Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Einbýlishúsið að Álfabyggð 14 á Akureyri er til sölu. Húsið er allt endurnýjað, tvær stofur, fimm svefnherbergi ásamt bílskúr. Þetta er fyrsta flokks eign á Suður-Brekkunni. Laust í ágúst. Nánari upplýsingar Ráðhústorg 5, Akureyri, sími 461 1500 petur@fast.is - Veffang: www.fast.is FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN „Ein með öllu“ verður haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Forsvars- menn hátíðarinnar kynntu hana á fundi við útilífsmiðstöðina að Hömr- um og greindu frá helstu atriðum sem þar verður boðið upp á. Að hátíðinni standa verslanir, veit- inga- og skemmtistaðir sem og ýmis fyrirtæki í bænum, en þrjár verslanir í bænum, Bónus, Hagkaup og 10–11 auk SS veita mestan stuðning. Fremri kynningarþjónusta hefur haldið utan um framkvæmdina. Bragi Bergmann hjá Fremri sagði að menn væru stoltir af því hve vel hefði tekist til með að fá góða skemmtikrafta til bæjarins til að taka þátt í hátíðinni. Dagskrá verður á Ráðhústorgi alla dagana þar sem fram koma fjölmargir listamenn. Unglingadansleikir verða haldnir í KA-heimilinu öll kvöldin, þar sem Skítamórall, Sálin hans Jóns míns og Greifarnir leika en þessar hljómsveit- ir koma einnig fram í Sjallanum um þessa helgi. Boðið verður upp á skemmtidag- skrá að Hömrum og leiktæki verða sett upp í miðbænum svo eitthvað sé nefnt. Skrúðganga á íþróttavöll Á sunnudagskvöldið verður efnt til skrúðgöngu frá þremur stöðum í bænum, þ.e. frá Bónusi, Hagkaupi og 10–11 sem sameinast á horni Þórunn- arstrætis og Glerárgötu þaðan sem gengið verður á íþróttavöllinn. Þar mun dúettinn Hundur í óskilum stjórna brekku- og stúkusöng sem kyrjaður verður við langeld. Kvöldhá- tíðinni lýkur með flugeldasýningu um miðnætti. Bragi lagði áherslu á að um fjöl- skylduhátíð væri að ræða þar sem all- ir aldurshópur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hann sagði ekkert ald- urstakmark á hátíðina en landslögum væri fylgt líkt og á öðrum útihátíðum landsins. „Meginmarkmið okkar er að þeir sem koma á þessa hátíð fari ánægðir heim og vilji koma aftur auk þess sem við væntum þess að bæj- arbúar sjálfir taki virkan þátt í dag- skránni,“ sagði Bragi, en stefnt er að því að festa hátíðina í sessi sem árleg- an viðburð í bæjarlífinu. Tjaldstæði á þremur stöðum í bænum Tjaldstæði verða á þremur stöðum í bænum, við Þórunnarstræti, að Hömrum og á svæði Íþróttafélagsins Þórs við Skarðshlíð. Tjaldstæði eru einnig í nágrenni bæjarins, í Húsa- brekku og Hrafnagili. Ekki er gert ráð fyrir að tjaldað verði í Kjarna- skógi líkt og verið hefur síðustu versl- unarmannahelgar. Miklar framkvæmdir standa nú yf- ir á Hömrum og verður, að sögn Tryggva Marinóssonar hjá skátafé- laginu Klakki sem rekur svæðið, unn- ið dag og nótt við að útbúa svæðið sem best fyrir þessa helgi, m.a. er verið að leggja vegi og slóðir og útbúa tjörn á svæðinu. „Ein með öllu“ á Akureyri um verslunarmannahelgina Morgunblaðið/Rúnar Þór Þeir Tryggvi Marinósson, Ingþór Ásgeirsson, Bragi Bergmann og Sig- urbjörn Sveinsson með merki hátíðarinnar Ein með öllu við útilífs- miðstöðina að Hömrum. AKUREYRARKIRKJA: Sumatónleikar kl. 17 á morg- un, sunnudag. Kvöldmessa kl. 20.30 um kvöldið. Sr Birgir Snæbjörnsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Hulda Garðarsdóttir sópran og Sigrún Arngrímsdóttir mezzosópran taka þátt í messunni. Morgunsöngur á þriðjudagur 24. júlí kl. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. næsta fimmtu- dag. Bænaefnum má koma til prestanna. Unnt er að kaupa léttan hádegisverð í Safnað- arheimili eftir stundina. GLERÁRKIRKJA: Kvöld- guðsþjónusta í Glerárkirkju sunnudagkvöld kl. 21. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 á sunnudag, 22.júlí. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning í kvöld, laug- ardagskvöld kl. 20. Yngvi Rafn Yngvason predikar. Vakningarsamkoma kl. 20 á sunnudagskvöld. Dögg Harð- ardóttir og Fjalar Freyr Ein- arsson frá Húsavík predika. Fjölbreytt lofgjörðartónlist og fyrirbænaþjónusta. LAUFÁSPRESTAKALL: Helgistund í Laufáskirkju kl. 13.30 á sunnudag, 22. júlí í upphafi starfsdags í Gamla- bænum. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11. Kirkju- starf ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Messa verður í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 22. júlí, kl. 11. Fermdur verður Hjalti Rögnvaldsson, Hlíðarvegi 42, Ólafsfirði. Prestur verður sr. Stína Gísladóttir. Fermingarmessa í Ólafsfirði „MEÐ þessu erum við að lífga upp á farartæki okkar,“ sagði Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn á Akureyri, en lög- regla hefur síðustu daga verið á ferð á reiðhjólum. Hann sagði að hjólin hefðu verið keypt í vor og þónokkuð mikið notuð í sumar. „Við höfum m.a notað hjólin þeg- ar við förum í eftirlitsferðir í miðbæinn eða niður á bryggjur. Þessi ferðamáti hefur gefið góða raun og við erum snögg á milli staða,“ sagði Ólafur. Reiðhjólin hafa sannað gildi sitt því eitt sinn náðu lögregluþjónar á ferð að góma þjófa. „Þeir voru á varð- bergi gagnvart bílaumferð en al- veg grandalausir þegar við kom- um hjólandi að þeim við iðju sína,“ sagði Ólafur. Lögreglumennirnir Haraldur Logi Hringsson og Birna Baldvinsdóttir við reiðhjól lögreglunnar á Akureyri Lögreglan ferðast um á reiðhjólum Gómuðu þjófa UNNIÐ hefur verið við að taka nið- ur stólalyftuna í Hlíðarfjalli nú í vik- unni og miðar verkinu vel að sögn Guðmundar Karls Jónssonar for- stöðumanns. Verið er að rýma til fyrir nýrri lyftu sem sett verður upp á sama stað, en fyrr í þessum mánuði heim- ilaði bæjarráð að gengið verði til við- ræðna við austurríska skíðalyftu- framleiðandann Doppelmayr um kaup á nýrri stólalyftu. Sú lyfta verð- ur ein sú fullkomnasta hér á landi og um leið sú afkastamesta. Stólalyftan sem nú er verið að taka niður var sett upp árið 1967, en fyrir lá að hún yrði ekki sett í gang á komandi vetri án viðamikils viðhalds og endurnýjunar. Eftir að búið verður að taka lyft- una niður verður hafist handa við jarðvegsvinnu og uppsteypu nýrra stöpla. Áætlanir gera ráð fyrir að nýja lyftan verði sett upp á tíma- bilinu október–nóvember og að vinnu við uppsetningu verði lokið um miðjan desember. Lyftan flytur um 2.000 manns á klukkustund, en sú sem nú víkur flutti um 450 manns á klukkustund. Kostnaður við lyftuna og uppsetningu hennar kostar um 160 milljónir króna. Þar af greiðir Vetraríþróttamiðstöð Íslands um 55 milljónir króna, en bæjarsjóður Ak- ureyrar röskar 100 milljónir. Gamla stólalyft- an í Hlíðarfjalli tekin niður Smári Einarsson fjarlægir hjóla- stellið af einum burðarstólpa gömlu stólalyftunnar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Burðarstólpar gömlu stólalyftunnar eru óðum að hverfa og verða bráð- um allir fallnir . inniskór í miklu úrvali Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.