Morgunblaðið - 04.07.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.07.2001, Qupperneq 48
Ráðgátan að leysast – upp? LEIKKONAN Gillian Anderson, sem verið hefur sjónvarpsáhorfendum að góðu kunn undanfarin ár sem hinn ráðagóða og jarðbundna Scully í Ráð- gátum, lýsti því yfir um helgina í viðtali við breska blaðið The Sunday Times að hún ætli sér að segja skilið við þættina að lokinni næstu þáttaröð. Meginástæðuna segir hún þá að hún vilji eiga meiri tíma með dóttur sinni en jafnframt upplýsti hún að hún muni brátt birtast í leikriti á West End í Lundúnum en framaspor það hefur átt mjög upp á pallborðið hjá frægum kvikmyndastjörnum upp á síðkastið. „Það er einfaldlega kominn tími til að ég segi skilið við Scully,“ útskýrir Anderson. „Ég vil fá svigrúm til þess að taka að mér öðruvísi hlutverk og sýna hvað í mér býr.“ Anderson segir und- anfarin sjö ár í Ráðgátunum hafa bitnað illa á dótt- ur sinni: „Hún var mikið að sniglast í kringum mig á tökustað sem var mjög leiðinlegt fyrir hana og erfitt.“ Scully kveður senn Finnur Scully Mulder áður en hún hverfur? Reuters 48 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSALA hefst á morgun allar útsöluvörur með 50% afslætti KRINGLAN - LAUGAVEGUR NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B. i. 12. Vit nr. 248 Hluti myndarinnar var tekinn upp á Íslandi Frábær hasarmynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Stærsta ævintýri sumarsins er hafið Sýnd kl. 3.45, 5.30, 8 og 10.20. Vit 234 Sýnd kl. 4, 6.15 og 8. Vit nr. 236.  strik.is  KVIKMYNDIR.is 1/2 Hugleikur Nýi Stíllinn Keisarans Sýnd kl. 3.45. Vit nr. 213 Sýnd kl. 10. B. i. 16. Vit nr. 238 VALENTINE Fjögur súpermódel og ein venjuleg stúlka. Strákurinn í næsta húsi á ekki möguleika. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 242. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 9.30. Vit nr. 235. B.i. 12 ára PEARL HARBOR 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 6 og 10. B. i. 16. KEANU REEVES JAMES SPADER 2 vikur á toppnum í Bandaríkjunum. Keanu Reeves og James Spader eru fantagóðir í þessum frábæra spennutrylli í anda Seven Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 Hluti myndarinnar var tekinn upp á Íslandi Frábær hasarmynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Stærsta ævintýri sumarsins er hafið Loksins ný mynd frá leikstjóra Fucking Ámal. Sænsk snilld og óborganlegur húmor sem kemur öllum í gott skap. Tékkið á þessari. TILLSAMMANS betra er að borða grautinn saman en steikina einn Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 12 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 12 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8. ÓHT Rás 2 RIEN SUR ROBERT HINSTA kvöldið er frumraun kan- adíska leikstjórans Don McKellar en hann skrifar jafnframt handrit og leikur eitt aðal- hlutverk þessar- ar eftirminnilegu kvikmyndar. Þar er nokkrum per- sónum fylgt eftir eina kvöldstund en sú kvöldstund reynist jafnframt sú hinsta í sögu heimsins. Við kynnumst þannig þessum per- sónum á ákaflega örlagaríku kvöldi í lífi þeirra, allir vita að heimsendir mun verða klukkan tólf á miðnætti og að ekkert er við því að gera. Í sögunni er ekki gefin skýring á því að svo er komið fyrir heiminum, einu merki náttúruhamfara eru þau að það er bjart allan sólarhringinn og þar sem mannkynið hefur vitað um örlög sín í nokkra mánuði hefur mestöll eðlileg samfélagsstarfsemi lagst niður, óeirð- ir og gripdeildir gengið yfir. Menn ákveða að eyða hinsta kvöldi sínu á mismunandi hátt, sumir safnast sam- an niðri í bæ og telja niður, aðrir taka að sér það göfuga hlutverk að halda gaskerfi borgarinnar gangandi fram á síðustu stundu, aðrir reyna að upp- lifa eitthvað sem þeir hafa ekki reynt áður en flestir vilja vera í faðmi ást- vina og fjölskyldu. Það eru margar og merkilegar pæl- ingar sem búa í þessari látlausu og vel gerðu kvikmynd. Andspænis hinum endanlegu endalokum reynir á marg- ar spurningar um gildi mannlegrar tilveru. Merkilegasta ályktun sög- unnar er þó kannski sú að þótt heims- endir sé í nánd verða vonir og þrár hversdagsleikans seint umflúnar. Hversdags- legur heimsendir Heiða Jóhannsdótt ir Hinsta kvöldið (Last Night) D r a m a Leikstjórn og handrit: Don McKell- ar. Aðalhlutverk: Don McKellar, Sandra Oh, Callum Keith Rennie, David Cronenberg. Kanada, 1998. Háskólabíó. Bönnuð innan 12 ára. MYNDBÖND M O N S O O N M A K E U P lifandi litir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.