Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 19
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 19 SÝNING á útgerðarsögu Grund- firðinga hefur verið opnuð í Grund- arfirði. Sýningin er alfarið byggð upp af heimamönnum og hefur ver- ið vel sótt. Sýningin var sett upp í tengslum við sumarhátíð sem haldin var í Grundarfirði dagana 27.–29. júlí og kallast Á góðri stund. Ingi Hans Jónsson hefur haft veg og vanda af sýningunni, en hann fékk þá hug- mynd að halda nokkurs konar sögu- sýningu um sjávarútveg í Grund- arfirði og fékk til liðs við sig útgerðarmenn í bænum og aðra sem láta sig málið varða. Þannig hafa útgerðarfélög staðarins fengið úthlutað plássi á sýningunni, þar sem þau sýna bátalíkön, myndir og aðra muni sem tengjast útgerðar- sögu þeirra. Fyrsti vélbáturinn til sýnis Sýningin er haldin í gömlu versl- unarhúsnæði í eigu Soffaníasar Cecilssonar hf. Runólfur Guð- mundsson, skipstjóri í Grundarfirði, er einn þeirra sem standa að sýn- ingunni. Hann segir að á sýning- unni sé meðal annars spil úr fyrsta bát föður síns, Guðmundar Runólfs- sonar, sem hóf útgerð frá Grund- arfirði árið 1947. „Menn hafa dregið fram ýmislegt sem fram til þessa hefur verið talið rusl og átt að henda. En með svona framtaki öðl- ast slíkir hlutir gildi.“ Á sýningunni er einnig að finna fyrsta vélbátinn sem Grundfirðing- ar gerðu út en, hann hét Brana SH 20, eftir tröllskessu einni, og var smíðaður árið 1913. Runólfur segir að báturinn hafi varðveist með öll- um tækjum og tólum, lengst af í nausti við eyðijörð á Snæfellsnesi en síðar í skemmu. Einnig eru á sýningunni tól og tæki Guðmundar Kristjánssonar, skipasmiðs í Grundarfirði, sem smíðaði trillur fyrir útgerðarmenn fyrr á öldinni, auk fjölda gamalla mynda frá Grundarfirði. „Að mínu mati er með ólíkindum hversu vel hefur tekist til og margir hafa brugðist vel við með skömmum fyrirvara. Fyrst í stað var ætlunin að hafa sýninguna opna aðeins þessa einu helgi en aðsóknin var slík að við höfum ákveðið að hafa hana opna lengur. Þegar hafa um tvö þúsund manns skrifað nafn sitt í gestabók á sýningunni en ég er sannfærður um að gestirnir eru helmingi fleiri,“ segir Runólfur. Sjávarútvegssýning í Grundarfirði Ingi Hans Jónsson við fyrsta vélbátinn sem gerður var út frá Grund- arfirði, Brönu SH 20. Fjölmargir gamlir munir eru á sýningunni. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.