Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNULEYSISDAGAR í júní síðastliðnum jafngilda því að 1.820 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mán- uðinum á landinu öllu. Þar af eru 644 karlar og 1.176 konur sam- kvæmt Vinnumálastofnun. Þessar tölur jafngilda 1,2% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar eða 0,8% hjá körlum og 1,8% hjá konum. Það eru að meðaltali 433 færri at- vinnulausir en í síðasta mánuði en um 14 fleiri en í júní í fyrra. Búast má við að atvinnuleysið í júlí geti orðið á bilinu 0,9% til 1,3%. Atvinnulausum fækkaði um 19,2% frá maí Atvinnulausum hefur fækkað í heild að meðaltali um 19,2% frá maímánuði en hefur hins vegar fjölgað um 0,9% miðað við júní í fyrra. Atvinnuástandið batnar mun meira en sem nemur árs- tíðasveiflu milli maí og júní og skýrist það fyrst og fremst af opnun fiskvinnsluhúsa eftir sjó- mannaverkfall. Atvinnuástandið batnar veru- lega miðað við síðasta mánuð alls staðar á landinu nema á höf- uðborgarsvæðinu þar sem er nokkur aukning atvinnuleysis. Meðalfjöldi atvinnulausra á höf- uðborgarsvæðinu er 1,3% af áætluðum mannafla en var 1,2% í maí sl. Atvinnulausum hefur fjölgað um 142 að meðaltali á svæðinu frá maímánuði eða um 13,5% en það hefur hins vegar minnkað um 4% frá því í júní ár- ið 2000. Atvinnuleysi er nú hlut- fallslega mest á Norðurlandi eystra og minnst á Vesturlandi. Þegar tafla um flokkun at- vinnuleysis eftir atvinnugreinum er skoðuð kemur í ljós að á land- inu öllu er mest um atvinnuleysi í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem og í smásölu á öðru en bíl- um og vélhjólum; viðgerðir á hlutum til einka- og heimilis- nota. Atvinnuleysi í júní jafngilti því að 1820 manns væru án atvinnu Tvöfalt fleiri konur án vinnu BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin Showtime Networks hefur valið Ís- land og íslenska náttúru sem grunn myndefnis ímyndarauglýsinga fyr- irtækisins næstu tvö árin. Tökur hófust á þriðjudag og var Sveinn M. Sveinsson hjá Plús film ráðinn til að sjá um framleiðsluna hér á landi. „Það er sem sagt verið að búa til allsherjar auglýsingar fyrir stöðina sem birtast kannski á öðrum stöðv- um líka því fyrirtækið er hluti af Paramount sem er svo aftur hluti af Viacom,“ sagði hann. Tekið upp við náttúruperlur Sveinn segir að 12 manns komi að utan vegna verkefnisins en alls komi um 40 manns að því. Hann segist ekki fyllilega vita hvað kom til að fyrirtækið hafi valið Plús film til verksins hér á landi. „Þeir höfðu bara samband við mig símleiðis, ég veit svo sem ekki hvort talað var við fleiri. Ég hef líka gert kynning- armyndir fyrir ferðamálaráð og trúlega hafa þeir heyrt af mér vegna þess,“ sagði hann. „Takmarkalausar“ auglýsingar Sveinn segir tökur hafa hafist við Geysi á þriðjudaginn og á miðviku- dag stóðu yfir tökur við Bláa lónið. Hann segir að einnig verði tekið upp á Hjörleifshöfða, við Dyrhóla- ey, Jökulsárlón og Fláajökul. „Svo myndum við líka „lógóið“ þeirra hingað og þangað þannig að íslensk náttúra á eftir að koma víða við í Bandaríkjunum varðandi auglýs- ingar og sýningu á alls kyns efni,“ segir hann. Að sögn Sveins lýkur tökum á sunnudagskvöld en samkvæmt áætlun verða þá teknar upp myndir við Jökulsárlón. Grunnhugmynd auglýsinganna segir Sveinn ganga út á „no limits“ eða „takmarkaleysi“ og íslensk náttúra hafi verið valin til að tákna það. „Í Bláa lóninu sýna þeir mynd af manni sem hleypur um og mynd- skeiðið endar svo á að hann hleypur fram á Strokk sem gýs fyrir framan hann,“ sagði hann og taldi lítið mál þótt Íslendingar kynnu að reka augun í visst landfræðilegt mis- ræmi í myndskeiðinu. Morgunblaðið/Rax Sveinn M. Sveinsson og kvikmyndatökumenn Showtime Networks við tökur hjá Bláa lóninu. Bandarísk sjónvarpsstöð velur íslenska náttúru Ímyndarauglýsingar næstu tveggja ára ÖLVAÐUR maður vopnaður eld- húshnífi réðst inn á heimili í Mos- fellsbæ á tíunda tímanum í gær- morgun. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru í húsinu kona og barn, en hún flúði í næsta hús með barnið eftir að maðurinn réðst til inngöngu. Lögreglumenn í tveimur eftirlitsbílum og útivarðstjóri komu á staðinn og yfirbuguðu manninn um tíu mínútum eftir að málið var tilkynnt til lögreglu. Hvorki konuna, sem lögregla segir hafa þekkt til mannsins, né barnið sakaði. Lögreglan í Reykjavík segir lög- reglumenn hafa verið klædda hlífð- arvestum þar sem við vopnaðan mann hafi verið að eiga. Greiðlega mun hafa gengið að yfirbuga manninn en hann var með áverka á hendi þegar hann var handtekinn og því fluttur á slysadeild til að- hlynningar. Þaðan var maðurinn færður í fangageymslu lögreglu. Réðst inn á heimili í Mosfellsbæ VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar stóð á miðvikudag netabát að ólög- legum netaveiðum á Breiðafirði. Farið var með bátinn til hafnar í Stykkishólmi og samkvæmt upplýs- ingum lögreglu var báturinn með um 1.700 kíló af blönduðum afla. Telst málið upplýst. Staðinn að ólög- legum veiðum HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands svipti í gær tvo menn vopna- og veiðileyfum í hálft ár auk þess að sekta þá fyrir fuglafriðunarbrot framin í ágústbyrjun árið 1998. Mennirnir veiddu 115 topp- skarfa, bæði unga og fullorðna fugla, og 6 lunda að auki. Var það mat dómsins að fuglarnir féllu und- ir ákvæði laga um friðun villtra dýra þar sem veiðin fór fram utan þess tíma sem veiði á þeim er heimil. „Þrátt fyrir mikinn seina- gang við rannsóknina [...] sem ekki er réttlætanlegur svo séð verði, þykir ekki alveg nægileg ástæða til að líta svo á að rannsóknin hafi stöðvast um óákveðinn tíma [...] Verður því ekki fallist á að sök ákærðu sé fyrnd, en litið verður til þess við ákvörðun refsingar að málsmeðferð hefur dregist,“ segir jafnframt í dómnum. Þá var mönnunum gert að greiða tvo þriðju hluta alls sakarkostn- aðar en ríkissjóður greiði rest. Sviptir vopna- og veiðileyfum MJÖG góðar göngur hafa verið í Soginu síðustu daga og veiðitölur hækkað á skömmum tíma. Til dæmis hafa veiðst 18 laxar síðustu átta daga í Ásgarði og heildartalan þar orðin 40 laxar. Eins og vanalega er Bílds- fellið seinna í gang, en þar hafa menn einnig verið að setja í laxa síðustu daga og sama má segja um Syðri- Brú þar sem fimm laxar höfðu veiðst síðustu þrjá daga er gluggað var í veiðibókina á staðnum í gær. Í Al- viðru voru þá komnir 17 laxar á land og margir af þeim 9 til 13 punda. Mok í Rangánum Enn er mokað upp úr báðum Rangánum og eru t.d. að veiðast 40 til 65 laxar á dag, einungis á flugu, á 12 stangir í Ytri-Rangá. Í gær voru komnir yfir 700 laxar á land úr ánni og eitthvað meira, milli 800 og 900 úr Eystri-Rangá, þar sem dagsaflinn er oft meiri. Stórir sjóbirtingar hafa einnig veiðst í neðri hluta Ytri-Rang- ár, allt að 9 punda. Það reytist upp úr Laxá í Aðaldal, m.a. einn 18 punda á þriðjudags- morgun. Voru þá komnir 227 laxar úr Laxá sem er svipað og í fyrra, að sögn Magnúsar Jónassonar, félaga í Laxárfélaginu sem var að veiðum í ánni. „Mestöll veiðin er á þremur neðstu svæðum Laxár en á efri svæðunum er einstaklega léleg veiði, aðeins um 30 laxar veiðst á svæðum 4-7 þessar fimm vikur sem veitt hef- ur verið, en það er aðeins einn lax á stöng á viku,“ sagði Magnús. Vel gengur í Hítará, hollin flest með 10 til 15 laxa og það besta var með 18 laxa og reyting af sjóbleikju. Síðasta holl í Gljúfurá var með átta laxa og fór þá sumartalan upp í 35 laxa sem er ívið meira en á sama tíma í fyrra, en þá gekk veiðiskapur í ánni einstaklega illa. Laxá í Nesjum var opnuð um síð- ustu helgi og veiddust strax 3 laxar, 5 til 8 punda og allir á flugu. Eitthvað hefur verið að reytast síðan, að sögn Bergs Steingrímssonar, fram- kvæmdastjóra SVFR, sem hefur ána í umboðssölu. Helgi Héðinsson, Guðmundur Þorsteinsson, Magnús Þorvaldsson og Magnús Jónasson með fallega morgunveiði af Æðarfossasvæðinu í Laxá í Aðaldal fyrir fáum dögum. Stærsti laxinn á borðinu var 18 pundari tekinn á maðk í Efri Háfholu. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Lifnar mjög yfir Soginu FARÞEGUM í innanlandsflugi fækkaði að meðaltali um 21% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Flugmála- stjórn. Fjöldi farþega nú, ríflega 176 þúsund borinn saman við tæp- lega 224 þúsund eftir fyrri helming ársins 2000, er svipaður og hann var áður en áætlunarflug var gefið frjálst fyrir fjórum árum. Mest hefur fækkunin orðið á Hornafjarðarflugvelli milli ára eða um 37%. Alls fóru tæplega 3 þús- und manns um völlinn í áætlunar-, leigu- og sjúkraflugi fyrstu sex mánuðina samanborið við um 4.700 í fyrra. Næstmest varð fækkunin á Vestmannaeyjaflugvelli, eða 26%, en þetta eru þeir tveir áfangastaðir sem Flugfélag Íslands hefur ákveð- ið að hætta áætlunarflugi til frá 1. október nk. Minnst varð fækkunin á Grímseyjarflugvelli, eða 3%, milli ára og á Bakkaflugvelli í A-Land- eyjum fækkaði farþegum um 7%. Farþegum fækkaði á öllum helstu flugvöllum landsins frá ára- mótum til loka júní sl. Þannig nem- ur fækkunin 22% á Egilsstöðum, 21% á Ísafirði, 18% á Akureyri og 17% á Sauðárkróki. Húsavíkurflugvöllur má muna sinn fífil fegri því á fyrri helmingi ársins fóru 12 farþegar um völlinn, þar af 9 í leiguflugi og 3 í sjúkra- flugi. Áætlunarflugi var hætt til Húsavíkur á síðasta ári, en fyrstu sex mánuðina árið 2000 fóru alls tæplega 4 þúsund manns um völl- inn í áætlunar-, leigu- og sjúkra- flugi. Innanlandsflugið fyrstu sex mánuðina Mest fækk- un á Höfn í Hornafirði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.