Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bergur KristinnEðvarðsson fæddist í Grindavík 20. mars 1973. Hann lést á heimili sínu á Sævangi 23 í Hafn- arfirði 16. júlí síð- astliðinn. Bergur var sonur hjónanna Helgu Enoksdóttur, f. 27. nóvember 1938, og Eðvarðs Karls Ragnarsson- ar, f. 23. júlí 1937. Systkini Bergs eru: Hugrún, f. 16. mars 1956, Ragnar, f. 9. nóvember 1959, Óskar, f. 28. nóvember 1961, Hafsteinn, f. 17. febrúar 1964, og Edda, f. 18. september 1968. Unnusta Bergs er æskuvin- kona hans, Hulda María Stefáns- dóttir, f. 1. júní 1976 í Grindavík, og bjuggu þau saman í níu ár. Bergur ólst upp í Grindavík. Hann stundaði nám í Grunnskóla Grindavíkur, síðan lá leið hans í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem hann lauk stúdentsprófi vorið 1995. Árið 1991-1992 var Bergur við nám í West High- skóla í Iowafylki í Bandaríkjunum og stundaði körfubolta jafnhliða náminu. Bergur hafði lok- ið þriðja ári við lagadeild Háskóla Íslands þegar hann lést, og hafði starf- að í Orator, félagi laganema. Bergur vann sem lögreglu- maður við Sýslu- mannsembættið í Keflavík í eitt og hálft ár áður en hann hóf háskóla- nám. Hann var lögreglumaður í sumarstarfi öll sumur með námi sínu. Bergur var mikill íþróttamað- ur og stundaði körfubolta frá unga aldri, fyrst með UMFG og síðan með liði Hauka í Hafnar- firði. Hann varð bikarmeistari með báðum liðunum. Bergur var einnig leikmaður unglingalands- liðs og landliðs Íslands í körfu- bolta um skeið. Útför Bergs fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku ástin mín. Ég græt þig sáran, ég sakna þín svo mikið að það er sárt. Við áttum svo margar yndislegar stundir sam- an og ég veit að minningarnar munu bera mig í gegnum sorgina við að missa þig. Þú varst alltaf brosandi og brosið þitt er brennt í hjarta mínu. Stríðnisglampinn í fallegu augunum þínum, stóru spékopparn- ir, hláturinn og ég mun aldrei gleyma yndislega góðu lyktinni af þér þegar ég lá hjá þér í hálsakotinu og sofnaði. Ég lifi og trúi að örlögin hafi leitt okkur saman, hlið við hlið, nágrannar í Grindó, þegar við vor- um lítil. Ég veit að ég fæddist til að elska þig og kyssa. Níu árin okkar saman eru bestu ár lífs míns og ég ætla mér ekki að gleyma einu augnabliki sem ég fékk að njóta í faðmi þínum. Bergur minn, ég sakna svo mikið hvernig þú kysstir mig á augun þegar ég var þreytt og hvernig þú komst mér alltaf til að hlæja þegar ég var reið eða pirruð, það varð allt svo einfalt þegar þú komst og hélst utan um mig, það var eins og ekkert annað í öllum heim- inum skipti máli. Nú stendur tíminn í stað því án þín hér kann ég ekki að láta hann líða. Ég þakka Guði fyrir allar myndirnar sem ég á af þér og okkur saman, þú sagðir alltaf að ég væri ljósmyndaóð. Líka öll fallegu bréfin sem þú sendir mér þegar ég var úti í Frakklandi. Ég les þau núna og hugsa til þín og vona að þér líði vel þar sem þú ert. Ég hugga mig við það hverja sekúndu sem líður að nú sértu að sinna einhverju mikilvæg- ara hlutverki annars staðar, þó ég vilji helst öskra og skipa Guði að skila þér til mín aftur. Ég mun sakna þess að sitja ekki hjá þér í skólanum, að geta ekki haldið í höndina á þér í bíó, fara með þér út að skokka og á rúntinn á höfnina. Þú vildir alltaf gleðja mig, lagðir meira að segja á þig að kaupa þér línu- skauta svo þú gætir farið með mér í Nauthólsvíkina. Við gerðum allt saman og áttum svo góðar stundir tvö ein. Þú varst alltaf svo duglegur að þjálfa líkamann, varst alltaf að lyfta og hlaupa. Þú ert svo myndarlegur og hár og stæltur. Enda varstu og ert, ástin mín, fallegasti karlmaður sem ég hef nokkru sinni augum litið. Áramótin 1999/2000 þegar þú baðst mig að giftast þér og gafst mér hringinn var mesti hamingjudagur lífs míns. Ég mun aldrei lifa önnur áramót án þess að hugsa til þín, ást- in mín. Þú varst alltaf svo snyrti- legur og skipulagður og varst alltaf að taka til eftir mig, litla fiðrildið þitt. Þú gerðir mig hamingjusama. Bergur þú hélst mér alltaf niðri á jörðinni, þú varst svo yfirvegaður og þolinmóður. Þú varst kletturinn minn í ólgandi hafi. Þú kenndir mér að opna augun og njóta alls þess góða í kringum mig. Hvað ég gæfi ekki til að fá að njóta þín aftur, ástin mín. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Ben.) Þú verður alltaf rússssínan mín og ég verð þín að eilífu. Ég elska þig óstjórnlega, þín Hulda María. Bergur, elsku drengurinn okkar. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Bergur þú varst yngsta barn hjónanna Lilla og Helgu í næsta húsi við okkur í Heiðarhrauninu í Grindavík. Það var góð samvinna á milli okkar hjónana, þótt einhver aldursmunur væri á milli okkar. Bergur var því strax mikið að leika sér við okkar börn allt í kringum bæði húsin, það voru hann, Kalli frændi hans, Hulda María dóttir okkar og síðan Gunnar sonur okkar, og öll hin börnin í götunni. Þetta voru góð ár fyrir bæði heimilin og börnin kynntust vel. Síðan skildi leiðir. Við fluttum um skeið til Ameríku og þegar við kom- um heim hafði Bergur farið til náms til Ameríku líka. Stuttu eftir heim- komu Bergs veittum við foreldrar Huldu Maríu því athygli að dóttir okkar sat langtímum saman og horfði út um stofugluggann á strák- inn í næsta húsi spila körfubolta í innkeyrslunni, eða bara koma og fara. Hún kallaði: Mamma, komdu og sjáðu hvað hann Bergur er myndarlegur. Það leið ekki á löngu áður en þau fóru að draga sig sam- an, og næstu ár voru þau ýmist hjá okkur eða yfir hjá Bergi. Þegar við svo fluttum í Hafnar- fjörð fyrir sex árum kom Bergur með okkur og þau Hulda María bjuggu í kjallaranum hjá okkur. Þau gerðu allt saman. Voru saman í leik- skólanum, grunnskólanum, kláruðu stúdentsprófið saman og að lokum lá leiðin í Háskólann í lögfræði. Allt nám þeirra var til fyrirmyndar. Þau voru reglusöm og samviskusöm, stunduðu íþróttir af kappi, mest þó körfubolta og náði Bergur miklum og góðum árangri í því sviði. Til þess að kynnast betur lögum og atferli okkar Íslendinga ákváðu þau að ráða sig sem lögreglumenn í sumarstörf á milli námsanna. Það var eins í þessum störfum sem öðr- um, þau stóðu sig með stakri prýði. Það er óhætt að fullyrða að Berg- ur var einn af fáum sem hafa orðið á okkar lífsleið sem við getum kallað með hreinni samvisku „drengur góður“. Hann var stolt foreldra sinna og okkar. Bergur, við kveðjum þig nú með miklum söknuði og eftirsjá. Þú varst sem eitt af börnunum okkar og yngstu börnin okkar tvö þekktu þig sem bróður og einlægan vin. Þegar þeim var sagt að þú værir kærastinn hennar Huldu Maríu okkar, en ekki bróðir þá ákváðu þau að kalla þig tengdabróður. Við get- um því sagt að við höfum misst eitt af börnunum okkar og þau Gunnar, Rebekka og Arnar misst kæran bróður að morgni mánudagsins síð- asta. En þú varst líka yngsta barn á öðru heimili í Grindavík. Barn mik- ils sómafólks og ólst upp í stórum systkinahóp sem umvafði þig alla tíð. Hvíl þú í friði, elsku drengur, og við erum samfærð um að þér líður vel þar sem þú ert núna. Við biðjum góðan Guð að veita okkur öllum styrk og æðruleysi til að takast á við þann mikla missi og þá miklu sorg sem hefur barið að dyrum hjá okkur ástvinum þínum. Stefán og Erla. Elsku Bergur. Maður spyr: Af hverju þú? En því getur enginn svarað, svo maður stendur eftir ber- skjaldaður og tómur á sál og líkama. Guð einn veit tilganginn. Ég á margar góðar minningar um þig. Til dæmis þitt síðasta bros, sem þú sendir mér er við mættumst við lögreglustöðina í Hafnarfirði á sunnudagskvöld þegar þú varst að aka Huldu Maríu unnustu þinni í vinnuna. Að morgni varst þú allur, þvílíkt áfall. Minningarnar eru margar sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Þið Hulda María ömmustelpan mín vor- uð svo dugleg að hugsa um ömmu Maríu. Ég get ímyndað mér að vinir ykkar hafi verið hissa þegar þeir voru að spyrja: hvar voruð þið? Ég hringdi og enginn svaraði í símann, en þá var svarið oft hjá Huldu Mar- íu: Við fórum með ömmu í bíó, eða út að borða. Oft var farið í bíltúra svo ég væri ekki of mikið ein. Ekki er hægt að telja allt upp sem mig lang- ar til að segja, en ég á það fyrir mig. Elsku Bergur, þín verður sárt saknað af öllum. Gunnar minn, þú hefur misst kæran vin og litlu barnabörnin mín, Rebekka Sif og Arnar Kristinn, systkini ykkar Huldu Maríu eiga bágt með að skilja af hverju Guð kom og tók þig. Þeim fannst þú vera stærsti bróðir þeirra, en þegar þau skildu að þú værir ekki alvöru bróðir þeirra þá sættu þau sig við að þú værir tengdabróðir þeirra. Elsku Hulda María mín, þú hefur staðið þig eins og hetja. Ég bið al- góðan Guð og allar góðar vættir að styðja þig og alla ástvini ykkar í þessari miklu sorg. Ykkar (amma), María. Einstakur er orð sem notað er, þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. Einstakur er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku Bergur minn. Þá er komið að kveðjustund og mig langar að þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Síðan ég kom fyrst til ykkar í Grindavík að vinna sumarið 1977 hef ég fylgst með þér vaxa og þrosk- ast úr litlum fjögurra ára gömlum leikskólagutta í stóran og myndar- legan fullorðinn mann. Þegar þú varst yngri man ég að þú áttir risa- stóran Playmo-kastala með fullt af köllum sem þú lékst þér mikið með. Þú æfðir fótbolta og varst þar mark- maður í nokkur ár með yngri flokk- unum, en svo stækkaðir þú í orðsins fyllstu merkingu upp í körfubolt- ann. Þú stækkaðir svo hratt á þess- um árum og ég man þegar þú ætl- aðir að fara í fermingarbuxurnar næstu jól á eftir, þá náðu skálm- arnar þér aðeins niður á miðja kálfa. Þegar þú varst yngri lékuð þið Kalli ykkur mikið saman og oft vildi Hulda María úr næsta húsi fá að vera með. Hulda María sem fyrir tæpum níu árum síðan kom með þér í þrítugsafmælið mitt og þú kynntir þá sem nágranna þinn. Hulda María sem alla tíð síðan þá hefur verið ást- in þín og hluti af lífi okkar allra. Núna á hún svo óskaplega erfitt, en við skulum öll halda utan um hana og reyna að hugga hana og gæta hennar fyrir þig. Við munum alltaf verða til staðar fyrir hana. Síðustu daga höfum við öll hugsað um hvað varð til þess að þú bast enda á líf þitt. Þú sem varst alltaf svo tillitssamur við alla og þetta var svo ólíkt þér. Við höfðum heldur ekki orðið vör við neitt í fari þínu sem benti til þess að þú ættir við eitthvert vandamál að stríða. Þú hafðir þó minnst eitthvað á að þú ættir erfitt með svefn eftir nætur- vaktirnar og að þér þóttu vaktirnar í Grindavík erfiðar. En kannski varstu bara þreyttur eftir erfiðan vetur í lögfræðinni og vinnu fyrir Orator og síðan mikla vinnu í lög- reglunni í sumar. Þeirri spurningu verður víst ekki svarað. Elsku Bergur minn. Þú varst elskaður og dáður af báðum þínum fjölskyldum og þín er sárt saknað af okkur öllum. Þú getur rétt ímyndað þér hvað við höfum grátið. Ég sem hágræt alltaf yfir sorglegum bíó- myndum. Hafsteinn bróðir þinn sagði líka við mig að það væri gott að geta grátið. Það er mikill missir að þér úr fjölskyldunni. Þú varst alltaf svo góður og hugulsamur og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Það var alveg sama hvað það var, að leika við krakkana og passa þau, pakka niður og flytja búslóðir, að- stoða við fjármál, útréttingar eða bara ljá okkur eyra. Kannski hefð- um við átt að hlusta betur. Ég man líka hvað þú varst alltaf góður og til- litssamur við ömmu Kristínu og Berg gamla á Skagaströnd þegar þau voru í heimsókn. Þægilegri ung- ling var ekki heldur hægt að hugsa sér fyrir neina foreldra og yfir höfuð aldrei nein vandamál með þig. Þú gast að vísu verið mjög ákveðinn og þrjóskur ef þér fannst ástæða til og vildir fá þitt fram. Systkinum þínum fannst þú stundum svolítið frekur þegar þú varst yngri og fá allt sem þú vildir, enda varstu yngstur. Þeg- ar þú útskrifaðist sem stúdent úr FS útskrifaðist þú með góðar ein- kunnir af tveimur brautum í einu, og við vorum svo stolt af þér. Þér gekk líka svo vel í lögfræðinni og framtíðin virtist blasa björt við ykk- ur Huldu Maríu. Þess vegna eigum við líka svo erfitt með að sætta okk- ur við að þú sért farinn frá okkur. Nú þegar þú ert farinn frá okkur minnumst við allra samverustund- anna með þér. Við vorum alltaf vön að koma saman á jólunum í Heið- arhrauninu og þá komuð þið Hulda María alltaf til Grindavíkur eftir að búið var að taka upp gjafirnar í Sævanginum og þá fékkst þú þér alltaf að borða, aftur. Það var alltaf passað upp á að það væri nóg eftir að borða handa þér. Eftir að þú fluttir yfir í næsta hús til Huldu Maríu varstu vanur að koma í mat til mömmu þinnar og pabba eftir að þú varst búinn að borða hjá Erlu og Stebba. Þú þurfir alltaf mikið að borða og oft hefur verið atgangur við matarborðið, sérstaklega þegar margir eru samankomnir eins og á jólunum. Gjafirnar sem þú valdir gátu líka verið skondnar. Ég mun alltaf passa upp á síðustu jólagjöf- ina sem þú valdir handa okkur. Lít- ill trékall sem lítur út eins og Skreppur seiðkarl og þér fannst passa Óskari svo vel. Það var líka vaninn að hittast á öðrum hátíðum og afmælum og núna eru líka rétt tveir mánuðir síðan við komum öll í 28 ára afmælið þitt. Um síðustu helgi þegar við vorum á Lands- mótinu á Egilsstöðum og Helga Hrönn vann til verðlauna í sundinu vorum við að tala um að núna væru það bara hún og þú af fjölskyldunni sem hefðuð unnið til verðlauna á landsmóti. Núna rifjum við líka upp allt það sem við ætluðum að gera saman einhvern tímann seinna en getur nú ekki orðið af. Þegar þið Hulda María væruð búin í lögfræð- inni áttum við að koma reglulega í mat til ykkar í staðinn fyrir öll mat- arboðin okkar. Við ætluðum ein- hvern tímann að fara öll saman í keilu og þú ætlaðir að kenna Helgu Hrönn á línuskauta. Óskar minn hefur nú ekki aðeins misst bróður sinn, heldur einnig sinn besta vin. Það sem þið gátuð líka hangið í símanum tímunum saman og talað um allt og ekki neitt. Þrátt fyrir að þið væruð að fara að hittast, eða fara saman í golf eins og þið hafið gert svo mikið upp á síð- kastið. Samband ykkar hefur sífellt orðið meira með árunum, sérstak- lega eftir að þið Hulda María fluttuð í Hafnarfjörð og voruð nær okkur. Núna eigum við aldrei eftir að fá þig í heimsókn aftur og sjá þig koma gangandi eftir stéttinni með þínu sérkennilega göngulagi sem var auðþekkjanlegt úr langri fjarlægð. Og hvað þið Óskar, eins og allir aðr- ir í fjölskyldunni ykkar, gátuð röflað endalaust ef sá gállinn var á ykkur. Svo ég tali nú ekki um þegar þið komuð allir bræðurnir saman með pabba ykkar, þá var nú stundum mikið fjör í umræðunum og þú lést þá ekki þitt eftir liggja. En allt var þetta nú á léttu nótunum og þið yf- irleitt allir sammála. Á einhvern óskiljanlegan hátt varð Óskar líka að komast heim aðfaranótt mánu- dagsins og keyrði þess vegna heim að norðan um nóttina. Við vorum einmitt nýsofnuð heima þegar Ragnar bróðir þinn og Kalli vöktu okkur með þeirri frétt að þú værir dáinn. Þá eins og nú áttum við erfitt með að trúa þessari frétt. Elsku Bergur minn, megir þú hvíla í friði. Þín frænka og mágkona Sigríður Klemensdóttir. Ég kynntist Bergi fyrir réttum þremur árum, þegar við vorum að hefja nám í lagadeildinni. Ég tók strax eftir honum þar sem hann sat fyrir framan mig. Engum manni hefur tekist jafn vel að skyggja á út- sýni mitt á skólatöfluna. Þrátt fyrir þessa brösóttu byrjun kynntist ég Bergi og unnustu hans, Huldu Mar- íu, með tímanum vel og þróaðist með okkur vinátta. Það var því mikið reiðarslag að fá fregnirnar af andláti míns kæra vin- ar. Þegar áföllin ríða yfir með þess- um hætti hellast minningarnar yfir mann. Ég minnist þess þegar mér var falið það mikla ábyrgðarstarf að halda stuðningsmannaræðu fyrir Berg vegna framboðs hans til al- þjóðaritara Orators. Þannig var mál með vexti að mér hafði seinkað nokkuð á áfangastað og var ennþá heima hjá mér þegar síminn hringdi. Bergur var á línunni og spurði alvarlegur í bragði hvar ég væri eiginlega. Ég væri næstur í pontu og hann myndi tapa kosning- unum ef ég hraðaði mér ekki á stað- inn. Með hjartað í buxunum flýtti ég mér af stað. Þegar ég loks mætti á staðinn og hitti Berg þá hristist hann allur af hlátri. Þá gerði ég mér grein fyrir því að hann hefði leikið á mig. Þótti mér þetta nokkuð djarfur leikur af hans hálfu, sérstaklega með hliðsjón af því að þrátt fyrir allt átti ég eftir að tala um hann uppi í pontu þetta kvöld. Sá hlær best sem síðast hlær, hugsaði ég með mér. En þrátt fyrir að ég hafi hefnt mín rækilega þetta kvöld í ræðu minni um kosti og galla Bergs fór allt vel og Bergur vann eftirminnilegan stórsigur. Bergur var svo sannar- lega glaðbeittur þetta kvöld. Mér finnst það nánast óhugsandi að þú sért farinn, kæri félagi. Það er svo stutt síðan við vorum saman úti í Washington með málflutningsliði ís- lenskra laganema. Þar varst þú, eins og venjulega, stoð okkar og stytta, alltaf tilbúinn að rétta hjálp- BERGUR KRISTINN EÐVARÐSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.