Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 39 „ALLIANZ Ísland hf. heitir því á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, að greiða til félagins 500 krónur með hverri barnasparn- aðartryggingu, Forskoti, sem félag- ið selur. Sparnaðartryggingin er leið fyrir foreldra til að gefa börnum sínum forskot út í lífið með því að leggja fyrir mánaðarlega og þannig byggja upp sjóð sem barnið getur notað síðar t.d. til náms eða hús- næðiskaupa. Allianz er stærsta tryggingasamsteypa heims með starfsemi í 77 þjóðlöndum, 113 þús- und starfsmenn og 60 milljónir við- skiptavina. Thomas Pleines, einn af forstjórum fyrirtækisins í Þýska- landi, var staddur hérlendis á dög- unum og afhenti SKB gjöf að upp- hæð hálf milljón króna þegar áheitið var undirritað. Áheit Allianz gildir í tvö ár,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Allianz. Allianz Ísland hf. og SKB Heita á sjúk börn SKJÁVARP og ferðaskrifstof- an Sól hafa að undanförnu staðið fyrir léttum sumarleik á Netinu. Leikurinn fór fram á slóðinni www.skjavarp.is. Svöruðu þátttakendur nokkr- um spurningum og gátu fyrir vikið unnið sér inn sólarlanda- ferð. Á þriðja þúsund manns tóku þátt í leiknum og nú hefur nafn sigurvegarans verið dregið úr pottinum. Sú heppna heitir Freygerður Ólafsdóttir og býr á Ísafirði. Í vinning hlaut Freygerður tveggja vikna ferð fyrir tvo til Kýpur með ferðaskrifstofunni Sól. Á Kýpur verður gist á íbúðahótelinu Ermitage Beach Hotel sem staðsett er við Li- massol ströndina. Hlaut ferð fyrir tvo til Kýpur NÝ auglýsingastofa sem ber heitið Tunglið hefur tekið til starfa í Hellu- sundi 3 í Reykjavík. Í fréttatilkynningu segir að þrír reyndir auglýsingamenn standi að opnun fyrirtækisins. Það eru hönn- uðirnir Þór Ingólfsson og Tómas Tómasson og Anton Helgi Jónsson sem er textagerðarmaður og skáld. „Tunglið býður einstaklingum og fyrirtækjum alhliða þjónustu við gerð auglýsinga- og kynningarefnis og leggur megináherslu á vandaða grafíska hönnun og lifandi textameð- ferð,“ segir ennfremur í fréttatil- kynningu. Ný auglýsingastofa tekur til starfa DILBERT mbl.is SúrefnisvörurKarin Herzog Vita-A-Kombi olía Fullkomnaðu verkið með ......... þakrennukerfi þakrennukerfi Söluaðilar um land allt BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fag men nska í fyrir rúm i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.