Morgunblaðið - 04.07.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.07.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTGEFANDI GLÆSILEGRA TÍMARITA SÍÐAN 1963 HRINGBORÐSUMRÆÐUR UM KYNLÍF „Ég meina, myndi ykkur aldrei undir neinum kringumstæðum langa til að taka þátt í kynsvalli?“ Teitur Þorkelsson „ S K Ý “...og þú svífur HJALTI Guðmunds- son, fyrrverandi dóm- kirkjuprestur, lést í fyrrakvöld á sjötug- asta og fyrsta aldurs- ári. Hjalti var fæddur í Reykjavík 9. janúar 1931, sonur hjónanna Guðmundar Sæ- mundssonar klæð- skerameistara og konu hans, Ingibjargar Jónasdóttur Eyfjörð. Hjalti lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1951 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1958. Hjalti var prestur í Mountain- prestakalli í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum frá 1959 til 1962 og þjónaði einnig Guðbrandssöfnuði í Manitóba í Kanada. Hann var settur prestur við Dómkirkjuna í Reykja- vík tímabundið 1964 og var æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkj- unnar frá 1964-1965. Hjalti var prestur í Stykkishólmspresta- kalli frá 1965-1976 og dómkirkjuprestur frá 1976-2001. Hjalti var prófastur Snæfells- og Dalaprófastsdæmis 1975-1976 og þjónaði Söðulshólsprestakalli 1969 og 1975 til 1976 og Breiðabólsstaðar- prestakalli 1970. Þá var hann stundakennari og prófdómari við Barna- og gagnfræðaskólann í Stykkishólmi 1966-1976. Hjalti sat í samstarfsnefnd krist- inna trúfélaga. Hann var formaður Karlakórsins Fóstbræðra 1962-1964 og 1980-1981. Þá var hann stjórnandi Karlakórs Stykkishólms í nokkur ár. Eftirlifandi eiginkona Hjalta er Salóme Ósk Eggertsdóttir og eign- uðust þau tvær dætur. Andlát HJALTI GUÐMUNDSSON ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar telur ekki skyn- samlegt að ríkisstjórnin taki 15 til 20 milljarða króna erlent lán til að greiða niður innlend lán eins og ASÍ leggur til í því skyni að draga úr verðbólgu og hækka gengi krónunn- ar. Hann telur slíkar aðgerðir skammgóðan vermi, en Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, líst hinsvegar vel á til- lögur ASÍ. Birgir Ísleifur Gunnars- son, Seðlabankastjóri, segir að lántaka geti eingöngu haft áhrif til skamms tíma og segir að viðskipta- hallinn verði að minnka. Lántaka getur verið skynsamleg aðgerð Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, líst vel á til- lögur ASÍ í efnhagsmálum og áherslu sem ASÍ leggur á að verja markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið. „Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á almennar aðgerðir sem geta orðið til þess að efla tiltrú á arð- semi íslenks atvinnulífs og trú á ís- lensku efnahagslífi. Við höfum lagt mesta áherslu á skattalækkanir hjá fyrirtækjum og lækkun vaxta. Hins- vegar, við þær aðstæður sem ríkja núna, getur erlend lántaka upp á 15- 20 milljarða eins og ASÍ leggur til, verið skynsamleg aðgerð sem getur haft skammtímaáhrif á gengið. Mið- að við það hvernig skuldastaða rík- isins hefur þróast, held ég að það sé ekki viðsjárvert í sjálfu sér að flytja þennan hluta skuldabyrðarinnar af innlendum markaði til útlanda,“ seg- ir Ari. Hann tekur ennfremur undir mót- mæli ASÍ vegna hækkunar þjón- ustugjalda sveitarfélaga. „Ýmsar gjaldskrárhækkanir opinberra aðila, sem ekki njóta aðhalds markaðarins, eru áberandi. Sveitarfélögin þurfa að standa frammi fyrir sömu takmörk- unum, t.d. vegna launahækkana, eins og fyrirtækin í landinu þurfa að gera og bregðast við rekstrarhækk- unum með niðurskurði í stað þess að velta kostnaðinum yfir á almenning með gjaldskrárhækkunum.“ Birgir Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands, segir sömu hugsun liggja á bak við megintillögu ASÍ, um erlenda lán- töku og fram komi í nýlegri ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um að taka 25 milljarða króna erlent lán til að styrkja erlenda stöðu Seðlabankans. Með því á að gera bankanum kleift að hafa áhrif á gengið með inn- gripum ef það er talið geta leitt til árangurs. „Við hljótum þó að benda á að inn- grip geta haft áhrif til skamms tíma og geta dregið úr sveiflum, en þau hafa ekki áhrif á gengið til lengri tíma,“ segir Birgir Ísleifur. „Varast verður að grípa til nokkurra þeirra aðgerða sem geta aukið eftirspurn. Ofþenslan er enn óásættanleg. Hún verður að minnka og þar með við- skiptahallinn.“ Birgir Ísleifur tekur undir þær hugmyndir ASÍ sem stuðla að auk- inni samkeppni og minni innflutn- ingsvernd, enda hafi Seðlabankinn gert þau atriði að umtalsefni í nýlegri skýrslu sinni til ríkisstjórn- arinnar. Markaðurinn verði látinn ráða fram úr málum Þórður Friðjónsson bendir á að síðastliðin tvö ár hafi verið verulegur stuðningur við gengi krónunnar af hálfu ríkisstjórnar og Seðlabanka. „Þrátt fyrir þennan stuðning hef- ur gengið lækkað eins og reynslan sýnir. Ég hygg að það sé mikið álita- mál að taka viðbótarskref í þá átt að auka opinberan stuðning við gengið, heldur sé það skynsamlegt að láta markaðinn ráða fram úr þessu, nema að það verði hér órói eða taugaveikl- un af því tagi sem veldur augljóslega rangri skráningu á gengi krónunnar, og á sér ekki efnahagslegar forsend- ur. Það er erfitt að færa fyrir því sannfærandi rök að gengið sé langt frá jafnvægisraungengi til lengri tíma þó að raungengið sé lágt í sögu- legu tilliti. Sagan segir ekki mikið um langtímjafnvægisraungengið fram í tímann því að það er ekki fyrr en 1995 sem fjármagnsflutningar milli Íslands og annarra landa voru gefnir frjálsir. Það er erfitt að draga einhlítar ályktanir af raungenginu fyrir 1995 að mínu viti. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa aukist verulega á síðustu árum sem hafa áhrif á langtímajafnvæg- isgengi krónunnar, því að viðskipta- halli og erlend skuldasöfnun eru auð- vitað krafa í framtíðartekjur þjóðarbúsins. Þess vegna hef ég áhyggjur af því að það yrði skamm- góður vermir ef farið yrði í viðamikl- ar aðgerðir af þessu tagi og við sæt- um ekki með auðveldari vanda viðfangs þegar peningarnir væru búnir.“ Þórður tekur ekki undir mótmæli ASÍ á hækkunum þjónustugjalda sveitarfélaga og telur ekki skynsam- legt að þjónustugjaldskrár dragist aftur úr almennri kostnaðar- og verðlagsþróun, nema það byggist á raunverulegum niðurskurði. Undirtektir við efnahagstillögur ASÍ Skammtímaáhrif erlendrar lán- töku óumdeild FRANSKA verktakafyrirtækið EI Montagne vinnur í sumar hörðum höndum við gerð stoðvirkis efst í Drangagili fyrir ofan Neskaup- stað. Stoðvirkið, sem er hluti snjó- flóðavarna bæjarins, er staðsett efst í fjallinu og aðstæður nokkuð erfiðar sökum þess hve bratt er, að sögn Guðmundar H. Sigfússon- ar, forstöðumanns umhverf- ismálasviðs Fjarðabyggðar. Hann segir framkvæmdirnar ganga ágætlega. „Ennþá er snjór þarna uppi og tefur það svolítið fyrir. Framkvæmdirnar ganga þess vegna hægar en ráð var fyrir gert, en að öðru leyti eru mál eins og við mátti búast,“ segir hann. Að- spurður segir Guðmundur að því sé ekki að neita að mannvirkin breyti aðeins ásýnd fjallsins, en þó sé það furðu lítið. Guðmundur segir að á vegum franska fyrirtækisins séu sjö til átta Frakkar við störf og fjórir til fimm Íslendingar. Þá segir hann að fyrirtækið noti þyrlu við að koma bæði mönnum og búnaði upp í fjallið og verði við það í sumar. Áætlaðan kostnað við þennan hluta snjóflóðavarnanna segir Guðmundur vera um 180 milljónir en heildarkostnaður verði trúlega um 550 milljónir. Snjóflóða- varnir í Drangagili Morgunblaðið/Helgi Garðarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.