Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 42

Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM fimmtungur af frumorkunotkun okkar fer til að knýja farar- tæki á landi og sjó og eru 3/4 hlutar innflutts eldsneytis til þessara þarfa. Á sama hátt má rekja nær 60% af koltvísýringslosun til orkunotkunar hreyfan- legra tækja. Þar sem við Íslend- ingar erum jafn háðir eldsneyti og raun ber vitni er það okkur keppikefli að nýta inn- lenda orkugjafa til að leysa innflutt eldsneyti af hólmi. Hingað til hefur það ekki verið talið hagkvæmt. En forsendur eru að breytast. Það hyllir undir að efnarafalar sem ganga fyrir vetni komi í almenna framleiðslu. Notkun efnarafala í farartækjum er forsenda þess að vetni framleitt með íslenskri raforku geti keppt við innflutt elds- neyti. Jafnframt kann að stefna í að losun koltvísýrings verði verðlögð á alheimsvísu en þá verður öll notkun jarðefnaeldsneytis sem því nemur dýrari. Það er því ekki nema að vonum að margir horfi til þess fagnandi að það verði mögulegt og skynsamlegt að nýta innlenda, endur- nýjanlega orku í stað þeirrar innfluttu. Mikil- vægt er að upplýsingar til almennings í þessum málum séu á traustum grunni og að ekki séu gerðar gyllingar. Skýrsla sem kom út nú í aprílmánuði á vegum World Wildlife Fund og Náttúruverndarsam- taka Íslands er á hinn bóginn dæmi um villu- ljós. Margt er af rang- færslum og ýkjum í skýrslunni en hér verð- ur aðeins staldrað við meginfirruna; þá að tiltæk sé gnægð af e.k. ónýttri raforku, svo mikið að með henni megi framleiða vetni til að knýja um 22% af bíla- og fiskiskipaflota landsmanna án þess að reisa þyrfti eina einustu virkjun. Og í kjölfarið er að því vikið að þessi ónýtta orka kosti lítið og þar með geti vetnisvæðingin hafist án hagrænna fórna. Hvernig er raforkan unnin? Sem kunnugt er vinnum við raf- orku úr vatnsafli og háhita, um 83% úr vatnsaflinu og afganginn úr jarð- varmanum. Háhitaorkuver takmark- ast af uppsettu afli þeirra. Orkugjaf- inn er ætíð til staðar og hentar því best að hafa orkuvinnsluna sem stöð- ugasta. Í rekstri vatnsorkuvera er orkugjafinn, vatnið, hinn takmark- andi þáttur. Vatn í ám og fljótum er breytilegt, innan sólarhringsins, milli árstíða og ára. Miðlunarlón eru ein- mitt reist til að jafna út þennan breytileika, eins og kostur er og hag- kvæmt þykir. Aflvélarnar sjálfar eru aftur á móti hafðar nokkuð við vöxt og miðast afl þeirra við það hámark sem hagkvæmt er að framleiða á hverjum tíma. Eftirspurnin stóriðjuveranna, sem nú kaupa um tvo þriðjuhluta af raf- orkunni er nokkuð samfelld. En þarf- ir hins almenna atvinnulífs og heim- ilanna er breytilegar: Þörfin er minni á nóttu en degi, minni um sumar en vetur. Þannig er hin almenna orku- þörf að meðaltali aðeins um 65% af því sem hún getur orðið að hámarki á hverju ári. Þetta hlutfall gengur und- ir ýmsum nöfnum, en umræddur skýrsluhöfundur notar enska heitið „load factor“ og misskilur hrapalega hvað felst í hugtakinu. Í raforkukerfi okkar er keppt að því samstilla framboð frumorkunnar og raforkuþörfina og það á hag- kvæmastan hátt. Til þess að ná sem mestri nýtni bjóða orkuverin – sem eru flest í eigu Landsvirkjunar – upp á ótryggða orku í viðbót við það sem á að vera unnt að tryggja hvað sem tautar og raular. Eins og nafnið ber með sér er ekki unnt að ábyrgjast að ótryggða orkan sé ávallt í boði. Það fer eftir vatnsbúskap og árferði. Stóriðjuverin kaupa hluta af orku sinni, minnst 10% og stundum meira, með þessum skilmálum. Sama gera fiskimjölsverksmiðjur og aðrir þeir sem geta gripið til ráðstafana – svo sem notkunar á olíu – þegar tak- marka þarf afhendingu ótryggðu orkunnar. Ótryggða orkan er stundum rang- lega nefnd umframorka og það villir mönnum sýn, og hugsanlega hefur margnefndur skýrsluhöfundur fallið í þá gryfju. Er umframorka yfirfljótandi? Þrátt fyrir að keppt sé að fullnýt- ingu orkuveranna fer alltaf einhver frumorka í súginn. Þetta vita allir sem séð hafa vatn falla fram af stíflu- veggjum á fögrum síðsumardögum, en einmitt þá getur það gerst að orkugeymslurnar, lónin, séu orðin full um leið og sólargeislar halda áfram að bræða jöklana orkuverun- um til óþurftar. Vissulega væri það ánægjulegt ef einhver kaupandi væri tiltækur sem gæti nýtt sér þennan dreitil. En hætt er við að þeim sama þætti naumt skammtað. Spáreikningar sýna að á árabilinu 2002-2006 verður orkugeta orkuver- anna svo til fullnýtt, eða að meðaltali með 97% til nær 100% nýtingu eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu. Hér er reiknað með stækkun álvers- ins á Grundartanga og Vatnsfells- virkjun og stækkaðri Nesjavalla- virkjun auk núvarandi virkjana. (Sjá töflu.) Orkan sem af gengur er þannig bæði lítill og stopull. Tölurnar um umframorku eru ársmeðaltöl, og verður orkan líklegast aðeins tiltæk að sumarlagi. Útilokað er að byggja einhverja vetnisframleiðslu á slíkum dreggjum. Hvernig reikna náttúruvernd- arsamtök orku í vetnisverin sín? Í umræddri skýrslu segir í laus- legri þýðingu: „Álagsstuðull (“load factor“) orkuvera sem framleiða raf- magn fyrir orkufrekan iðnað er u.þ.b. 90% en fyrir almennan markað er stuðullinn u.þ.b. 65%.“ Af þessum upplýsingum dregur skýrsluhöfund- ur þá ályktun að orkuverin hljóti að vera vannýtt: Úr því að vinnslan fyrir stóriðjuna sé með 90% álagsstuðli hljóti að vera unnt að kreista sama út úr þeim hluta vinnslunnar sem er fyrir hinn almenna markað. Munur- inn á 65% og 90% hljóti að vera fund- ið fé. Reiknað er út að þetta svari til 1.115 GWh á ári sem er langleiðina í það sem Fljótsdalsvirkjun var ætlað að framleiða. Þetta er meginatriðið í skýrslunni og það sem fjölmiðlar hafa sérstaklega hent á lofti. Má t.d. vitna í hádegisfréttir Ríkisútvarpsins 19. apríl s.l. og frétt í Morgunblaðinu 22. apríl þar sem þetta er í báðum til- vikum gert að aðalatriði málsins. Eins og ljóst ætti að vera af fram- ansögðu er þessi ályktun byggð á misskilningi. Álagsstuðull í orku- framleiðslu okkar segir nánast ekk- ert um það hvort orka sé aflögu. Þar með er ekki fótur fyrir stærstu álykt- uninni í margumræddri skýrslu. Það er heillandi framtíðarsýn að unnt verði að anna allri orkuþörf okkar með innlendum orkulindum. Hvenær það verður hagkvæmt og skynsamlegt er enn óráðið. Lítt gagnar í þeim efnum að reisa loft- kastala – sem eru að auki byggðir á sandi. Er til gnægð ónýttrar raforku? Þorkell Helgason Höfundur er orkumálastjóri. Orka Það er heillandi framtíðarsýn, segir Þorkell Helgason, að unnt verði að anna allri orkuþörf okkar með inn- lendum orkulindum. Orkuþörf og umframorka Orkuþörf markaða (GWh/ár) Hlutfall af nýt- anlegu rennsli Umframorka (meðalt. 44 vatnsára) (GWh/ár) 2002 8521 96,8% 279 2003 8572 97,4% 228 2004 8623 97,8% 177 2005 8679 98,6% 121 2006 8743 99,4% 57 HAUKUR Þór Hauksson, for- maður Samtaka verslunarinnar- FÍS, ritar grein í Morgunblaðinu 6. júní sl. Hann er ósáttur við að ég hafi sakað hann um að ganga hart fram í árásum á Baug og fyrir að hafa gert lítið úr frumkvæði fyr- irtækisins „Viðnámi gegn verð- bólgu“. Þessu mótmælir Haukur Þór og segist ekki hafa verið með harðar árásir á Baug og ekki gert lítið úr átakinu. Lítum á staðreyndir málsins: Í viðtali við Sjónvarpið 23. mars 2000 sagði Haukur Þór þó orðrétt: „… ég reyndar set stórt spurning- armerki við svona upphaf á svona herferðum þar sem menn ætla að gera stóra hluti, mér finnst nú skemmtilegra þegar menn hreykja sér af afrekum sínum sem þeir hafa unnið heldur en afrekum sem þeir ætla að vinna.“ Í viðtali við Morg- unblaðið 15. apríl 2000 segir Haukur Þór ennfremur orðrétt: „Það hefur enginn boðað til blaðamannafundar þótt hann lækki álagningu. Ef ein- hver ætlar að hætta að hækka álagningu, þá er boðað til blaða- mannafundar. Þetta er ein allsherj- ar ekkifrétt.“ Þarna er greinilega verið að gera lítið úr átaki Baugs. Þá sagði Haukur Þór í ræðu á aðal- fundi samtaka sinna 9. mars sl., að „hin nýju samkeppnislög séu nýti- legt haldreipi og vopn gegn einok- unar- og markaðsdrottnunartilburð- um stórra aðila.“ Skömmu áður hafði hann sagt samþjöppun í versl- un á Íslandi og almennt í íslensku atvinnulífi vera áhyggjuefni. Hauk- ur Þór er að sjálfsögðu í fullum rétti að viðra slíkar skoðanir og þarf ekki að bregðast ókvæða við þó að þetta veki athygli og á það sé bent, að for- maður Samtaka versl- unarinnar-FÍS sé með þessu að ráðast á Baug. Haukur Þór segir að álagning Baugs hafi hækkað fyrir átakið og hann bætir orðrétt við „…samkvæmt skýrslu Samkeppnisstofnunar um matvörumarkaðinn hækkaði álagning Baugs einnig eftir að átakið hófst.“ Skýrslan um matvörumarkaðinn er ekki um einstök fyr- irtæki og því er ekki að finna neina slíka stað- hæfingu í skýrslunni. Þetta er því rangt hjá Hauki Þór þegar af þeirri ástæðu. Í skýrslunni kemur fram, að smásöluálagning í matvöru hafi hækkað milli áranna 1996 og 2000. Baugur varð til um mitt ár 1998 og átakið hófst í mars 2000. Verðlag á matvöru hefur ekki hækkað vegna hærri álagningar Baugs frá því átakið hófst eins og lofað var. Vísitala matarverðs stóð í 113,3 í mars 2000 þegar átakið fór af stað en í 114,6 ári síðar í mars 2001 og hefur því hækkað um 1,1%. Á sama tíma hækkaði vísitala neyslu- verðs um 3,9%. Matarverð lækkaði því um 2,7% á þessu tímabili miðað við almennt verðlag í landinu. Hér skal fullyrt að átak Baugs hefur hér skipt verulegu máli. Því miður hefur gengisþróun verið óhagstæð undan- farnar vikur, en sérstaklega hefur verið tekið fram af hálfu Baugs, að fyrirtækið geti ekki tekið á sig slík- ar hækkanir né ráðið við hækkanir á landbúnaðarvörum. Haukur Þór segir að forsvars- menn Baugs hafi úthúðað Sam- keppnisstofnun fyrir skýrsluna „… og kváð- ust ætla að hrekja nið- urstöður hennar, en það hefur ekki verið gert,“ segir hann orð- rétt. Forsvarsmenn Baugs hafa sagt, að ekki sé sanngjarnt að skoða aðeins hækkun álagningar en skoða ekki hækkun kostnað- ar á móti. Ljóst er að um 40% álagningar fer í laun til starfs- manna, svo dæmi sé tekið, og laun hafa hækkað á tímabilinu rétt eins og aðrir kostnaðarliðir. Nær hefði verið að skoða þróun hagnaðar og afkomu fyrirtækja í þessari grein. Það er sú leið sem bresk samkeppnisyfirvöld fóru í ný- legri skýrslu. Hagnaður Baugs af 18,7 milljarða króna veltu í matvöru var um 303 millj. króna eða um 1,6% af veltu á síðastliðnu ári. Þetta get- ur ekki talist óeðlilega mikill hagn- aður. Við höfum ekki samanburð við fyrirtækin innan samtaka Hauks Þórs, en telja verður líklegt að mörg þeirra séu með hærri hagnaðartölur í hlutfalli af veltu en Baugur. Haukur Þór mótmælir því að hann sakni þeirra tíma þegar smá- sölueiningar í matvöru voru litlar og veikburða. Eftirfarandi tilvitnun í grein mína felur í sér stílfærða út- leggingu á áherslu Hauks Þórs í ræðu og riti á smærri og meðalstór fyrirtæki í verslunarrekstri og ákalli hans á aukna íhlutun og af- skipti Samkeppnisstofnunar af mat- vörumarkaðnum: „Formaður sam- takanna vill veikja Baug og saknar þeirra tíma þegar smásöluverslunin einkenndist af litlum og veikburða einingum. Þegar málflutningur heildsala er skoðaður nánar leynir sér ekki hverjar eru hinar undir- liggjandi forsendur fyrir kröfum þeirra um aukin afskipti Samkeppn- isstofnunar af málefnum fyrirtækja á þessum markaði. Þeir vilja auðvit- að aflétta því ástandi að fyrirtæki eins og Baugur geti samið af fullum þunga við þá. Augljóslega hentaði betur að hafa lítil fyrirtæki til að skipta við. Þá gætu þeir komist upp með að hækka verð eins og þeim sýnist, en það var því miður staðan fyrir daga Baugs. Þegar loksins ein- hver hefur hefur öðlast burði til að hafa eitthvað um verðlagningu þeirra að segja þá vilja þeir flýja undir pilsfald ríkisins undir því yf- irskini að þeir séu að berjast fyrir frjálsri samkeppni. Hér verður að taka fram að formaður heildsala- félagsins talar auðvitað ekki fyrir alla heildsala. Sumir þeirra hafa sagt sig úr félagsskap þessum vegna óánægju með þennan mál- flutning.“ Ég hef leyft mér að túlka ummæli Hauks Þórs um „samþjöppun í verslun á Íslandi“, um „einokunar- og markaðsdrottnunartilburði stórra aðila“, um samkeppnislögin sem „haldreipi og vopn“, um gildi „smærri og meðalstórra“ verslunar- fyrirtækja og um afskipti Sam- keppnisstofnunar af markaðnum, með ofangreindum hætti. Ekkert í Morgunblaðsgrein Hauks Þórs breytir því áliti mínu á afstöðu hans, sem þarna kemur fram. Því fer fjarri að ég sé ósáttur við alla gagnrýni Hauks Þórs eða félaga í Samtökum verslunarinnar-FÍS á starfshætti Baugs. En slíkt má lag- færa án þess að hrópað sé á afskipti Stóra bróður. Ýmsir heildsalar og framleiðendur hafa komið á fram- færi við stjórnendur Baugs rétt- mætum athugasemdum og ábend- ingum, sem ræddar hafa verið í stjórn félagsins og unnið er að lag- færingum á. Frá sl. áramótum hafa verið settar vinnureglur fyrir inn- kaupafólk hjá Baugi sem taka á þáttum eins og vali á birgjum, sam- skiptum við birgja, trúnaði, gerð samninga, uppsögn samninga o.fl. Þessar reglur verða kynntar birgj- um á næstunni. Þá hefur verið gengist fyrir námskeiðshaldi fyrir framkvæmdastjóra og aðra lykil- starfsmenn fyrirtækisins um nýju samkeppnislögin, um kröfur sem lagðar eru skv. þeim á hegðun fyr- irtækja af stærð Baugs á markaði, um skipti þeirra við samkeppnis- aðila o.s.frv. En sjálfsagt má alltaf gera betur í þessu sem öðru. Hauki Þór Haukssyni svarað Hreinn Loftsson Samkeppni Þegar loksins einhver hefur öðlast burði til að hafa eitthvað um verð- lagningu þeirra að segja, segir Hreinn Loftsson, þá vilja þeir flýja undir pilsfald rík- isins undir því yfirskini að þeir séu að berjast fyrir frjálsri samkeppni. Höfundur er formaður stjórnar Baugs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.