Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í MARS sl. skrifaði
ég grein í Morgun-
blaðið sem áhugamað-
ur um efnahagsmál,
þar sem ég hvatti til
vaxta- og skattalækk-
unar til að milda þá
niðursveiflu sem væri
framundan. Því miður
ákvað ríkisstjórnin að
halda óbreyttri stefnu
og fljúga inn í óveð-
ursskýið án varúðar-
ráðstafana. Svo er að
heyra á sumum að
gengislækkun hefði
verið fyrirsjáanleg.
Það er allavega ljóst
að margir sem „vissu“
hafa hagnast verulega á þessu
gengisfalli, en þeir sem „vissu ekki“
tapað að sama skapi. Ef spákaup-
menn hafa kallað fram þessa geng-
islækkun undirstrikar það hve veik-
an gjaldmiðil við búum við í dag.
Það hlýtur að vera öllum ábyrgum
aðilum áhyggjuefni og hrópar á
breytingar hér á.
Það kann að vera skoðun ráð-
herra að aðgerðir til að bregðast við
nýjum aðstæðum í efnahagsmálum
séu veikleikamerki. Að mínu áliti er
því öfugt farið. Aðgerðir í tíma til að
bregðast við aðsteðjandi vanda
sýna styrk og útsjónarsemi, sem við
ætlumst til af stjórnvöldum.
Það væri óskandi að hér væri allt
ennþá í himnalagi. En á nokkrum
mánuðum hafa veður skipast í lofti.
Verðbólgudraugurinn hefur verið
vakinn upp að nýju, gengið hrapað,
erlendar skuldir hækkað, kaup-
máttur launþega hrapað, afkoma
fyrirtækja snarversnað svo nokkur
dæmi séu tekin. Í stuttu máli: hörð
lending í efnahagsmálum og því
miður fær engin óskhyggja þessari
staðreynd breytt. Einn stjórnar-
þingmaður hefur látið hafa það eftir
sér, og það oftar en
einu sinni, að Íslend-
ingar hefðu gott af
þessari hörðu lendingu
Slíkt tal er ótrúlega
óábyrgt og kaldar
kveðjur til almennings
og fyrirtækja sem
þurfa að kljást á næstu
mánuðum við þetta
áfall.
Þeirri stöðu, sem
blasir við í efnahags-
málum, á ekki að
blanda í þref stjórn-
málamanna. Til þess
er málið of alvarlegt.
Undanfarið hafa
margir máttarstólpar í
Sjálfstæðisflokknum úr atvinnulíf-
inu kallað á aðgerðir ríkisstjórnar-
innar.
Í þessu sambandi má ekki
gleyma Steinhöllinni þar sem
stjórnun peningamála á að fara
fram. Seðlabankinn fór hamförum í
hækkun vaxta hér um árið til að slá
á þensluna. Kannski er árangur
þessarar stefnu að koma í ljós þeg-
ar samdráttur er að verða stað-
reynd í flestum geirum þjóðlífsins.
Hlutabréfamarkaðurinn var m.a.
drepinn með þessari okurvaxta-
stefnu bankans og mun ekki sýna
nein lífsmerki fyrr en þarna verður
breyting á. Þessi okurvaxtastefna
leiddi einnig til gífurlegrar skulda-
söfnunar erlendis enda hagstætt
með um 7% vaxtamun og þáverandi
gengistryggingu Seðlabankans.
Þetta virkaði svo sem olía á eld
þenslunnar innanlands þegar allt
þetta „ódýra“ fjármagn kom inn í
hagkerfið. Þannig virkaði vaxta-
stefna Seðlabankans aðallega
þensluaukandi. En liggur þá ekki
beinast við að lækka vexti núna?
Nei, seðlabankastjóri sagði í nýlegu
viðtali að rétt væri að hækka vexti
enn frekar en þeir ákváðu að bíða
og sjá hvað verða vildi! Er ekki
kominn tími til að Davíð sendi
„minnisblað“ til Seðlabankans
svona til að rétta menn af á þessum
bæ?
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, hefur verið farsæll stjórn-
andi bæði í borgar- og landsmálum
og átt stuðning þorra almennings.
Honum við hlið situr Halldór Ás-
grímsson, kletturinn í framsóknar-
hafinu. Þjóðin hefur borið mikið
traust til þeirra beggja. Það er
óneitanlega áfall í margvíslegum
skilningi þess orðs að standa
skyndilega frammi fyrir versnandi
lífskjörum. Enn er von að bregðast
við með réttum hætti ef menn við-
urkenna vandann. Þar þarf m.a. að
koma til vaxtalækkun og skatta-
lækkun á fyrirtæki og einstaklinga.
Ekki væri verra að taka til í Seðla-
bankanum og ráða til hans einn öfl-
ugan bankastjóra sem kann að fara
með stjórnun peningamála þjóðar-
innar af festu. Núverandi banka-
stjórum má koma fyrir í þægilegra
umhverfi. Það veikir ríkisstjórnina
að hafa stjórn peningamála í hönd-
um svo veikrar og dýrrar stofnunar.
Eru aðgerðir í
efnahagsmálum
veikleikamerki?
Jón Baldur
Lorange
Efnahagsmál
Hafi spákaupmenn
kallað fram þessa
gengislækkun, segir
Jón B. Lorange,
undirstrikar það hve
veikan gjaldmiðil
við búum við í dag.
Höfundur er kerfisfræðingur.
Þ
að hefur ekki verið
meistarabragur á liði
Knattspyrnufélags
Reykjavíkur það sem
af er Íslandsmótinu
og uppskeran er eftir því; 11 stig
af 27 mögulegum úr níu við-
ureignum. Það er óvanalegt að sjá
Íslandsmeistara svo nærri botni
deildarinnar en enn verri verður
staðan þegar að því er gætt að
KR-ingar hafa leikið einum eða
jafnvel tveimur leikjum meira en
næstu lið.
Það er því aldeilis óhætt að tala
um brostnar vonir í Vest-
urbænum og auðvitað er fjarri
öllu raunsæi að tala um möguleika
Íslandsmeistaranna á að verja tit-
ilinn í ár. Í herbúðum stórveld-
isins þarf að
taka upp önn-
ur og raun-
hæfari mark-
mið. Til
dæmis að
forðast fall
niður í 1. deild.
Eftir þriggja áratuga eyði-
merkurgöngu gekk allt upp hjá
KR á afmælisárinu 1999 og undir
stjórn Atla Eðvaldssonar sigraði
liðið tvöfalt; í deild og bikar. Allt
gekk hreinlega upp og stemningin
á leikjum liðsins var engu lík.
Leikmenn léku af miklu öryggi,
leikgleðin duldist engum og í
brúnni stóð leiðtoginn glaðbeittur
og stýrði för. Sigurinn var ekki
síst hans, því aðeins ári áður hafði
hann tekið við hálfbrotakenndu
liði sem misst hafði sjö lykilmenn
frá síðustu leiktíð, þar af nokkra
landsliðsmenn, og orðið að byggja
upp frá því.
Það var því kannski ekki að
undra þótt léttlyndir Vest-
urbæingar sæju fram á samfellda
sigurgöngu á næstu árum – enda-
laus veisluhöld. Slíkir spádómar
voru hvort tveggja byggðir á ósk-
hyggju og raunsæi því þróunin er-
lendis hefur einmitt verið í þá átt
að meistaralið hafa í krafti sig-
urlaunanna mörg hver komist í
yfirburðastöðu í sínu heimalandi.
Mörg lið mætti nefna en meist-
aralið á borð við Manchester
United í Englandi, Rosenborg í
Noregi og Bayern München í
Þýskalandi eru vitaskuld prýðileg
dæmi.
Það eru einkum miklar tekjur
af sölu sjónvarpsréttar sem
meistaraliðin í Evrópu byggja
sterka stöðu sína á og þar eru sig-
urvegarar í íslensku úrvalsdeild-
inni engin undantekning. Það er
mikið happdrætti að taka þátt í
Meistaradeild Evrópu, jafnvel
þótt aðeins sé um forkeppni henn-
ar að ræða, og fyrir vikið þýðir
sigur á Íslandsmótinu umtals-
verðar tekjur, mjög miklar raun-
ar á íslenskan mælikvarða þar
sem of miklu tekjustreymi er
sjaldan fyrir að fara.
En sigur á knattspyrnumóti er
ekki einfaldur hlutur og því fengu
KR-ingar að kynnast strax einu
ári eftir sigurgönguna samfelldu.
Þá var búið að skipta um karl í
brúnni; Atli Eðvaldsson tekinn
við karlalandsliðinu og annar
fyrrverandi leikmaður liðsins,
Pétur Pétursson, tekinn við. Und-
ir hans stjórn náðu KR-ingar
naumlega að verja Íslandsmeist-
aratitilinn en ekki með sama
glæsibrag og árið áður. Upp voru
komin lið sem gerðu harða hríð að
meistaraliðinu, lið eins og Fylkir
úr Árbænum og Grindavík sem
byggðu á sterkri blöndu heima-
manna og annarra.
Forráðamenn þessara liða
vissu sem var að til þess að vinna
sigra þarf að byggja upp og fjár-
festa. Ekkert kemur af sjálfu sér;
hvorki í íþróttum né öðru og svo
gripið sé til líkingamáls úr heimi
íþróttanna, snýst allt um „að vera
á tánum“. Séu menn það ekki, er
viðbúið að aðrir sigli hratt og
örugglega upp að hlið þess sem
haldið hefur forystunni og síðan
fljótlega fram úr.
Sem er einmitt það sem gerst
hefur í íslensku knattspyrnunni í
tilviki meistaranna úr Vest-
urbænum. Þar hafa forráðamenn
liðsins bersýnilega brugðist því
þeir ofmátu augsýnilega mann-
skapinn og gættu ekki nægilega
vel að því að „halda liðinu á tán-
um“ og styrkja það milli ára. Fyr-
ir vikið hafa nokkrir lykilmenn
yfirgefið liðið á undanförnum ár-
um án þess að leikmenn í sama
styrkleikaflokki hafi komið í
þeirra stað. Peningalegir
yfirburðir vegna meistaratign-
arinnar hafa ekki verið nýttir með
nægilega skynsamlegum hætti og
árangurinn er sá að liðið situr eft-
ir með sárt ennið og stuðnings-
mennirnir fylgjast súrir með öðr-
um liðum taka forystuna hratt og
örugglega.
Skyldi nokkuð vera önnur eyði-
merkurganga í uppsiglingu?
Áreiðanlega ekki en engu að
síður er hollt fyrir KR-inga, eins
og aðra, að átta sig á því að það
verður að hafa fyrir velgengni og
að ekkert kemur af sjálfu sér.
Því skal spáð hér að Fylkis-
menn úr Árbænum hampi Ís-
landsmeistaratitlinum þegar líður
að hausti og það með verðskuld-
uðum hætti. Undir stjórn Bjarna
Jóhannssonar þjálfara hefur liðið
á að skipa skemmtilegri blöndu
ungra og eldri leikmanna sem
leika hraða og árangursríka
knattspyrnu. Í liðinu eru margir
heimamenn en einnig nokkrir
mjög sterkir leikmenn sem fengn-
ir hafa verið til liðsins á undan-
förnum árum. Varamannabekk-
urinn er gríðarlega sterkur og
gangi einhver úr skaftinu er
viðbúið að annar sterkur grípi
tækifærið fegins hendi. Eins og
vera ber hjá sterku liði. Og eins
og ætti að vera hjá meistaraliði.
Á sama tíma glíma Íslands-
meistararnir við meiðsl og marka-
leysi sem aldrei fyrr. Annað árið í
röð þarf að grípa til þess að fá
dýra leikmenn erlendis frá með
litlum fyrirvara þegar liðið er á
mótið og komið í óefni. Hvar var
stefnumótunin til framtíðar?
Gangi spádómar um sigur
Fylkis á Íslandsmótinu eftir, er
ekki þar með sagt að hafin sé
gullöld í Árbænum og titlarnir
streymi í áskrift í kjölfarið. En
forráðamenn Fylkis geta alltént
litið til félaga sinna vestur í bæ til
að sjá hvernig á ekki að fylgja
eftir velgengni á íþróttasviðinu.
Þar á bæ hafa menn ber-
sýnilega flotið sofandi að feigðar-
ósi.
Brostnar
vonir
En forráðamenn Fylkis geta alltént litið
til félaga sinna vestur í bæ til að sjá
hvernig á ekki að fylgja eftir velgengni
á íþróttasviðinu. Þar á bæ hafa menn
bersýnilega flotið sofandi að feigðarósi.
VIÐHORF
Eftir Björn Inga
Hrafnsson
bingi@mbl.is
ENN hefur löggjöf-
um okkar tekist að
skekja stöðugleikann
sem fávísir þegnar
þessa lands eru búnir
að vonast eftir frá
stofnun lýðveldisins.
Núna gerist það með
löggjöf um nýtt bruna-
bóta- og fasteignamat.
Menn stinga niður
penna og sitt sýnist
hverjum, fasteignasal-
ar með áhyggjur af
sölu og lánastofnanir
með áhyggjur af lána-
reglum.
Enginn virðist þó
sjá hvað í raun er að
gerast. Þetta er aðför að grunn-
stofnun þessa lands, heimilum Ís-
lendinga.
Fasteignamat
Fasteignamat er það mat sem
notað er við álagningu fasteigna-
gjalda og eignaskatta. Fasteigna-
gjöld eru í eðli sínu eignaskattar,
þannig að hver fasteignaeigandi
borgar í raun tvöfalda eignaskatta
af húseignum sínum á hverju ári,
eftir að hafa borgað skatta af þeim
tekjum sem eignirnar sköpuðu.
Þessi grunnur skattaálagningar
er nú hækkaður að meðaltali um 4%
á landsvísu og 13% í Reykjavík
Fyrir framan mig er breyting-
arseðill frá Fasteignamati ríkisins
og reikna ég þar hækkun á þremur
eignarhlutum og eru þeir 82%, 87%
og 90% og engin ástæða til að ætla
að þetta séu svæsnustu dæmin.
Allt í einu er talað
um að fasteignamat
eigi að spegla raun-
virði, sem það samt
sem áður engan veg-
inn gerir.
Miklir matsmenn
erum við hjá Fast-
eignamati ríkisins!
Hvernig væri að sýna
formúluna sem notuð
var til að reikna? Ekki
veit ég neinn sem
fengið hefur heimsókn
raunverulegs mat-
manns.
Hér er á ferðinni
lúmsk aðferð til
skattahækkana og
raunverulegrar eignaupptöku – að-
för að venjulegum húseiganda.
Brunabótamat
Hvernig skilur þú orðið, lesandi
góður? Ég skil það þannig að um
mat á eign sé að ræða sem bæta
eigi, skemmist hún eða eyðist í
bruna.
Nei, millifyrirsögn í Morgun-
blaðinu 28. júní 2001 í viðtali við
Hauk Ingibergsson segir:
„Gamalt verði ekki bætt með
nýju.“
Ég spyr: Hvernig á að bæta
brunnið heimili? Er hægt að bæta
gamalt hús sem brennur með
gömlu húsi?
Hvernig á að bæta húsnæði fjöl-
skyldu sem brennur hjá? Jú, hugs-
unin að baki lagasetningunni er sú,
að bæta húsnæðið afskrifað (því
fleiri ár í notkun, því minni bætur).
Þannig á gamalt fólk sem búið hef-
ur lengi í húsi sínu að fá minna ár
frá ári og þá væntanlega ekki að fá
neitt eftir nógu langa notkun, enda
búið að fullnota húsnæðið – og von-
andi stutt eftir hvort eð er!
Við búum við óstöðugt efnahags-
kerfi, aflabrögð og veðurfar, en það
sem verst og harðast kemur niður á
þegnum þessa lands eru endalausar
breytingar stjórnvalda á leik-
reglum sem stöðugt skekja þetta
þjóðfélag og virðist seint ætla að
verða lát á.
Aðförin nú er óvenju lúmsk og
heiftúðug, nú á að snarlækka veð-
hæfni og þar með verðgildi eigna,
svo og einnig ef bruna- eða eigna-
tjón verður.
Dæmi hafa verið nefnd um 40-
50% lækkun.
Jafnhliða á að hækka skattstofn
sömu og eða samskonar eigna. Hér
að framan hafa þegar verið tilfærð
raunveruleg dæmi um 90% hækkun
skattstofns.
Hér er vegið að úr tveimur áttum
samtímis.
Aðför með lögum
Helgi Hákon
Jónsson
Fasteignir
Hér er á ferðinni, segir
Helgi Hákon Jónsson,
lúmsk aðferð til
skattahækkana.
Höfundur er viðskiptafræðingur og
löggiltur fasteignasali.