Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingiríður Guð-laug Nikóde- musdóttir fæddist á Sauðárkróki 30. október 1914 og lést á Landspítalan- um 12. júlí sl. For- eldrar hennar voru Nikódemus Nikulás Jónsson, f. 10.9. 1871, d. 13.8. 1953, og seinni kona hans Valgerður Jóns- dóttir, f. 12.5. 1880, d. 4.8. 1934. Fyrri kona Nikódemusar var Mónika Stefáns- dóttir, f. 20.8. 1874, d. 17.7. 1900. Guðlaug var yngst sex syskina sem öll eru látin. Bróðir hennar samfeðra var Stefán, f. 15.9. 1899, d. 13.2. 1988. Alsyst- kini voru: Jón, f. 7.4. 1905, d. 8.10. 1983, Oddný, f. 11.5. 1906, d. 3.11. 1993, Ingólfur, f. 5.7. 1907, d. 31.7. 1991, Sveinn, f. 30.9. 1908, d. 4.9. 1990, Guðrún, f. 1.10. 1909, d. 8.11. 1922. Árið 1932 giftist Guðlaug fyrri manni sínum, Sveinberg Jóns- syni, f. 7.7. 1910, d. 19.11. 1977, og flutti hún með honum til Blönduóss. Með honum eignaðist Guðlaug þrjá syni, Brynjólf, f. dóttir, Harald Nikódemus, f. 4.8. 1953, kona hans er Ingveldur Gestsdóttir, Ara, f. 13.12. 1954, Guðrúnu, f. 27.4. 1956, maður hennar er Þórir Einarsson, og Önnu Helgu, f. 28.1. 1960, maður hennar er Guðgeir Gunnarsson. Alls eignaðist Guðlaug því 13 börn. Guðlaug bjó á Sauðárkróki á bernskuárum, en flutti til Siglu- fjarðar 11 ára gömul og ólst þar upp til 16 ára aldurs, en 18 ára fluttist hún til Blönduóss sem varð heimili hennar í 40 ár. Eftir óvænt fráfall Ara 1966 stóð Guð- laug uppi sem ekkja með mörg börn, flest ung en önnur upp- komin. 1970 flutti hún til Reykjavíkur með yngstu börnin. Í Reykjavík starfaði hún lengst af hjá heimilaþjónustu Reykja- víkurborgar þar til hún fór á eft- irlaun. Nikódemus, Mónika og Val- gerður voru öll af rótgrónum skagfirskum ættum. Guðrún dó barnung á Sauðárkróki en Guð- laug og önnur systkini hennar bjuggu sín manndómsár á Norð- vesturlandi, flest á Króknum. Af- komendur þeirra, sem eru fjöl- margir, hafa af mörgum í heimahéraði og víðar verið kall- aðir „Nikkarar“. Þegar Guðlaug lést átti hún 26 barnabörn og 24 barnabarnabörn. Útför Guðlaugar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13:30. 17.1. 1934, kona hans er Brynja Bjarna- dóttir, Jón Svein- berg, f. 8.3. 1936, kona hans er Sess- elja Bjarnadóttir, og Grétar, f. 13.10. 1938, d. 2.10. 1992, kona hans var Guð- rún Steingrímsdóttir. Sveinberg og Guð- laug skildu. 1942 kynntist Guð- laug seinni manni sínum, Ara Jónssyni, f. 10.6. 1901, d. 6.1. 1966, kenndum við Skuld á Blönduósi. Guðlaug fluttist í Skuld til Ara árið 1943 er þau gengu í hjónaband og þar var heimili hennar næstu þrjá áratugina. Guðlaug og Ari eign- uðust 10 börn, Karl, f. 14.8. 1943, kona hans er Bryndís Kjartansdóttir, Þorleif, f. 9.4. 1945, d. 11.11. 1991, sambýlis- kona hans var Hildur Gunnars- dóttir, Ingibjörgu Þuríði, f. 31.5. 1946, barnsfaðir Gunnar Ár- mannsson, Valgerði Margréti, f. 4.1. 1948, d. 3.7. 1994, barnsfaðir Guðmundur Ólafsson, Jón, f. 20.4. 1949, Svein, f. 22.10. 1951, kona hans er Bergljót Óskars- Vegna hálfgildings loforðs ætlaði ég að setja nokkur orð á blað í minn- ingu móður minnar. Þegar kom að verki þá varð lítið úr. Hvernig á karlfugl á miðjum aldri í stuttum pistli að segja frá móður sinni sem átti tæpra 87 ára viðburðaríka ævi, þar sem helstu og mikilvægustu at- burðirnir voru þess eðlis að körlum eru þeir lítt skiljanlegir eða óskilj- anlegir? Þessvegna ætla ég í stað þess að segja frá ævi þinni að reyna að lýsa þeim hluta af lyndi þínu sem mér fannst sérkenna þig. Hamhleypa varstu eða berserkur. Smámunasöm í venjulegu amstri og gerðir þá mikið úr smáatriðum þó að alltaf yrði þér mikið úr verki. En skiptir um ham þegar áföll dundu yfir sem fengu þá harðgerðustu til að hika og þá var ekkert nema ró í þér og kraftur og áræði og tekist á við hlutina eins og þeir voru. Sami víkingurinn sýndi sig þegar þú, sem alla tíð hafðir verið fátæk og gefið frá þér það sem var um- fram nauðþurftir, ákvaðst á gamals aldri að herða megingjarðir og safna fyrir jarðarförinni af eftirlaununum. Það tókst þér og raunar alltof ríf- lega. Þú lést þá ekki á þig fá þó að börnin þín bentu á að nú væri tími til að gera vel við sig og að það væri þeirra að jarðsetja þig með sóma- samlegum hætti. Trúuð varstu en ekki guðhrædd. Trúuð, að ég held, eins og frændi þinn, fátækt skáld í Skagafirði á 19. öld, sem taldi greinilega að menn hefðu rétt gagnvart guði en væru ekki aðeins upp á náð hans komnir eins og alþekkt brot úr einu ljóði hans sýnir: En viljirðu ekki orð mín heyra, eilíf náðin guðdómlig, skal mitt hróp af heitum dreyra himininn rjúfa í kringum þig. Ef það er svo að með skikkanlegu lífi ávinni maður sér rétt til einhvers betra í því næsta þá þarftu engu að kvíða. Áhyggjulaus kveð ég þig því, kerling, að þessu sinni. P.S. Fyrir hönd aðstandenda Guð- laugar Nikódemusdóttur þakka ég starfsfólki í Furugerði 1 og sam- ferðafólki þar fyrir frábæra vináttu og gott atlæti sem hún bjó við síð- ustu árin og minntist oft á. Ari. Elsku amma Gulla. Nú ertu sofn- uð svefninum langa og færð að sam- einast aftur manninum þínum og börnum. Það var mikið áfall fyrir mig þeg- ar ég frétti að þú hefðir fengið heila- blóðfall en enn verra fannst mér að heyra að þú myndir ekki ná að jafna þig að fullu eftir það, því ég vissi að þú vildir ekki þurfa að vera algjör- lega upp á aðra komin. Þú varst alla tíð mjög sterk og ákveðin kona og þitt sjálfstæði var það sem þér fannst einna dýrmætast í lífinu. Því var það í raun lán í óláni að þú skyld- ir fá lungnabólguna og fá að sofna svefninum langa því að þó að við söknum þín öll mjög mikið þá var þetta það sem þú vildir og við vissum það öll. Ég hafði alltaf mjög gaman af því að koma í heimsókn til þín og alltaf hafðir þú einhverjar nýjar kjaftasög- ur til að segja manni. Svo áttir þú alltaf einhvers staðar nammi í felum sem manni var boðið uppá á meðan maður hlustaði á það sem hafði gerst hjá þér undanfarna daga. Mér er þó ein heimsókn sérstaklega minnis- stæð og það er þegar ég kom til þín og bað þig um að hjálpa mér með skólaverkefni sem ég átti að skila en það var ritgerð um síldarævintýrið á Sigló. Frá því ég var lítil hafði ég heyrt þig vera að tala um þennan tíma og alltaf birti aðeins yfir þér meðan þú talaðir um þennan löngu horfna tíma. Svo sátum við í eina þrjá tíma við borðið inni í Furugerði og töluðum saman. Mér er þetta sér- staklega minnisstætt vegna þess að þér var aldrei neitt vel við það að einhver væri að spyrja þig persónu- legra spurninga, frekar vildir þú segja frá því sem þér fannst merki- legt og fannst öðrum koma eitthvað við og hitt mátti liggja kyrrt þar sem það var, þ.e. í fortíðinni. En þarna mátti ég spyrja þig eins og ég vildi en þó var mislangur tíminn sem þú tókst í að svara og stundum leistu á mig hornauga eins og þetta væri eitthvað sem mér kæmi ekki við en alltaf svaraðir þú þó. Ég man líka eftir því að þegar við frænkurnar, Tinna, Leifa og ég, vor- um saman og eitthvert vandamál kom upp eða að við skildum ekki eitthvað af öllum hinum lífsins undr- um þegar við vorum litlar þá tókum við okkur alltaf allar saman og leit- uðum að þér hópuðumst svo í kring- um þig og spurðum þig því við viss- um að þú vissir allt og gast alltaf leyst þetta fyrir okkur, og það brást aldrei. Einnig var hægt að treysta þér fyrir öllum okkar leyndarmálum og aldrei kjaftaðir þú frá þeim. Þú munt alla tíð eiga þinn stað í hjarta mínu og ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Berglind Þóra. GUÐLAUG NIKÓDEMUSDÓTTIR ✝ GuðmundurKristján Ágústs- son fæddist á Sæbóli á Ingjaldssandi í Ön- undarfirði 30. janú- ar 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 12. júlí síðastliðinn. Guðni Sveinn Ágústsson fæddist á Sæbóli 20. septem- ber 1922. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar þeirra voru Elísabet Anna Guðnadóttir og Ágúst Guðmundsson, ábúend- ur á Sæbóli. Systur þeirra eru Steinunn (Una), f. 2.9. 1920, d. 4.12. 1996 í Reykjavík, og Jónína Sigríður, f. 6.7. 1926, búsett á Flateyri, gift Pétri Þorkelssyni, saman eiga þau fimm börn sem eru Elísabet, Ágúst, Baldur, Þor- björg og Sævar. Fyrir átti Jónína dótturina Guðrúnu Pálsdóttur. Útför þeirra bræðra fer fram frá Sæbólskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Bræðurnir frá Sæbóli III á In- gjaldssandi eru látnir með fimm daga millibili. Systkinin voru fjög- ur og eru þrjú þeirra nú látin en Una, sem hélt heimili með þeim bræðrum á Sæbóli, dó úr krabba- meini árið 1996. Við höfum átt margar ljúfar og góðar stundir úti á Sandi. Ýmis at- vik rifjast nú upp. Það voru ófáar ferðir farnar út á Sand, á vél- sleðum þegar ófært var annars á bíl yfir Sandsheiðina. Móttökur voru alltaf hlýlegar. Á vetrum, þegar kuldahrollur var í mönnum eftir sleðaferð, dugði ekkert annað en að smala öllum í flýti inn í hlýjuna. Fyrst skyldi fá yl í kropp- inn og bakkelsi sem rennt var nið- ur með góðu kaffi áður en haldið var í fjárhúsin. Þar næst tilheyrði að fara í göngur um svæðið, niður að sjó, að læknum, í kirkjuna og fleiri staði sem Sandurinn hefur upp á að bjóða. Að gömlum ís- lenskum sið tóku þeir bræður á móti gestum sínum á hlaðinu. Þá skipti ekki máli hvernig viðraði. Þeir voru yfirleitt skyrtuklæddir og Mundi þá í stutterma skyrtu. Eins og víðast í sveitum landsins skorti þá bræður ekki umræðuefni en veður og bátar var þeim þó hugleiknast. Þar tvinnaðist saman áhugamál þeirra og lífsbjörgin sjálf, að lifa af því sem landið gaf og láta sig kapphlaup efnislegra gæða litlu varða. Þeir bræður voru hagleiksmenn og vandir til hugs og handar. Guðni var kunnur víða fyr- ir vandaða smíði nokkurra trébáta. Einn þeirra er Hringur Ís-305 sem Kristján hefur róið undanfarin sumur. Mundi fylgdist hins vegar náið með veðrinu og færði ná- kvæmlega í bækur hitastig og veðrabreytingar. Fréttir af fiskiríi voru þeim ofarlega í huga en segja má að þeir hafi tilheyrt hinni eig- inlegu stétt útvegsbænda sem nú er hverfandi. Bræðurnir undu hag sínum vel á Sandi þar sem kyrrð og friður réðu ríkjum. Þar höfðu þeir allt sem þeir þurftu á að halda. Nátt- úran var þeim hjartfólgin og nýttu þeir afurðir hennar, berin og fjallagrös. Þeir voru elskir að dýrunum, hundinum og rollunum. Það mátti ekki minnast á að fækka fénu. Okkur er sérstaklega minnisstæð gönguferð með Munda þar sem heimalningurinn Kobbi og hund- urinn voru með í för. Atvik sem þá gerðist er lýsandi dæmi um viðhorf þeirra bræðra til dýranna. Í göng- um fór Mundi fremstur í flokki í Barðann. Hann gekk syllurnar eins og ekkert væri þótt hengiflug væri í sjó fram. Þarna var hann á heimavelli og þekkti hverja þúfu. Guðni lætur eftir sig margt handverkið, bæði úr járni og tré. Hann gerði t.d. módel af bátnum Öldunni, sem Mundi átti, og renndi marga fallega hluti úr tré, eins og lampafætur, skálar, kertastjaka, litla rokka og margt fleira. Þetta er aðeins brot af öllum þeim góðu og fallegum minningum sem við eigum um þá bræður, minningum sem við munum varð- veita. Kristján og Hanna Dís. GUÐMUNDUR KRISTJÁN OG GUÐNI SVEINN ÁGÚSTSSYNIR Hann Þorsteinn Erlingsson, föður- bróðir minn, hefur kvatt þessa jarðvist á 87. aldursári sínu. Þar fer maður sem naut þess sem lífið hafði upp á að bjóða. Hann hafði gaman af svo mörgu m.a. má nefna hestamennsku og útreiðar- túra, ferðalög og brids. Þorsteinn hafði góða frásagnargáfu og var ég ÞORSTEINN ERLINGSSON ✝ Þorsteinn Er-lingsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 21. júlí 1914. Hann lést 10. júní síðastliðinn. Útför Þorsteins fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 18. júní. oft svo heppin að njóta hennar. Hann gat eytt löngum tíma í að fræða mig um ætt mína og uppruna. Ég var stolt af honum frænda mínum, þar fór hjartahlýr mað- ur sem hafði ávallt já- kvæða lífssýn. Þor- steinn var snyrtimenni og sannur sjentilmaður af gamla skólanum. Þannig mun ég minnast hans. Ég sé hann fyrir mér einhvers stað ar úti í náttúrunni þar sem hann æir í ferð áhesti sínum, situr á steini, bregður hendi sinni fyrir aug- un til varnar gegn sólinni og horfir yfir sjóndeildarhringinn. Að lokum eftir langan, þungan dag er leið þín öll, þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið, eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum stað. (Steinn Steinarr.) Ég er þakklát Þorsteini fyrir það hvað hann var pabba mínum góður bróðir, ég votta börnum hans og eft- irlifandi ættingjum og systkinum, mína samúð. Hvíl í friði. Þín frænka, Lilja Einarsdóttir. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.