Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 43 ER Háskólinn á Ak- ureyri ekki íslenzkur skóli? Er ekki sjálfgef- ið sem meginregla, að kennt skuli á íslenzku í íslenzkum skólum? Hverju sætir, að sá fá- ránleiki virðist settur fram í fullri alvöru, að öll kennsla í háskóla- deild á Akureyri fari fram á ensku? Í frásögn Morgun- blaðsins þriðjudaginn 12. júní af starfsemi Háskólans á Akureyri er fólgin sú frétt, að í svonefndri upplýsinga- tæknideild, sem sett verður á fót í haust, muni kennsla fara fram á ensku. ,,Sagði rektor það í senn gera kleift að bjóða erlendum nemendum að nema við deildina og að auka hæfni íslenskra nemenda og búa þá betur undir störf eða fram- haldsnám erlendis“, svo að vitnað sé til þessarar frásagnar. Hvarflar ekki að þeim, er að þessu standa, að staldra við og gaumgæfa, hvert þeir stefni? Stund- ar ekki erlendur stúdent nám sitt á máli þeirrar þjóðar, er hann gistir? Er það ekki almenn regla, við- tekin venja og sjálf- sögð, að hann afli sér viðhlítandi færni í tungu gistiþjóðar sinn- ar, svo að hann geti numið þar þau fræði, er hugur hans stendur til? Enginn ætlast til annars, allra sízt sá stúdent sjálfur. Sagt er, að þetta auki hæfni stúdenta og búi þá undir störf og framhaldsnám erlend- is. Vitaskuld eykur þetta ekki fræðilega færni þeirra – hún er óháð tungu- máli. Fjarstæða er það, vitaskuld, að kenna eigi öllum þeim á ensku, er hyggja á framhaldsnám erlendis. Og er það tilgangur námsins að búa stúdenta undir störf erlendis? Er ekki haft í huga, að þeirra kunni að bíða að starfa hérlendis? Eiga þeir þá ekki að fjalla um fræði sín á ís- lenzku? Eiga þeir ekki fyrir höndum að starfa með þjóð, er þá tungu tal- ar? Áleitnar spurningar hrannast upp og svo dapurlegar, að engu tali tek- ur. Oft er að makleikum vitnað til skeleggrar auglýsingar Stefáns Gunnlaugssonar, landfógeta og bæj- arfógeta í Reykjavík, fyrir hálfri annarri öld. Mætti ég ekki af döpru tilefni henda á lofti fleyg orð þessa móðurbróður langafa míns og víkja þeim lítið eitt við: ,,Íslenzk tunga á bezt við í íslenzkum háskóla, hvað allir athugi!“ Enskur háskóli á Akureyri? Jón Ragnar Stefánsson Íslenska Hvarflar ekki að þeim, er að þessu standa, spyr Jón Ragnar Stefánsson, að staldra við og gaumgæfa hvert þeir stefni? Höfundur er stærðfræðingur. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar B í l d s h ö f ð a • 1 1 0 R e y k j a v í k • s í m i 5 1 0 8 0 2 0 • w w w . i n t e r s p o r t . i s FIREFLY BELICS jakki. St. 26-44. Verð: 6.490,-. FIREFLY BELTEXA bolur. St. 34-42. Verð: 2.490,-. FIREFLY BERMUDA ARONA stuttbuxur. St. XS-XL. Verð: 3.490,-. FIREFLY MARKS dömu- og herraskór. St. 36-46. Litir: gráir, svartir, hvítir. Verð: 4.990,-. TÖSKUR Verð frá: 2.490,-. FIREFLY BORREGO JR. St. XS-XL. Litir: Grænn, grár, brúnn, khaki. Verð: 1.790. FIREFLY ALBERTO buxur. St. XS-XL. Litir: Hvítt, dökkblátt, olívugrænt, chilirautt. Verð: 3.590 - 3.990,-. NORTHBROOK vindjakki St. 120-170 sm. Litir: rautt, svart, appelsínugult og blátt. Verð: 2.990,-. FIREFLY GEO PANTS JR. buxur. St. 140-170. Verð: 3.790,-. FIREFLY ALPINE buxur St. XS-XL. Litir: Ljósgrátt, chilirautt, olífugrænt. Verð: 3.360 - 3.840,-. 5.220 NÝTT KORT ATÍM ABIL! Það er að koma 17. júní! FIREFLY ANXES St. 36-44. Litir: Chilirauður. Verð: 1.790. NIKE CORTES St. 36-44, fleiri litir. Verð: 4.390 - 6.390,-. ADIDAS SUPERSTAR St. 36-46, fleiri litir. Verð: 5.220 - 7.490,-. Mikið ú rval af stuttbu xum, fleiri liti r. 4.390
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.