Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EKKI er öll vitleys- an eins, segir gamalt orðtæki sem kemur upp í huga manns þeg- ar farið er yfir hug- myndir Reyðaráls hf. um 420 þúsund tonna álverksmiðju á Reyðar- firði og 220 þúsund tonna rafskautaverk- smiðju í ofanálag. Það er sannarlega frumlegt að láta sér detta í hug að reisa stærstu ál- verksmiðju í Vestur- Evrópu í þröngum firði á Austurlandi þar sem búa innan við 2.000 manns. Í góðu sam- ræmi við stærð verksmiðjunnar ætl- ar Landsvirkjun að byggja hæstu stíflu norðan Alpafjalla og búa til 60 ferkílómetra drullupoll ofan hennar. Það sem ekki sest til í Hálslóni af 10 milljón tonna árlegum aurframburði Jöklu mun nægja til að lita Lagar- fljót mórautt um aldir en þangað á að beina móðunni miklu sem nú þeysir niður eftir Jökuldal. Reyðarál hf. og Norsk Hydro sem bakhjarl þess get- ur ekki þvegið hendur sínar af mestu náttúruspjöllum Íslandssögunnar, sem nú eru undirbúin á Austurlandi. Ósjálfbært glapræði Frá því í fyrrasumar hafa þeir Reyðarálsmenn verið að efna í skýrslu um sína framtíðarsýn og liggja pappírar þeirra nú frammi til skoðunar. Hefur almenningur og félagasamtök rétt til athugasemda fram til 6. júlí næstkomandi. Vissu- lega er málið stórt og nokkuð marg- brotið en þó einfalt í raun og engum ofraun að hafa á því skoðun. Spurn- ingin sem við blasir er hvort menn telja rétt að verja gífurlegum fjár- munum í umrædda fabrikku á Reyð- arfirði og spilla í leiðinni að stórum hluta náttúrufari Fljótsdalshéraðs og hálendisins inn af því allt til jökla. Veðurstofa Íslands segir okkur að óhagstæðari staður en Reyðarfjörð- ur sé vandfundinn á Íslandi undir mengandi iðnað. Óvíða er logn og hægviðri jafnríkjandi hérlendis og þar milli hárra fjalla með tíðum hita- hvörfum. Hversu mjög sem menn vanda sig í mengunarvörnum er ver- ið að tefla á tæpasta vað, bæði fyrir lífríki og gagnvart því fólki sem þarna er ætlað að búa undir verk- smiðjuvegg. Ávinningurinn fyrir Austurland og þjóðarbúið allt er tví- sýnn og óviss í meira lagi á skamm- tímamælikvarða. Til lengri tíma litið er málið allt ósjálfbært glapræði. Dýrkeypt einnotalausn Yfirlýst markmið þeirra stjórn- málamanna sem ábyrgð bera á NORAL-„viðskiptahugmyndinni“ sem svo er kölluð er að bjarga Aust- urlandi í bráð og lengd. Hafa þeir hengt allt upp á einn þráð, fylgis- menn sína og sveitar- stjórnir og sjálfa sig með. Enginn hefur hins vegar komist að því hvort festa sé á bak við meint haldreipi og grunar ýmsa að þetta sé bláþráður. Samt á að beita öllum ráðum til að koma NORAL af stað með illu eða góðu og allir sjá að róinn er pólitískur lífróður. En til hvers á þetta að leiða? Í skýrslunum lesum við að eftir 12 ár og 300 þúsund milljóna fjárútgjöld sé þess að vænta að um eitt þús- und störf verði til á Reyðarfirði og grennd. Mannaflaþörfin í NORAL er talin vera um 6.000 ársverk, þar af um 2.000 ársverk á árinu 2005! Þetta Klondike stendur til að innleiða á svæði þar sem lítið sem ekkert at- vinnuleysi hefur verið undanfarið. Þegar rykið síðan fellur standa Aust- firðingar eftir með álverksmiðju sem einnotalausn, dýrkeypta myndi margur telja. Allsherjaraðhald annars staðar Það dylst engum sem horfir á þetta dæmi að lítið svigrúm yrði til athafna og fjárfestinga á Íslandi ut- an Mið-Austurlands á meðan NORAL-verkefnið geystist fram næstu 12 árin eða í þrjú kjörtímabil. Þar og ekki annars staðar verða hlutirnir að gerast eigi NORAL að ganga upp verklega og samfélags- lega. Auk risavirkjana og verksmiðja þarf að reisa 900 íbúðir, 18 þúsund fermetra í atvinnuhúsnæði, stór- skipahöfn, jarðgöng og vegabætur með tilheyrandi fjárframlögum úr ríkissjóði og lántökum fámennra sveitarfélaga. Allt þetta og meira til er skilyrði þess að mati Reyðaráls hf. að hægt sé að leggja upp í ævintýrið mikla, safna fólki í verksmiðjuna og sjá því fyrir þaki yfir höfuðið. Um þessa 5-ára áætlun hefur hins vegar verið fremur hljótt og óvíst að hún hafi verið kynnt fyrir þingmönnum stjórnarflokkanna, kannski er hún ekki einu sinni til nema hjá Reyð- aráli hf. Mengun frá tveimur risaverksmiðjum Fljótsdalshérað ásamt öræfum sínum yrði skilið eftir í sárum í þágu Reyðaráls, Landsvirkjun á að sjá fyrir því. Reyðfirðingum er hins veg- ar ætlað að þola mengunina frá 420 þúsund tonna álverksmiðju og 223 þúsund tonna rafskautaverksmiðju. Sú síðartalda heyrðist fyrst nefnd á árinu sem leið en nú er hún af Reyð- aráli hf. talin ómissandi fyrir fyrir- tækið af hagkvæmniástæðum. Um- hverfislega er þar hins vegar á ferðinni tvísýnn glaðningur, því að þessi bikstöð er vægast sagt mjög varhugaverð, sendir m.a. frá sér um 2 tonn af PAH-efnum ár og síð út í Austfjarðaþokuna. Þótt Hydro Al- uminium as leggi til skárri hreinsi- búnað en sést hefur í öðrum álverk- smiðjum hérlendis veldur stærð verksmiðjanna því að magn meng- andi efna sem frá þeim kæmi minnk- ar ekki að sama skapi. Mest munar um losun 770 þúsund tonna af gróð- urhúsalofti árlega sem engar mótað- gerðir eru fyrirhugaðar gegn og set- ur sú mikla mengun stöðu Íslands samkvæmt Rammasamningnum um loftslagsbreytingar í uppnám. Hættum stóriðju- dansinum Ekkert er efnahag og umhverfi á Íslandi hættulegra þessi árin en stóriðjustefnan sem stjórnvöld magna nú meira en nokkru sinni fyrr. Í stað óvægins hernaðar gegn landinu eigum við að nýta orkulind- irnar af varfærni og átta okkur á að þær eru miklu takmarkaðri en Landsvirkjun og stóriðjutalsmenn láta í veðri vaka. Hver virkjun sem nú er ráðstafað til þungaiðnaðar þýð- ir meiri umhverfislegar fórnir þegar líður á þessa öld. Losun gróðurhúsa- lofts sem álvinnslunni og annarri stóriðju fylgir er jafnframt að setja Ísland út í horn í samfélagi þjóða ekki ósvipað og Bandaríkin vegna stefnu Bush í loftslagsmálum. Þau fáu störf sem stóriðjunni fylgja eru alltof dýru verði keypt. Hugmyndin um risaálbræðslu Reyðaráls er ok sem Austfirðingar ættu að hrista af sér sem fyrst með stuðningi sem flestra annarra Íslendinga. Reyðarál á villigötum Hjörleifur Guttormsson Ál Ekkert er efnahag og umhverfi á Íslandi hættulegra þessi árin, segir Hjörleifur Guttormsson, en stóriðjustefnan. Höfundur er fv. iðnaðarráðherra. KJARTAN Magnús- son borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer mikinn í fjölmiðlum þessa dagana. Hann fylgir línu minnihlutans í stjórn Reykjavíkur af stakri samviskusemi. Sú lína er ætíð að vera á móti, sama hvert mál- ið er. Vandlætingin í orðum hans leynir sér ekki þegar hann gagn- rýnir hækkun fargjalda í almenningsvagna hins nýja Strætó bs. sem til verður á næstu dögum með sameiningu AV og SVR. R-listinn er söku- dólgurinn sem í hans augum er grýla, jafn vond kommúnistagrýlunni hér um árið. Málsatriðin skipta hann heldur ekki neinu. Tilgangur hans í stjórnmálum er fyrst og fremst sá að grýlugera pólitíska andstæðinga. Slíkt hafa sumir aðrir sjálfstæðis- menn en Kjartan í minnihluta borg- arstjórnar reynt hvað eftir annað, en hingað til án sýnilegs árangurs. Mitt í öllum hamagangnum gerir Kjartan Magnússon sér hins vegar enga grein fyrir því að Reykjavíkurborg stendur ekki ein að stofnun Strætó bs. Nágrannasveitarfélögin eiga líka hlut að máli. Gagnrýni Kjartans beinist því ekki síður að samflokks- mönnum sínum, þeim Ármanni Kr. Ólafssyni úr Kópavogi og Laufeyju Jóhannsdóttur í Garðabæ sem hafa bæði unnið ötullega að stofnun Strætó bs. Undarleg afstaða Kjartans Magnússonar Í Kastljósi sjónvarps var málið til umfjöllunar á dögunum. Þar átti Kjartan Magnússon orðastað við Skúla Bjarnason for- mann stjórnar Strætó bs. Skúli sagðist í upp- hafi þáttarins hvorki botna upp né niður í málflutningi Kjartans. Þar var ég fyllilega sammála Skúla, enda ber ég fyllsta traust til hans og annarra þeirra sem fást við það vanda- sama verkefni að koma þessu nýja fyrirtæki á laggirnar. Aftur á móti afhjúpaði Kjartan sig algjörlega þegar hann harmaði það að í stað Skúla hefði fulltrúi frá Grýlunni eða R-listan- um átt að hans mati að koma í þátt- inn. Tilgangur Kjartans með upp- hlaupinu var þá eftir allt saman að vekja athygli á sjálfum sér með sand- kassaleik gegn tilbúnum andstæð- ingi sínum í Kastljósi Sjónvarps. Almenningssamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu geta eflst nú þegar AV og SVR sameinast. Þjónustan á að geta batnað með samræmdu leiða- kerfi. Fyrir íbúa höfuðborgarsvæð- isins er stofnun Strætó bs. heillaspor og löngu tímabær að mínu mati. Ein- stök fargjöld hækka, en fargjöld þeirra sem nota strætó að staðaldri lækka. Þessa stefnubreytingu tel ég eðlilega og leiða til þess að fleiri skoði það í alvöru að notfæra sér stræt- isvagnasamgöngur til og frá vinnu eða í skóla. Ég vil nota þetta tækifæri og óska sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu til hamingju með enn einn áfangann í auknu samstarfi, íbú- unum til heilla. Ég geri hins vegar þá kröfu til Reykvíkinga að þeir sjái í gegnum málflutning óábyrgra stjórnmála- manna eins og Kjartans Magnússon- ar borgarfulltrúa D-listans. Hann misskilur hrapallega umboð sitt frá kjósendum þegar hann leggur meira upp úr því að rífa niður í stað þess að byggja upp. Ennfremur kýs hann að búa til ágreining frekar en að stuðla að framförum í máli sem snertir afar marga íbúa höfuðborgarsvæðisins. Styðjum við bakið á Strætó bs. Einar Sveinbjörnsson Höfundur er bæjarfullltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Garðabæ. Samgöngur Stofnun Strætó bs., segir Einar Svein- björnsson, er löngu tímabært heillaspor. NÚ á dögunum kom ASÍ fram með pakka af efnahagstillögum til ríkisstjórnar og sveit- arfélaga sem miða að því að slá á verðbólgu og varðveita kaupmátt launþega. Af þessu má ráða að verðlagsmál eru ofarlega í huga for- svarsmanna ASÍ og fagna ber þeirri ábyrgð sem hreyfingin sýnir með framlagi sínu. Pakkinn inniheldur þó eina tillögu sem ber að gjalda varhug við, en: „… ASÍ telur að ríkis- stjórnin eigi að beita sér fyrir því að skapa gjaldeyri á gjaldeyrismarkaði með því að taka 15–20 milljarða króna erlent lán og nota það til þess að greiða upp inn- lend lán ríkissjóðs. Slík aðgerð myndi hvort tveggja í senn styrkja gengi ís- lensku krónunnar og lækka lang- tímavexti á skuldabréfamarkaði án þess að það leiði til aukinnar neyslu eða fjárfestinga, heldur draga úr vaxtakostnaði heimila og fyrirtækja. Hækkun á gengi krónunnar skapar forsendur til að lækka verðlag á inn- flutningi og draga þannig úr verð- bólgu. Það gerir Seðla- bankanum jafnframt kleift að lækka hratt skammtímavexti.“ Það er í sjálfu sér rétt að til skamms tíma gæti gengi krónunnar styrkst vegna aukins framboðs af gjaldeyri. Hins vegar jafngildir uppgreiðsla innlendra skulda því að auka pen- ingamagn í umferð sem að öðru óbreyttu eykur þenslu og verðbólgu. Þannig að þótt gengi krónunar gæti styrkst tímabundið í þeirri andrá sem gjaldeyrir- inn streymir til landsins yrði það lík- lega skammgóður vermir, því aukin verðbólga gæti leitt til enn meiri veikingar krónunnar er frá dregur. Í öðru lagi er það viðurkennd nauðsyn í þróuðum markaðshagkerf- um að hafa nægjanlegt framboð af ríkisskuldabréfum, m.a. til þess að tryggja fjölbreytni sparnaðarkostum og mynda grunn fyrir verðlagningu annarra skuldabréfa. En það er afar mikilvægt að almenningur geti fjár- fest í áhættulausum verðbréfum, sem ríkisskuldabréfin eru, til að skapa öryggi á fjármagnsmarkaði. Uppgreiðsla ríkisskuldabréfa gæti leitt til þess að vaxtamyndunar- grunninum yrði kippt undan íslenska fjármagnsmarkaðnum, áhætta ykist í hagkerfinu og þannig gæti sparn- aður jafnvel minnkað. Loks ber að minna á að þessi að- gerð er hrein peningamálaaðgerð og ætti því að vera á meðfæri peninga- málayfirvalda. Nú rétt nýverið fékk Seðlabankinn sjálfstæði til þess að beita stjórntækjum peningamála en með þessum aðgerðum væri ríkis- valdið að grípa fram fyrir hendurnar á bankanum. Þannig væri sjálfstæði hans að engu orðið og trúverðugleiki íslenskrar peningamálastjórnunar að engu orðið. Af ofangreindum ástæðum verður að vara við þessum hluta efnahags- pakka ASÍ en um leið þakka aðra hluta hans. Viðvörun Tryggvi Þór Herbertsson Efnahagsmál Efnahagstillögupakki ASÍ inniheldur eina til- lögu, sem Tryggvi Þór Herbertsson telur að gjalda beri varhuga við. Höfundur er doktor í hagfræði. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.