Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 9 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Útsala Allt í versluninni á útsölu Kringlunni — sími 568 1822 Lokað í dag Útsalan byrjar á morgun Hefst í fyrramálið kl. 10. ÚTSALA Vönduð og falleg föt á börnin frá þekktum framleiðendum á verulega lækkuðu verði. TEENO Laugavegi 56, sími 552 2201 Laugavegi 56, sími 552 2201 – sérverslun – Fataprýði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347. Sumarveisla ÚTSALA - ÚTSALA Sérhönnun. St. 42-56 undirfataverslun, 1. hæð í Kringlunni - sími 553 7355 30-40% afsláttur af öllum vörum Lokað í dag 4. júlí inneignarnótur gilda á útsölu 30% af sl. 40% af sl. 40% af sl. 30% af sl. Útsalan hefst 5. júlíl f . j lí STEFNT er að smíði þurrkvíar á Eiðinu í Vestmannaeyjum sem mun rúma stærstu fiskiskip flot- ans. Teikningar af kvínni liggja fyrir sem gera ráð fyrir að hún verði 90 metra löng, 20 metra breið og 10 metra djúp. Kostnaður við kvína er áætlaður um 350 milljónir króna og mun rík- ið greiða 60% af framkvæmdinni eða 216 milljónir króna. Hafnar- stjórn Vestmannaeyja mun hins vegar greiða 40% eða 134 milljónir króna og segir Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um, að bærinn muni hins vegar ekki fara í þessar framkvæmdir nema öruggt sé að öflugt félag sé tilbúið til að leigja kvína. Þetta sé hins vegar stórt hagsmunamál fyr- ir Vestmannaeyjar. Forráðamenn Skipalyftunnar ehf. hafa mikinn áhuga á smíði þurrkvíarinnar og segir Gunnlaug- ur Axelsson, fjármálastjóri fyrir- tækisins, að nú þurfi að finna fjár- festa vegna framkvæmdarinnar. „Það er alveg ljóst að Skipalyft- an ein getur ekki tekið að sér að fjármagna hluta hafnarsjóðs en dæmið er hugsað þannig að rekstr- araðilinn leigir mannvirkið af hafn- arsjóði fyrir þá upphæð sem er hafnarinnar.“ Gunnlaugur segir að Skipalyftan hafi tekið endanlega ákvörðun um að reyna að koma þessari fram- kvæmd í gegn í síðustu viku og því sé ekki farið að leita að fjárfestum. Hann segist þó vera nokkuð bjart- sýnn. „Málið er á algjöru frumstigi. Ég hef þó góða trú á því að fyrirtæki og stofnanir hér í Vestmanneyjum sem eiga hagsmuni að gæta er kemur að velferð bæjarins taki vel í þetta. Ég er því nokkuð bjart- sýnn.“ Spurður hvort það sé þörf fyrir þurrkví í Eyjum segir hann: „Já, tvímælalaust. Það er stór heima- markaður. Ástandið er þannig í dag að lyftan sem fyrir er ræður ekki við 12-13 skip sem eiga heimahöfn í Vestmannaeyjum og þau þurfa því að leita eitthvert annað. Það eru nákvæmlega sömu forsendur í dag og þegar hin lyftan var byggð. Þetta er hluti af þeirri þróun.“ Svartsýnn ef ekki verður af framkvæmdinni Gunnlaugur segist ekki vera bjartsýnn á framtíð Skipalyftunnar ef smíði þurrkvíarinnar nær ekki fram að ganga og þá þurfi jafnvel að segja upp starfsmönnum. „Ef þær áætlanir sem Skipalyft- an hefur látið gera ganga eftir ætti að minnsta kosti að vera hægt að tryggja atvinnu fyrir þá starfs- menn sem nú þegar starfa hjá Skipalyftunni en það eru um 30 manns. Ennfremur væri jafnvel hægt að fjölga starfsmönnum. Ef ekki yrði af framkvæmdinni er það alveg klárt að það þyrfti að endur- skoða reksturinn og fækka mann- skap.“ Að hans sögn taka framkvæmdir við kvína um eitt ár. „Við stefnum á að smíði kvíarinnar gæti verið lokið eftir eitt og hálft ár en takist það ekki reikna ég með því að við séum búnir að missa af lestinni.“ Gunnlaugur segir að smíði þurrkvíar sé mikið hagsmunamál fyrir Vestmannaeyjar. Það þurfi að halda þeirri kunnáttu sem fylgi þessari atvinnugrein í Eyjum og þá skipti öryggismál sjómanna og út- gerðarmanna einnig miklu máli. Áformað að smíða þurrkví í Eyjum SAMTÖK atvinnulífsins og aðild-arfélög þeirra flytja saman í nýtthúsnæði við Borgartún 35 vorið 2002. Flutningurinn er, að sögn Ara Edwald, framkvæmdastjóra samtakanna, liður í þeirri þróun til einföldunar og hagræðingar í félagakerfi atvinnulífsins sem hófst með stofnun SA í september 1999. Samtökin eru núna til húsa í Garðastræti 41 sem er 1.210 fer- metrar að stærð. Arkitekt hússins var Sigurður Guðmundsson. Ólaf- ur Thors forsætisráðherra og kona hans, Ingibjörg, létu byggja húsið og bjuggu í því frá 1930. Vinnu- veitendasambandið keypti húsið af Ingibjörgu árið 1965 og var þá reist 570 fermetra viðbygging við það. Afhending ráðgerð í apríl 2002 Fyrstu skóflustungu að nýja húsinu í Borgartúni tók Hildur Guðmundsdóttir 21. febrúar 2001 en Hildur er ekkja Ólafs B. Ólafs- sonar, fyrrverandi formanns Vinnuveitendasambands Íslands. Stærð nýja hússins verður 3.521 fermetri á fimm hæðum auk kjall- ara og þakhæðar. Samtals munu SA og aðildarfélög nýta um 2.200 fermetra undir starfsemi sína. SA kaupir efstu hæðina sem er 555 fermetrar auk 105 fermetra hlut- deildar í sameign á 1. hæð og í kjallara. Núverandi húsnæði SA í Garðastræti er 1.000 fermetrar. Skrifstofur Samtaka iðnaðarins verða 4. hæð, á 3. hæðinni verða skrifstofur Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, Samtaka fiskvinnslustöðva og Samtaka ferðaþjónustunnar, og SVÞ, Sam- tök verslunar og þjónustu, og sam- tök atvinnurekenda í raf- og tölvu- iðnaði verða á hluta 2. hæðar en annar hluti hennar verður leigður út til annarrar starfsemi. SA og aðildarfélög kaupa húsið tilbúið af Herði Jónssyni bygg- ingaverktaka og Guðni Pálsson arkitekt hannaði húsið. Afhending er ráðgerð fyrir 1. apríl 2002. SA flytur í Borgartún næsta vor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.