Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 19
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 19 Frystitogarinn Víðir EA kom til Reykjavíkur í gær með tæplega 1.300 tonn af karfa. Aflaverð- mætið er um 145 milljónir króna og er það mesta verðmæti sem þessi togari Samherja hefur komið með að landi eftir eina veiði- ferð. Veiðiferðin tók 38 daga og fékkst aflinn fyrst og fremst í úthafinu en svo líka á heimamiðum. Árni Þórð- arson skipstjóri segir að úthafs- karfaveiðin hafi verið ágæt síðan eftir verkfall að frátalinni síðustu viku. Ástandið hafi reyndar verið frekar dapurt fyrstu dagana eftir verkfallið en síðan hafi verið góð veiði frá því rétt fyrir sjómannadag og þar til í liðinni viku. Árni segir að erfitt sé að skýra sveiflurnar í aflabrögðunum. Ástandið sé misjafnt í sjónum og eins sé búið að fiska nokkuð en svo virðist sem breytingar eigi sér stað frá ári til árs. Oft hafi verið mesta veiðin í lok apríl og maí en vonandi sé aðeins um sviptingar í nátt- úrunni að ræða. Morgunblaðið/Arnaldur Skipverjarnir á Víði EA, Þorsteinn Ólafsson, Aðalsteinn Þorvaldsson, Rafn Gunnarsson og Sigurður Gunnarsson, við komuna til Reykjavíkur. Aflaverðmætið um 145 milljónir Mettúr hjá frystitogaranum Víði EA Árni Þórðar- son skipstjóri. ERLENT Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins Fleiri athuga- semdir við inn- göngu Íslands NÝJA-Sjáland hefur gert athuga- semd við inngöngu Íslands í Al- þjóðahvalveiðiráðið, IWC, á sömu nótum og Ástralía, en Bandaríkin, Mexíkó, Bretland og Þýskaland hafa lýst yfir óánægju með fyr- irvara Íslands. Hins vegar hafa Japan og Noregur sent IWC bréf þar sem fyrirvarinn er samþykkt- ur. Ársfundur IWC hefst í London á mánudag og stendur í viku. Ísland gengur í ráðið með fyrirvara við svonefndan núllkvóta vegna hval- veiða í atvinnuskyni, sem felur í sér að hvalveiðar eru ekki leyfðar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. sunnudag hefur Ástralía gert at- hugasemd við inngöngu Íslands í ráðið og bréf Nýja-Sjálands er samhljóða, en þessar þjóðir vilja að greidd verði atkvæði í Alþjóðahval- veiðiráðinu um fyrirvara Íslands og að hann öðlist ekki gildi fyrr en að lokinni atkvæðagreiðslu. Hins veg- ar er sendinefnd Íslands þeirrar skoðunar að einstök ríki eigi að taka afstöðu til fyrirvarans, eins og sex þjóðir hafa gert. Bréf Banda- ríkjanna, Mexíkó, Bretlands og Þýskalands eru að því leyti öðru- vísi en bréf Ástralíu og Nýja-Sjá- lands og samhljóða með neikvæð- um formerkjum, en í bréfum Japans og Noregs kemur fram að fyrirvari Íslands sé í fullu sam- ræmi við markmið og tilgang samningsins, að sögn Stefáns Ás- mundssonar, þjóðréttarfræðings í sjávarútvegsráðuneytinu og for- manns átta manna sendinefndar Íslands á fundinum. Helsti ágreiningurinn er hvort ráðið eigi að taka afstöðu þar sem einfaldur meirihluti ráði eða hvort einstök ríki eigi að taka afstöðu og í því tilfelli nægir að eitt ríki sam- þykki inngönguna, þó ekkert samn- ingssamband sé milli Íslands og þeirra ríkja sem hafna inngöng- unni. Stefán segir að umræddar at- hugasemdir eigi ekki að breyta neinu í sambandi við inngöngu Ís- lands í ráðið, en hún var tilkynnt 8. júní sl. Það eina sem geti komið lögformlega í veg fyrir aðild sé ef fyrirvarinn sé ekki í samræmi við markmið og tilgang samningsins, en hann sé það. Hins vegar sé ljóst að einhver ríki reyni að koma í veg fyrir inngöngu Íslands. Að mati ís- lensku sendinefndarinnar þurfi þau þá að fara út í ólöglegt athæfi til að slíkt gangi upp. Stefán segir að nefndin sé ekki í London til að tilkynna að Ísland hefji hvalveiðar, þar sem þetta sé ekki rétti vettvangurinn til þess auk þess sem engin ákvörðun hafi verið tekin um hvenær þær byrja, heldur til að hvetja aðildarríki ráðsins til að færa ráðið inn á þá braut að fara að stjórna hvalveið- um með sjálfbærum hætti. Vísindanefnd IWC fundaði í vik- unni og kynnir skýrslu sína á árs- fundinum. MEGNRAR óánægju gætir í Arg- entínu vegna niðurskurðaraðgerða þarlendra stjórnvalda. Ríkisstjórnin ákvað á miðvikudag að lækka laun opinberra starfsmanna og skerða lífeyrisgreiðslur. Með þessum að- gerðum vill stjórnin draga úr rík- isútgjöldum og bæta fjárhagsstöðu ríkissjóðs sem er afar bágborin. Til að mótmæla aðgerðunum boð- aði verkalýðshreyfing landsins til sólarhrings allsherjarverkfalls opin- berra starfsmanna. Hundruð þús- unda opinberra starfsmanna lögðu niður vinnu á fimmtudag og voru fjölmennar mótmælagöngur farnar í helstu borgum landsins. Krafðist fólkið afsagnar forsetans, Fernando De la Rua, og að hætt yrði við nið- urskurðinn, sem er sá sjöundi á síð- ustu þremur árum. Mótmælendur söfnuðust einnig saman fyrir framan heimili fjár- málaráðherra landsins, Domingo Cavallo, og kröfðust afsagnar hans. Óvenjuleg samstaða Talsmenn verkalýðsfélaga sögðu að 95% opinberra starfsmanna hefðu tekið þátt í verkfallinu. Sjald- gæft er að verkalýðshreyfing Arg- entínu sýni slíka samstöðu, en verkalýðsfélög eru valdameiri þar í landi en í flestum öðrum Suður-Am- eríkuríkjum. Í gær bárust þær fréttir að ákveðið hefði verið að draga úr niðurskurðinum þannig að einungis þeir sem fá meira en 1.000 pesóa á mánuði í eftirlaun þurfi að sæta skerðingu réttinda. Starfs- menn ríkisflugfélagsins lögðu niður vinnu ásamt lestarstarfsmönnum og starfsmönnum ríkissjúkrahúsa og voru mótmælagöngur farnar í stærstu borgum landsins. Skemmd- ir voru unnar á strætisvögnum í borginni Mar del Plata og settu mótmælendur upp vegatálma úr logandi bíldekkjum í borginni Ros- ario. Engin slys urðu á fólki í mót- mælunum. Kreppa hefur ríkt í landinu síð- ustu þrjú ár og hafa stjórnvöld sjö sinnum neyðst til að skera niður út- gjöld og hækka skatta til að geta greitt niður erlendar skuldir sem nema um 1.300 milljörðum króna. Halda mótmælendurnir því fram að aðgerðir stjórnvalda bitni óeðli- lega illa á almennum borgurum og hinum efnaminni og vilja þeir að einkafyrirtæki og efnaðir einstak- lingar axli meiri ábyrgð. „Við mun- um berjast gegn honum [De la Rua] svo lengi sem hann vill að hinir efna- minni borgi brúsann,“ sagði Hugo Moyano, leiðtogi verkamannasam- bands Argentínu. Alþjóðlegur stuðningur Hlutabréf argentínskra fyrir- tækja féllu í verði í síðustu viku vegna frétta um að ríkið væri ófært um að greiða skuldirnar og jók það enn á efnahagsvandræðin í landinu. Alþjóðlegar fjármálastofnanir og seðlabanki Bandaríkjanna hafa lýst stuðningi sínum við aðgerðir argent- ínskra stjórnvalda sem þau segja nauðsynlegar til að koma efnahags- lífi landsins á réttan kjöl. Atvinnu- leysi í Argentínu mælist um 16% og að minnsta kostin tíu milljónir lifa undir fátæktarmörkum. Óvinsælar sparnaðaraðgerðir argentínskra stjórnvalda Hundr- uð þús- unda í verkfall Reuters Mótmælendur brenna bíldekk við heimili fjármálaráðherra Argentínu, Domingo Cavallo, á fimmtudag. Buenos Aires. AP, AFP. NOKKRIR þingmenn á breska þinginu hafa óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra landsins, Patricia Hewitt, hraði bótagreiðslum til þeirra sjó- manna sem misstu vinnuna í kjölfar þorskastríðanna við Ís- land. Frank Doran, þingmaður Verkamannaflokksins í skosku borginni Aberdeen, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að útgerðir sem gert höfðu út báta á Íslands- mið hefðu fengið bætur strax á áttunda áratugnum en sjómenn hefðu hins vegar ekki fengið slík- ar bætur. Var það aðallega vegna þess að þeir voru ekki ráðnir í vinnu á ákveðna báta eða hjá ákveðnum útgerðum heldur fengu þeir vinnu eftir hendinni. „Þúsundir manna misstu vinnuna þegar breska stjórnin viður- kenndi landhelgi Íslands og fæst- ir þeirra hafa fengið hlut sinn réttan,“ segir Doran. Þegar ríkisstjórn Tony Blairs tók við völdum 1997 lofaði hún að stofna bótasjóð til styrktar þess- um sjómönnum. Um ellefu þúsund sjómenn hafa sótt um að fá greiddar bæt- ur úr sjóðnum en aðeins um 2.500 hafa fengið þær greiddar. Er það aðallega vegna áður- nefnds ráðningarkerfis og vegna þess hve langt er um liðið. „Ganga verður úr skugga um að þeir hafi í raun unnið á skipum sem sóttu Íslandsmið og hafi því beðið skaða af því þegar Íslend- ingar færðu út landhelgina.“ Doran og fleiri þingmönnum þykir sjóðurinn hins vegar fast- heldinn á greiðslur og vilja að stjórn hans taki upp sveigjan- legri og skilvirkari vinnubrögð. Vill meiri íslenskan fisk Doran hefur á undanförnum misserum talað við hundruð sjó- manna um málið og segist ekki hafa orðið var við neinn illvilja í garð Íslands eða Íslendinga. Meðan á þorskastríðunum stóð horfði öðruvísi við. Bretar höfðu stundað veiðar við Ísland svo öldum skipti og voru dæmi um að fjölskyldur hefðu unnið við þetta í margar kynslóðir. „Mönn- um var því ekki vel við tilburði Íslendinga, sérstaklega þegar varðskipin voru að elta uppi tog- ara og klippa á trollvíra.“ Doran segir hins vegar að menn geri sér almennt grein fyrir því að ekki sé við Íslendinga að sakast hvernig komið er fyrir sjómönn- unum núna. Doran sagði hins vegar að ímynd Íslands í Aberdeen myndi batna til muna lönduðu íslensk skip meiri fiski þar en nú er gert. „Þau sigla framhjá Aber- deen á leið sinni til Hull. Það væri einfaldara fyrir þau að landa hérna í Aberdeen,“ segir Doran. Breskir þingmenn um afleiðingar þorskastríðanna Þrýst á um bæt- ur til sjómanna STJÓRNVÖLD í Kína hafa látið lokanærri tvö þúsund netkaffihúsum oggert sex þúsund öðrum netkaffihús- um að gera breytingar á rekstri sín- um af ótta við að ungmenni í landinu bíði skaða af vafri sínu á Netinu. Ákvörðun stjórnvalda kemur í kjölfar þriggja mánaða rannsóknar á hendur 57 þúsund netkaffihúsum um allt landið vegna kvartana foreldra yfir því að börn þeirra séu orðin háð spjallrásum og nettengdum tölvu- leikjum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Áður höfðu stjórnvöld lýst áhyggjum sínum yfir þeim vin- sældum sem klámvefsíður njóta í landinu og hversu auðvelt er fyrir notendur að skoða þær. Eftirlitshugbúnaður Segir að ungmenni sæki í miklum mæli á netkaffihús til þess að komast á Netið því tölvueign og nettenging er ekki almenn meðal kínversks al- mennings. Ávörðun stjórnvalda gerir þeim auðveldara að fylgjast með starfsemi netkaffihúsa og hvaða vef- síður viðskiptavinir eru að skoða hverju sinni. Munu yfirvöld nota sér- stakan eftirlitshugbúnað til þess arna. Þá er búið að herða eftirlit með því að rekstraraðilar netkaffihúsa hafi til þess tilskilin leyfi og í sumum borgum hefur bann verið lagt við opnun netkaffihúsa nálægt skólum. Kínverjar sækja í auknum mæli á Netið en talið er að kínverskum net- verjum hafi fjölgað um fjórar millj- ónir, í 26 milljónir, á fyrstu sex mán- uðum ársins. Kínversk yfirvöld meina almenningi aðgang að vefsíð- um ýmissa erlendra fjölmiðla og and- ófssamtaka auk vefsíðu Falung Gong trúarhópsins. Þjarmað að kínversk- um netkaffi- húsum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.