenda sinna. Tæplega
30 börn frá 6 ára aldri sem ýmist eiga
uppruna sinn á íslenskri grund eða
erlendri en hafa verið búsett á Íslandi
um lengri eða skemmri tíma eru nem-
endur á sumarnámskeiðum skólans.
Börnin hafa unnið að verkefnum
sem tengjast hugtökunum jörð/
bústaður og vísa beint og óbeint í
þema málþingsins. Börnin eru frá
Albaníu, Chile, Filippseyjum, Græn-
höfðaeyjum, Íslandi og Póllandi og
verk þeirra munu verða sýnd í húsa-
kynnum Myndlistaskólans og
ReykjavíkurAkademíunnar.
Erindi á málþinginu flytja:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
sagnfræðingur: „Þjóðhátíð hverra?“
Toshiki Toma prestur: „Þjóðerni –
bara þetta eða hitt?“
Þorgerður Þorvaldsdóttir kynja-
og sagnfræðingur: „Þjóðgarðurinn
Ísland: af náttúruperlum og mann-
auði í landi hreinleikans“
Ana Isorena Atlason stjórnmála-
fræðingur: „Íslendingur, alveg eins
og þú!“
Unnur Birna Karlsdóttir sagn-
fræðingur: „Rasismi í norðurálfu“
Godson Anuforo viðskiptafræð-
ingur: „Innflytjendur og þjóðern-
iskennd“
Anna Guðrún Júlíusdóttir kennari:
„Nýbúastarf í grunnskóla“. Natalija
og Natasa Stankovic nemendur í
móttökudeild Breiðholtsskóla lesa
upp ljóð á serbókróatísku.
Neysa Gyedu-Adomako félags-
fræðingur: „Er Ísland fjölmenning-
arlegt þjóðfélag?“
Viðar Hreinsson bókmenntafræð-
ingur: „Gulltöflur í grasi. Fjölþjóðleg
mannúð í verkum Stephans G. Steph-
anssonar“ Að loknum erindum fara
fram pallborðsumræður.
Málþing og myndlist