Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 33
mínum að fá að dveljast hjá þér og fjölskyldu þinni í nokkur sumur sem vinnumaður og frá þeim tíma hefur ávallt verið sterk taug á milli okkar sem aldrei slitnaði, sú taug styrktist enn frekar þegar ég eignaðist fjöl- skyldu. Þú reyndist sambýliskonu minni vel og voru þið mestu mátar, einnig börnum mínum eins og þú værir afi þeirra. Margar samverustundirnar höf- um við átt saman, þú varst mjög fróður maður og þekking þín á Ís- lendingasögunum var með eindæm- um, þú hjálpaðir mér og leiðbeindir sem faðir væri og mun ég ávallt minnast ráða þinna. Þegar horft er til baka og minn- ingarnar hrannast upp í huga manns um góðan dreng, sem fallinn er frá, sækir að mér mikill söknuður og leiði, en lífið heldur áfram og það ylj- ar mér að geta þrátt fyrir mikinn söknuð rifjað upp allar þær dásam- legu stundir sem við áttum saman. Þó fallinn sé frá góður drengur mun minning hans lifa. Ein eftirminnilegasta samveru- stundin var fyrr á þessu ári er við fórum saman akandi frá Akureyri til Selfoss eftir enn eina aðgerðina sem þú máttir þola þar. Þú hafðir á orði að nú yrði ég að vara mig á þér því bráðlega gætir þú hlaupið mig uppi því aðgerðin hefði heppnast svo vel. Við þökkum þér, elskulegi frændi og vinur, fyrir samverustundirnar sem við áttum með þér og munun varðveita minninguna um þig í hjarta okkar. Elsku Sigga, Róbert, Sigfús, Haukur, Sirrý og fjölskyldur, megi Guð varðveita ykkur og styrkja. Rikard, Steinunn og börn. Andlát kærs vinar og frænda bar óvænt að og var mér harmafregn. Frá þeirri stundu hafa minningar flögrað um hugann. Ég átti því láni að fagna að dvelja með Sigurjóni frænda um lengri og skemmri tíma um ævina. Fyrst í Granaskjóli, en Sigurjón þá ungur maður leigði herbergi á heimili for- eldra minna, en síðar í sveitinni. Á þeim árum gaf Sigurjón sér tíma til að gantast við ungan mann. Ég minnist stríðni hans og glettni. Enn eru mér minnisstæð áflog okkar og galsi. Hann leyfði mér ávallt að sigra að lokum. Mikið var ég þá stoltur og montinn. „Sástu frændi, þetta gat ég!“ Þrátt fyrir ýmis prakkarastrik sem hann varð fyrir af minni hálfu (búinn að koma Willys-jeppanum niður hálft Granaskjólið á startaran- um, hirðandi 5 aurana úr bauknum) minnist ég þess ekki að hann hafi nokkurn tímann tekið í lurginn á mér, þrátt fyrir að unnið hafi verið til þess í þó nokkur skipti. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma og þær minningar sem ég á frá þess- um árum. Seint verður ofmetið upp- eldislegt gildi þess að eiga samleið með góðu fólki á uppvaxtar- og mót- unartíma. Þegar Sigurjón tók ákvörðun um að flytja aftur í sveitina (gæfuspor því þar fann hann Siggu sína) var hans sárt saknað af drengstaula. Sem betur fer týndi ég ekki vini mínum. Ég hef fylgst með honum í gegnum stóran hluta lífsins. Þegar hann fann ástina í sínu lífi og upp- vexti barna hans og barnabarna. Ég er þakklátur fyrir þann áhuga sem hann ávallt sýndi mér og minni fjölskyldu. Ég minnist hans og Siggu veifandi úti á hlaði á Borgarfelli þegar gestir voru kvaddir, því enginn fór frá þeim bæ án góðrar kveðju og óska um far- arheill. Þökk fyrir hangikjötssendingarn- ar sem bárust mér fyrir jólin í fleiri ár þegar heimþráin sótti á er ég var í framhaldsnámi erlendis. Þá var gott að finna hlýja strauma frá vinum heima á Íslandi. Fastur fyrir í skoðunum og skap- mikill en sanngjarn og heiðarlegur, dugmikill og framsýnn, ljúfur og hjálpsamur, slíkur maður var Sigur- jón frændi. Að leiðarlokum þakka ég kærum frænda samferðina og vináttuna. Hans er nú sárt saknað. Ég sendi fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Örn Thorstensen. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 33 ✝ RagnheiðurMarkúsdóttir fæddist á Landspítal- anum í Reykjavík 17. september 1954. Hún lést í Sjúkrahúsi Suð- urlands 16. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Markús Þorkelsson, f. 6.6. 1918, og Margrét Öfjörð Magnúsdóttir, f. 5.6. 1923, búsett á Eyrarbakka. Ragn- heiður kynntist 1971 eftirlifandi eigin- manni sínum, Helga Ingvarssyni, skipstjóra og núver- andi starfsmanni Hafrannsókna- stofnunar, f. 15.6. 1950, og giftu þau sig í Eyrarbakkakirkju 20. janúar 1973. Þau eiga fjögur börn, Kjartan Þór, f. 15.9. 1971, Gunnar Örn, f. 25.10. 1972, Ómar Vigni, f. 26.4. 1980, og Guð- rúnu Öldu, f. 28.6. 1984, sem öll eru bú- sett í heimahúsum. Systkini Ragnheið- ar, sammæðra, eru: Þórarinn Öfjörð Sig- urðsson, f. 25.6. 1942, Kjartan Sig- urðsson, f. 23.8. 1943, d. 16.10. 1972, og Sveinn Ármann Sigurðsson, f. 6.10. 1944. Alsystkini Ragnheiðar eru: Þorkell Heimir, f. 15.11. 1950, Magnús Öfjörð, f. 3.10. 1958, og Kolbrún, f. 13.9. 1966. Útför Ragnheiðar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Okkur langar að minnast í nokkr- um orðum hennar Ragnheiðar, syst- ur okkar og mágkonu. Ragnheiður fæddist í Reykjavík 17. september 1954 og ólst upp í Vallarhjáleigu í Gaulverjabæjar- hreppi, hjá foreldrum sínum þeim Markúsi og Margréti til fjögurra ára aldurs en þá flytja foreldrar hennar að Gerðum í sömu sveit og elst hún þar upp til sautján ára aldurs, er hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sín- um Helga Ingvarssyni. Þau byrja sinn búskap á Selfossi í Smáratúni 14 í kjallaranum hjá föðursystkinum Ragnheiðar, þeim Þorgerði og Þóri, síðan flytjast þau 2 ár til Vestmanna- eyja og koma svo aftur á Selfoss en 1978 flytjast þau á Eyrarbakka þar sem þau hafa búið síðan. Helgi var lengst af á sjónum og það kom því í hlut Ragnheiðar að bera þungan af heimilisstörfum og barna- uppeldi eins og sjómannskvenna er siður, en ekki lét hann sitt eftir liggja þegar hann var heima og saman komu þau börnunum sínum öllum vel til manns eins og glöggt má sjá. Spor þeirra systkinanna eru þung núna er þau sjá á eftir móður sinni sem aldrei af þeim leit í dagsins önn og hafði alltaf tíma fyrir þau. En þau eru samstillt og dugleg eins og þeir einir eru sem treyst er og vilja vera traustsins verðir. Ragnheiður og Helgi voru höfð- ingjar heim að sækja og söknum við þess nú að þær heimsóknir voru ekki fleiri, en þegar fólk er ungt finnst manni alltaf að tíminn sé nógur og ekki óraði okkur fyrir því að Guð þyrfti að taka hana svona fljótt frá okkur. Ragnheiður átti við erfiðan sjúk- dóm að stríða sem fyrst gerði vart við sig 1996 og virtist bjart í fyrstu um bata, en síðastliðið ár er búið að vera henni mjög erfitt og hafa Helgi og börnin staðið við hlið hennar af þeirri alúð sem þeir einir geta sem elska mikið og gat hún verið heima lengst af, en það var það sem hún þráði mest. Nú er því mikla stríði lokið og við vitum að henni líður bet- ur þar sem hún er núna laus við allar þjáningarnar og við vitum að hún fylgist með sínum nánustu þaðan sem hún er og heldur verndarhendi yfir fjölskyldunni sinni. Við biðjum algóðan guð að styðja og styrkja Helga, börnin þeirra fjög- ur, foreldra hennar og aðra aðstand- endur. Fari hún í guðs friði. Við kveðjum ástkæra systur og mágkonu með nokkrum ljóðlínum eftir Huldu: Hin bláasta fjóla fyrr þú varst í föður þíns laukagarði, þá angan og fegurð í æsku barst, sem óskelfd til himins starði. Það yndi er fölnað, en yfir því rís nú elskunnar minnisvarði. Þín bros voru sæt, eins og sólgeislinn þýð og sumar á vöngum þínum er stormurinn æddi um algræna hlíð í einveldismætti sínum, þá bliknaði, skalf og beygði fald það blóm er var fegurst sýnum. Sveinn Ármann, Þorkell og Ragnhildur. Kolla hringdi ofan af sjúkrahúsi um kvöldmatarleytið sl. mánudag og sagði: „Hún er mjög slæm núna og ég verð eitthvað áfram.“ Þó að ég vissi að Ragnheiður gæti kvatt okk- ur á hverri stundu var þetta samt svo óraunverulegt. Ég trúði ekki að kall- ið væri komið. Ragnheiður hafði svo oft komið öllum á óvart, snúið til baka og sagt: „Ég á eftir að gera svo margt að ég má ekkert vera að því að kveðja núna.“ Þegar Kolla hringdi síðan og sagði að baráttunni væri lokið gat ég varla sagt nokkuð, uml- aði bara eitthvað sem átti að vera hughreystandi. Við áttum auðvitað öll að vera tilbúin, við vissum öll að þetta gat ekki endað öðruvísi og höfðum rætt um við hverju væri að búast. Samt er maður aldrei tilbúinn að sjá á eftir ástvinum sínum. Jafnvel þó að dauð- inn geti verið fársjúkum líkn, þá myndast hnútur inni í manni og kökkur í hálsinum. Barátta hennar hafði verið með ólíkindum en samt kannski eins og við var að búast af hennar hálfu. Hún mágkona mín var kjarnakona. Allt hennar fas bar vott um sterkan, ákveðinn og um leið ein- staklega glaðlyndan einstakling sem gleymist engum af samferðamönn- um hennar. Ragnheiður hafði ríka réttlætiskennd og mátti ekkert aumt sjá. Hún stóð fast á sínu og var sjálfri sér samkvæm. Kolla var búin að segja mér margt um stóru systur áður en ég kynntist henni og var ekki laust við að ég kviði fyrir að hitta hana. Mér er því afar minnisstætt hversu vel hún og Helgi tóku mér við fyrstu kynni. Ég hafði eiginlega verið mun kvíðnari að hitta þau en foreldra Kollu, en fyrsta hlát- urrokan frá Ragnheiði eyddi öllum kvíða eins og hún hefur reyndar gert svo margoft síðan. Við Kolla höfum notið þess margoft hversu Ragn- heiður var tilbúin að gefa af sér og leiðbeina okkur við nánast hvert fót- mál. Fyrsta skírnarveislan okkar: „Ég skal halda hana fyrir ykkur og ekki orð um það meir!“ Hún var börnum mínum meira en bara „frænka“, hún var „Ragga frænka“, einhverskonar ofurfrænka sem allir vildu alltaf vera hjá ef á pössun þurfti að halda. Glaðværðin og lífs- gleðin voru engu lík, þótt verið væri að ræða hin alvarlegustu ágreinings- mál gat maður alltaf átt von á skoti frá Ragnheiði sem hleypti úr manni öllum vindi og maður bara hreifst með. Mér finnst eins og Ragnheiður hafi notið sín best þegar nógu margir voru samankomnir. Hún var óþreyt- andi að skipuleggja og halda fjöl- skylduveislur, s.s. þorrablót, júlefro- kosta og hin klassísku jóla- og áramótaboð. Ættarmótin voru henni afar mikilvæg og þar naut hún þess að vera samvistum við alla hina „Lákana“ úr sveitinni sem henni þótti svo vænt um. Sögurnar af uppátækjunum í sveitinni voru stór- kostlegar og alltaf jafn skemmtileg- ar. Þegar síðan er allt í einu komið að kveðjustund þá er maður svo lítill, svo máttvana og svo bitur. Maður er eigingjarn, maður vill halda áfram að njóta samvista við þá sem eru manni mikils virði. Það eru margir sem eiga bágt við fráfall konu eins og Ragn- heiðar. Ég á samt ekkert bágt, því að ég á svo margar góðar minningar og þær deyja aldrei. Elsku Helgi, Kjartan, Gunnar, Ómar og Gugga! Þið eigið alla mína samúð og ég vona að minningarnar hjálpi ykkur líka á þessari sorgar- stundu. Við foreldra, tengdamóður og systkini Ragnheiðar get ég bara sagt: „Ég samhryggist ykkur, en þið nutuð forréttinda að þekkja hana svona lengi.“ Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Agnar. Frænka mín hefur kvatt eftir mikla baráttu við illvígan sjúkdóm, aðeins 46 ára að aldri. Um stund sit ég hljóð og hugsa til baka til þeirra stunda sem ég átti þess kost að kynnast henni betur. Margir hittast aldrei neitt að ráði innan fjölskyldna nema þegar komið er saman og hald- ið ættarmót. Það var einmitt þess vegna að ég og börnin mín fengu tækifæri til að hitta Ragnheiði og fjölskyldu hennar. Það sem ég tók fyrst eftir í fari frænku minnar var óþrjótandi kæti og hlátur. Hún kunni að slappa af og taka ekki sjálfa sig eða tilveruna of hátíðlega, þegar tilefni gafst til að slá á léttari strengi. Vökustundirnar, sem við frænkur úr ýmsum áttum, vörðum saman við tjaldvagninn hennar Ragnheiðar, á ættarmótum undanfarin ár, verða nú sem skemmtilegustu og dýrmætustu minningaperlur, fullar af hlátri og glensi. Ragnheiður skilur eftir sig fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Greinilegt var við fyrstu kynni að mjög gott samband var milli hennar og barna hennar og hún var mjög stolt af hópnum sínum. Sama mátti segja um eiginmann hennar Helga og hana, þau voru augljóslega góðir vinir og samherjar í lífsins misjöfnu veðrum. Það var gott að vera í félagsskap þeirra og kætast, þar voru allir velkomnir og gestgjafarnir samhentir um að gleðjast með glöð- um. Síðast er ég átti þess kost að hitta frænku mína, lá hún á spítala eftir enn eina aðgerð af mörgum. Það eina sem komst að hjá henni var að kom- ast sem fyrst heim og fá almenni- legan fisk að borða, eins og strák- arnir hennar eru vanir að bera heim af sjónum. Það var engan bilbug á henni að finna, þrátt fyrir tvísýnt út- lit. Hún kunni ekki að bera sig illa eða kvarta. Eiginmaður hennar, Helgi, veitti henni allan sinn stuðn- ing og það hefur örugglega verið henni ómetanleg huggun og hjálp í gegnum raunirnar. Stundum er dauðinn léttir, þegar öll dagleg tilvera er full af þjáningu og baráttu. Svo var komið með Ragnheiði frænku, það var kominn tími til að hvílast. En mesta huggunin í mínum huga er sú að þetta er bara hvíld um stund, því tíminn er afstæður meðan við sofum. Kristur hefur sagt í Jó- hannes 11: 25: „Ég er upprisan og líf- ið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi“ og en fremur í Jóh. 14: 3-4: „Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er. Veginn þangað, sem ég fer, þekkið þér.“ Ég trúi orðum Krists fullkomlega og treysti því að hann muni vel fyrir sjá. Tíminn líður hratt og fyrr en varir kemur stund endurfunda, tími til að gleðjast saman og fagna á ný. Þang- að til getum við öll falið líf okkar, gleði og sorgir honum , sem sagði, „komið til mín allir, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, því ég mun veita yður hvíld“. Ég bið Guð að blessa og hugga fjölskyldu og ástvini Ragn- heiðar. Með kærri kveðju frá mér og börnum mínum, Þórdís Ragnheiður Malmquist. „Ragnheiður er dáin, mér þykir það leiðinlegt!“ Svona fékk ég að vita að frænka mín væri dáin. Mér leið illa en samt létti mér, því eftir svona langa baráttu við krabbamein átti hún skilið að fá frið og ég veit að hún fær hann hjá guði, því hún var ein frábærasta manneskja sem ég þekkti. Hún var alltaf ánægð og gat alltaf hlegið að öllu og ég heyri ennþá hláturinn hennar, hvernig hann gat látið alla vera glaða í kring- um hana. Ragga frænka var alltaf til í að passa mig þegar ég var minni, mér leiddist aldrei því hún fann alltaf upp á einhverju sem ég gat gert og oftast fékk ég að gera hvað sem ég vildi. Það sem ég á alltaf eftir að muna er hvað hún var ánægð þegar við flutt- um aftur til Íslands frá Danmörku og svo sagði hún bara um síðustu jól: „Rosalega er gott að þið komuð aftur heim!“ Hún er komin heim núna, því hvar annars staðar á engill að vera nema í himnaríki. Ég sakna þín, Ragga, en ég sé þig aftur hinumegin eftir einhvern tíma. Guðjón. Elsku vinkona. Okkur langar til að þakka þér fyrir allar samverustund- irnar í gegnum árin. En þær voru margar, útilegur og utanlandsferðir, en eina slíka fórum við í desember til að halda upp á afmæli maka okkar og tengdamóður þinnar. Það var ynd- isleg ferð, við hefðum viljað fara margar slíkar ferðir í viðbót. Heyra hlátur þinn og brandara, því þú hafð- ir húmorinn í góðu lagi. Brottför þín kom alltof snemma, við áttum eftir að gera svo margt saman. En vegir Guðs eru órannsak- anlegir. Kannski eigum við eftir að fara slíkar ferðir seinna er við hitt- umst í næsta lífi. Hver veit. Elsku Ragnheiður, við þökkum þér, samfylgdina gegnum árin. Hafðu þökk fyrir allt. Við sendum Helga og börnum, foreldrum og öðrum ættingjum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Þínir vinir, Sigríður og Trausti. RAGNHEIÐUR MARKÚSDÓTTIR                                    ! " #         #   $% ! & &' (  )   *   ! " #  $# % %%  &'! !  %%   ( !"  # %!  %%  ) &! " $#  %%  ! *!! +! " , '!  ! $#  %%   +!  %%  ! ! " "  $ $ "**!$ +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.