Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                       ! "       #   $         % BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. AIESEC (Félag háskólanema), IA- ESTE (Félag verkfræði- og raun- vísindanema) og IMSIC (alþjóða- nefnd íslenskra læknanema, hluti af alþjóðasamtökum læknanema) eru þrenn alþjóðleg samtök sem sjá um að aðstoða nemend- ur á háskólastigi að fá starfsþjálfun í öðrum löndum. Á Ís- landi starfa samtök- in hvert fyrir sig yfir vetrartímann en á sumrin sameina þau krafta sína og skipu- leggja sumardag- skrá fyrir alla er- lendu nemana sem koma á þeirra veg- um til Íslands. Í sumar eru um 35 er- lendir nemar að vinna hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum á vegum samtakanna og er jafnmörgum íslensk- um háskólanemum boðið upp á að fá starfsþjálfun er- lendis á móti. Sam- tökin eru öll rekin af stúdentum á Íslandi, en í flestum öðrum löndum er reksturinn að mestu, eða hluta til, í höndum fulllaunaðra starfs- manna. Fundir eru haldnir á hverj- um þriðjudegi í sumar þar sem nemarnir hittast og ræða málin. Þessum hópi fylgir alltaf mikið fjör og eru allir velkomnir á fundina. Sumardagskráin samanstendur af útilegum, dagsferðum og veislum, það er m.a. búið að fara í Þórs- mörk, Bláa lónið og Gullna hring- inn, en Landmannalaugar, Mývatn og Vestmannaeyjar eru á dagskrá seinna í sumar. Það er í höndum ís- lensku nemanna að skipuleggja og kynna atburði komandi helgar á þriðjudagsfundunum. Á hverju sumri standa samtökin fyrir Alþjóðlegum degi og er hann tilefni þessarar greinar. Hann er haldinn í dag 21. júlí í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst dagskrá kl. 15:00. Nemarnir fá þar tækifæri til að kynna land sitt og þjóð og kynn- ast ólíkum menningum í leiðinni. Hvert land fær sinn bás og þar hafa nemarnir til sýnis ýmsa muni og myndir frá sínu heimalandi. Sumir bjóða einnig upp á þjóðar- rétti sem gestir og gangandi geta smakkað á og sumir mæta jafnvel í þjóðbúningum. Íslendingarnir taka að sjálfsögðu þátt í þessu líka, og kynna íslenskan mat og þjóðhætti. Þessi alþjóðlega sýning er öllum opin og hvet ég fólk til að leggja leið sína í Ráðhúsið og kynna sér hvað nemarnir okkar hafa upp á að bjóða. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í sumarstarfinu, koma í ferð- irnar og kynnast skemmtilegu fólki er velkomið að hafa samband við okkur, iaeste@hi.is, aiesec@hi.is og imsic@hi.is. RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR, Selbrekku 14 Kópavogi. Á alþjóðadaginn hefur hver þjóð sinn bás þar sem sýndir eru munir frá viðkomandi landi. Alþjóðadagur AIESEC, IAESTE og IMSIC Frá Rannveigu Magnúsdóttur: NÚNA 1. júlí komu loks hækkanir á laun aldraðra og þrátt fyrir að það væri ekki eins mikið og flestir bjugg- ust við þá var því lofað að það kæmi meira seinna. Ef einhverjir hafa ver- ið farnir að gleðjast yfir hækkuninni þá hefur það staðið stutt. Heilbrigð- isráðherra kom rétt á eftir og sagðist ætla að skattleggja sjúka og aldraða um 300 milljónir. Gjöld almennings hækka um 20–67% við myndatökur og fleira og afsláttur afsláttarkorta lækkar um helming. Samkvæmt könnun eldri borgara hefur þjónusta hækkað mun meira en lífeyris- greiðslur og hefur það aukið á erf- iðleika aldraðra. Auk þess hækkuðu meðul stórlega og líka var felld niður niðurgreiðsla á margar tegundir meðala en gamalt fólk notar oft mik- ið af meðulum og sumir ganga fyrir þeim og eftir því sem meðulin verða dýrari þeim mun minna er til að lifa á, enda varð ég vitni að því að gömul kona gat ekki leyst út meðulin sín í apóteki og lét geyma þau til mán- aðamóta, eins og hún sagði. Svo það stendur víða tæpt að lifa. Auk þess hækkar rafmagn, hiti og í strætó og fleira sem reitir þessa fáu aura sem þeir gömlu eiga að lifa á. Vonandi getum við gamlingjarnir staðið undir heilbrigðiskerfinu hjá ráðherra. Við þessir gömlu með breiðu bökin, enda sjálfsagt að nota okkur meðan hægt er. Það styttist hvort eð er í því með hverjum deginum sem líður. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178 Reykjavík. Eymdarlíf aldraðra Frá Guðmundi Bergssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.