Morgunblaðið - 04.07.2001, Page 33

Morgunblaðið - 04.07.2001, Page 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 33 ✝ Guðrún Jakobs-dóttir var fædd í Reykjavík 26. maí 1920. Hún lést á öldrunardeild Landakotsspítala hinn 25. júní síðast- liðinn. Foreldrar Guðrúnar voru Jak- ob G. Bjarnason, vélstjóri á Skúla fógeta, f. 24. febrú- ar 1888, d. 10. apríl 1933, og Guðrún Sesselja Ármanns- dóttir húsmóðir, f. 20. september 1884, d. 13. september 1959. Guðrún var yngst fimm systkina, þau eru: 1) Hulda Dóra, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, f. 21.10. 1911, d. 31.10. 1998, gift Finn- boga R. Valdimarssyni, f. 24.9. 1906, d. 20.9. 1989, 2) Gunnar, f. 13.1. 1913, d. 10.4. 1933, 3) Ármann bankastjóri, f. 2.8. 1914, d. 21.1. 1999, kvæntur Hildi Sva- varsdóttur, f. 8.6. 1913, d. 12.2.1988, 4) Halldór B. Jak- obsson, forstjóri, f. 1.1. 1917, kvæntur Gróu Steinsdóttur, f. 8.1.1918. Guðrún lauk gagnfræðaprófi og vann alla sína tíð við bókhald á skrif- stofu heildverslun- ar Stefáns Thorarensen, Lauga- vegsapóteki, fyrst á Laugavegi 16 og svo í Síðumúla þegar fyr- irtækið flutti þangað. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. „Ég vildi óska að kvalirnar færu í höndina á mér.“ Það er hálf öld liðin síðan þessi orð voru sögð við mig en mér finnst enn sem þau séu rituð með eldletri á himinhvolfið og lýsi upp allan heiminn því að fyrir mér eru þau tjáning kærleikans sem er mælikvarði allra hluta, kærleika sem er langlundaður, góðviljaður, hreyk- ir sér ekki upp, leitar ekki síns eigin, tilreiknar ekki hið illa, breiðir yfir allt og umber allt. Það er til tvenns konar ást. Önnur gefur, hin tekur. Það er sú fyrrnefnda sem verið er að lýsa í 13. kapítula fyrra Korintu- bréfsins. Það er verið að lýsa hinum sanna móðurkærleika sem er öllum mönnum eiginlegur í innstu hólfum hjartans, hvort sem það eru konur eða karlar og burtséð frá því hvort þeir hafa orðið þeirrar hamingju að- njótandi að eignast sitt eigið barn. Guðrún eignaðist aldrei barn sjálf en þegar hún sagði þessi orð við mig forðum daga, hafði hún tekið mig, systurdóttur sína, til sín og hjúkraði mér eins og sú albesta móðir sem nokkur maður getur þráð að eiga. Ég leið þær, því sem næst óbærilegu kvalir sem þeir þekkja sem fengið hafa alvarlega ígerð í eyrum og það voru þær sem hún vildi að færu í höndina á sér sem strauk mér um vangann. Ég er sannfærð um að það er þolinmæði og umhyggju Guðrún- ar og Guðrúnar ömmu minnar að þakka að ég þurfti ekki að búa alla ævi við þá miklu fötlun sem heyrn- arleysi er...eða eitthvað enn verra. Ég þakkaði þeim aldrei fyrir hjúkr- unina og þær ætluðust ekki til þakk- lætis því að þeir sem gefa af heilum huga og skilyrðislaust ætlast aldrei til launa. Þeim er það svo sjálfsagt að gefa að þeir gleyma gjöfum sínum jafnóðum og þær eru gefnar og eru jafnvel hissa ef maður nefnir þær. „Ekkert að þakka!“ segja þeir og meina það falslaust. Guðrún var ein þeirra sem gefa og gefa alla ævina og virðast aldrei fá neina umbun. Þeir sem eru blindaðir af dollaraglýju í augum og heyra ekkert fyrir básún- unni sem á að gala blekkingarsögur um þeirra eigin verðleika, þeir sem þekkja aðeins ást sem tekur en gefur ekkert, halda að fólk eins og hún lifi í skugga og að líf þess sé einhæft og gleðisnautt. En þeim skjátlast um það eins og svo margt annað. Það eru manneskjur eins og Guðrún Jakobs- dóttir sem halda uppi jafnvægi lífs- ins á jörðunni. Það er fólk sem er hógvært og af hjarta lítillátt, fólk sem gefur í stað þess að taka, deilir með öðrum öllu sem það á, styður lít- ilmagnann án þess að fordæma aðra og horfir á allt og alla með þeim skilningi sem aðeins sannur kærleik- ur getur veitt, sem sér um að allt hrynji ekki til grunna, á meðan þeir sem sækjast eftir auði og völdum halda áfram að menga loft, láð og lög og hefur jafnvel tekist að setja veð- urfarið í heiminum um koll. Það eru Guðrúnar líkar sem munu erfa jörð- ina að lokum. Guðrún fæddist í Reykjavík og Reykjavík var alla tíð hennar borg. Hún hafði engan áhuga á að búa í París, Berlín eða Vínarborg sem hún þó skoðaði með forvitni og ánægju. Hún byggði sér íbúð uppi á þaki hússins við Skólavörðustíg þar sem hún bjó alla ævi. Á norðurhliðinni eru stórir gluggar með fögru útsýni yfir Sundin og til Esjunnar. Um þá skein morgunsólin á hana í litla eld- húsinu og ekkert er fegurra en sól- arlagið sem hún horfði á út um stofu- gluggann. Sumir halda að kona sem hefur búið ein, ógift og barnlaus meiri hluta ævinnar geti ekki hafa átt skemmtilegt líf. En ólíklegustu smámunir geta fært gleði, nægur tími er munaður og einvera veitir frið sem ekki finnst í heimsins glaumi. Guðrún átti innri frið og jafnvægi sem margir gætu öfundað hana af. Þó fór sorgin ekki fram hjá henni. Þegar hún var aðeins 10 ára missti hún föður sinn og heittelsk- aðan bróður í hræðilegu sjóslysi. Hversu margar fjölskyldur á Íslandi hafa ekki orðið að þola þessa raun og hver veit hvaða meinum hún hefur valdið, kynslóð eftir kynslóð? Þeim, sem missa skyndilega þá sem hafa verið eins og hluti af þeim sjálfum, finnst sem dauðadómur hafi verið kveðinn upp yfir þeim. Þeir gera uppreisn gegn dómara sem er, að þeirra áliti, miskunnarlaus og órétt- látur, í stað þess að benda á hinn raunverulega sökudólg: öfl sem senda menn út á hafið í vonskuveðri til þess að geta grætt meira. Eftir uppreisnina kemur uppgjöf en hver sættir sig við dóminn? Dauði Jakobs og Gunnars var reiðarslag sem lam- aði fjölskylduna og kannski Guðrún hafi reynt að bæta mömmu sinni upp missinn með því að búa hjá henni til æviloka hennar og vera henni stoð og styrkur, í stað þess að gifta sig og eignast börn. Fyrir þá sem elska er fórnin svo sjálfsögð að ég efast um að þetta hafi nokkru sinni hvarflað að Guðrúnu. En þeir sem elska fara ekki varhluta af neinu í lífinu. Guð- rún var elskuð og hún átti stóra ást. Hann hét Sigurður Hafstein. En eins og nöfnum þeirra í fornöld var þeim ekki skapað nema að skilja. Ekki þó án þess að hafa átt sjö gæfurík ár saman. Ég leit alltaf á Guðrúnu sem aðra móður mína og ég veit ekki betur en að minni eigin móður hafi þótt það harla gott. Þegar Fahd Falur, eldri sonur minn veiktist alvarlega, þegar hann var tveggja ára, lögðu þær systurnar, Hulda og Guðrún, land undir fót, ásamt Halldóri bróður þeirra og konu hans, um hávetur og sóttu drenginn á bak við Járntjaldið fræga sem nú er sem betur fer horf- ið. Fahd var upp frá því alltaf hjá Guðrúnu með annan fótinn og leit á hana sem sína aðra móður. Mér hef- ur alltaf fundist það hafa verið ein- hver mesta gæfa hans í lífinu. Þegar Ómar, yngri sonur minn, fæddist tók Guðrún sér margra mánaða frí í vinnunni og hugsaði um nýfætt barn- ið svo að ég gæti stundað mína vinnu. Þau Ómar voru alla tíð tengd sterk- um tilfinningaböndum. Þegar Corto, sonur Fahds, fæddist, leit Guðrún á hann sem sonarson sinn og hann varð henni uppspretta mikillar gleði. Corto leit á Guðrúnu sem þriðju ömmu sína og þeir feðgarnir voru við hlið hennar þegar hún dó. Þannig varð Guðrún Jakobsdóttir mið- punktur í víðtæku neti samhjálpar og umhyggju og var ótal mörgum fyrirmynd um óeigingirni og gjaf- mildi vegna þess að hún átti kærleik- ann sem breiðir yfir alla bresti og læknar öll sár. Guðrún Finnbogadóttir. Guðrún frænka var alltaf kölluð Lilla af því að hún var yngst og hét sama nafni og amma. Lilla og amma bjuggu saman alla tíð á Skólavörðu- stígnum, fyrst á 33b og svo eftir að afi og amma byggðu á 23. Það var mikið áfall þegar afi fórst með Skúla fógeta ásamt Gunnari, elsta synin- um. Amma stóð ein eftir með stórt hús og börn á skólaaldri. Henni tókst með dugnaði að halda heimilinu sam- an, ala börnin sín upp og koma þeim til manns. Lilla var okkur systkinabörnunum ákaflega góð. Fyrstu minningarnar okkar um hana eru líklega þær að hún átti sér myndavél, fyrst kassavél og svo eftir því sem árin liðu stærri og fullkomnari vélar frá Agfa. Hún vann nefnilega hjá heildversluninni sem flutti þær inn. Hún var iðin við að stilla krakkahópunum upp ýmist við Bústaðaveginn, á Marbakka eða á Skólavörðustígnum. Við vorum 12 systkinabörnin og átti hún óteljandi myndir af okkur. Þær eru líka í fersku minni heimsóknirnar á Skóla- vörðustíginn til Lillu og ömmu þar sem pönsurnar hennar ömmu og súkkulaðikökurnar hennar Lillu runnu ljúflega niður með kakóinu. Það brást ekki, ein ljós kaka með dökku súkkulaðikremi og kókos og dökk súkkulaðikaka með ljósara súkkulaðikremi. Einnig lumaði hún oft á einhverju slikkeríi sem var geymt í stampi á efstu hillunni í búrinu. Ekki spillti það heldur að Lilla var áskrifandi að öllum dönsku vikublöðunum. Við gátum lesið og flett Hjemmet, Familie Journalen, Billed bladet, Se og Hör og svo auð- vitað Andres And. Á heimili þeirra var líka hefð að kveðast á og var amma skáldmælt og gat sett saman góðar vísur. Er vísan sem hún orti um Lillu okkur ógleymanleg: Augna minna ertu ljós, til yndis varstu borin, eins og fríðust akurrós, útsprungin á vorin. Það varð breyting á lífi okkar þeg- ar Póbetinn kom til sögunnar. Amma keypti bíl af rússneskum ættum árið 1956 og Lilla gerðist bílstjóri. Nú var farið í bíltúra um borg og bí. Það þætti ekki gott í dag en við vorum mörg í bílnum, 4 fullorðnir og 5 börn. Þetta voru ógleymanlegar stundir. Eftir að amma féll frá var þakleki á Skólavörðustígnum orðinn það slæmur að það ráð var tekið að byggja ofan á húsið. Þá varð Lilla að flytja. Hún flutti til okkar á Bústaða- veginn og kom sér fyrir í örlitlu her- bergi. Þetta þótti okkur börnunum gott, að hafa hana Lillu hjá okkur. Það var líka hið besta mál að við átt- um að flytja með henni til baka á Skólavörðustíginn. Þannig var það, allt þar til að Lilla varð að fara á sjúkrahús, fyrst á Hvítabandið og svo á öldrunardeild Landakots. Við þökkum Lillu samfylgdina og biðjum guð að vera með henni. Fyrir hönd systkinanna á Skóla- vörðustíg 23, Guðrún Halldórsdóttir. Það kom mér ekki á óvart þegar mér var tilkynnt lát Lillu vinkonu minnar, því að mörg undanfarin ár hafði hún mátt stríða við öldrunar- sjúkdóm þann sem engin lækning hefur enn fundist við. Við Lilla vor- um jafnöldrur, báðar fæddar 1920. Lilla hafði byrjað nám í gagn- fræðaskóla Reykvíkinga. Um það leyti fórst togarinn Skúli fógeti rétt ókominn heim úr söluferð til Eng- lands og með honum faðir hennar og bróðir. Lilla hætti námi og varð stoð og stytta móður sinnar þar til hún lést í september 1959. Þær mæðgur bjuggu saman í húsinu að Skóla- vörðustíg 23 sem Guðrún og Jakob höfðu reist. Guðrún var merkiskona, mjög fróð og kunni ógrynni af kvæð- um og vísum. Einnig var hún ættfróð og hagmælt og fannst mér gaman og fróðlegt að heimsækja þær mæðgur. Seinna eftir andlát móður þeirra byggðu systkinin tvær hæðir ofan á húsið á Skólavörðustíg. Bjuggu bræðurnir Ármann og Halldór ásamt fjölskyldum á neðri hæðunum en Lilla átti fallega íbúð á efstu hæð- inni. Við Lilla hófum störf á skrifstofu Efnagerðar Reykjavíkur um líkt leyti og unnum þar saman í 20 ár. Þar voru þá fyrir ásamt fleirum Hulda systir hennar og Sigríður Johnsen. Þær voru þá um þrítugt, stúdentar frá MR og báðar giftar konur. Hulda varð síðar bæjarstjóri í Kópavogi og Sigríður sat í hrepps- nefnd Garðahrepps. Þær voru leið- beinendur okkar í nýjum störfum og urðum við allar góðir vinir. Lilla var falleg kona, dökk á brún og brá, vel eygð og bar sig vel. Hún var dul í skapi en við nánari kynn- ingu fann maður hvílík mannkosta- kona hún var. Hún hafði yndi af góðri tónlist, las mikið og var fróð eins og móðir hennar. Lilla giftist ekki en systkinabörn hennar og þeirra börn voru henni mjög kær. Við áttum ótalmargar gleðistundir saman, bæði í vinnunni og utan hennar. Það hvíldi sérstaklega góður andi meðal starfsfólks á skrifstofun- um á efstu hæð í Laugavegsapóteki og Stefán Thorarensen var góður húsbóndi. Héldum við oft skemmt- anir og fórum í ferðalög saman. Þeg- ar farið var að loka skrifstofunni vegna sumarleyfa fórum við nokkrar oft saman í útilegur og ferðuðumst þá um landið og einu sinni fórum við til Danmerkur. Þegar ég hætti á skrifstofunni var Lilla farin að vinna í sameiginlegu bókhaldi fyrirtækja Stefáns og vann hún þá við stóra bókhaldsmaskínu sem var forveri tölvunnar. Var það mikil breyting frá handfærðu bókhaldi. Við starfslok hafði hún unnið hjá Stefáni Thor- arensen í hálfa öld. Skömmu eftir að Lilla veiktist heimsótti ég hana á Borgarspítal- ann. Hún var enn sama ljúfa konan. Ég ræddi við hana um gamla daga og fann að hún átti bágt með að muna. Hún Lilla sem alltaf hafði verið svo stálminnug. Nú er vinkona mín horfin héðan. Ég er þakklát fyrir stundirnar sem ég átti með henni forðum daga og votta fjölskyldunni samúð mína. Blessuð sé minning góðrar konu. Sigfríður Nieljohníusdóttir. Guðrún Jakobsdóttir, móðursystir mín, var nýorðin 81 árs, er hún lést á Landakoti 25. júní sl. Hún hafði ver- ið sjúklingur þar og á Hvítabandinu sl. átta ár og fengið afar góða umönnun á báðum stöðum. Ástvinir hennar þakka það nú af heilum hug. Starfsfólkið kallaði hana ljúflinginn sinn og segir það nokkra sögu um skapferli hennar. Hún var alltaf kölluð Lilla vegna þess, að hún var yngst af fimm börn- um Guðrúnar Ármannsdóttur, sem ættuð var úr Dölum og af Snæfells- nesi, og Jakobs Bjarnasonar vél- stjóra frá Flateyri við Önundarfjörð. Þau reistu hús fyrir sig og fjölskyldu sína á Skólavörðustíg 23 hér í bæ. Þar bjó Lilla allt sitt líf. Fyrsta minning mín um Lillu er frá því hún sem ung kona fótbrotnaði á skíðum. Þá fengum við systkinin að koma í heimsókn og banka í gipsið! Sérstakt andrúm var í kringum Lillu. Hún var falleg kona og svip- sterk, feimin en fyndin, stolt og hlý. Hún var mikill félagi okkar frænd- systkinanna. Ég bjó hjá henni í tvo vetur, fyrst þegar ég var 17 ára og svo um tví- tugt. Hún fyllti líf mitt öryggi og hjá henni var alltaf það skjól, sem stund- um þurfti á að halda. Hún átti ást mína og virðingu alla. Í huga mínum verður Lilla alltaf sú sama og þar skiptir aldur engu máli. Þannig vil ég minnast Guðrún- ar Jakobsdóttur, frænku minnar. Sigrún Finnbogadóttir. GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR " # *     8--8 0<  %&/ & % %"A   7  7  9 %  &  ,        9*   20   :     !   ;    7  <  )   * =  << 20  )         ::! >,>  ; % ( 6; !%%  0 &!" 0"6& !%%  2 4 3 F(0"6& !%% (         *<  < *8  6  3;, /&"$   5   7   ? *  &  ,        ? *          !3  "$#  , 6% !%%  + 53)  # $     , 6%    6"  6 /&!# E& !%%     , 6%   & 6#  , 6%    4 &  *&  , 6%  ( @  &   &  (    7 (7       @   << 23 %)$# 2 $ ! &( A  & #  *   7   5     !!  $ %    5 <   $ % ! !# (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.