Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 21 LÍTIÐ hefur verið til af bláberjum í verslunum Bónuss undanfarið og sums staðar var ekkert til í gærmorg- un. Í sjö af fimmtán verslunum voru engin bláber til sölu á fimmtudag en þann dag birti Morgunblaðið verð- könnun á bláberjum sem leiddi í ljós að Bónus bauð lægsta verðið, askjan sem í eru 551 ml. er seld á 169 krónur. Margir neytendur sem höfðu hug á að kaupa ódýr ber hafa því farið fýlu- ferð. Meira magni dreift Skýringin að mati Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss, er sú að ekki var pantað nóg af bláberjum fyrir helgina en bætt hafi verið úr því hið snarasta. Í gær- dag segir hann að dreift hafi verið meira magni í allar verslanir höfuð- borgarsvæðisins og sending komi til landsbyggðarverslana í dag. „Bónus hefur selt um 10.000 öskjur það sem af er júlí. Berin hjá okkur eru seld langt undir kostnaðarverði en við munum hins vegar halda áfram að selja bláber, það er ekki spurning.“ Lítið verið til af blá- berjum í Bónus NOKKUÐ skortir enn á að verð- merkingar geti talist viðunandi í sýn- ingargluggum verslana en breyting hefur orðið til batnaðar frá sama tíma í fyrra, að sögn Kristínar Færseth, deildarstjóra hjá Samkeppnisstofn- un. Í síðastliðnum mánuði athugaði Samkeppnisstofnun hvernig staðið væri að verðmerkingum í 603 sér- verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Athugaðar voru verðmerkingar bæði inni í verslunum og í sýningarglugg- um í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Sel- tjarnarnesi. Í ljós kom að í 24% til- vika voru vörur í sýningargluggum ómerktar, í 19% þeirra var verð- merkingum áfátt og í 57% tilvika var ekkert við verðmerkingar í sýning- argluggum að athuga. Árið 2000 var hlutfall óverðmerktrar vöru í glugg- um 47%. Snyrti- og blómaverslanir verðmerkja vörur illa „Verðmerkingar inni í þessum sömu verslunum eru óaðfinnanlegar í 95% tilvika en hlutfallið var 87% í sambærilegri athugun sem gerð var í fyrra. Í 4% tilvika er verðmerkingum áfátt og í tæplega 1% tilvika eru vörur inni í verslunum óverðmerkt- ar.“ Ef litið er á verðmerkingar eftir verslunargreinum kemur verulegur munur í ljós, að sögn Kristínar. Bóka- og ritfangaverslanir skera sig úr hvað góðar verðmerkingar í gluggum varðar. Snyrtivöru- og blómaverslan- ir skera sig hins vegar úr hvað lélegar verðmerkingar snertir. Verðmerkingar í verslunum Vörur ómerkt- ar í 24% tilvika                              !  "                                               ! "              "" #   "     "  "    #$%&       $$$   $$$              % & '(& ')& ' & ('& ('& ))& *(& *& (& %& (& * & ))& & *'& *$& $' *&  & %& )& )& ))& $& *%& Hef ég rétt til að láta fella tré ná- grannans ef það skyggir á svæði í garðinum mínum? „Við fáum fjölmargar fyrir- spurnir um rétt fólks til að láta fjarlægja eða klippa niður tré í garði nágrannans og sérstaklega á vorin þegar þau laufgast og á haustin þegar laufin fara að falla af,“ segir Bjarni Þór Jónsson lög- fræðingur hjá Byggingarfulltrúan- um í Reykjavík. Í byggingareglu- gerð frá 1998 segir að sé trjám plantað við lóðamörk samliggjandi lóða megi hæð þeirra ekki verða meiri en 180 cm nema lóðarhafar beggja lóða séu sammála um ann- að. Ekki má planta hávöxnum trjá- tegundum nær lóðamörkum að- liggjandi lóða en 3 m og er lóðarhafa skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóða- marka. „Stærstur hluti húsa var byggður áður en þessi lög tóku gildi og því eru aðstæður yfirleitt ekki svona. Ef gróður nágrannans veldur óþægindum með því að skerða verulega birtu í híbýlum eða á dvalarsvæði lóðar getur fólk lagt inn kvörtun til byggingar- nefndar sem getur að athuguðu máli krafist þess að hann sé fjar- lægður.“ Spurt og svarað Tré sem skyggja á að- liggjandi lóðir Morgunblaðið/Sigurður Jökull um neytendamál Ný rakvél fyrir konur GILLETTE hefur þróað nýja rakvél fyrir kon- ur. Rakvélin ber heitið Venus. Hún er með þrjú rak- vélarblöð og miðast við að auðvelda rakstur á erfiðum stöðum eins og undir höndum, á leggjum og víðar. NÝTT Etcetera- listinn frá Kays ÚT er kominn nýr pöntunarlisti frá Kays. Í listan- um er fatnaður og ýmislegt tengt heimili og líkamsrækt. Listinn fæst hjá B. Magnússyni. Stór rúllutertubrauð NÝLEGA komu á markað stór rúllutertubrauð frá Ragnari bakara. Brauðin eru ætluð í stórar brauð- tertur og eru seld í fjórum skorpu- lausum sneiðum í hverjum pakka. Skúffuköku-möffins FRAMLEIÐANDINN Kex- smiðjan ehf. hefur sett á markað skúffuköku-möffins. Um er að ræða 400 g poka. „EFTIR að hafa fengið vikulega í gegnum árin fjölmargar upphring- ingar frá fólki sem átti í vandræðum með að lesa þvottamerki ákváðum við að setja merkin og útskýringar á þeim á heimasíð- una okkar,“ segir Guð- jón Jóns- son, eigandi fatahreins- unarinnar Hraða, en ýmiss konar þvottaleiðbeiningar er að finna á heimasíðu fyrirtækisins sem opnuð var fyrir ári. Auk skýringa á þvotta- merkjum eru þar upplýsingar um erfiða bletti og svarþjónusta þar sem fólk getur sent inn tölvupóst með spurningum sem það kann að hafa varðandi hreinsun. Guðjón er ekki frá því að hringing- unum hafi fækkað nokkuð síðan heimasíðan var opnuð. „Yfirleitt hafa þetta verið ungar konur sem eru kannski að þvo fatnað í fyrsta sinn eða eru með nýja flík í höndunum sem þær vita ekki hvernig þær eiga að meðhöndla. Nú eru hins vegar ungu karlarnir farnir að hringja mun meira en áður svo ég tel nokkuð ljóst að þeir eru farnir að taka meiri þátt í heimilisstörfunum.“ Þvottamerki á Netinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.