Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 32
✝ Sigurjón Sigurðs-son fæddist 25. ágúst 1923 í Hvammi í Skaftártungu. Hann varð bráðkvaddur á Borgarfelli í Skaftár- tungu að morgni sunnudagsins 15. júlí. Foreldrar Sigurjóns voru Sigurður Gests- son frá Ljótarstöðum, f. 12.12. 1884, og Sig- ríður Sigurðardóttir frá Hvammi, f. 17.6. 1895. Sigurjón var næst yngstur Hvammssystkinanna sem eru Bárður, Katrín Hildur og Björn, sem er látinn. Sigurjón hóf búskap á Borgarfelli árið 1961 með eftir- lifandi sambýliskonu sinni, Sigur- björgu Vigfúsdóttur, f. 2.6. 1938. Hún er dóttir Vigfúsar Sæmunds- sonar frá Borgarfelli og Rósu Björnsdóttur frá Engidal í Mýrdal. Börn Sigurjóns og Sigurbjargar eru fjögur: 1) Róbert. 2) Sigfús, sambýliskona hans er Lilja Guð- geirsdóttir, börn þeirra eru Hildur sem lést á fyrsta ári og synirnir Bergur og Gestur. 3) Haukur, kona hans er Herdís E. Gústafsdóttir og börn þeirra eru Heim- ir Freyr, Hugi Þór og Ketill Heiðar. 4) Sig- ríður, sambýlismaður hennar er Örn Guð- mundsson. Sigurjón ólst upp í Hvammi við almenn bústörf en fór snemma að vinna fyr- ir sér í vinnumennsku og við önnur störf þar eystra. Vet- urna 1945-1947 stundaði hann nám við Bændaskólann á Hvann- eyri. Eftir það vann hann við ýmis störf á Suðurlandi og í Reykjavík um nokkurra ára skeið en fluttist aftur að Hvammi árið 1958. Sig- urjón og Sigurbjörg bjuggu á Borgarfelli frá 1961 til 1995, er þau fluttu að Háengi 11, á Selfossi. Útför Sigurjóns fer fram frá Grafarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Á Fjallabaki er fjallasýn frábær, glatt þegar sólin skín. Fannst mjer göfug þá fylgdin mín: fjöllin klædd öll í rykkilín. Frá Búlandsseli’ í býti eg fór, og bruddi mjelin þá glaður jór. (Grímur Thomsen.) Sigurjón Sigurðsson fæddist og ólst upp í sveitinni er liggur að þeim fjöllunum sem Grímur Thomsen er að yrkja um í kvæðinu Á Fjallabaki. Okkur sem þar höfum alist upp finnst hún fallegasta sveit í heimi með sínum ávölu ásum, giljum og mýrardrögum og í fjarska há fjöll og hvítur kollur Mýrdalsjökuls en sést til sjávar að sunnan. Í Hvammi þar sem Sigurjón átti sín æsku- og ung- dómsár, blasir við grátt hraun og beljandi jökulvatn sem minnir mann á ofurkraft náttúrunnar og hverful- leik lífsins. Á æskuárum hans var lífsbaráttan í afskekktri sveit ekki alltaf auðveld, þá þurftu allir, börn sem fullorðnir, að leggja sitt af mörkum. Sigurjón vandist því snemma að vinna hörðum höndum og það viðhorf fylgdi honum alla ævi, að ekki tjóir að leggja árar í bát þó stundum sé erfitt að róa. Hann flutt- ist burt úr sveitinni ungur maður, sjálfsagt fullur af ævintýraþrá eins og tilheyrir um unga menn og konur, hann vildi freista gæfunnar á ókunn- um slóðum. En alltaf hélt hann tengslunum við sveitina sína og ég man sem barn að mér fannst hann voða flottur þegar hann kom í heim- sókn, það var yfir honum einhver annar blær, annað fas, önnur fram- koma en ég var vön og svo átti hann líka fínan jeppa. En lífið er marg- slungið og ungi maðurinn sem fór burt til að finna ævintýrin í borginni snéri aftur í sveitina sína eftir nokkra fjarveru. Og þar í sveitinni fallegu fann hann ástina sína og lífs- förunaut hana Siggu systur mína, þar settist hann að, stofnaði heimili og hóf sinn búskap. Þar eignaðist hann börnin sín fjögur og bjó sínu búi þar til hann ákvað að söðla aftur um og flytja burt úr sveitinni í annað sinn, þegar tími var kominn til að unna sér hvíldar frá bústörfum og amstri. Og nú ert þú farinn í þína síð- ustu ferð, Sigurjón, ég er tæplega farin að trúa því enn. Ekki nema hálfur mánuður síðan ég var með ykkur Siggu á gangi um hagann og heiðarlöndin í sveitinni. Það var skemmtilegt, þú þekktir svo vel þetta umhverfi, vissir nöfnin á hverri hæð og laut, hverju fjalli og dal og ég sem aldrei hef kunnað þessi nöfn fann allt í einu að það skiptir máli að landslagið heiti eitthvað. Þú skoðaðir líka hvernig svörtu moldirnar eru smátt og smátt að verða grænar. Uppgræðsla landsins var eitt af þín- um áhugamálum og þú lagðir þitt af mörkum til þess. Þess má nú sjá merki á moldunum í kring um Borg- arfell sem áður tóku sig á loft í norð- anrokinu og lituðu himininn brúnan, þær eru nú óðum að fá á sig grænan lit og hreyfast ekki þótt hann blási af norðri. Talandi um norðanáttina þá minnist ég þess hversu ótrúlega glöggur þú varst að spá í veðrið. Stendur á hlaðinu, horfir á skýin, hlustar á vindinn og önnur náttúru- hljóð sem annarra eyrum var ómögulegt að nema og ákveður að það muni rigna á morgun, hvað sem veðurstofan segir. Því ekki um annað að ræða en hirða heyið, þó svo það kosti vinnu fram á miðja nótt, og viti menn þú hafðir oftast rétt fyrir þér. Þú kunnir líka að segja manni sögur af mönnum og málleysingjum sem tengdust þessu landi sem þú þekktir eins og lófan á þér. Já, það fór ekki milli mála að þér þótti vænt um þetta land, þessar heiðar og fjöll, þessa endalausu víðáttu og kyrrð, hér lágu þínar rætur, hér inntir þú þitt ævi- starf. Það sem var þér mikilvægast í lífinu var fjölskyldan þín, hún Sigga og börnin ykkar. Fyrir þeim barstu ósvikna umhyggju og ég held að þau hafi verið þér allt. Stundum spjöll- uðum við um krakkana þína og þú varst yfirleitt ánægður með þau, auðvitað gerðu þau stundum vitleys- ur að þínu mati, en það var ekki stór- vægilegt, hamingja þeirra og vel- gengni var þín gleði, þín laun fyrir stundum erfiða lífsbaráttu. En þú áttir líka mikið að gefa öðrum sem þú hittir á lífsleiðinni, hvort sem það voru skyldir eða óskyldir. Ekki fór- um við Óli varhluta af þeim gjöfum. Á hverju sumri í tíu ár, frá því hann var fjögurra ára, var Óli hjá ykkur í sveitinni og þar var hann sem einn af ykkur, alltaf velkominn hvernig sem á stóð. Hjá ykkur í sveitinni kynntist hann mörgu því sem orðið hefur hon- um gott veganesti á lífsleiðinni. Það var líka alltaf til pláss fyrir mig þeg- ar ég kom í heimsókn og alltaf fékk maður þá tilfinningu að maður væri aufúsugestur. Fátækleg orð segja lítið um hversu ómetanleg sú aðstoð var sem þið veittuð okkur og aldrei verður hún að fullu þökkuð. Erfitt væri að koma tölu á alla þá sem þegið hafa gott af ykkur Siggu, alltaf var hús ykkar opið fyrir gestum og ekki voru fáar stundirnar sem þú eyddir til að spjalla við gesti, þótt yfrið nóg væri að gera í búskapnum. Já, þeir eru margir sem setið hafa við eldhús- borðið á Borgarfelli og þegið góð- gjörðir ykkar Siggu og notið þess að eiga við ykkur spjall. Á seinni árum þegar þú fórst að hafa meiri tíma eyddir þú löngum stundum við lestur og hafðir gaman af að velta fyrir þér sögu landsins og fólksins í landinu allt frá upphafi byggðar. Við ræddum stundum sam- an um þessa hluti eða öllu heldur sagðir þú mér frá því sem þú hafðir lesið og verið að velta fyrir þér. Þú reyndir líka stundum að fræða mig um ættir mínar og annarra, því mið- ur oftast án mikils árangurs og nú hef ég engan Sigurjón til að spyrja um ættir og uppruna þessa eða hins. Vegir skipast. – Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn rjettir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein, með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (Einar Benediktsson.) Þegar þú komst í sveitina í byrjun júlí var það ætlunin ykkar Siggu að dvelja nokkrar vikur í ró og næði í litla húsinu þar sem ykkur leið svo vel. En enginn ræður sínum nætur stað og þú lagðir upp í þína síðustu ferð af hlaðinu á Borgarfelli á sunnu- dagsmorgni þ. 15. júlí, hlaðinu þar sem þú áður áttir svo mörg spor. Hér skilur því leiðir og ekki annað eftir en þakka fyrir sig, kveðja og óska góðr- ar ferðar. Kæri Sigurjón, þú reyndist mér alltaf góður vinur sem ég gat leitað til og ég mun sakna þessa vin- ar, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Sigga, Róbert, Sigfús, Haukur, Sirrý og fjölskyldur, megi minningin um góðan mann vera ykk- ur huggun í sorginni. Guð veri með ykkur öllum. Kolbrún Vigfúsdóttir. Elsku pabbi, mig langar til að minnast þín í fáeinum línum. Langt er nú síðan ég hef skrifað þér bréf, ekki síðan ég var lítil stelpa í sveit- inni og þú á spítala, þá voru aðal- fréttirnar um hvernig húsdýrin döfnuðu. Það eru svo margar góðar minn- ingar um þig sem leita á hugann og ylja manni um hjartaræturnar. Aldrei mun ég gleyma hvernig þú tókst á móti manni í hvert skipti sem maður kom í heimsókn til ykkar mömmu. Þú komst í dyrnar um leið og maður steig út úr bílnum, brostir þínu hlýja fallega brosi og umvafðir mann með væntumþykju þinni. Ég minnist þess vel hvað það var gott að leita til þín þegar mikið var í húfi. Þú varst alltaf tilbúinn að veita þann stuðning og þá hvatningu sem á þurfti að halda þannig að allar áhyggjur hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ég veit þér líður vel þar sem þú ert núna. Þín verður sárt saknað. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Pabbi minn, vertu sæll og bless- aður og hafðu það gott hvar sem þú ert. Kveðja Sigríður. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (H. Pétursson.) Góði Guð, þakka þér fyrir að hafa gefið okkur svona góðan afa eins og afi á Selfossi var. Við vitum ekki af hverju þú tókst hann frá okkur núna en vonandi læturðu honum líða vel hjá þér. Góði Guð, passaðu afa vel og hjálpaðu okkur öllum að muna hann alla tíð. Heimir, Hugi og Ketill, Seljatungu. Elskulegur bróðir minn er nú fall- inn frá. Margs er að minnast og hug- urinn leitar aftur til æskuáranna er við systkinin vorum lítil börn í Hvammi. Þótt brauðstritið á þeim tíma væri oft erfitt gátum við börnin alltaf fundið okkur tíma til leikja, þá var hlaupið um móa og engi í útilegu- mannaleik eða bjástrað við búskap- inn sem samanstóð af kindakjálkum og -hornum. Þetta var nú enginn kotbúskapur hjá okkur systkinun- um. Hestarnir skiptu mestu máli í búskapnum og eftir að Bárður bróðir og Guðjón uppeldisbróðir höfðu kveðið upp gæðingadóma var þeyst af stað á gæðingunum. Mörgum ár- um síðar þegar ég var gift kona í Reykjavík dvaldist Sigurjón ásamt Bjössa bróður hjá okkur hjónunum í nokkur ár. Mikill vinskapur var ávallt milli Oliverts mannsins míns og Sigurjóns. Þetta voru góðir tímar þar sem ungir og kröftugir fjörkálfar kenndu litlum systursyni hnefaleika til þess að lúta ekki í lægra haldi fyr- ir vinkonunum. Á erfiðum stundum var Sigurjón alltaf boðinn og búinn að veita styrk og stuðning og hjálp- aði hann mér mikið í veikindum og við andlát lítillar dóttur minnar. Eftir þessa dvöl fyrir sunnan fór Sigurjón aftur austur og hitti þar Siggu, sinn góða lífsförunaut. Ynd- islegri konu hefði hann ekki getað hitt, þau bættu hvort annað upp og áttu miklu barnaláni að fagna. Alla sína búskapartíð bjuggu þau á Borg- arfelli. Alltaf var gott að heimsækja þau, ekki eingöngu vegna kræsing- anna heldur einnig vegna viðmóts- ins. Hlýja og væntumþykja hans og lífsgleðin og kátínan sem einkennir Siggu. Alla tíð hefur Sigurjón bróðir minn og fjölskylda hans á Borgarfelli skipað stóran sess í mínu lífi og fjöl- skyldunnar. Samverustundirnar ógleymanlegar og hann átti mikinn þátt í að ráðist var í byggingu sum- arbústaðar okkar í Skaftártungu. Það sem einkenndi bróður minn var umhyggjusemi, traust, vinátta og hjálpsemi. Umhyggja hans var eins og smyrsl á sárin er ég dvaldist fyrir austan ásamt sonardóttur minni eft- ir fráfall eiginmanns míns. Þá var Sigurjón eins og alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa og síðustu samskipti hans við fjölskylduna mína ein- kenndust af þessari hjálpsemi og vináttu er hann aðstoðaði sonardótt- ur mína þegar bíll hennar bilaði við túnfótinn á Borgarfelli. Ég kveð þig vinur og bróðir. Elsku Sigga og fjölskylda, ég bið ykkur blessunar Guðs og hann styrki ykkur í þessari miklu sorg. Katrín Hildur. Sigurjón Sigurðsson föðurbróðir okkar er látinn. Hann hefði orðið 78 ára hinn 25. ágúst næstkomandi. Sigurjón og Sigga bjuggu lengst af á Borgarfelli í Skaftártungu sem við köllum gjarnan sveitina okkar þar sem föðurfjölskyldan á rætur sínar. Sigurjón var næstyngstur fjögurra systkina. Elstur er Bárður, þá Katr- ín Hildur, Sigurjón og Björn, en þau voru alin upp í Hvammi í Skaftár- tungu. Björn faðir okkar og Sigurjón voru afar nánir þann tíma sem þeir báðir lifðu en faðir okkar lést langt um aldur fram árið 1986. Það var líka alltaf eitthvað í fari Sigurjóns sem minnti okkur systurnar svo sterk- lega á föður okkar. Eftir að faðir okkar lést öðlaðist nærveran við Sig- urjón nýja merkingu. Sigurjón frændi var ljúfur og hlýr maður. Sér- stakt í fari hans voru stríðnisleg aug- un og glettnislegt brosið sem aldrei var langt undan. Hann var þó fastur á skoðunum sínum og sérstaklega þegar um var að ræða eitthvað sem tengdist búskaparháttum eða bændapólitíkinni. Það var alltaf tilhlökkunarefni okkar systranna að koma heim í sveitina eins og við kölluðum það, þó svo að við hefðum aldrei búið þar, heldur verið aldar upp í þéttbýlinu. En það var eitthvað við sveitina sem alltaf togaði í okkur. Fiðringurinn byrjaði snemma á vorin og eftir- væntingin eftir því að komast austur dró oft hugann frá flestu öðru. Við fórum þangað á hverju vori ásamt afa okkar en hann dvaldi í þéttbýlinu á veturna og fór síðan í sveitina yfir sumarið. Við kölluðum þessar ferðir á vorin „að skila afa í sveitina“. Sig- urjón vann alla tíð mikið við búskap- inn, enda þess full þörf í þessari sveit þar sem landgæði eru ekki mikil. Þrátt fyrir mikla vinnu og annir á sumrin vantaði ekki mótttökurnar hjá þeim Siggu og Sigurjóni. Að sveitasið var jafnan veisla á borðum og rjómapönnukökurnar hennar Siggu með heimagerða rjómanum munu seint gleymast. Sigga og Sigurjón eignuðust fjög- ur börn, Róbert, Sigfús, Hauk og Sigríði. Sigfús, sá næstelsti í röðinni, tók við búskap á Borgarfelli fyrir nokkrum árum en þá fluttu Sigga og Sigurjón á Selfoss. Þau voru þó alltaf með annan fótinn í sveitinni og höfðu ásamt Róberti elsta syni sínum ný- lega lokið við að endurbyggja gamla bæinn á Borgarfelli sem íveruhús þar sem þau gætu sem best notið nærveru við sveitina sem ól þau. Að heimsækja þau hvort heldur sem var í gamla bæinn á Borgarfelli eða heimili þeirra á Selfossi var ekki síðra en heimsóknirnar að Borgar- felli í gamla daga og viðtökurnar allt- af jafn elskulegar. Kæra frændfólk, við biðjum æðri máttarvöld að gefa ykkur styrk og blessun á þessum erfiða tíma. Margrét, Sigríður og Hanna Björnsdætur og fjölskyldur. Þegar mér barst sú frétt að elsku- legur frændi minn og vinur, Sigurjón Sigurðsson frá Borgarfelli, væri lát- inn fannst mér um stund að tíminn stæði í stað. Hvernig mátti það vera að maður sem hafði verið svo nátengdur mér og minni fjölskyldu væri allur, þegar heilsa hans virtist vera að snúast honum í vil. Elskulegi vinur, þú hafðir gengið í gegnum erfiða lífsbaráttu þar sem fara saman líkamlegar þjáningar og erfið lífsbarátta sem bóndi. Aldrei kvartaðir þú um þau veik- indi sem hrjáðu þig og hafa eflaust fylgt þér frá barnæsku. Það væri ekki að undra að erfið lífsbarátta og stöðugur líkamlegur verkur hafi sett mark sitt á þig. Það er gott að eiga góðan að þegar sorgin hrjáir mann. Það henti þann er þetta skrifar að missa föður sinn um aldur fram, föður sem var ein- stakur og hjartahlýr og góðvinur þinn. Mikið reyndist þú mér og fjöl- skyldu minni vel á þeirri erfiðu stundu og verður það seint þakkað með orðum. Það eru margar heimsóknir sem ég hef komið í til þín og fjölskyldu þinnar að Borgarfelli, gestrisnin var með eindæmum og bar heimilið vott um hlýhug og kærleika, snyrti- mennsku og mikla virðingu fyrir náttúrunni. Þú varst ríkur maður, vinur minn, maður sem á jafn yndislega sam- býliskonu og þú er ríkur, maður sem á jafn yndisleg og heiðarleg börn er ríkur. Við munum eiga yndislegar minningar um þig sem minna okkur á afrek þín í lífinu. Ég var svo heppinn á yngri árum SIGURJÓN SIGURÐSSON MINNINGAR 32 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.