Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 43
María Anna Þorsteinsdóttir í Reykjavík skrifaði mér bréf sem hér fer á eftir með einni úr- fellingu, og færi ég bréfritara bestu þakkir. „Sæll og blessaður Gísli. Ég er ein þeirra sem reglu- lega lesa þætti þína um íslenskt mál og hef gaman og fróðleik af. Ég hef oft hugsað um að senda þér fyrirspurn um eitt og annað sem kemur í hugann sérstak- lega þegar ég er að kenna um íslenskt mál. (Ég kenni nú um stundir íslensku við Viðskipta- og tölvuskólann í Reykjavík). Tungumálið er óendanleg upp- spretta hugmynda og sérstak- lega þykir mér skemmtilegt þegar þú skrifar um orðsifja- fræði. Síðustu pistlar um kvensemi sjómanna í tengslum við vísuna „Þyrsklingur um þorska- grund...“ ráku mig loks að tölv- unni og ætla ég að senda þér ljósrit úr sögunni af Ólafi Þór- hallasyni eftir Eirík Laxdal. Sagan er rituð um aldamótin 1800 og því líklega elsta skráða dæmið um að kvensamir menn séu fisknari en aðrir. Eins og fram kemur í frásögninni eru ungir menn og fjörugir að veið- um og þykir undarlegt að Ólaf- ur, sem er mikill kvennaljómi, veiðir ekki neitt. Ólafur tekur svo frýjun skipverja að hann grípur ryðgaða hákarlasókn og með henni húkkar hann þessa líka fögru hafmey. Hafmeyjan er ekki aðeins fríð og rík heldur líka hámenntuð og sprettur mikil saga af þessum happa- drætti, sem þú getur skemmt þér við að lesa ef þú hefur ekki þegar gert það (Sagan kom út hjá Þjóðsögu 1987). (Hér sleppir umsjónarmaður kafla um örnefni á Vestfjörðum. Hann er ekki maður til þess að fjalla um þau, svo að vel sé). Fyrst ég er nú komin af stað. Kvenmannsnafnið Blær veldur mörgum beygingarvandræð- um. Eignarfallið Blævar þykir skrýtið þótt flestum þyki það öllu betra en Blæs enda þá karl- kyn. Á mínu ágæta landakorti yfir Vestfirði sá ég örnefnið Blævardalur á Snæfjallaströnd. Veist þú eitthvað um þetta nafn frekar? Og eitt enn. Nemendur mínir eru ókátir með að ekki þyki gott að segja: „Áttu nokkuð súkku- laði?“ Ég kenni þeim hliðstæðu myndina í þessu dæmi „nokk- urt“ en er að sumu leyti sam- mála nemendum að merkingin í fyrra dæminu sé að einhverju leyti önnur – spurning algjör- lega út í loftið – ekki er neitt sérstaklega verið að biðja um súkkulaði – kannski bara eitt- hvað – gott í munninn? Hvað segir þú um þetta? Læt nú gott heita og óska þér gleðilegs sumars og langra líf- daga á Mogganum. Bestu kveðjur.“ Frá umsjónarmanni: Honum finnst orðsifjafræði, eins og bréfritara, mjög skemmtileg, en þar er margs að gæta og margt að varast. Hollendingur- inn Jan de Vries er einhver hinn varkárasti í þessum fræðum sem ég hef lesið eftir. Hann segir gjarna á þýsku um það sem hann veit ekki fyrir víst: „Etymologie unklar, etymolo- gie umstritten, etymologie un- sicher“, og þegar allt er hulið móðu og mistri: „Das Wort ist dunkel = orðið er myrkt. Kvenmannsnafnið Blær er erfitt í meðförum. Þetta er tök- unafn úr ensku Blair, og Hall- dór Laxness gæddi það lífi í Brekkukotsannál. Eignarfallið hlýtur að vera Blævar. Ég veit ekki til þess að mannanafna- nefnd hafi viðurkennt nafnið. Súkkulaði þekki ég ekki í svo víðri merkingu, að það merki sælgæti yfirleitt, en mér þykir gott að María Anna heldur fast við regluna um sérsætt og hlið- stætt í notkun fornafnanna ein- hver og nokkur.  Bréf Kristínar Pétursdóttur, lokakafli: „6) Framkvæmdastjóri virðu- legs bókaforlags sem spurður var um samruna tveggja bóka- forlaga, sagði: „Undirliggjandi í málinu er þetta...“ Talsmenn stofnana og ráðuneyta eru ákaf- lega eintrjáningslegir í tali. Endalaust er verið að skoða eða fara ferðir ofan í mál.“ „Okkar stofnun eða ráðuneyti er að skoða eða fara ofan í málið,“ gellur sífellt við. Ekki er sagt: „Stofnun okkar er að athuga málið.“ Nýtt sérfræðingamál er að skapast í kring um EES-- samninginn og ekki hefði veitt af að fá góðan íslenskumann eins og þig til að taka til hendinni í skýrslunni frá utanríkisráðuneytinu. 7) En svo er allt menningar- vitaliðið sem maður furðar sig stundum á að skuli hafa komist í gegn um menntaskóla, hvað þá háskóla. 8) Fólk segir enn: Mér eða mig hlakkar til, í útvarpi og sjónvarpi. 9) Fólk í útvarpi og sjónvarpi segir enn: Ég versla vöru á Laugavegi. Í staðinn fyrir að kaupa vöru á Laugavegi. Ágæti Gísli, gerðu það fyrir mín orð að taka alla þessa bölv- aða bögubósa sem viðriðnir eru útvarpið og sjónvarpið, hvaða kyns sem þeir kunna að vera, á beinið og skipa þeim að hlífa tungunni. Og þú mátt gjarna vitna í mig ef þú vilt. Ég heyrði að vinur minn, Guðni Kolbeinsson, réð ekkert við þetta á einni mínútu, enda er þetta alger firra og móðgun við málið, að ætla því ekki lengri tíma. Hvað kemur næst, mál- farshálfmínútan? Ég ætla ekki núna að minnast á öll letidýrin og pokadýrin í útvarpsráði sem nenna ekki að hugsa um framtíð tungunnar. Það bíður síns tíma. Kristín Pétursdóttir, ís- lenskukennari og baráttukona gegn hrörnun íslenskunnar. P.S. Mér hefur alltaf fundist þú ásamt Pétri Péturssyni vera persónugervingur málsins. Gerið það nú fyrir mig, bjargið íslenskunni.“ Umsjónarmanni þykir gott að vera líkt við Pétur Pétursson. Hann telur víst að átt sé við Pétur þul. En til að bjarga ís- lenskunni þarf öll þjóðin að vera samhuga og sammála.  Hlymrekur handan kom að máli við mig og bað mig að leið- rétta limru sína úr þætti 1117. Hún átti að vera svona: Hálft annað dúsín hestastóð yfir heilhveitiakurinn besta óð. Sagði Páll: Þetta er bölvað en betra en ölvað og uppáþrengjandi gestaflóð. Umsjónarmaður átti sök á villunni og biður Hlymrek og aðra lesendur afsökunar. Auk þess þykir umsjónar- manni leiðinlegt að sjá og heyra staglið um að KA og Þór séu „erkifjendur“. Þar eru engir óvinir. Hitt gæti staðist, að þessi félög væru aðalkeppi- nautar. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1119. þáttur MESSUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 43 ÁSKIRKJA: Bent á guðsþjónustur í nágrannakirkjum vegna sumarleyfa starfsliðs Áskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermdar verða Anna Kristín Harðardóttir, Noregi, aðsetur Smárarimi 70, og Hafdís Teresa Mac Dowell, Bandaríkjunum, aðset- ur Ýrabakki 26. Organisti Guðmund- ur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Félagar úr Dómkórnum syngja. Org- anisti Marteinn H. Friðriksson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Klara Hilmarsdóttir, guðfræð- ingur, prédikar. Kirkjukór Grensás- kirkju syngur. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Ólafur Jóhannsson. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheim- ili: Guðsþjónusta kl. 10.15. Sr. Hreinn S. Hákonarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Lára B. Eggertsdóttir. Sr. Sigurður Pálsson. Hádegistónleikar í dag, laugardag, kl. 12–12.30. Fel- ix Hell frá Þýskalandi leikur á orgel. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Lesmessa-morgun- bænagjörð kl. 11 í litla sal í safnaðarheimili. Lena Rós Matt- híasdóttir, guðfræðinemi, leiðir stundina. Kaffisopi. Sóknarprestur verður í sumarleyfi til 8. ágúst. Sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur Bústaðakirkju, þjónar Langholts- prestakalli á meðan. LAUGARNESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Athugið breyttan messu- tíma. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel og Kór Laugarneskirkju syng- ur. Meðhjálpari er Eygló Bjarnadóttir og sr. Bjarni Karlsson þjónar. Með- an á prédikun og altarisgöngu stendur bjóða tvær unglingsstúlkur, Matthildur og Snædís, upp á barna- gæslu. Messukaffi. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgi- stund kl. 11 í umsjón Halldórs Árna- sonar. Organisti Pavek Manasek. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Hlé verður á helgihaldi kirkjunnar vegna sum- arleyfa starfsmanna fram til 19. ágúst. Kirkjan er hins vegar opin til allra kirkjulegra athafna í allt sum- ar. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðs- þjónusta í kirkjunni vegna viðhalds og sumarleyfa starfsfólks. Fyrsta guðsþjónusta eftir hlé verður 19. ágúst. Bent er á helgihald í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Prestur sr. Gunnar Sigur- jónsson. Organisti: Kjartan Sigur- jónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Engin guðsþjónusta í kirkjunni vegna sum- arleyfa starfsfólks. Fyrsta guðsþjón- usta eftir hlé verður 12. ágúst kl. 20. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Anna Sigríður Páls- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organ- isti: Hörður Bragason. HJALLAKIRKJA: Nú standa yfir mikl- ar framkvæmdir í Hjallakirkju. Verið er að skipta um gólfefni í kirkjuskipi og sinna ýmsu viðhaldi. Af þeim sökum fellur helgihald niður í sumar en guðsþjónustur hefjast aftur um miðjan ágústmánuð. Bent er á helgihald í öðrum kirkjum Kópavogs eða prófastsdæmisins. Við minnum á bæna- og kyrrðarstundir sem verða áframhaldandi á þriðjudögum kl. 18 á neðri hæð kirkjunnar. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sumar- leyfa verða ekki guðsþjónustur í kirkjunni í júlímánuði. Næsta guðs- þjónusta verður sunnudaginn 5. ágúst kl. 11. Kirkjan er opin á venjulegum opnunartímum og kirkju- vörður til staðar. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Altarisganga. Organisti er Guðný Einarsdóttir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sam- koma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyr- irbænir. Olaf Engsbraten prédikar. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 20, lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðumaður Vörður L. Traustason forstöðumaður. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðis- samkoma sunnudag kl. 20 í umsjón Áslaugar Haugland. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- koma kl. 17 í dag. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir talar. Matur seldur eftir samkomu. Allir hjartanlega vel- komnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: 22. júlí - 29. júlí. Reykjavík - Kristskirkja í Landa- koti: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30 Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. 23. júlí: vígsludagur Kristskirkju (1929, stórhátíð). Reykjavík - Maríukirkja við Rauf- arsel: Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 17.00. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Mið- vikudaga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík - Barbörukapella: Skóla- vegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtudaga kl.19.30: Skriftir. Kl. 20.00: Bænastund. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður og Vestfirðir: séra Marek er í sumarleyfi. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 16. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Guðsþjónusta kl. 11 með léttum æskulýðssöngvum og gítarleik. Skírn. Æskulýðsfulltrúinn okkar, Ólafur Jóhann Borgþórsson, lætur af störfum og kveður. Hvet ég alla samstarfsmenn og ungt fólk í Æskulýðsfélagi Landakirkju að fjöl- menna, kveðja kappann og óska honum góðs gengis í guðfræðinám- inu í vetur. Allir hjartanlega vel- komnir. Kaffisopi í safnaðarheim- ilinu eftir þessa æskulýðsmessu á sumri, kl. 14 helgistund á Hraun- búðum. Allir hjartanlega velkomnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Julian Hewlet. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hans Markús Hafsteinsson. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sig- urður Helgi Guðmundsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta í Vídalínskirkju kl. 20.30. Félagar úr kór kirkjunnar leiða al- mennan safnaðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson þjónar við at- höfnina. Mætum vel og eigum ró- lega stund að afloknu helgarfríi. Prestar Garðaprestakalls. NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Barn borið til skírnar. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guðmundsson- ar organista. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fermingar- messa sunnudag kl. 11 árd. Fermd- ur verður Pétur Þór Kalatschan frá Bandaríkjunum, p.t.a Heiðarhorni 12, Keflavík. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkur- kirkju leiðir söng. Organisti og kór- stjóri Örn Falkner. Meðhjálpari Hrafnhildur Atladóttir. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Morguntíð sungin kl. 9 frá þriðju- degi til föstudags. Kaffi og brauð að henni lokinni. Foreldrasamvera kl. 11 á miðvikudögum. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Borgarnes- kirkja. Messa kl. 14. Álftártungu- kirkja: Messa kl. 17. Sóknarprestur HÓLADÓMKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Forsöngvari Jó- hann Már Jóhannsson. Organisti Jó- hann Bjarnason. Séra Magnús Magnússon prédikar og þjónar fyrir altari. Allir velkomnir. BAKKAGERÐISPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Vinaminni á Borgarfirði eystra kl. 11 f .h. (vegna viðgerða á kirkjunni). Organisti Kristján Giss- urarson. Allir velkomnir. Sóknar- prestur. HJALTASTAÐARKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Sumarbúðirnar við Eiðavatn koma í heimsókn. Arna Grétarsdóttir sumarbúðastjóri pré- dikar. Organisti Muff Worden. Allir velkomnir. Sóknarprestur. MÖÐRUDALSKIRKJA: Á sunnudag verður árlega messa í Möðrudals- kirkju. Messan hefst kl. 14. Barn verður borið til skírnar. Sóknarprest- urinn, séra Lára G. Oddsdóttir, pré- dikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Kristín Axelsdóttir, kór Möðru- dalssóknar syngur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta verður í Þingvallakirkju kl. 14. Þor- valdur Halldórsson verður forsöngv- ari eins og honum er einum lagið. Organisti: Guðmundur Vilhjálmsson. Prestur: Sr. Þórey Guðmundsdóttir MOSFELLSPRESTAKALL Grímsnesi: Helgistund verður í Grunnskólanum á Laugarvatni kl. 16.30, sunnud. Þorvaldur Halldórsson syngur og leikur undir almennum söng. Prest- ur: Sr. Þórey Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Ómar Mosfellskirkja. Guðspjall dagsins: Réttlæti faríseanna. (Matt. 5.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.