Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALFREÐ Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitunnar, telur ekki óeðlilegt að Reykjavíkurborg fái greiddan arð frá Orkuveitunni enda sé um að ræða eign Reykjavíkur- borgar. Hann vísar á bug gagnrýni orkunefndar Kópavogsbæjar á um- ræddar arðgreiðslur og segir þær greiddar í samræmi við eignarhlut eins og hjá hverju öðru fyrirtæki. „Kópavogur seldi hlut sinn í Hita- veitu Reykjavíkur árið 1993 og fékk þá greidda upphæð sem nemur 408 milljónum króna á núvirði. Þessa upphæð nýtti Kópavogsbær í þágu Kópavogsbúa á sínum tíma. Bæjaryf- irvöld í Kópavogi óskuðu sjálf eftir því að selja hlut sinn og geta því ekki komið núna og krafist þess að fá tví- borgað,“ segir Alfreð. Að hans mati er málatilbúnaður Kópavogsbæjar sérkennilegur. „Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ekki þurft að leggja neitt í uppbygg- ingu vegna orkumála á liðnum árum. Orkuveitan hefur þess í stað lagt í hundruða milljóna króna fjárfesting- ar vegna hitaveitu- og rafmagnsmála í nýjum hverfum í Kópavogi og vegna viðhalds í eldri hverfum,“ segir Alfreð. Hann segir ávinning Kópavogs fólginn í að losna við fjármagnskostn- að og áhættu honum samfara auk þess sem Kópavogsbúum séu tryggð sömu orkugjöld og gildi í Reykjavík sem séu með þeim lægstu á landinu. Alfreð segir að ætti Kópavogur ennþá hlut í Orkuveitunni eða hefði aukið eignarhlut sinn úr tveimur pró- sentum í fimm eins og rætt var um á sínum tíma væri bærinn að fá greidd- an arð í samræmi við sinn hluta. Sama fyrirkomulag verður haft á að hans sögn þegar Akraneskaupstaður gengur inn í Orkuveituna. Hann fái greiddar arðgreiðslur í samræmi við 5,5% eignahlut. Þá segir Alfreð ekki óeðlilegt að Kópavogsbær kynni sér hvað sé í boði og hvað sé heppilegast fyrir Kópavogsbæ í ljósi þess að breyting- ar séu að verða á raforkulögum. Breytt umhverfi Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur orkunefnd Kópa- vogsbæjar skilað af sér skýrslu um orkumál í Kópavogi og tillögum til bæjarstjórnar vegna hugsanlegra úrbóta í orkumálum bæjarins. Lagt er til að Kópavogsbær óski eftir við- ræðum við Reykjavíkurborg um það með hvaða hætti Kópavogsbúar fái notið afraksturs Orkuveitunnar til jafns við íbúa Reykjavíkur í tengslum við afgjöld sem Orkuveitan greiðir í borgarsjóð. Fram kemur í umræddri skýrslu að hlutur Kópavogsbúa í þeirri skatt- lagningu hafi verið 174 milljónir árið 1998 og 128 milljónir árið 1999. Að mati skýrsluhöfunda felst mismunun í núverandi tekju- og eignaskattsfyr- irkomulagi hér á landi ef borin eru saman almenn félög og orkufyrir- tæki sem öll eru í eigu opinberra að- ila. Segir þar að orkufyrirtæki séu undanþegin tekju- og eignasköttum en almenn fyrirtæki beri 30–38% tekjuskatt auk 1,2% eignaskatts og sérstaks eignaskatts sem sé 0,25%. Í flestum tilfellum greiði hins vegar orkufyrirtækin eigendum sínum af- gjald eða arð. Í skýrslunni er bent á að Kópavogsbúar séu háðir Orku- veitunni um rafmagn og heitt og kalt vatn sem hafi einkarétt á sölu og dreifingu rafmagns í Kópavogi. Vikið er að framtíðarskipan orku- mála og segir meðal annars að ljóst sé að umhverfi á orkumarkaði eigi eftir að breytast og að innan tíðar verði framleiðsla, dreifing og sala á rafmagni aðskilin og virkri sam- keppni komið á. Er í því sambandi vísað til óánægju með einkarétt orkufyrirtækja til vinnslu og sölu á orku og skipulagsbreytingar á fyrir- komulagi raforkumála vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæð- inu. Fékk 408 milljón- ir fyrir hlutinn VINNA við styrkingu og end- urbætur á brúnni yfir Jökulsá í Lóni var hafin nýlega. Eftir fram- kvæmdirnar mun brúin geta hald- ið 44-49 tonna vagnlest. Skipt verður um slitgólf og leg- ur í brúnni og settir nýir stálbitar utan yfir þá sem fyrir eru. Eftir að viðgerðum lýkur opnast leiðin milli Hornafjarðar og Egilstaða fyrir allt að 49 tonna vagnlestir. Fleiri brýr eru eftir á landinu sem ekki þola vagnlestir yfir 44 tonn að þyngd. Fyrir áramót stendur til að bæta brýrnar við Hólmsá á Mýrum, Djúpá í Fljóts- hverfi og Svalbarðsá í Þistilfirði. Morgunblaðið/Rax Brúin yfir Jökulsá í Lóni styrkt NÚ ER hægt að fá stjörnuspá senda sem SMS-skeyti frá mbl.is. Einnig hefur verið bætt við þeirri þjónustu að gestir á vefjunum Fólkið og Íþróttir geta glöggvað sig á sjónvarpsdagskránni í dag og næstu daga. Notendum mbl.is gefst einnig kostur á að fá stjörnuspá dagsins senda sem SMS-skeyti í GSM- síma. Hægt er að velja að fá spá fyrir eitt stjörnumerki eða fleiri send daglega í GSM-síma á þeim tíma sem hver og einn kýs. Einnig má skrá sig fyrir því að fá senda sérstaka spá á afmælisdegi við- komandi. Í vinstri dálki á Fólkinu á mbl.is hefur verið bætt við tenglum á yf- irlit um helstu efnisflokka á sjón- varpsdagskrá dagsins og næstu daga. Með því að smella á viðeig- andi tengla er hægt að sjá hvaða kvikmyndir, íþróttaþættir, fram- haldsþættir og barnaefni er í sjón- varpinu þann dag og næstu daga. Á forsíðu íþróttavefjar mbl.is hefur verið bætt við tenglum á yf- irlit um helstu efnisflokka á sjón- varpsdagskrá dagsins og næsta dags. Með því að smella á viðeig- andi tengla er þá hægt að nálgast upplýsingar um viðkomandi dag- skrárlið. Aukin þjón- usta á mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hafi verið óheimilt að hafna beiðni einstaklings um gjafsókn í tilefni af málshöfðun hans vegna meints skorts á upplýs- ingum frá lækni um mögulegar afleið- ingar tiltekinnar læknisaðgerðar. Synjun ráðuneytisins var alfarið byggð á því að skilyrði um meðferð einkamála, um að málstaður einstak- lingsins gæfi nægilegt tilefni til máls- höfðunar, væri ekki uppfyllt. Um- boðsmaður taldi að gjafsóknarnefnd og eftir atvikum dómsmálaráðuneytið yrði að túlka og beita skilyrðum lag- anna með þeim hætti að sérstaklega væri stefnt að því að réttur manna til aðgangs að dómstólum yrði raunhæf- ur og virkur. Í því sambandi yrði að hafa í huga að sá réttur hefði nú feng- ið stjórnarskrárvernd og að náin tengsl væru þar við mannréttinda- sáttmála Evrópu. Þá taldi umboðs- maður að fyrrgreint skilyrði yrði ekki skilið með þeim hætti að það gerði beinlínis ráð fyrir að gjafsóknarnefnd skyldi meta heildstætt með sama hætti og dómstóll sönnunaratvik þess máls sem væri tilefni beiðni um gjaf- sókn. „Úrlausn um raunverulegan sönn- unarvanda og lagalegan ágreining ætti þannig að vera í höndum dóm- stóla en ekki stjórnvalda þegar beiðni um gjafsókn væri afgreidd,“ segir í niðurstöðu umboðsmanns. Taldi umboðsmaður gjafsóknar- nefnd hafa farið þá leið í umfjöllun sinni að leggja með beinum og sjálf- stæðum hætti mat á sönnunarstöðu málsins að virtum þeim gögnum sem fylgdu beiðninni um gjafsókn. Um- boðsmaður taldi nefndina hafa gengið lengra að efni til en heimilt var við úr- lausn málsins og að ekki yrði annað ráðið af gögnum málsins en að raun- verulegur vafi hafi verið til staðar um það hvort viðkomandi einstaklingi voru veittar fullnægjandi upplýsingar af hálfu læknis um afleiðingar skurð- aðgerðarinnar. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka mál viðkomandi til endurskoð- unar, komi fram sú ósk, og meðferð þá hagað í samræmi við sjónarmið sem rakin eru í áliti umboðsmanns. Var óheimilt að hafna ósk um gjafsókn BÚNAÐARBANKI Íslands hf. hefur selt allt hlutafé í Fóðurblöndunni til Mjólkurfélags Reykjavíkur svf. (MR) og Lýsi hf. MR mun eiga 75% í félag- inu og Lýsi 25%. Í kjölfarið verður unnið að stækkun hluthafahóps fyr- irtækisins og mun Búnaðarbankinn – verðbréf aðstoða við það ferli. Mark- miðið með fjölgun hluthafa er að eign- arhlutur MR lækki niður í allt að 35% eftir fjölgun hluthafa. Að sögn Steinars Helgasonar hjá fyrirtækjaráðgjöf Búnaðarbankans var samið við Kaupþing um sölu á Fóðurblöndunni til Búnaðarbankans. Bankinn hafi þá þegar verið í sam- bandi við MR og Lýsi hvað varðaði möguleg kaup þeirra á Fóðurblönd- unni. Söluverð Fóðurblöndunnar fæst ekki uppgefið. Reykjagarður hf. sem framleiðir Holtakjúklinga, sem ný- lega komst í eigu Fóðurblöndunnar, fylgir ekki með í þessum kaupum. MR og Lýsi kaupa Fóð- urblönduna FYLGI Sjálfstæðisflokks minnkaði um 5% frá maí til júní. Flokkurinn var með 43% fylgi í maí en 38% fylgi í júní. Þetta kemur fram í nýrri síma- könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Stuðningur við ríkisstjórnina hef- ur minnkað í samræmi við minna fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fylgi VG hefur aukist um 3% frá síðustu könnun og er nú 20%. Fram- sóknarflokkurinn hefur sama fylgi, eða 15%, og fylgi við Samfylkinguna er 20%, sem er eilítið meira en í maí. Frjálslyndir mælast með 3% fylgi. Minna fylgi Sjálfstæðis- flokksins ♦ ♦ ♦ ÍSLENDINGUR, sem hefur rekið hreindýrabúgarð á Grænlandi um nokkurt skeið, hefur farið þess á leit við íslensk yfirvöld að hann fái leyfi til að koma á fót hreindýrabúgarði á Melrakkasléttu. Embætti yfirdýra- læknis hefur umsókn mannsins, Stefáns H. Magnússonar, til umfjöll- unar og er niðurstöðu að vænta inn- nan tveggja vikna að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis. Stefán óskar eftir því að fá að flytja inn 300 dýr frá Grænlandi og handsama önnur 300 á Austurlandi. Halldór segir ómögulegt að segja til um hver niðurstaða embættisins verður að svo stöddu. Hann segir að einkum sé það innflutningur dýr- anna sem sé til skoðunar og segir Halldór að grænlenski hreindýra- stofninn sé sá sami og hér á landi. Vill rækta hreindýr á Íslandi Alfreð Þorsteinsson, formaður Orkuveitunnar, gagnrýnir skýrslu orkunefndar Kópavogs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.