Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ✝ María BóthildurJakobína Péturs- dóttir Maack, fædd- ist í Reykjavík 13. maí 1940. Hún lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 28. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Pjetur Andreas Maack, stýrimaður í Reykjavík, f. 1915, d. 1944, og frú Anna Ragnhildur Björns- dóttir Maack, f. 1911, d. 2000. Systur Maríu eru Ester Jónsdóttir, f. 1930, d. 1996, Katrín Karlsdótt- ir, f. 1935, d. 1988, og Guðrún Hallfríður Pétursdóttir Maack, f. 1939. María giftist 9.4. 1960 Reyni Einarssyni, f. 1939. Börn þeirra eru: 1) Kristín Þórdís, f. 1958, gift Jóhanni Baldurssyni, börn hennar eru: Skúli Þór, f. 1975, sambýlis- kona Sigurbjörg Vilbergsdóttir, f. 1977, börn þeirra eru Anna Ragn- hildur, f. 1994, og Birta, f. 1999; Thelma Hrund, f. 1981, sambýlis- maður Hrvoje Kralj, f. 1977, og Reynir Freyr, f. 1994. 2) Pétur Andreas, f. 1960, kvæntur Kristínu Helgu Jónsdóttur, börn þeirra eru: Sæ- unn María, f. 1985, Kristinn Þór, f. 1987, Pétur Andr- eas, f. 1991, og Agn- ar Vilhelm, f. 1999. Fyrir á Pétur Sunnu Dís, f. 1983. 3) Hall- fríður, f. 1962, gift Guðjóni Sigurðssyni, börn þeirra eru: Árnný Sigurbjörg, f. 1985, María Lovísa, f. 1987, og Elín Helga, f. 1992. 4) Reynir, f. 1968, sambýliskona Ólöf Una Haralds- dóttir, börn þeirra, Haraldur Ein- ar, f. 1992, og Rakel Rún, f. 1995. María var gagnfræðingur að mennt. Hún og Reynir bjuggu lengst af í Glæsibæ 9, Reykjavík og síðustu 22 ár á Gufunesvegi 3, Reykjavík. Hún starfaði lengst sem húsmóðir en síðari ár m.a. í Hlaðgerðarkoti. Útför Maríu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku mamma. Nú þegar þú ert komin á betri stað, rifjast upp orð þín: „Þó að lífið sé stundum súrt þá er það líka sætt.“ Fyrir góðu stundirnar verðum við alltaf þakklátar, og takk fyrir stuðn- inginn sem þú veittir okkur þegar erf- iðleikar steðjuðu að. Núna rifjast upp lagið sem við sungum svo oft saman: Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð um sólina, vorið og land mitt og þjóð. En mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð. Hún leiðir mig, verndar og er mér svo góð. (Páll J. Árdal.) Elsku pabbi, Guð gefi þér styrk. Kristín og Halla. Ég vil minnast mágkonu minnar, Maríu B. J. Maack, nokkrum orðum og þakka henni vináttu sem varað hefur síðan við vorum á barnsaldri. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Hún ólst upp á Ránargötu 2 í Reykjavík þar sem Anna móðir henn- ar hélt heimili með þremur dætrum sínum, Maríu, Guðrúnu og Katrínu, en Ester systir þeirra bjó annars staðar. Anna var ekkja eftir Pjetur A. Maack, stýrimann, sem fórst með togaranum Max Pemberton 1944. Önnu tókst með dugnaði og elju að ala önn fyrir dætrunum og skapa þeim gott bernskuheimili. Síðar hóf Anna sambúð með Skúla Árnasyni, versl- unarmanni, og gekk hann systrunum í föðurstað. Þegar María var um fermingu flutti fjölskyldan á Hverf- isgötu 106a, í hús sem Skúli reisti þar. Hún gekk í Lindargötuskóla en lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verknáms. María og Guðrún systir hennar voru sex og sjö ára gamlar þegar þær fóru fyrst í sveit til sumardvalar eins og algengt var um Reykjavíkurbörn á þessum árum. Sumardvölin stóð jafn- an frá júníbyrjun til septemberloka, og þeim var valinn staður að Teigi í Fljótshlíð; hjá vandalausum eins og sagt var, en þær voru heppnar, því húsbændur þeirra voru afbragðsfólk. það voru hjónin Erlendur Erlendsson og Halla Sigurðardóttir, bændur í vesturbænum í Teigi. Þau voru nokk- uð við aldur þegar þessi saga gerðist; höfðu bæði alið allan sinn aldur í Fljótshlíðinni, og voru þar ættstór, þekkt og mikils metin. Halla var ljós- móðir sveitarinnar, en Erlendur m.a. þekktur af félagsmálstörfum og hestamennsku, bróðir Guðmundar hreppstjóra á Núpi og Helga á Hlíð- arenda. Systir Höllu var Sigríður, húsfreyja á Neðri-Þverá. Halla og Erlendur voru systrunum ákaflega góð og þær hafa alla ævi síðan metið mikils þau gildi sem að þeim var hald- ið af þessu góða fólki og þá umhyggju sem þær nutu í Teigi. Rafmagn og vélmenning hafði ekki numið þar land að neinu ráði þegar hér var komið sögu. Öll vinnubrögð voru því með gömlum hætti, en síðar á ævinni þótti systrunum ómetanlegt að hafa kynnst sveitastörfunum og þeim skyldum og aga sem þeim fylgdu. Þær voru í Teigi í sjö og átta sumur. Vinnuframlag barna var töluvert við þessar kringumstæður, og syst- urnar urðu fljótt matvinnungar. En einnig gafst tími til leikja, og ég kynntist þeim systrum fyrst í áhyggjulausum leikjum krakkanna í Fljótshlíðinni fögru þar sem alltaf var gott veður. Í minningunni að minnsta kosti. Maja var fjörug og skemmtileg stelpa, frísk og mannblendin og ein- staklega fundvís á skemmtileg uppá- tæki og leiki. Hún var því mikill gleði- gjafi og aflvaki meðal krakkanna. Þessir eiginleikar entust henni vel þegar leið á ævina. Hún var orkumikil og lífsglöð; var fljót að stofna til kynna og eignaðist því stóran vina- hóp. En hún var líka trygglynd, og vinátta sem hún stofnaði til sem barn entist í mörgum tilfellum til æviloka. Reynir Einarsson er eftirlifandi eiginmaður Maríu. Þau kynntust og felldu hugi saman meðan bæði voru enn á táningsaldri, og hafa síðan deilt kjörum í blíðu og stríðu. Þeim fæddist dóttir og stofnuðu mjög ung heimili í kjallara hússins að Hverfisgötu 106a og börnin fæddust eitt af öðru. En þrátt fyrir annir við barnauppeldi og bústörf héldu þau góðu sambandi við vini sína og kunningja. Því var oft gestkvæmt í kjallaranum og öllum vel tekið. Reynir var í ágætu starfi sem sölu- og skrifstofumaður, og framtíð- in blasti björt við þeim, ungum og hamingjusömum árið 1960, þegar þau gengu í hjónaband. Sjálfseignarstefna í húsamálum hefur alltaf verið mikið mál hjá Ís- lendingum, og ekki leið á löngu þar til María og Reynir ákváðu að byggja. Þau byggðu fyrst í Grænuhlíð 11, lögðu hart að sér og höfðu tiltölulega ung að árum, en rík að reynslu, komið sér upp glæsilegri íbúð, sem var tals- vert afrek. Seinna byggðu þau svo einbýlishús í Glæsibæ 9, þar sem heimili þeirra stóð árum saman. Þau voru frumbýlingar í Árbænum á seinni hluta sjöunda áratugarins og tóku þar þátt í félagsstörfum, voru vinsæl, vinamörg og gestrisin. Allt virtist ganga þeim í haginn. Frá ung- lingsárum höfðu þau mikinn áhuga á ferðlögum um landið, og voru mjög iðin við tjaldlegur með börnum sínum og tókst þá stundum að draga okkur Guðrúnu og krakkana okkar með. Þetta voru ákaflega góð ár. María hafði mikið yndi og áhuga á ræktunarstörfum, og þótt eitthvað hafi eflaust setið á hakanum þegar þau fluttu í nýbyggt húsið fékk garð- urinn umhverfis það fljótlega að njóta handa hennar og umhyggju, og varð augnayndi þeirra sem hann litu aug- um. Eftir að hún fékk tækifæri til að sinna þessu áhugamáli var hún fljót að afla sér töluverðrar þekkingar um jurtir og ræktun, og var ólöt að miðla þeirri þekkingu til þeirra sem minna vissu. Að Maríu Maack stóðu sterkir stofnar í báðar ættir og hún var um margt merkileg kona, um það hygg ég að allir sem kynntust henni séu mér sammála. Hún bar með sér góð- an þokka, enda hlaut hún í vöggugjöf fagran og hraustan líkama, góðar gáf- ur og margvíslega hæfileika, og hefði sannarlega getað nýtt sér þá til menntunar meðan hún var enn ung, hefði lífið ekki lagt henni skyldur á herðar, sem henni bar að sinna. María hafði ríkt geð og heita lund og var að- laðandi kona, en henni var ekki nóg að eignast vini, og kunningja, heldur fannst henni alla ævi að vináttuna bæri að rækta og hlú að. Mannleg samskipti virtust því oft vera hennar stærsta áhugamál. María var við- ræðugóð um flest málefni og hafði yndi af því að deila geði með vinum sínum. Það hefur því eflaust oft verið henni þung raun þegar aðstæður komu í veg fyrir að þeim samskiptum gæti hún sinnt eins og hún hefði vilj- að. Þar á ég við það böl sem áfengið varð henni. Eftir að hafa þurft að glíma við þann vanda um skeið, var eins og dregið hefði úr þeim lífskrafti sem áður hafði einkennt hana, og sjálfstraustið hafði beðið hnekki. María var góð kona, sem öllum vildi vel. Hún og Reynir maður henn- ar voru einstök til að leita, ef einhver þurfti hjálpar við, og einkar barngóð. Fyrir það þökkum við Guðrún og börnin okkar, sem oft nutum þess að eiga þau að. Samgangur milli heim- ilanna var að sjálfsögðu mikill, eink- um meðan við vorum nágrannar, og dýrmætur er okkar sameiginlegi minningasjóður og mikill að vöxtum eftir öll þessi ár. En því miður hefur síðari árin verið vík milli vina. Ekki er því að leyna að erfiðleikar hafa steðj- að að hjá þessu góða fólki hin síðari ár, og þau hafa þurft að eyða kröftum sínum og dýrmætum tíma í erfiða baráttu við áfengisbölið. Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að slíku. Við Guðrún og börnin okkar þökk- um Maríu, systur, mágkonu og frænku, fyrir kærleik hennar og vin- áttu og samfylgdina gegnum lífið, og vottum Reyni og afkomendum þeirra okkar dýpstu samúð. Sverrir Sveinsson. Elsku amma mín. Nú ertu farin og sorgin ríkir í mörgum hjörtum. Það er skrýtið að hugsa til þess að ekki lengur sé hægt að fara í heimsókn til þín og afa en svona gengur víst atburðarás lífsins. Þótt sárt sé að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar finnst mér gott að hugsa um þig hjá guði og móður þinni og föður og fleirum sem þú átt að. Ég á margar góðar minningar um þig sem verður gott að hugsa til og hlýja sínu hjarta við þegar kalt verð- ur í sál minni. Það friðar hjartað mitt að hugsa til þess þegar ég kvaddi þig í hinsta sinn hversu friðsæl þú varst og hvað þér leið vel. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, Skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, Hann, vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, Hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig frá öllu illu, Hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína Og inngöngu Héðan í frá og að eilífu. (Sálm. 121.) Ég sakna þín, amma mín, takk fyr- ir allar góðu stundirnar sem við átt- um. Þín Thelma Hrund. Hvað verður til þess að 13 ára stelpur, sem þekkjast ekki og eru að byrja í nýjum skóla laðast hvor að annarri og bindast ævilöngum vin- áttuböndum, sem nú hafa varað í 50 ár. Þær koma úr sitthvorum bæjar- hluta, frá ólíkum heimilum og að- stæðum en samt myndast þarna tengsl að þú átt vinkonu sem stendur með þér, þú getur leitað til, þið fylgist hvor með annarri í gegnum lífið, velj- ið ólík störf, eiginmenn, eigninst börn og takið þátt í gleði og sorg hvor ann- arrar í ólgusjó lífsins. Við munum Lindó Við munum Lúllabúð Við munum Dansæfingar Við munum skíðaferðir Við munum sumarferðir Við munum spaghetti- partý Við munum Söguferð Við mun- um, við munum, við munum. Minningarnar eru margar bæði sætar og súrar, en þær góðu viljum við geyma í hjörtum okkar og erum þakklátar fyrir að hafa átt þig fyrir vinkonu elsku Mæja. Við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur kæri Reynir, Kristín, Pétur, Halla, Reynir, Gunna Halla og fjöl- skyldur. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökul ber, steinar tali og allt hvar er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Blessuð sé minning Maríu B.J.P. Maack. Vinkonur. MARÍA B.J.P. MAACK ✝ Svava Oddsdóttirfæddist í Stykkis- hómi 6. desember 1900. Hún lést á St. Franciskus-spítalan- um í Stykkishólmi 26. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Lilja Hall- grímsdóttir, f. í Lár- ósi í Eyrarsveit 23. september 1875, d. í Stykkishólmi 18. des- ember 1950, og Odd- ur Valentínusson hafnsögumaður, f. í Hrappsey 3. júní 1876, d. 12. desember 1965. Þau bjuggu allan sinn búskap í Stykk- ishólmi. Systkini Svövu voru: Gróa María, f. 2. september 1898, d. 29. desember 1985, Anna, f. 12. júlí 1902, d. 5. feb. 2001, Júlíana, f. 26. júní 1904, d. 19. mars 1980, Sig- urborg, f. 5. júlí 1908, d. 18. maí 1995, Hallgrímur, f. 1. október 1905, d. 21. október 1982, og Haraldur sem lést í bernsku. Svava átti einn hálfbróður: Geir Ólaf Oddsson, f. 7. janúar 1931. Bróð- ursonur Odds, Sig- urður Sörensson, ólst upp á heimili Odds og Guðrúnar. Eiginmaður Svövu var Sigurður Jónas- son, f. 8.7 1900, d. 25.5 1990. Þau áttu þrjú börn; Ingveld- ur, f. 6. janúar 1928, Þórir Arnar, f. 22.apríl 1929, d. 24. maí 1990, Anna, f. 13. apríl 1933, d. 11. ágúst. 1997. Sonur Önnu, Gunnar Víkingsson, f. 19. október 1954, ólst upp hjá Svövu og Sigurði. Útför Svövu fór fram frá Stykk- ishólmskirkju þriðjudaginn 3. júlí. Nokkur fátækleg orð til þess að kveðja ástkæra móðursystur mína hana Svövu frænku í Stykkishólmi. Ég var svo heppinn að fæðast inn í fjölmenna móðurfjölskyldu, þar sem Guðrún amma og Oddur Val afi í Stykkishólmi voru miðpunkturinn með sinn stóra barnahóp, systurnar fimm, Gróu, Svövu, Önnu, Borgu, móður mína Júlíönu og svo bræð- urna tvo, Halla og Geir Ólaf. Svo lengi sem ég man var mikill samgangur á milli systkinanna, gagnkvæmar heimsóknir, samheldni og ástúð. Fyrir mig sem smápolla var toppurinn á tilverunni að heim- sækja Stykkishólm, afa og ömmu, Svövu og Önnu og fjölskyldur þeirra. Árin liðu og svo fór að Svava og Sigurður ásamt börnum þeirra urðu miðpunktur í Stykkishólmi fyr- ir mig. Ég hefi enga tölu á heimsóknum mínum til Svövu og Sigurðar gegn- um árin, þær eru óteljandi. Ætíð var mér og mínum tekið opnum örmum, gisting sjálfsögð og einstök hlýja og vinsemd geislaði frá þeim báðum. Svava og móðir mín voru mjög samrýndar, líklega mest allra systk- inanna, enda mjög líkar í sér, sama hlýjan, hjálpsemin, æðruleysið og dugnaðurinn, og eftir því sem árin liðu minnti Svava frænka mig meir og meir á móður mína. Svava náði því að verða 100 ára nú í vetur og var mikil upplifun að geta heimsótt hana þann dag. Þótt líkaminn væri farinn að gefa sig, var sálin og geðið í stórkostlega góðu lagi. Minnið ótrúlegt, sama glettnin eins og ætíð áður, spurði um börnin mín og barnabörn, var með allt á hreinu, mundi nöfnin og hver átti hvað. Það er ekki amalegt að eldast svona andlega og geta enn gefið mikið af sér, en Svava frænka var samt orðin lúin og þreytt, búin að lifa langa, frjóa ævi, tilbúin og sátt við að kveðja. Frænku þakka ég ómetanlega vináttu og þau áhrif sem hún hefur haft á mig. Kjartan. SVAVA ODDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.