Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ spila frá miðnætti Vesturgötu 2, sími 551 8900 sími 552 3000 Miðasalan opin frá kl. 14—18. HEDWIG KL. 20.30 Lau 21/7 örfá sæti laus fim 26/7 örfá sæti laus, fös 17/8, lau 25/8, fös 31/8 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í KVÖLD: Lau 21. júlí kl. 20 – LAUS SÆTI Fö 27. júlí kl 20 – LAUS SÆTI SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Su 22. júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 26. júlí kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI Lau 28. júlí kl. 20 - AUKASÝNING Ath. SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið ÞEGAR hér er komið sögu ermyndin um græna og góð-lega tröllið Shrek ekki ein-asta vinsælasta mynd árs- ins, það sem af er, heldur er hún einnig orðin næstvinsælasta teikni- mynd kvikmyndasögunnar, á eftir The Lion King. Það er heldur alls ekki útilokað að Shrek nái að skjóta Konungi ljónanna ref fyrir rass á komandi vikum eða mánuðum. Á Óskarsverðlaunahátíðinni næstu verður kynntur til sögunnar nýr verðlaunaflokkur; besta teikni- myndin. Margir eru nú þegar farnir að spá því að Shrek verði þess heið- urs aðnjótandi að verða fyrsta mynd- in til að vinna verðlaunin, sérstak- lega í ljósi þess að tromp ársins hjá Disney, Atlantis, þykir ekki hafa staðið undir væntingum. Það yrði heldur betur saga til næsta bæjar ef teiknimyndaveldið sjálft, Disney, næði ekki í þennan fyrsta teikni- myndaóskar. Ekki einungis vegna þess að hér er ekki Disney-mynd á ferð, en hingað til hefur gamla Mikka Mús-veldið nær einokað þennan gjöfula markað, heldur er maðurinn á bak við Shrek fyrrum starfsmaður Disney, sá er sagður er eiga heiðurinn að endurreisn Dis- ney-teiknimyndanna. Jeffrey Kat- zenberg heitir hann – stuttur, snagg- aralegur og sjarmerandi náungi – K-ið í nýjasta kvikmyndaverinu í Hollywood Dreamworks SKG. Þeg- ar Katzenberg yfirgaf Disney með sviplegum hætti og stofnaði Dream- works, ásamt félögum sínum kvik- myndakónginum Steven Spielberg og tónlistarmógúlnum David Geffen, var hans æðsta markmið að koma á fót almennilegri teiknimyndadeild, svo góðri að hún gæti boðið Disney- risanum birginn. Og nú, tæpum ára- tug síðar, er allt útlit fyrir að það hafi tekist, svo um munar. Teiknimyndin nýtir öll svið sköpunargáfunnar Þegar Shrek, sem byggist á lítilli barnabók eftir William Steig frá 1990, var frumsýnd á kvikmyndahá- tíðinni á Cannes fyrr í sumar var ennþá vika í að hún yrði sýnd vest- anhafs. Hún tók þátt í aðalkeppni há- tíðarinnar, fyrst teiknimynda í heil 27 ár. Þá þegar var farið af stað fá- dæma jákvætt orðspor, dómar fag- blaða verið lofsamlegir og spekingar spáðu henni mikilli velgengni. Kat- zenberg hafði því fyllstu ástæðu til þess að vera ánægður með sig í Cannes og hann var bersýnilega ánægður með starfsmenn sína, leik- stjóra Shrek, Victoriu Jenson og Andrew Adamson, sem nutu athygl- innar á hátíðinni með honum. Þau voru óvön sviðsljósinu enda í fyrsta sinn í leikstjórastólunum. Þó eru þau engir nýgræðingar. Jenson hefur starfað sem teiknari í tvo áratugi og kom ríkulega að gerð The Road To Eldorado en Adamson er þaulreynd- ur brellusérfræðingur sem komið hefur að myndum á borð við True Lies, Batman Forever og Batman and Robin. „Þegar ég ákvað að setja á stofn nýtt kvikmyndafyrirtæki þá var það ætíð mitt stóra markmið að koma á fót teiknimyndadeild,“ segir Katzen- berg. „Einfaldasta skýringin er sú að ég er forfallinn unnandi teiknimynda og veit ekkert ánægjulegra en að vinna að þeim. Það er tvennt sem gerir teiknimyndirnar svo yndisleg- ar; hið óendanlega ímyndunarafl sem þær bjóða upp á og hversu mikil hópvinna er fólgin í gerð þeirra. Þær hringsnúast ekki í kringum einhverj- ar stórstjörnur heldur standa og falla með hópefli sérfræðinga á öll- um sviðum sköpunargáfunnar. Það eru vinnubrögð mér að skapi.“ Katzenberg þvertekur fyrir að markmið sitt sé að klekkja á gamla vinnuveitanda sínum Disney: „Ég er ekki að þessu til að ögra Disney á einn eða neinn hátt, heldur til þess að auka víddina á því sviðinu sem hefur því miður ekki verið mjög mik- il hingað til. Og það er það sem Dreamworks SKG hefur nákvæm- lega gert. Breiddin er nú þegar orðin meiri, umfjöllunarefnin fjölbreyttari og teiknimyndir ekki lengur einvörð- ungu stílaðar inn á börn. Kjarni málsins er náttúrlega sá að teikni- myndir bjóða upp á óendanlega möguleika og ættu því ekki að höfða til eins afmarkaðs hóps.“ Fyrir 4 ára til 104 ára – Eru efnistökin í Shrek þá á ein- hvern veg hugsuð sem liður í þessari útvíkkun teiknimyndaformsins? „Algjörlega.“ Katzenberg er enn með orðið. „Við lögðum mikið upp úr því að hún yrði ævintýri sem höfðaði til allra aldurshópa, hefði sem víðustu skírskotun. Það yndislega við hana, að mínu viti, er að hver aldurshópur ætti að geta túlkað hana á sinn hátt – fá eitthvað fyrir sinn snúð sem aðrir hópar eru kannski ekkert að skynja. Það var t.a.m. algjör upplifun að sjá viðbrögð fyrstu áhorfenda að mynd- inni. Börn og fullornir voru hlæjandi á gjörsamlega ólíkum stöðum. Hlógu eiginlega alveg til skiptis þannig að úr varð hin magnaðasta hlátur- bylgja, nokkurs konar mexíkósk hlátursalda. Það snart mig líka að lesa ummæli eins og gagnrýnanda kvikmynda- tímaritsins Variety, sem sagði myndina höfða til áhorfenda allt frá 4 ára til 104 ára. Það var nákvæm- lega tilgangurinn.“ Ekki skotið á Disney Í Shrek er gert góðlátlegt grín að hinu sígilda ævintýraformi og að því er virðist hvernig Disney hefur tekið á þeim í gegnum árin. Þannig er að finna nett skot á eyrnastóra fílinn hann Dúmbó, Mjallhvít og dvergana hennar sjö, Gosa sem ekki getur hætt að segja ósatt og vondu stjúp- una í Öskubusku sem þvingar tal- andi spegil til að auka sjálfstraust sitt. Þær raddir hafa heyrst að með þessu sé Katzenberg að skjóta nettu en hnitmiðuðu skoti á meinta væmni og silkihanskameðhöndlun Disney á þessum gömlu ævintýrum. „Ég er algjörlega ósammála,“ svarar hann til um þær getgátur. „Tilgangurinn var að gera meinlaust grín að sjálfum ævintýrunum sem slíkum, ekki hvernig Disney tók á þeim. Reyndar ef betur er að gáð er fátt sem okkur er heilagt og blamm- eringarnar fá að fjúka til hægri og vinstri, blygðunarlaust.“ Nú vaknar Adamson til lífsins: „Við höfðum samt að leiðarljósi að þótt greinilega væri verið að gera grín að ákveðnum hlutum eða per- sónum gengi það aldrei svo langt að vera meiðandi, illa innrætt eða nið- urlægjandi.“ Adamson er það sem stundum er kallað sláni. Hann er með axlasítt, ljóst hár. Svolítið hippalegur og talandinn afhjúpar ólgandi ástríðu í garð umræðuefnis- ins. „Það á enginn að þurfa að vera sár út af skotunum í myndinni því þau eru öll meinlaus. Fyrst og fremst átti þetta alltaf að vera ljúft og upp- byggjandi ævintýri með góðum boð- skap,“ segir hann síðan og ekki er laust við að greina megi ofurlítinn hæðnistón í rödd hans. Augljóslega nettur prakkari. Myers tók við af Farley heitnum – Tölvugrafíkin í myndinni er með því betra sem sést hefur hingað til og nákvæmnin mikil. Hver voru mark- miðin hvað það varðar? „Vitanlega gáfum við nákvæmn- inni góðan gaum,“ svarar Jenson, brosmild og aðlaðandi kona, jafnvel svolítið kennslukonuleg í útliti. „Við höfðum samt engan áhuga á því að gera allt sem „eðlilegast“, gera mannfólkið sem líkast alvöru mannfólki. Það heillar okkur ekkert. Það heftir hreinlega ímyndunaraflið. Fremur vildum við skapa nýjan æv- intýraheim, með hreinræktuðum ævintýrapersónum og við erum ein- mitt stoltust af því að hafa afrekað það.“ – Voru persónur skapaðar með ákveðna leikara sem ljá þeim raddir í huga og hversu stóran þátt eiga leik- ararnir í orðræðum þeirra? „Já, við vorum búin að skipa í helstu hlutverkin áður en teikningar hófust og þróun persóna,“ svarar Katzenberg. „Persónur, eða réttara sagt fyrirbæri, Eddies Murphys (sem leikur asna), Cameron Diaz (prinsessan) og Johns Lithgows (vondi prinsinn) voru þannig fullmót- aðar með þau í huga en upphaflega átti Chris heitinn Farley að leika Shrek þannig að hann endaði sem einhvers konar blanda af Farley heitnum og góðvini hans Mike Myers, sem leysti hann af. Hvað þátt leikara í orðræðunni varðar þá á Murphy, eins og gefur að skilja heilmikið, hann getur náttúr- lega ekki hætt að bulla þegar hann á annað borð er byrjaður. Myers bjó líka til slatta á staðnum, t.a.m. þenn- an ótrúlega hreim, sem er einhvers konar grautur af skosku, írsku og kanadísku – nákvæmur Shrek- hreimur.“ – Nú í kjölfar velgengni þessarar myndar og Toy Story-myndanna, teljið þið vera hættu á því að tölvu- teiknaðar myndir fari brátt að leysa þær hefðbundnu af hólmi? „Nei ég á alls ekki von á því,“ svar- ar Jenson. „Eina sem það gerir er að auðga flóruna og ég er sannfærð um að bæði formin eiga eftir að geta lif- að góðu lífi saman í framtíðinni.“ skarpi@mbl.is Græna byltingin Spánnýjar en þó sígildar söguhetjur í ævintýrinu um græna tröllið Shrek. Vinsælasta mynd ársins, enn sem komið er, er tölvuteiknimyndin Shrek. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við framleiðanda myndarinnar, mógúlinn Jeffrey Katzen- berg og leikstjóra hennar á heimsfrumsýn- ingunni í Cannes fyrr í sumar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Mike Myers mætti til frumsýningarinnar í Cannes ásamt Katzenberg (á hægri hönd) og leikstjórunum Anderson og Jenson (á vinstri hönd). Sýningar hafnar á tölvuteiknimyndinni Shrek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.