Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. RÍKISENDURSKOÐUN hefur kallað eftir gögnum sem varða fjár- mála- og umsýslustörf Árna John- sen alþingismanns í fleiri nefndum og ráðum en byggingarnefnd Þjóð- leikhússins. Þannig hefur nú verið kallað eftir bókhaldi byggingar- nefndar Þjóðhildarkirkju í Bratta- hlíð á Grænlandi og vegna bygging- ar stafkirkju í Vestmannaeyjum en í báðum tilvikum var Árni Johnsen formaður byggingarnefndar. Páll Brynjarsson, sem var fram- kvæmdastjóri Vestnorræna þing- mannaráðsins á byggingartíma Þjóðhildarkirkjunnar í Brattahlíð, segir að Árni Johnsen hafi sem for- maður byggingarnefndar samþykkt alla reikninga nefndarinnar og haft með höndum prókúru. Þá hafi hon- um verið afhent bókhald vegna framkvæmdanna eftir vígslu kirkj- unnar en það hafi þó ekki enn verið endurskoðað. Talið er að fram- kvæmdir í Brattahlíð hafi velt 70–75 milljónum kr. en kostnaður við mót- töku norskrar stafkirkju til Vest- mannaeyja og uppbyggingu á Skansinum var af hálfu ríkisins um 57 milljónir. Afsagnarbréf hafði ekki borist til forseta Alþingis í gær Bogi Nilsson ríkissaksóknari seg- ir við Morgunblaðið að næg tilefni séu nú þegar til að mæla fyrir um lögreglurannsókn á þeim tilvikum í stjórnsýslustörfum Árna Johnsen sem fram hafa komið opinberlega og þótt athugunar verð. Fyrir liggi grunur um refsiverða háttsemi í þeim málum. Embættið vilji þó doka við þar til Ríkisend- urskoðun sé lengra á veg komin í sinni athugun á umsýslu- og nefnda- störfum Árna. Afsagnarbréf til forseta Alþingis hafði ekki borist frá Árna í gær en samkvæmt lögum um þingfararkaup á hann rétt á 6 mánaða biðlaunum, óski hann þess sjálfur. Leiki vafi á rétti hans til biðlauna þarf forsæt- isnefnd þingsins að skera úr um það. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi sagði við Morgunblaðið í gær að starfsfólk stofnunarinnar hefði verið að koma úr fríi og sam- stundis verið munstrað í rannsókn- ina, enda legði hann áherslu á að hraða henni eins og kostur væri. „Þetta tekur einhvern tíma því þetta er ekkert áhlaupaverk en við stefnum á að ljúka þessari vinnu í ágústmánuði,“ sagði hann. Rannsókn Ríkisendurskoðunar á umsýslu Árna Johnsen Næg tilefni til lög- reglurannsóknar  Kallað eftir gögnum/10 LANDMANNALAUGAR eru vin- sæll áfangastaður meðal ferða- manna, enda mikil náttúruperla. Hvort sem er að vetri eða sumri, þykir gott að komast í þessa heitu laug og láta ferðaþreytuna líða úr sér í góðum félagsskap. Það þótti í það minnsta ferðalöngunum sem í fyrradag hvíldu lúin bein í Land- mannalaugum, skoluðu af sér ferðarykið og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Á góðri stundu í Landmannalaugum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur féllst í gær á kröfu lögreglunnar í Reykjavík um framlengingu gæslu- varðhalds til 31. ágúst yfir breskum karlmanni. Honum var jafnframt birt ákæra en hann var gripinn á Kefla- víkurflugvelli með sex kíló af hassi í ferðatösku fyrir um hálfum mánuði. Maðurinn hefur haldið fram sakleysi sínu við lögreglu og vill meina að hassinu hafi verið laumað í ferða- töskuna. Ásgeir Karlsson, hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík, segir manninn enn hafa haldið fram sakleysi sínu fyrir dómi en hafi þó ekki mótmælt gæsluvarðhaldi. Stöðvaður með hass í ferðatösku Heldur fram sak- leysi sínu MIKLAR líkur eru á að bensínlítr- inn muni lækka um næstu mánaða- mót, en lækkun hefur orðið á heimsmarkaðsverði. Þetta virðist samdóma álit forsvarsmanna olíu- félaganna þótt allir telji þeir frem- ur snemmt að segja til um það. „Við erum ekki farin að skoða hversu mikil lækkunin gæti orðið, það er það mikið eftir af mánuðin- um. Ég get því ekkert sagt um það á þessari stundu,“ segir Bjarni Bjarnason, fulltrúi forstjóra Olíu- félagsins hf. – Esso, og bendir á að ákvörðun verði ekki tekin fyrr en meðalheimsmarkaðsverð mánað- arins liggi fyrir, en innkaupsverðið byggist á því. Síðan þurfi auðvitað að taka inn í dæmið gengi dollar- ans. Þetta verði ekki ljóst fyrr en rétt undir lok mánaðarins eins og alltaf. „Það eru allar líkur til að það verði einhverjar lækkanir miðað við stöðuna í dag. Það er náttúr- lega heil vika eftir af mánuðinum, en það bendir flest til þess. Það hafa verið lækkanir meira eða minna í mánuðinum, þótt þær hafi ekki verið miklar,“ segir Reynir Guðlaugsson innkaupastjóri Skelj- ungs hf. Hann telur erfitt að segja til um hversu mikil lækkun verði, það þurfi að fylgjast með geng- isþróuninni, en hún hafi verið nokkuð stöðug. „Það væri óábyrgt að vera með einhverjar tölur núna. En það verða ekki eins miklar sveiflur og verið hafa. Þetta verður í einhverjum krónum en ekki svo mörgum,“ segir hann. Hjá Olís fengust þau svör að enn væri of snemmt að segja til um breytingar á bensínverði. Útlit fyrir lækk- un á bensínverði ♦ ♦ ♦ GREIÐENDUM námslána sem eru í skilum býðst nú að borga af lánum sínum með átta afborgunum á ári í stað tveggja áður, með rafrænum hætti. Fulltrúar LÍN og Form.is, auk menntamálaráðherra, undirrit- uðu samning þessa efnis í gær. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segist vonast til að þessi samn- ingur ryðji brautina fyrir frekari raf- ræn samskipti. Hann telur sjálfsagt að líta til lagabreytinga til að hugs- anlega verði unnt að dreifa greiðsl- unum enn frekar, en segir mjög stórt skref að fjölga afborgunum úr tveim- ur í átta. Viðbótarkostnaður vegna greiðsludreifingarinnar er 0,9% af greiðslu. Greiðendur námslána eru alls 26.000 og næsti gjalddagi hjá flestum er 1. september. Notendur Form.is eru nú um 5.700 en verða hugsanlega yfir 30 þúsund með samningnum. Afborganir námslána úr tveimur í átta  Greiðslum dreift/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.