Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 18
ÚR VERINU 18 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝR bátur bættist nýlega í flota Ólafsvíkinga. Þá kom til Ólafs- víkur 145 brúttólesta bátur sem Klumba ehf. hefur keypt og hlot- ið hefur nafnið Leifur Hall- dórsson SH 217, skipaskrárnúmer 1171. Þessi bátur, sem áður hét Grótta, er sérútbúinn til veiða með dragnót. Fer hann strax til veiða enda nýskveraður eins og sagt er á sjómannamáli. Skip- stjóri verður Ingi Aðalsteinsson og verða átta manns í áhöfn. Er koma þessa báts gleðileg viðbót við flota Ólafsvíkinga sem hefur verið að rétta við síðustu miss- erin. Báturinn er nefndur í höfuð Leifs Halldórssonar, sem á að baki langan og farsælan skip- stjóraferil og var lengst af með Halldór Jónsson SH 217. Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Leifur Halldórsson SH í heimahöfn á Ólafsvík. Nýr bátur til Ólafsvíkur FUNDUR strandríkja Norðaust- ur-Atlantshafs vegna kolmunna- veiða verður haldinn í dag og á morgun í Færeyjum, en tilgang- urinn er að reyna að semja um skiptingu og stjórnun á veiðum úr kolmunnastofninum. Til strandríkjanna teljast Evr- ópusambandið, Noregur, Færeyj- ar, Grænland og Ísland en Rússum er einnig boðið að sitja þessa fundi þar sem þeir hafa veitt töluvert af kolmunna í úthafinu. Nokkrir fundir hafa verið haldnir um málið síðan í fyrra en þetta er sá fyrsti síðan í febrúar sem leið. Veiðarnar hafa tvöfaldast á fjórum árum Kolmunnaveiðar hafa nær tvö- faldast á aðeins fjórum árum. Árið 1997 voru veidd um 670.000 tonn, 1,1 milljón tonn 1998, tæplega 1,3 milljónir tonna 1999 og rúmlega 1,4 milljónir tonna í fyrra. 1997 veiddu íslensk skip samtals um 10.500 tonn, um 65.000 tonn árið eftir, rúm 160.000 1999 og rúm 260.000 tonn í fyrra. Þá var afli innan lögsögu Íslands um 159.000 tonn og þar af veiddu Íslendingar um 155.000 tonn, en auk þess veiddu þeir rúmlega 80.000 tonn í færeyskri lögsögu. Norðmenn veiddu um 527.000 tonn í fyrra, Rússar 222.000 tonn, Evrópusam- bandið 216.000 tonn og Færeying- ar 146.000 tonn en aðrar þjóðir mun minna. Í ársskýrslu Alþjóða hafrann- sóknaráðsins sem birt var í nýliðn- um mánuði, dregur ICES upp svarta mynd af ástandi stofnsins og leggur til algjört bann við kol- munnaveiðum 2002 nema sett hafi verið saman áætlun um hvernig byggja megi veiðarnar upp. ICES lagði til í fyrra að 650.000 tonn yrðu veidd en veiðarnar eru nán- ast stjórnlausar og fundir um mál- ið til þessa hafa ekki borið neinn árangur. Kolbeinn Árnason, lög- fræðingur í sjávarútvegsráðuneyt- inu, segir að deilt hafi verið um hlutfall hverrar þjóðar fyrir sig og samtals hafi verið gerðar kröfur um 170% af kökunni. Þar af hafi Ísland gert kröfu um 23% hlut- deild. Reynt að semja um kolmunna Fundur strandríkja við Norðaustur-Atlantshaf FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir að vél- stjórar beri ekki skarðan hlut frá borði vegna úrskurðar gerðardóms í kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna. Fulltrúar LÍÚ og Vélstjórafélags Íslands hittust í fyrradag til að að- laga áður gerðan samning þeirra að úrskurðinum. Friðrik segir að þar sem það eigi við verði laun vélstjóra hækkuð til samræmis við ákvörðun gerðardóms. „Það er alveg ljóst að þeir sem höfðu þá ábyrgð og kjark til að semja koma ekki verr út úr því en hinir,“ segir hann. Friðrik segir ennfremur að ýmis- legt sé í gerðardómnum sem LÍÚ hefði viljað sjá öðruvísi. Í því sam- bandi nefnir hann mönnunarákvæð- in, kauptrygginguna og gildistím- ann. Hins vegar verði menn að sætta sig við niðurstöðuna. „Þeir sem drógu vagninn og sömdu gjalda þess ekki,“ segir hann um vélstjór- ana og bætir við að sjómenn fái eins mikið og raun ber vitni vegna vél- stjórasamningsins. LÍÚ hefði teygt sig mjög langt í viðræðum við vél- stjóra til þess að ná samningi og nú nytu aðrir sjómenn þess. „Ef sjó- menn hefðu fengið gerðardóm án þess að samningur við vélstjóra hefði legið fyrir er mjög ólíklegt að þeir hefðu fengið jafn mikið, en þeir hefðu fengið mest með því að semja við okkur.“ Vélstjórar sitja við sama borð Úrskurður gerðardóms VIÐSKIPTI MIKLAR verðhækkanir urðu á hlutabréfum í mörgum félögum sem skráð eru á Nasdaq-hluta- bréfamarkaðinn síðastliðinn föstu- dag. Meðal þeirra sem hækkuðu eru hlutabréf deCODE Genetics en eins og fram hefur komið nam hækkunin 42,31% þann dag. Önnur líftæknifyrirtæki eins og Trans- genomic hækkuðu einnig en það félag hækkaði um 91,92%. Gemini Genomics hækkaði um 18,76% og Targeted Genetics Corp hækkaði um 33,74%. Að sögn Kára Stefánssonar, for- stjóra Íslenskrar erfðagreiningar, er það einkum tvennt sem skýrir þær miklu hækkanir sem urðu á gengi deCODE þennan dag. „Föstudagurinn er síðasti við- skiptadagur annars ársfjórðungs og sjóðstjórar, sem vilja að sjóðir sem þeir stýra sýni góða afkomu, kaupa í þeim félögum sem hafa hækkað undanfarið. Gengi hluta- bréfa í deCODE hafði hækkað um 33% á öðrum ársfjórðungi þannig að það kemur vel út fyrir þá að kaupa í félaginu áður en þessum ársfjórðungi lýkur. Eins voru hlutabréf deCODE skráð í Russel 2000 vísitöluna þennan sama dag. Við erum í hópi þeirra félaga sem hækka einna mest á föstudag en þetta tvennt skýrir væntanlega þessa miklu hækkun að okkar samstarfsfólk hjá Thomson Financial, sem sér um að fylgjast með viðskiptum með bréf í deCODE, telur. Þau segja að þetta séu eðlilegar skýr- ingar á þessari miklu hækkun bréfanna þennan dag og tengist ekki stóra samningnum sem við skrifuðum undir við Roche Diag- nostics, dótturfyrirtæki Hoffman- La Roche.“ Í mars var sagt frá því í fjöl- miðlum að til stæði að gera þenn- an samning sem nú hefur verið skrifað undir og aðspurður segist Kári telja harla ólíklegt að þær upplýsingar sem voru til staðar áð- ur en markaðnum var lokað á föstudaginn hafi lekið út. „Að því sögðu þá voru að minnsta kosti 60 manns sem vissu um þennan samning. Ef taldir eru starfsmenn de- CODE, La Roche og þeirra tveggja lögfræðifyrirtækja sem þjónustuðu fyrirtækin. Þannig að ég get ekki fullyrt neitt um að það hafi ekki lekið neitt út en líkurnar á því að það hefði haft marktæk áhrif á verð okkar hlutabréfa tel ég litlar,“ segir Kári. Kári Stefánsson um viðskipti með deCODE á föstudag Hækkunin tengist vart stóra samningnum NÝSTOFNAÐ fyrirtæki, CRM- markaðslausnir, hefur gert sam- starfssamning við Íslenska miðlun og munu CRM-markaðs- lausnir leigja húsnæði, tækja- búnað og aðra aðstöðu Íslenskrar miðlunar. Eigendur CRM-markaðslausna eru Tæknival, KÁ og Isoport sem einnig eru eigendur að Íslenskri miðlun. Að sögn Gylfa Þórissonar, framkvæmdastjóra CRM-mark- aðslausna, mun fyrirtækið upp- fylla þá samninga sem Íslensk miðlun hefur gert en getur ekki uppfyllt vegna erfiðrar fjárhags- stöðu auk þess sem stofnað verður til nýrra samninga og m.a. stendur til að opna nýtt samskiptaver á Selfossi. Hann sagði að starfsfólk Íslenskrar miðlunar kæmi til starfa hjá CRM-markaðslausnum og þessa dagana væri verið að ganga frá ráðningu þess. Gylfi sagði fortíðarvanda Ís- lenskrar miðlunar hafa orðið fyrirtækinu ofviða en sá mark- aður sem það hefði starfað á væri vaxandi og stöðugt að þróast í rétta átt. Hann sagði að CRM-markaðslausnir myndu bjarga þeim skuldbindingum sem Íslensk miðlun hefði tekist á hendur og ekki væri síður mik- ilvægt að starfsfólkinu yrði tryggð atvinna. Tekur yfir skuld- bindingar Ís- lenskrar miðlunar AFKOMA Íslenskra aðalverktaka hf. verður umtalsvert lakari á fyrstu sex mánuðum yfirstandandi árs en á sama tíma í fyrra. Í afkomuviðvörun til Verðbréfa- þings Íslands kemur fram að það skýrist fyrst og fremst af verulegu gengistapi sem félagið hefur orðið fyrir en stærstur hluti skulda félagsins er bundinn erlendum gjaldmiðlum og vegur það verulega þyngra á tímabilinu en sá hluti tekna félagsins sem er í erlendum gjaldmiðlum. Gengistap félagsins nam þannig rúmum 300 milljónum króna fyrstu fjóra mánuði ársins. Rekstur félagsins á fyrri helmingi ársins hefur að öðru leyti að mestu gengið með svipuðum hætti og ráð var fyrir gert og verkefni verið næg. Þótt útlit sé fyrir, miðað við núver- andi verkefnastöðu félagsins, að umsvif þess kunni að dragast nokk- uð saman á síðari hluta ársins er ljóst að eins og nú horfir vegur þyngst um endanlega niðurstöðu rekstrarins á árinu hver verður þró- un og aðstæður á fjármagnsmarkaði síðari hluta ársins. 300 millj- óna króna gengistap Íslenskir aðalverktakar BRESKA farsímafyrirtækið Voda- fone er ekki aðeins illa stætt eins og mörg önnur farsímafyrirtæki vegna mikilla fjárfestinga í þriðju kynslóð farsíma. Skynsemin í yfirtökunni á þýska keppinautnum Mannesmann fyrir 113 milljónir punda, sem hélt fjármálaheiminum í spennu vikum saman meðan á ferlinu stóð, er líka í vaxandi mæli dregin í efa. Um leið er samstarf BT og AT&T á Bandaríkjamarkaði að leysast upp, að sögn Financial Times. Báðar þess- ar hræringar eru enn eitt dæmið um erfiðleika símafyrirtækjanna, sem þar til í fyrra virtust ekki eiga neitt nema glæsta framtíð í vændum. Í þeim geira vara menn við að jafnof- metnar og vonirnar hafi verið sé heldur ekki ástæða til að draga upp of dökka mynd. Rétt ákvörðun að kaupa Mannesmann Hið þýska Mannesmann var farið að seilast mjög inn á breska síma- markaðinn og stefndi í að taka yfir Orange, harðan keppinaut Vodafone á heimamarkaðnum breska. Ýmsir álíta því að Vodafone hafi ekki átt annarra kosta völ en taka yfir Mann- esmann. Staðreyndin er þó sú að mál- in horfa öðru vísi við nú og svo virðist sem yfirtakan á Mannesmann og önnur kaup Vodafone á útþenslutím- anum hái nú fyrirtækinu. Yfirtakan jók reyndar ekki á skuldir Vodafone, eins og fyrirtækja- kaup BT og annarra símafyrirtækja gerðu, heldur notaði Vodafone hátt skráð hlutabréf sín til kaupanna og hluthafar tóku á sig þynningu hluta- bréfanna gegn því sem þá virtust góðar horfur. En við breyttar að- stæður horfa málin öðru vísi við, því bæði hafa hlutabréfin fallið og einnig eru ýmsar fjármálastofnanir sem tóku bréf á sínum tíma til að fjár- magna kaupin, farin að selja þau á fremur tregum markaði. Forstöðumenn Vodafone halda þó fast við að yfirtakan hafi verið rétt aðgerð og Vodafone hafi ekki greitt of mikið fyrir Mannesmann. Concert var samstarf BT og AT&T í Bandaríkjunum, en hefur aldrei uppfyllt þær vonir, sem voru gerðar til þess þegar það fór af stað fyrir þremur árum. Nú stefnir í að Con- cert verði leyst upp og sagt að tapið í mars og næstu þrjá mánuði á undan hafi numið 89 milljónum punda. Fyrirtækin tvö höfðu vonast eftir samlegðaráhrifum í þjónustu við stóra viðskiptavini í London og New York, en þær áætlanir gengu aldrei eftir. Kreppir að hjá Vodafone London. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.