Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 57

Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 57 DAGBÓK LÝÐVELDISDAGAR Í FLASH Laugavegi 54 - s. 552 5201 Síðir jakkar kr. 6.990 Stuttir jakkar kr. 5.990 Gallajakkar kr. 4.990. LJÓÐABROT GÍGJAN Um undrageim í himinveldi háu nú hverfur sól og kveður jarðarglaum. Á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali og drauma vekur purpurans í blæ, og norðurljósið hylur helga sali, þar hnígur máninn aldrei niðr í sæ. Þar rísa bjartar hallir, sem ei hrynja, og hreimur sætur fyllir bogagöng. En langt í fjarska foldarþrumur drynja með fimbulbassa undir helgum söng. Og gullin strengur gígju veldur hljóði og glitrar títt um eilíft sumarkvöld. Þar roðnar aldrei sverð af banablóði, þar byggir gyðjan mín sín himintjöld. Benedikt Gröndal. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun laugardag- inn 16. júní verður sjötug Guðrún Jónsdóttir félags- ráðgjafi. Hún og eigin- maður hennar, Ólafur Thorlacius, taka á móti gestum í tilefni dagsins í sumarbústað fjölskyld- unnar við Deildará í Mýr- dal frá kl. 19. 50 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag, 19. júní, verður fimmtugur Konráð Ásgrímsson. Af því tilefni ætla Konráð og Elín Sig- geirsdóttir, húsfreyja hans, að gleðjast með vin- um sínum, opna hús sitt og garð að Huldubraut 16, Kópavogi, laugardaginn 16. júní milli kl. 17–19. 90 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 16. júní, verður níræð- ur Sigurður Gíslason, Suðurgötu 15-17, Kefla- vík. Eiginkona hans er Sigurlaug Anna Hall- mannsdóttir. Þau hjónin munu taka á móti gestum í félagsheimilinu Mána- grund v/Sandgerðisveg á afmælisdaginn kl. 15–19. Árnað heilla ÞEGAR annar spilarinn í parinu liggur með öll spilin ber honum að axla þá ábyrgð að melda kröftuglega. Það er fráleitt að gefa sagnir undir geimi, sem strangt tekið eru kröfur, og ætlast til að makk- er haldi sögnum á lífi með engin spil. Betra er að fara alla leið sjálfur. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ K654 ♥ 873 ♦ 963 ♣ G93 Vestur Austur ♠ 1098 ♠ ÁDG32 ♥ 962 ♥ G4 ♦ 542 ♦ 1087 ♣D1082 ♣Á65 Suður ♠ 7 ♥ ÁKD105 ♦ ÁKDG ♣K74 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 spaði Dobl Pass 1 grand Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Þetta eru slappar sagnir. Eftir grandsvar makkers á suður einfaldlega að stökkva beint í þrjú grönd og hlífa makker við óþarfa sálarkvöl- um. En það afsakar hins veg- ar ekki sagnir norðurs. Hann á einn kóng og G9 í ómeld- uðum lit. Engin ósköp og þegar tillit er tekið til þess að spaðakóngurinn er „dauður“ í blindum í hjartasamningi, fer hækkun hans í fjögur hjörtu í flokkinn „gróf yfir- melding“. Pass við þremur hjörtum hefði verið skiljan- leg uppgjöf en þrjú grönd betri sögn því þá er alla vega gagn af spaðakónginum. En nóg um sagnir. Suður fær út spaðatíu, dúkkar, aft- ur spaða og trompar. Hann tekur trompin í þremur um- ferðum, en hvað svo? Slagirnir eru níu og það eru góðar horfur á því að fría slag á lauf. En það gengur ekki að spila smáu laufi að blindum. Vestur rýkur upp með drottninguna og sendir spaða í gengum Kx. Þá fer síðasta tromp suðurs og aust- ur getur tekið fríslag á spaða þegar hann kemst inn á lauf- ás. Opnun austurs segir þá sögu að hann eigi a.m.k. lauf- ás og því er mikilvægt að gefa honum fyrsta laufslag- inn. Suður á því að spila lauf- kóng strax – og þá verður spaðakóngurinn þrátt fyrir allt virkur. Austur getur ekki sótt að spaðanum og sagn- hafi þarf nú aðeins að hitta í laufið næst til að fá tíu slagi. Þetta er gamla sagan: Kosturinn við slæmar sagnir eru skemmtilegir samningar. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarsson Staðan kom upp á helg- arskákmótinu á Akureyri er lauk fyrir skömmu. Heimamaðurinn, Gylfi Þór- hallsson (2150), tók forseta S.Í., Hrannar B. Arnarsson (1895), í kennslustund. Reyndar er Gylfi ekki óvanur því hlutverki enda kunnur fyrir kynngimagn- aðar fléttur. 20.Rxg6! Svartur kemur engum vörnum við eftir þetta. Framhaldið varð: 20...hxg6 21.Bxg6 Dg7 22.Hh6 Re7 23.Dh5 Rf5+ 23...Hd8 væri svarað með 24.Bf7+ og hvít- ur vinnur. 24.Bxf5 Hxf5 25.Hh1 Dxh6 26.Dxh6 og svartur gafst upp. Lokadagur Evrópumóts ein- staklinga, sem haldið er í Ohrid í Makedóníu, er í dag, 15.júní. Þá ræðst hvaða 46 skákmenn tryggja sér þátt- tökurétt á næsta Heims- meistaramót FIDE. Ný- kjörin stjórn S.Í. sýndi mikinn stórhug og sendi fjóra íslenska þátttakendur á mótið. Nánari upplýsing- ar um mótið er að finna á skak.is. Hvítur á leik. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert fyndinn og félags- lyndur og því upplagður til að stjórna skemmtunum og flytja tækifærisræður. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert í miklum ham þessa dagana og fátt fær staðist atorku þína. Gættu þess bara að ganga ekki of nærri þér, andlega eða líkamlega. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú veist vel að það gerist ekk- ert ef þú situr bara með hend- ur í skauti.Brettu upp erm- arnar og láttu ganga undan þér. Hreint borð er fögur sjón! Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ættir að þiggja óvænt boð, sem þér berst, en vertu samt á varðbergi. Þú ert alveg maður fyrir þinn hatt og getur bægt frá þér annarlegum óskum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver leitar til þín í dag vegna persónulegra erfiðleika og þú mátt reikna með að þurfa gefa honum drjúgan tíma. En honum verður vel varið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt þú lendir í einhverju mót- læti um skeið máttu ekki láta það á þig fá. Lífið er enginn leikur og þolinmæðin er þrautagóð. Öll él styttir upp um síðir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að finna þér einhvern farveg fyrir þá aukaorku, sem þú býrð yfir. Útivist og íþrótt- ir eru kjörnar til þessa og munu veita þér ánægju. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Allir eru að biðja þig um eitt- hvað og þú hefur ekki tíma til þess að sinna kvabbinu. Það þýðir ekkert að skipuleggja. Þú verður að segja nei. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að berjast fyrir mál- stað þínum af meiri krafti. Það þýðir ekkert að láta hugfallast þótt erfiðlega gangi að ná eyr- um fólks. Talaðu hærra! Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er alltaf spurningin um að vera réttur maður, á réttum stað á réttum tíma. Ekki vera óþolinmóður því þitt tækifæri kemur fyrr en varir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú er tíminn til þess að ganga í þá hluti sem þú hefur látið sitja á hakanum og þú verður að ráðast í því annars geta þeir farið úr böndunum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt öllum líki ekki málflutn- ingur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Settu því skoðanir þínar fram með glöggum og greinargóðum hætti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Margar hendur vinna létt verk en stundum getur ring- ulreiðin orðið einum of mikil. Skipulagning er lykilorðið og þú ættir að taka hana að þér til að tryggja árangur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.     Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu kr. 1.967. Þær heita Halla Kristjánsdóttir og Ellen Kristjánsdóttir. Hlutavelta Morgunblaðið/Emilía

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.