Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI 18 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MENNTAMÁLARÁÐHERRA, fulltrúar í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og fulltrúar Form.is und- irrituðu í gær samning um rafræna þjónustu við greiðendur námslána. Skilvísum greiðendum námslána býðst nú að borga af lánum sínum með átta greiðslum á ári í stað tveggja áður, með því að senda LÍN rafræna umsókn þess efnis um Form- .is. Samningsaðilar voru sammála um að kosturinn á fleiri afborgunardög- um gæti aukið þægindi greiðenda námslána. Með greiðsludreifingu lækkar hver afborgun og hefði það aukið hagræði í för með sér fyrir greiðendur námslána. Greiðsludreif- ingin byggist á skuldfærslu af debet- kortareikningi lántakanda og bein- greiðslusamningi LÍN við alla íslenska banka og sparisjóði. Greiðsludreifingin nær bæði til fastr- ar og tekjutengdrar afborgunar af al- mennum námslánum. Viðbótarkostn- aður vegna greiðsludreifingar er 0,9% af greiðslu að meðtöldum vaxtakostn- aði vegna greiðslna eftir gjalddaga. Gunnar Birgisson, stjórnarformað- ur LÍN, sagði við undirritunina að mikið hagræði hlytist af þessu nýja fyrirkomulagi fyrir bæði Lánasjóðinn og greiðendur námslána. Hann sagði samstarf LÍN og Form.is hafa gengið vel allt frá því að því var komið á í september á síðasta ári, og væntir þess að svo verði áfram. Stjórn LÍN samþykkti samhljóða að tekin yrði upp greiðsludreifing með rafrænum hætti í samstarfi við Form.is. Guðmundur Ómar Haf- steinsson, fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN, lýsti ánægju með samninginn og greiðsludreifinguna. „Að okkar mati hefur orðið vitundarvakning í þjónustumálum... og komið til móts við hagsmunamál stúdenta. Við von- um að framhald verði á þessari þró- un.“ Rafrænt form á fleiri svið innan menntamálaráðuneytisins Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, sagði breytingu á greiðslum eiga eftir að breyta miklu fyrir við- skiptavini Lánasjóðsins. Hann sagði að litið yrði með vissri eftirvæntingu til þess að taka hugsanlega upp raf- rænt form á fleiri sviðum innan menntamálaráðuneytisins. „Við von- umst til að þetta ryðji brautina fyrir frekari rafræn samskipti,“ segir ráð- herra. Lagabreytingar þarf til þess að unnt verði að dreifa greiðslunum enn frekar, t.d. á allt upp í mánaðarlegar afborganir allt árið. Í samtali við Morgunblaðið sagði ráðherra sjálf- sagt að líta til þess að breyta lögun- um. „En við prófum þetta núna og það á áreiðanlega eftir að mælast vel fyr- ir. Nú er líka verið að tala um að stytta leiðina á milli viðskiptavinanna og sjóðsins og nútímavæða þjónustu hans. Ef lög standa í vegi fyrir ein- hverju slíku, munum við líta til þess. En lögin um Lánasjóðinn eru mjög viðkvæm þannig að menn hrófla nú yfirleitt ekki við þeim nema brýn ástæða sé til. Ég held að rétt sé að sjá hvernig þetta reynist og hve margir vilja tileinka sér þetta. Það er nátt- úrulega mjög stórt skref úr tveimur afborgunardögum yfir í átta og á eftir að breyta miklu í sjálfu sér.“ Guðmundur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Form.is, sagði við- skiptavini LÍN kjörinn markhóp fyrir rafræna þjónustu. Aðspurður sagði hann samninginn auka útbreiðslu þjónustu Form.is. Fyrirtækið hefur gert samninga við um tuttugu fyrir- tæki og þ.á m. eru t.d. opinberar stofnanir og bæjarfélög. Form.is var stofnað á vordögum 1999 og hjá fyr- irtækinu starfa sex manns. Fyrirtæk- ið var stofnað um þá hugmynd að fyr- irtæki og stofnanir gætu komið fram með þjónustu sína, ýmiss konar eyðu- blöð og rafrænar undirskriftir, á öruggu svæði. Notendur Form.is eru um 5.700, að meirihluta viðskiptavinir LÍN. Með nýja samningnum opnast möguleiki á að fjölga notendum Form.is í yfir 30 þúsund. Greiðendur námslána 26.000 Fjöldi lántakenda hjá LÍN er 33.700 en greiðendur námslána eru rúmlega 26.000. Næsti gjalddagi hjá flestum er 1. september nk. Afborg- anir af námslánum eru í ár 2.700 millj- ónir króna en útistandandi námslán í árslok 2000 voru 53.565 milljónir króna. Tæplega 40% umsækjenda um námslán eða um 2.400 námsmenn hagnýta sér samstarfssamning LÍN og Form.is frá september sl. til raf- rænna samskipta. Nýi samningurinn opnar þeim sem lokið hafa námi og eru byrjaðir að greiða niður námslán leið að sambærilegri þjónustu. Rúm- lega fjórðungur greiðenda námslána nýtir sér nú þegar greiðsludreifingu á vegum banka og sparisjóða og er LÍN-greiðsludreifingin hugsuð sem valkostur fyrir þá sem eftir standa, en getur þó jafnframt verið viðbót við núverandi greiðsludreifingu á vegum banka og sparisjóða. Fulltrúar Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Form.is undirrita samning um greiðsludreifingu Morgunblaðið/Ásdís Frá undirritun samningsins: Jóhann Pétur Malmquist, stjórnarformaður Form.is, Gunnar I. Birgisson, stjórnarformaður LÍN, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóri Form.is og Guðmundur Ómar Hafsteinsson, fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN. Greiðslum dreift á raf- rænan hátt MEISTARAKOKKURINN Siggi Hall kynnti íslenskar afurðir í beinni útsendingu í morgunþætti CBS í gærmorgun. Að sögn Pét- urs Ómars Ágústssonar, hjá Ice- land Naturally, er ekki hlaupið að því að komast í beina útsend- ingu í Bandaríkjunum og út- heimti það því töluverða vinnu hjá Iceland Spring Natural Water að fá pláss í þættinum. Þegar það tókst fékk fyrirtækið fleiri til liðs við sig við kynninguna. Íslenskt lambakjöt, þorskur og bæði reyktur og ferskur lax voru á boðstólum hjá Sigga Hall og var öllu saman skolað niður með al- íslensku vatni. Iceland Naturally er samstarfs- verkefni Ferðamálaráðs, við- skiptaþjónustu utanríkisráðuneyt- isins og nokkurra fyrirtækja en markmið þess er að koma merki og nafni Íslands á framfæri á er- lendri grund. Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu eiga það flest sameiginlegt að kenna sig á einhvern hátt við landið, t.d. Ice- landair og Iceland Seafood. Pétur Ómar segir verkefnið ganga vel og bætir við að það sé ánægjulegt að sjá samvinnu milli fyrirtækj- anna eins og í þættinum í gær- morgun. Siggi Hall hafi farið á kostum og þáttarstjórnendur ver- ið hæstánægðir með íslensku kræsingarnar. Siggi Hall í morgun- þætti CBS Siggi Hall kynnti íslenskar afurðir á CBS í gærmorgun. AUGLÝSINGASTOFURNAR Ar- gus og GH-hönnun sameinuðust nýlega í eina undir nafninu Argus- GH. „Markmiðið með sameiningunni er að byggja upp öflugt þjónustufyrirtæki á auglýsinga- og hönn- unarsviði,“ segir í fréttatilkynningu. Starfsmenn hinnar nýju stofu verða sjö, þar af fimm menntaðir á sviði grafískrar hönnunar, prent- og tölvutækni og markaðsmála. Fyrirtækið veitir alhliða þjón- ustu á sviði hönnunar, auglýsinga, sölu- og markaðsmála auk vef- smíði, veflausna (VYRE systems) og margmiðlunar. Argus er með elstu auglýsingastofun landsins en fyrirtækið var stofnað árið 1967. GH-hönnun var hins vegar stofnað í apríl á þessu ári upp úr auglýsingastofunni Gullna hliðinu. Hin nýja stofa Argus-GH er til húsa í Skipholti 21. Stjórn- arformaður er Hilmar Sigurðsson og yfirmaður teiknistofu er Þór- hallur Kristjánsson en fram- kvæmdastjóri er Hilmar Halldórs- son. Eigendur hennar eru, ásamt stjórnarformanni og yfirmanni teiknistofu, Ester Hilmarsdóttir og Tölvuþjónusta Kópavogs. Argus og GH- hönnun sameinast SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 109,6 stig (1996=100) í júní síðastliðnum og hækkaði um 0,1% frá maí. Á sama tíma hækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 1,8%. Frá júní í fyrra til jafnlengdar í ár var verð- bólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,8% að með- altali í ríkjum EES, 3,0% í evru- ríkjum og 7,2% á Íslandi. Mesta verðbólga á evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mán- aða tímabili var á Íslandi 7,2% og í Hollandi 5,0% en minnst var verð- bólgan í Bretlandi, 1,7% og í Frakklandi og Danmörku eða 2,2%. Mest verð- bólga á Íslandi af EES-ríkjum HAGNAÐUR Frumherja á fyrstu sex mánuðum ársins nam 19,9 millj- ónum króna samanborið við tæpar 4,6 milljónir á síðasta ári. Rekstr- artekjur félagsins námu alls 294 milljónum króna og hækkuðu um 31% frá sama tímabili í fyrra en voru þá um 224 milljónir. Rekstr- arhagnaður jókst um 13,5% frá því á síðasta ári, er nú 47,2 milljónir en var 6,4 milljónir á fyrstu sex mán- uðum ársins 2000. Félagið hefur, líkt og mörg önnur, orðið fyrir tölu- verðu gengistapi vegna skulda og nam tapið 27,2 milljónum á tíma- bilinu. Bókfært eigið fé félagsins í júnílok nam 341,9 milljónum króna, þar af eru 77,3 milljónir hlutafé. Eiginfjárhlutfall var 43,8% í júnílok og arðsemi eigin fjár 6,23%. Frumherji gerði samning við Orkuveitu Reykjavíkur í mars á þessu ári um þjónustu tengda sölu- mælum Orkuveitunnar og voru helstu fjárfestingar sem félagið lagði í á tímabilinu tengdar samn- ingnum. Alls námu fjárfestingar vegna þessa um 280 milljónum króna og voru fjármagnaðar að hluta með 219 milljóna króna láni frá Orkuveitunni. Aukning rekstr- artekna á tímabilinu er að 2/3 til komin vegna ofangreinds samnings. Samningurinn styrkti reksturinn verulega auk þess sem ný tækifæri til útvíkkunar starfseminnar opnast í kjölfar hans. Áhrifa er þó ekki far- ið að gæta að fullu í rekstrinum en þau koma þó enn betur fram á næsta ári. Frekari breytingar á nú- verandi starfssviðum félagsins eru þó ekki fyrirséðar. Frumherji með 19,9 milljónir króna í hagnað ÍSLENSKIR námsmenn erlendis hafa ekki farið varhluta af lækk- andi gengi íslensku krónunnar taki þeir námslán hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. Spurður um áhrif gengissigs ís- lensku krónunnar á námsmenn er- lendis, segir Steingrímur Ari Ara- son, framkvæmdastjóri LÍN, almennu regluna þá að lán séu reiknuð út í mynt viðkomandi námslands. „Í úthlutunarreglunum er yfirlit yfir framfærslu erlendis í gjaldmiðli viðkomandi lands eða í bandaríkjadal í þeim löndum sem búa við óstöðugleika. Það gefur þá augaleið að þegar krónan fellur fá menn í rauninni fleiri krónur í lán. Lánin eru reiknuð í erlendum myntum en borguð út í íslenskum krónum. Ef t.d. framfærslukostn- aður í Bandaríkjunum hefur hækk- að um 30%, hefur lánið hækkað um 30%. Framfærslukostnaður og framfærslulánið vegna náms í Bandaríkjunum er orðið tvöfalt á við það sem er á Íslandi.“ Að sögn Steingríms Ara eru skólagjaldalán hins vegar reiknuð út í íslenskum krónum, en sá hátt- ur var tekinn upp fyrir tveimur ár- um. „Þá ríkti stöðugleiki og geng- isþróun var í hina áttina. Megin- ástæðan fyrir breytingunni var reyndar að skólagjöld á Íslandi eru að koma inn með vaxandi þunga.“ Námsmenn erlendis og gengissig ÍSLANDSSÍMI skilaði greinar- gerð til Verðbréfaþings Íslands á fimmtudag þar sem nánari grein var gerð fyrir afkomuviðvörun félagsins frá 12. júlí sl. Verðbréfaþingið hefur greinar- gerðina til umfjöllunar og að sögn Péturs Péturssonar, upplýs- ingafulltrúa Íslandssíma, mun félagið ekki tjá sig um málið að stöddu. „Samkvæmt reglum Verðbréfaþings Íslands skulu upplýsingar sem geta haft áhrif á gengi bréfa í félaginu birtast fyrst í upplýsingakerfi Verð- bréfaþings.“ Helena Hilmarsdóttir, for- stöðumaður aðildar- og skráning- arsviðs Verðbréfaþings Íslands, segir málið enn í athugun hjá þinginu og ekki hægt að segja hvort óskað verði eftir frekari gögnum frá Íslandssíma. Lokagengi Íslandssíma á Verð- bréfaþingi Íslands var 4,8 í gær sem er 2% lækkun frá fyrra degi. Greinargerð Íslands- síma í skoðun hjá VÞÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.