Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 41 21. JÚNÍ sl. birtist í Ríkissjónvarp- inu svohljóðandi frétt: „Hæstiréttur dæmdi í dag Ásgeir Inga Ásgeirsson í 16 ára fangelsi fyrir að hafa ban- að Áslaugu Perlu Kristjóndóttur við Engihjalla í Kópavogi hinn 27. maí í fyrra. Með dómi Hæstarétt- ar var refsing ákærða þyngd um 2 ár en fyrir héraðsdómi hlaut ákærði 14 ára fangelsi. Jafnframt hækkaði Hæstiréttur miskabætur til foreldra hinnar látnu. Hæstiréttur taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefði banað Áslaugu Perlu með því að koma henni fram af svöl- um 10. hæðar fjölbýlishússins að Engihjalla 9. Atlaga hans að stúlk- unni í kjölfar samfara sem rofnar voru eftir hennar kröfu og svívirð- ingar af hans hálfu hefði verið snörp og aflmikil en hún hefði ekki haft svigrúm eða getu til að verjast henni.“ Ég get ekki lofað að ég hafi þessa frétt orðrétt eftir en þetta var innihald hennar. Þessi frétt minnir mig á „Ekki-fréttir“ sem fréttamað- urinn Haukur Hauksson var með um tíma í Ríkisútvarpinu. Þar lagði hann spurningar fyrir þekkt fólk, að- allega stjórnmálamenn og konur og svörin fékk hann úr hinum og þess- um ræðum og viðtölum og tók orð og setningar úr samhengi. Það var allt til gamans gert og áheyrendum til skemmtunar. Þessi frétt var ekki skemmtifrétt heldur háalvarlegs eðlis. Hún fjallaði um dóttur mína sem fyrir rúmu ári var myrt á hrottalegan hátt þá rétt tuttugu og eins árs gömul. Ríkis- sjónvarpið tók fréttina um dóm Hæstaréttar út úr samhengi þar sem þeir létu áframhald niðurstöðu dómsins ekki fylgja með sem er svo- hljóðandi: „Bent var á, að Ásgeir væri einn til frásagnar um síðustu atvikin, er leiddu Áslaugu Perlu til dauða. Héraðsdómur hefði ekki talið framburð hans um þau fá staðist... Í niðurstöðu héraðsdóms segir á ein- um stað: „ þegar öll fram komin sönnunargögn og vitnisburðir þessa máls svo og framburður ákærða sjálfs eru virt í heild sinni þykir framburður ákærða ekki fá staðist hvað varðar síðustu atvikin er leiddu til dauða Áslaugar Perlu.“ Annars staðar stendur: „ Í gögnum máls þessa eru ýmis atriði er benda til þess að samfarir Áslaugar Perlu og ákærða hafi verið að óvilja hennar.“ Það sjá allir hversu ólíka túlkun fréttin fær þegar áframhaldið er tek- ið í burtu. Ég talaði við fréttamenn og frétta- stjóra mörgum sinnum og bað þá um að leiðrétta þessa frétt, en þeir sögðu mér að þeir sæju enga ástæðu til þess. Það hefði ekki verið neitt í fréttinni sem þeir hefðu farið rangt með. Þegar Ásgeir Ingi Ásgeirsson var handtekinn fannst hann með rifnar nærbuxur dóttur minnar í rassvas- anum, sem hún hafði keypt daginn áður. Þegar hún fannst var brotin krækjan á smekkbuxum hennar. Við prófun kom fram að talsvert átak þurfti til að laska krækju á sams konar buxum og hún var í. Ásgeir hélt því fram að hún hefði verið með buxurnar um mittið þegar hann „hrinti“ henni fram af svölunum, en hún var nánast fjötruð um fætur með buxurnar vafðar um ökkla. Hún var með 4x1 cm langan áverka á ytri skapabörmum. Ásgeir sagði að þau hefðu klætt sig úr fötunum áður en þau hófu samfarir. Hann bar tölu- verða áverka sem hann gat ekki út- skýrt við læknisskoðun sem bentu til þess að hann hefði lent í átökum skömmu fyrir skoðun. Þar sem kom til átaka við handtöku hans og í lög- reglubíl var ekki hægt að fullyrða að áverkarnir hafi verið til staðar við handtöku hans. Dóttir mín hefði aldrei undir nokkrum kringumstæð- um sætt sig við að láta nokkra mann- eskju rífa utan af sér fötin. Ég var sannfærð um að hann yrði kærður fyrir nauðgun. Ég fékk þá skýringu að engin „vitni“ hefðu verið til staðar né frásögn hennar sjálfrar. Orð morðingjans stóðu ein eftir, sem margkemur fram að fá ekki staðist. Mér finnst þessi fréttaflutningur Ríkissjónvarpsins fyrirlitlegur. Dóttir mín er ekki hér til að verja sig, þess vegna skrifa ég þessa grein. GERÐUR BERNDSEN, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavík. „Fréttir“ eða „Ekki-fréttir“ Frá Gerði Berndsen: Gerður Berndsen Útsala hefst á morgun! Mörg þúsund pör! Mikill afsláttur Verðdæmi: 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 Kringlan sími 568 6062  Enduruppbyggja húðina  Vinna á öldrunareinkennum  Vinna á brúnum blettum  Vinna á appelsínuhúð og sliti  Stinna og þétta húðina  Vinna á unglingabólum  Viðhalda ferskleika húðarinnar 20% afsláttur Apótekið Iðufelli í dag Apótekið Smiðjuvegi á morgun Apótekið Hafnarfirði á föstudaginn Kynningar kl. 14-18 Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.