Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 20
                       !"  #      $"     %       &          #   '(   # ( "    )     &' "  %   ( *   % &   (   "" "     #     &  "   +  #) (         *       *  $ ( &*  "   ,            !  ) (      (  #  -*  &    '    ( "     .  ) (      (            /  (     01  (("     & ( #( 2 %  # (  2  (   (("        !"#  3           ) (  )  ( 4  ( 5 6  - (  7'  (  8!   (          (      (   / ' 9 $   % &'   ( #      &" ÞAÐ ber fleira til tíðinda af leiðtoga- fundi átta helstu iðnríkja heims í Genúa en mótmæli og átök. Leiðtog- arnir eru saman komnir til að ræða ýmis mikilvæg mál og tilkynntu meðal annars á fyrsta degi fundarins í gær um stofnun sjóðs til að fjár- magna baráttuna gegn útbreiðslu al- næmis og annarra smitsjúkdóma í þróunarríkjum. Leiðtogarnir sem sækja fundinn eru George W. Bush Bandaríkjafor- seti, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, Jacques Chirac Frakk- landsforseti, Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, Junichiro Koiz- umi, forsætisráðherra Japans, Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, en Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, er einnig viðstaddur. Fulltrúum nokkurra þróunarríkja var einnig boðið til viðræðna við leið- togana. 1,2 milljarðar dollara til alnæmisvarna Silvio Berlusconi kynnti fyrrnefnd áform um stofnun alnæmissjóðs á fréttamannafundi með Kofi Annan í Genúa í gær. G8-ríkin hyggjast leggja 1,2 millj- arða dollara (um 121,5 milljarða króna) í sjóðinn til að byrja með en vonast til að hann vaxi fljótlega í 2 milljarða dollara með framlögum annarra ríkja og stórfyrirtækja. Ráð tuttugu sérfræðinga hefur verið skipað til að hafa umsjón með verk- efninu og gert er ráð fyrir að farið verði að veita fé úr sjóðnum á næsta ári. Megináhersla verður lögð á bar- áttuna við alnæmi en fé verður einn- ig varið til varna gegn útbreiðslu annarra smitsjúkdóma í þróunar- ríkjum, til dæmis berkla og malaríu. Efnahagsmál voru annars efst á baugi í gær. Leiðtogarnir ræddu versnandi horfur í bandarísku efna- hagslífi, samdrátt í Japan og kreppu- ógn sem steðjar að stórum efnahags- kerfum á borð við Argentínu sem berst í bökkum við að greiða afborg- anir af erlendum lánum. Búist var við að í yfirlýsingu fundarins um efnahagsmál yrði fjallað um nauðsyn þess að auðugri ríki veittu þróunar- löndum aðstoð við að auka hagvöxt. Meðal annars yrði lagt til að Heims- viðskiptastofnunin hæfi nýja við- ræðulotu sem miðaði að því að af- nema tollmúra, eins og ríkari löndin æskja, en ráðast einnig í þær skipu- lagsbreytingar á stofnuninni sem þróunarlöndin hafa farið fram á. Meðal annarra mála sem leiðtog- arnir taka til umræðu á fundinum um helgina eru áform Bandaríkja- stjórnar um að koma upp eldflauga- varnakerfi, svæðisbundin átök, að- gengi fátækari íbúa heimsins að menntun og tækni, umhverfismál og skuldabyrði þróunarríkja. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda með Kofi Annan í Genúa Samþykkt að stofna sjóð til alnæmisvarna Genúa. AFP, AP. AP Kofi Annan kynnir áform um sjóð til alnæmisvarna í Genúa í gær. Tony Blair, George W. Bush, Jacques Chirac og Silvio Berlusconi hlýða á hann. ERLENT 20 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÍK tveggja eftirlitsmanna á vegum Evrópusambandsins (ESB) og túlks þeirra fundust í gær í Makedóníu og er talið að bifreið þeirra hafi ekið yfir jarðsprengju. Eftirlitsmenn- irnir, Norðmaður og Slóvaki, voru á leið til baka frá borginni Tetovo í norðaustur-hluta landsins á fimmtudagskvöld, en þegar þeir skiluðu sér ekki var hafin leit. Bíllinn fannst í skriðu um hundrað metra frá þeim stað sem sprengjan sprakk á svæði sem er á valdi albanskra skæruliða. Yfirvöld í Makedóníu kenna albönskum skæruliðum um að hafa komið jarðsprengjunni fyrir en skæruliðarnir segja Makedón- íuher einan hafa notað jarð- sprengjur í átökunum. Sprengju- árás á Norð- ur-Írlandi SPRENGJU var í gær varpað að lögreglustöð í þorpinu Castlewellan, sem er rétt sunn- an við Belfast, og nokkrum byssuskotum var hleypt af í átt að henni. Enginn slasaðist í árásinni, en síðdegis í gær hafði enn enginn lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Castle- wellan er aðallega byggt kaþ- ólikkum og segir þorpsprestur- inn að líklega hafi einhver armur Írska lýðveldishersins (IRA) staðið fyrir árásinni. Seinna í gær var gerð skotárás á félagsmiðstöð kaþólskra í Belfast. Enginn slasaðist held- ur í þeirri árás en fjöldi stúlkna sem var í miðstöðinni var flutt- ur á sjúkrahús þar sem þær þáðu áfallahjálp. Hópur sam- bandssinna sem kallar sig Verndarflokk rauðu handar- innar lýsti árásinni á hendur sér. Óvissa í Nepal AFSÖGN forsætisráðherra Nepals, Girija Prasad, hefur aukið enn á stjórnmálaóvissuna í landinu. Skæruliðar maóista höfðu tekið 71 lögreglumann höndum og héldu þeim í gísl- ingu. Kröfðust skæruliðarnir afsagnar Prasads og sögðust ekki mundu ræða afhendingu gíslanna fyrr en forsætisráð- herrann færi frá. Nepalbúar eru ennþá að jafna sig eftir áfallið sem fylgdi fréttum um að krónprins landsins hefði myrt flesta nánustu ættingja sína og kemur því afsögnin á mjög viðkvæmum tíma. Flóð á Indlandi ÞRJÁTÍU og níu manns hafa látið lífið í flóðum undanfarna viku á Indlandi, en um 8.000 þorp hafa farið í kaf eða einangrast í miklum rigning- um. Meira en ein milljón manna hafa misst heimili sín og hundurð þúsund hektara rækt- arlands hafa farið undir vatn. Margir hinna látnu drukknuðu en nú hafa farsóttir látið á sér kræla. Fólk hefur ekki aðgang að hreinu vatni og sjúkdómar eins og kólera skjóta fljótt upp kollinum við þessar aðstæður. STUTT Þrír falla í Make- dóníu TALSMENN Palestínumanna vör- uðu við blóðbaði yrði ekkert gert til að hafa hemil á öfgahópum land- nema sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá Palestínumenn í Hebron á fimmtudagskvöld. Meðal hinna látnu var þriggja mánaða barn og faðir þess. Fjórir aðrir fjölskyldu- meðlimir særðust í árásinni. Sam- tök landnema af gyðingaættum sem kalla sig Vegaöryggisnefndina eru grunuð um að bera ábyrgð á skotárásinni. Þau eru talin hluti hinnar ólöglegu Kach-hreyfingar sem vill að öllum Palestínumönnum verði vísað frá vesturbakka Jórd- anár. Slík öfgasamtök voru lýst ólögleg í kjölfar morðsins á Yitz- hak Rabin, þáverandi forsætisráð- herra Ísraels, en hann var myrtur af landnema af gyðingaættum. Drepum landnemana Um 10.000 Palestínumenn fylgdu barninu og ættingjum þess til graf- ar í gær og dreifðu fulltrúar Ham- as-samtakanna blöðum þar sem lesa mátti skilaboðin „við munum kenna hinum zíóníska óvini okkar að við verðum aldrei sigruð“. Heyrðust menn öskra „drepum landnemana“ og sagðist móðir barnsins sem lést vona að þess yrði hefnt. Marwan Barghouti, leiðtogi Fatah-hreyfingar Yassers Arafats, sagðist óttast viðbrögð Palestínu- manna og að yrði ekkert að gert myndi blóðbað hljótast af. Shimon Perez, utanríkisráðherra Ísraels, hét því að morðingjarnir yrðu dregnir fyrir rétt og látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. Alls hafa um 650 manns látið lífið frá því að átökin hófust í septem- ber í fyrra og ljóst er að vopnahléð sem á að ríkja á svæðinu er aðeins í orði kveðnu. Seint í gærkvöldi lét einn Palestínumaður lífið þegar ísraelskar herþyrlur skutu flug- skeytum á skrifstofur Fatah-sam- takanna í Hebron, að sögn palest- ínskra ráðamanna. Vitni sem búa í nágrenni skrifstofunnar kannast hins vegar ekki við að hafa heyrt í þyrlum. Utanríkisráðherrar átta helstu iðnríkja heims lögðu það til á fimmtudag að alþjóðlegir eftirlits- menn yrðu sendir til Ísraels til að sjá til þess að ákvæðum vopnahlés- samningsins væri fylgt. Ísraels- stjórn hefur hins vegar lagst gegn slíku alþjóðlegu eftirlitsliði. Ungabarn lést í skotárás í Hebron Peres lofar að refsa þeim seku Jerúsalem, Hebron. AP, AFP. SEX rússneskir hermenn, sem þjón- uðu í Tsjetsjníu, hafa verið handtekn- ir í Rússlandi í tengslum við rannsókn á glæpum gegn óbreyttum borgurum í Kákasushéraðinu, sem framdir voru er hermenn leituðu hús úr húsi í tsjetsjneskum bæjum að meintum uppreisnarmönnum. Mannrán, rán og misbeiting valds eru meðal ákæruatriða sem verið er að rannsaka í tengslum við þetta, eftir því sem Sergei Jastrzembskí, aðal- talsmaður rússnesku ríkisstjórnar- innar í málefnum Tsjetsjníu, greindi frá. Óbreyttir borgarar í Tsjetsjníu, fulltrúar mannréttindasamtaka og starfsmenn Rússlandshollra stjórn- valda í héraðinu hafa sagt, að rúss- neskir hermenn hafi gengið berserks- gang í þremur tsjetsjneskum þorpum fyrir um hálfum mánuði, undir því yf- irskini að þeir væru að leita að skæru- liðum. Að sögn vitna söfnuðu her- mennirnir öllum karlmönnum í þorpunum á aldursbilinu 15 til 50 ára saman og létu þá krjúpa úti á torgi í marga tíma. Sumir sökuðu hermenn- ina um að beita mennina pyntingum og að niðurlægja þá. Ýmiskonar ásakanir á hendur her- mönnum í Tsjetsjníu eru algengar, en fátítt er að þeir sæti refsingum. Handtaka hermannanna var tilkynnt er Vladimír Pútín Rússlandsforseti var á leið á fund með leiðtogum sjö helztu iðnríkja heims í Genúa á Ítalíu. Maskhadov sendir G7-leiðtogum áskorun Aslan Maskhadov, leiðtogi stjórnar uppreisnarmanna, sem fór með völd í Tsjetsjníu eftir að Rússar hörfuðu þaðan árið 1996, skoraði í gær á leið- togana sem nú eru saman komnir í Genúa að þeir krefðust þess af Pútín að hann bindi enda á stríðið í Tsjetsj- níu, sem nú hefur staðið í 20 mánuði. „Ég, Aslan Maskhadov, lýðræðis- lega kjörinn forseti Tsjetsjníu, rita þessa örvæntingarfullu áskorun í nafni þjóðar minnar, fórnarlamba stríðs sem jaðrar við þjóðarmorð, og heimurinn sem þið stjórnið á enn eftir að vakna til vitundar um,“ segir í bréfi Maskhadovs. Af vettvangi Tsjetsjníu-stríðsins fréttist það annars í gær, að níu rúss- neskir hermenn hefðu farizt er her- þyrla hrapaði í fjalllendi, þar sem uppreisnarmenn stunda enn skæru- hernað. Meint mann- réttindabrot í Tsjetsjníu Moskvu. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.