Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 15
Jakkaföt frá kr. 12.900
Stakir jakkar frá kr. 6.900
Stakar buxur frá kr. 3.900
Flauelsbuxur frá kr. 4.500
Skyrtur frá kr. 1.990
Peysur frá kr. 2.900
Úlpur frá kr. 6.900
Sími 5
51 75
75
Sími 552 9122
8.900
2 0
frá
Laugavegur 47
sími 5
Skyrtur frá 2.900
Peysur frá 2.900
Úlpur frá 9.900
akkaföt frá kr. 14.900
Stakir jakkar frá kr. 8.9 0
Stakar buxur frá kr. 3.900
Flauelsbuxur frá kr. 4.500
BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar
samþykkti einróma á fundi sínum í
gær að fella úr gildi ákvörðun sína
frá bæjarstjórnarfundi 8. maí sl.
varðandi breytingar á skólahverfum.
Skólahverfi bæjarins verða því
óbreytt frá því sem verið hefur og
verður húsnæðisvandi skóla vegna
fjölmennra árganga leystur með
lausum kennslustofum. Samkvæmt
því verða tvær lausar kennslustofur
settar upp við Heiðarskóla nú í
haust. Stór hópur foreldra, sem mót-
mælt höfðu fyrri ákvörðun bæjar-
stjórnar, mætti á bæjarstjórnarfund
til að hlýða á afgreiðslu málsins og
fögnuðu foreldrar niðurstöðu fund-
arins.
Skóla- og fræðsluráð Reykjanes-
bæjar samþykkti á fundi sínum 2.
maí sl. að leggja til breytingar á
skólasvæðum í Reykjanesbæ sem
m.a. fólu í sér að Myllubakkaskóli og
Heiðarskóli yrðu á sama skólasvæði.
Í greinargerð sagði að tímabundinni
fjölgun á skólasvæði eins skóla væri
hægt að mæta með tilfærslu nem-
enda yfir í fámennari skóla. Þessi
breyting á skólasvæðum var síðan
samþykkt einróma í bæjarstjórn 8.
maí og í lok mánaðarins var foreldr-
um nýnema úr Eyjabyggð og Garða-
hverfi sent bréf þar sem tilkynnt var
að börn þeirra færu ekki í Heiðar-
skóla. Þau yrðu þess í stað send í
Myllubakkaskóla til að jafna nem-
endafjölda á milli skólanna þar sem
veruleg þrengsli væru í Heiðarskóla.
Þessi ákvörðun olli verulegri
óánægju meðal foreldra sem margir
hverjir höfðu fjárfest í dýru húsnæði
til að vera sem næst Heiðarskóla.
Foreldrar sendu bæjarráði fjölda er-
inda þar sem breytingunum var mót-
mælt og þess óskað að börnin fengju
að fara í þann skóla sem væri næstur
þeirra heimilum.
Afhentu áskoranir
frá 129 heimilum
Bæjarráð tók síðan málið fyrir í
síðustu viku og þar dreifði bæjar-
stjóri jafnframt áskorunum 32 íbúa
vegna breytinga á skólahverfum, en
hópur foreldra hafði gengið á hans
fund til að ítreka mótmæli gegn
breytingunum. Hins vegar ákvað
bæjarráð að taka ekki afstöðu til
málsins á fundinum, heldur vísa því
til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Þegar ljóst varð að bæjarráð tæki
ekki afstöðu til málsins ákváðu for-
eldrar að hefja aðgerðir til að mót-
mæla enn frekar þeim breytingum
sem gerðar höfðu verið á skólasvæð-
unum. Var ákveðið að dreifa bréfi til
bæjarbúa þar sem málið var reifað
og íbúar hvattir til að skrifa undir
mótmælabréf og senda bæjarstjórn.
Á bæjarstjórnarfundi í gær af-
henti Ellert Eiríksson bæjarstjóri
síðan Skúla Skúlasyni, forseta bæj-
arstjórnar, áskoranir sem borist
höfðu frá 127 heimilum í Garðabyggð
og Eyjabyggð og á fundinum voru að
auki afhentar áskoranir frá tveimur
heimilum til viðbótar. Í áskorunum
foreldranna segir orðrétt:
„Við undirritaðir íbúar skorum á
bæjarstjórn Reykjanesbæjar að
taka til endurskoðunar samþykkt
skóla- og fræðsluráðs frá 2. maí 2001
sem staðfest var af bæjarstjórn þann
8. maí 2001 og fjallar um endurskoð-
un skólahverfa. Við mótmælum því
að Heiðarskóli og Myllubakkaskóli
verði á sama skólasvæði. Við teljum
að gott aðgengi að skóla skipti miklu
máli fyrir alla íbúa hverfisins og að
börn fái að sækja skóla sem næstur
er heimili þeirra og daglegu leik-
svæði.“
Breytingarnar ollu ójafnvægi
og truflun meðal íbúanna
Skúli Skúlason, forseti bæjar-
stjórnar, sagði bæjarstjórn fagna því
að bæjarbúar sýndu skólamálum svo
mikinn áhuga. „Ég fagna áhuga ykk-
ar bæjarbúa á því að láta ykkur þetta
snerta með svo sterkum hætti og
bæjarstjórn lítur ekki á það sem
ógnun, það er alveg ljóst, vegna þess
að við megum alls ekki lenda í þeirri
aðstöðu að horfa á þetta sem „þið“ og
„við“.“
Skúli sagði bæjarstjórn hafa tekið
ákvörðun á fundi sínum 8. maí um að
breyta skólahverfum og það hefði
þótt djörf hugmynd að gera það.
Menn hefðu talið sig vera að leysa
vanda sem við blasti vegna fyrirsjá-
anlegrar fjölgunar nemenda í Heið-
arskóla. Hins vegar hefði komið í ljós
að ójafnvægið sem myndaðist við
þessar breytingar hefði truflað fólk
mjög mikið. Margir væru búnir að
gera ráðstafanir og vildu vera tiltölu-
lega öruggir með sín skólasvæði.
Að sögn Skúla var því ákveðið í
bæjarstjórn að leggja fram tillögu
um að hverfa frá fyrri ákvörðun og
leggja fram eftirfarandi tillögu sem
undirrituð var af öllum bæjarfulltrú-
um:
„Bæjarstjórn samþykkir að fella
úr gildi ákvörðun sína í 6. máli 172.
bæjarstjórnarfundar frá 8. maí 2001,
sem er 1. mál skóla- & fræðsluráðs
frá 57. fundi ráðsins 2. maí 2001,
„Endurskoðun skólahverfa“.
Bæjarstjórn samþykkir að skóla-
hverfi verði óbreytt frá því sem verið
hefur. Húsnæðisvandi fjölmennra
árganga verði leystur með lausum
kennslustofum.
Bæjarstjórn samþykkir að stað-
setja tvær lausar kennslustofur við
Heiðarskóla nú í haust. Kostnaði er
vísað til endurskoðunar fjárhags-
áætlunar.“
Skúli sagði að samkvæmt þessari
tillögu yrði húsnæðisvandinn leystur
með lausum kennslustofum, enda
hefðu sveitarstjórnir víða verið að
leysa þessi mál með þeim hætti og
bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ væru
byrjuð að kynna sér slíkar lausnir.
Markmiðið væri að fjárfesta í nýjum,
færanlegum stofum sem til lengri
tíma litið yrðu færðar á milli skóla
eftir því sem þörf krefði.
Framkvæmd fyrri
ákvörðunar ekki ásættanleg
Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi lagði
fram bókun Samfylkingarinnar
vegna breytinga á skólahverfum þar
sem fram kemur að þegar bæjar-
stjórn hafi samþykkt breytingar á
skólahverfum hafi það verði gert
með hliðsjón af skólastefnu bæjarins
þar sem m.a. segi að skólasvæði
verði sveigjanleg og taki breytingum
eftir fjölda barna í árgangi frá ári til
árs. Vegna mikils mismunar á nem-
endafjölda í Heiðarskóla og Myllu-
bakkaskóla var talið æskilegt að
sameina skólasvæði þessara skóla og
að nemendur skiptust sem jafnast
milli þeirra, að uppfylltum vissum
skilyrðum. Eitt þeirra var „að nem-
endur sæki að jafnaði þann skóla
sem er styttra frá heimili þeirra. Um
þessa afgreiðslu var samstaða í bæj-
arstjórninni.“.
Jóhann sagði að framkvæmd þess-
arar samþykktar hefði ekki gengið
eftir og nemendur sem nú væru að
ljúka sínu leikskólanámi hefðu farið í
heimsóknir í sína skóla. „Þar hefur
það gerst að nemendur sem nú ættu
að fara í Myllubakkaskóla hafa farið
í heimsókn í Heiðarskóla. Skiljan-
lega veldur það litlum sálum erfið-
leikum að átta sig á því að þær eiga
alls ekki að sækja þann skóla sem
þeim var sýndur. Jafnframt tekur sú
skipting sem kynnt var í bréfi til for-
eldra, dagsett 29. maí, alls ekki tillit
til þeirrar meginreglu að nemendur
sæki að jafnaði þann skóla sem er
styttra frá heimili þeirra. Dæmi eru
um að börnum sem búa efst í Eyja-
byggð sé ætlað að fara í Myllubakka-
skóla sem er allt að kílómetra lengra
í burtu frá heimili þeirra en Heið-
arskóli. Slíkt er að sjálfsögðu ekki
ásættanlegt,“ sagði Jóhann.
Íbúar mjög ánægðir með
lyktir málsins
Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagð-
ist hafa fengið marga foreldra í
heimsókn og margir haft samband
vegna málsins. Í þeim viðræðum
hefði komið fram að þótt margir
væru ekki sáttir við breytingar á
skólahverfum, sem ákveðnar voru í
maí, væru bæjarbúar sáttir við
skólastefnu bæjarins og þær fram-
kvæmdir sem átt hefðu sér stað í
skólamálum á síðustu tveimur til
þremur árum. Einsetning skólanna
hefði skapað traust og festu en bæj-
arstjórnarmenn hefðu hins vegar
ekki skynjað hve traust og festa
skiptu miklu máli, eins og raun bæri
vitni. „Við höfum kannski haldið að
það að færa hluta af nemendum yfir í
Myllubakkaskóla, sem hefur fá-
mennari bekkjardeildir og fleiri sem
hafa kennaramenntun, myndi skipta
meira máli en svo er ekki.“
Mikil ánægja var ríkjandi meðal
foreldra sem sátu fundinn. Að sögn
Björgvins Ingimarssonar, eins for-
eldranna sem sátu fundinn, eru íbú-
arnir mjög sáttir og vilja hrósa bæj-
arstjórn fyrir afgreiðslu málsins.
„Okkur íbúum hverfisins er það
mikil ánægja að málalyktir urðu
þessar. Bæjaryfirvöld höfðu um
nokkrar leiðir að velja í upphafi og
voru sammála um að fara leið sem
síðar reyndist ekki falla í góðan jarð-
veg hjá okkur íbúum hverfisins.
Þetta er greinilega bæjarstjórn sem
virkilega hlustar á raddir íbúanna í
bænum,sem þeir sýna með því að
vera sammála um að endurskoða
fyrri ákvörðun. Það er frábært að fá
sönnur fyrir því að á okkur sé hlust-
að,“ sagði Björgvin.
Bæjarstjórn samþykkti einróma að fella úr gildi ákvörðun um breytingar á skólahverfum
Leysa
vandann
með laus-
um stofum Morgunblaðið/Eiríkur P.Foreldrar fylgdust grannt með afgreiðslu bæjarstjórnar þar sem samþykkt var að fella úr gildi fyrri ákvörðun
um breytingar á skólasvæðum í bænum og leysa vandann með lausum kennslustofum við Heiðarskóla.
Reykjanesbær