Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Örn Haraldsson, þing- maður Framsóknarflokksins og for- maður umhverfisnefndar Alþingis, er ekki sammála því mati Aðalheiðar Jóhannsdóttur, lögfræðings og sér- fræðings í umhverfisrétti, að rétt- aróvissa sé uppi vegna ákvæða um úrskurðarvald skipulagsstjóra í lög- um um mat á umhverfisáhrifum. Ólafur Örn tekur fram að honum hafi ekki gefist tóm til að kynna sér nema lauslega þau sjónarmið sem Aðalheiður setur fram í viðtalinu en segist telja að lögin séu ljós hvað þetta varðar og að ætlun þingmanna við lagasetninguna hafi líka verið ljós. Ólafur telur sjálfsagt að skoða þessi álitamál vandlega og segir að vilji menn breyta lögunum þá sé það að sjálfsögðu mál sem menn þurfi alltaf að vera vakandi yfir. Fram kom í viðtali Morgunblaðs- ins við Aðalheiði sl. laugardag að hún teldi alvarlega galla á ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum sem fjallar um úrskurði Skipulags- stofnunar. Telur hún að breyta þurfi lögunum á þann veg að raunveruleg ábyrgð á hvort fallist er á fram- kvæmd eða lagst er gegn henni sé ótvírætt hjá leyfisveitanda. Ólafur Örn bendir á að á síðustu árum hafi orðið miklar og merkileg- ar breytingar á löggjöf um umhverf- is- og skipulagsmál þar sem Alþingi hafi samþykkt þrjá lagabálka, lög um mat á umhverfisáhrifum, nátt- úruverndarlögin og skipulags og byggingarlög. ,,Þessi þrír lagabálkar hafa allir komið til lagasetningar og framkvæmda á síðustu fimm árum, ásamt gríðarlega miklum breyting- um sem orðið hafa á þekkingu manna og viðhorfi til umhverfis- og skipulagsmála. Þetta hafa verið um- brotatímar og mjög áhugaverðir en um leið hafa þeir reynt á stjórn- sýsluna og sett mikið rót á stjórn- málaviðhorfin. Það er því mjög eðli- legt að lög af þessu tagi þurfi að vera í stöðugri endurskoðun, sérstaklega þegar stór og mikil hagsmunamál koma upp,“ sagði Ólafur. ,,Ég þekki vel hugmyndir Aðal- heiðar, sem ganga út á að hin end- anlega ábyrgð á framkvæmdinni eigi að hvíla á herðum leyfisveitanda,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og fulltrúi í um- hverfisnefnd Alþingis. Kolbrún minnir á að matsskyldar fram- kvæmdir eru háðar leyfum frá ýms- um aðilum. Umhverfisnefnd kynnti sér hugmyndir Aðalheiðar ,,Þegar við vorum að vinna að lög- unum [um mat á umhverfisáhrifum], sem voru samþykkt vorið 2000, þá skoðuðum við þessar hugmyndir Að- alheiðar, en hún sendi okkur umsögn um lagafrumvarpið. Þá þótti hvorki stjórn né stjórnarandstöðu fýsilegt að fara út í þetta af tveimur ástæð- um. Annars vegar vegna þess að leyfisveitingarferlið hjá okkur er ekki eins mótað og víða annarsstað- ar og fellur þess vegna ekki alveg að EES-tilskipuninni, sem lögin byggja á. Hin ástæðan var sú að í Evrópu, þar sem lög af þessu tagi hafa verið við lýði miklu lengur en hér á landi, lúta skipulagsáætlanir mati á um- hverfisáhrifum. Það er mjög þýðing- armikið vegna þess að þegar skipu- lagsáætlun hefur farið í gegnum matsferli er algerlega búið að leiða í ljós þau umhverfisáhrif eða fara í þær mótvægisaðgerðir sem nauð- synlegar eru til þess að skipulag við- komandi svæðis geti tekið við við- komandi framkvæmd,“ segir hún. ,,Í þessum löndum er því í gangi ferli, sem er miklu rótgrónara og öfl- ugra en okkar og af því að við erum í landi sem er að meira eða minna óskipulagt og hefur ekki farið í gegnum svona ferli áður, þá töldum við þetta ekki ráðlegt. Um það vor- um við sammála bæði stjórn og stjórnarandstaða. Talið var að lands- lag okkar og lagaumhverfi væri ekki orðið það þroskað að það gæti borið þessar hugmyndir Aðalheiðar. Nú eigum við hins vegar von á að fá upp á borð á næsta þingi frum- varp til laga um mat á umhverfis- áhrifum skipulagsáætlana. Það kem- ur líka til með að byggja á reglugerðarákvæðum frá Evrópu- sambandinu. Þetta er því umhverfi sem við sjáum í nánustu framtíð en við erum ekki komin eins langt og löndin í kringum okkur,“ segir hún. Orðalag kann að orka tvímælis Aðspurð um þá skoðun Aðalheiðar að réttaróvissa sé vegna orðalags í 11. grein laganna um vægi úrskurð- ar Skipulagsstofnunar bendir Kol- brún á að Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hafi lýst yfir að hún líti svo á úrskurður Skipulagsstjóra sé bindandi, og sömu ályktun megi draga af dómum sem gengið hafa. Hins vegar segist Kolbrún geta tek- ið undir að orðalag laga um að leyf- isveitandi skuli ,,taka tillit til“ úr- skurðar um mat á umhverfisáhrifum, kunni að orka tvímælis. ,,Það má vel vera að það þurfi eitthvað að hnykkja frekar á því orðalagi,“ segir Kolbrún. Formaður umhverfisnefndar um ummæli Aðalheiðar Jóhannsdóttur lögfræðings Telur ekki réttar- óvissu vegna laga um umhverfismat SEX manns voru fluttir á Landspít- alann í Fossvogi eftir að rúta frá Austurleið-SBS með 37 erlenda ferðamenn innanborðs, auk bílstjóra og leiðsögumanns, valt við gangna- mannahúsið Hólaskjól við Syðri- Ófæru, sunnan við Eldgjá á Fjalla- baksleið nyrðri, rétt fyrir klukkan 18 á mánudag. Rútan var að fara frá Hólaskjóli og var á afleggjaranum þegar hún ók út af veginum vinstra megin með þeim afleiðingum að hún valt. Brotnuðu allar rúður vinstra megin í rútunni auk beggja fram- rúða. Tvær konur voru fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land- spítalann í Fossvogi og fjórir með sjúkrabifreiðum. Í gær fengust þær upplýsingar hjá vakthafandi lækni á slysa- og bráðamóttöku að meiðsl fólksins hafi reynst minni háttar. Þó var ein kona lögð inn vegna bein- brots og átti að útskrifa hana í gær. Þá þurfti karlmaður að gangast und- ir aðgerð en ekki var reiknað með að hann þyrfti að leggjast inn. Öðrum í rútunni, alls 33 manns af sjö þjóðernum, var veitt áfallahjálp í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri en 26 gistu þar um nóttina. Flestir ferðamannanna voru frá Þýskalandi og Frakklandi. Hópslysaaðgerð sett í gang Hörður Davíðsson, formaður Rauðakrossdeildar á Kirkjubæjar- klaustri og björgunarsveitarmaður í Kyndli, segir að almannavarnarkerfi í samræmi við hópslysaaðgerð hafi verið sett í gang. Lögregla í Vestur- Skaftafellssýslu, læknar og sjúkra- lið, björgunarsveitir og flugdeild Landhelgisgæslunnar var kallað út. Þá virkjuðu Almannavarnir ríkisins samræmingarstjórnstöð sína þegar tilkynning barst. Björgunarsveitarmenn fengu rautt útkall klukkan 18:16 með SMS-skilaboðum en það þýðir taf- arlaust. Hörður segir að fólkinu hafi verið veitt einstaklingsáfallahjálp fram eftir nóttu en ástand fólksins hafi verið furðanlega gott. Þó hafi verið mikið um smápústra en fólk hafi borið sig ágætlega. Hann segir að notast sé við 112 til að boða björgunarsveitir og segir hann að ekki hafi náðst í nema brot af þeim mannskap þar sem það er GSM-sambandslaust í meirihluta sveitanna. „Meira en helmingur björgunar- sveitarmanna fékk ekki SMS-skila- boðin. Við erum gríðarlega óhress með hversu lítið hefur gerst hjá Landssímanum til að laga þau mál þrátt fyrir þrýsting frá okkur. Þá kvíðum við fyrir þegar Landssíminn verður einkavæddur fyrst þetta er ekki komið núna. Hvað þá? Þá voru engin fjarskipti frá Hólaskjóli nema með gömlu gufunni sem er vita gagnslaust. Það virkuðu nokkrar talstöðvar en sambandið var mjög lélegt og mikið um truflanir.“ Áhersla lögð á að fólk noti belti Ómar Óskarsson, framkvæmda- stjóri Austurleiðar-SBS, segir að verulegar skemmdir hafi orðið á rút- unni en þó hafi verið hægt að aka henni í burtu af slysstaðnum. Þó sé það fyrir öllu að slys á fólki hafi ver- ið minni háttar. Hann segir enn fremur að öryggisbelti hafi verið í rútunni en nokkrir farþeganna hafi þó ekki notað þau. „Við leggjum á það áherslu að fólk noti beltin og ég hef haft fréttir af því að bílstjórinn hafi brýnt fyrir fólki að nota þau. Ennþá er ekki skylda að nota belti en þau eru kom- in í 24 rútur hjá okkur af 34.“ Mikill viðbúnaður vegna rútuslyss við Fjallabaksleið nyrðri á mánudag Sex fluttir á slysadeild og 33 veitt áfallahjálp Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Björgunarsveitarmenn, læknar og sjúkralið hlúa að slösuðum ferðamönnum. Tveir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur en meiðsl þeirra reyndust minniháttar. Yfir helmingur björgunarsveitarmanna fékk ekki tilkynningu um slysið Fengu við- urkenningu fyrir þjón- ustu við flugvélar FLUGÞJÓNUSTUNNI ehf. á Reykjavíkurflugvelli barst um mánaðamótin viðurkenningar- skjal frá tímaritinu „Aviation International News“ fyrir að hafa staðið sig með miklum ágætum í þjónustukönnun meðal flugmanna. Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta vera í þriðja sinn sem félagið fær viðurkenningu frá tímaritinu, sem sé eitt þeim stærstu sem fjalli um flug og flugrekstur, en Flugþjónustan hafi jafnan fengið góða einkunn í þessum könnunum. Verðlaunin bera heitið „2001 Pilot’s Choice Award“ og segir Sveinn að kosningin fari fram árlega meðal flugmanna þar sem þeir velja afgreiðslustöðv- ar og gefa þeim einkunn. „Okkur barst viðurkenningin, innrammað skjal, í pósti og svo kom bréf með til útskýringar,“ sagði hann. Enginn með falleinkunn Í bréfinu kemur fram að ein- ungis 14 staðbundnar flug- þjónustur hafi komist í úrvals- flokk í kosningunni þetta árið, en könnunin náði til evrópskra þjónustustöðva og segir að ár- angur Flugþjónustunnar beri gæðum þjónustunnar, sem veitt sé öllum stundum, gott vitni. Fyrirtækin geta lent í fimm flokkum sem skipt er eft- ir litum. Eins og áður sagði komust 14 í rauða flokkinn sem er úrvalsflokkur, 28 í grænan, 65 í bláan og ellefu í gulan. Á heimasíðu fyrirtæk- isins kemur fram að ekkert fyrirtæki hafi lent í þeirri ógæfu að lenda í svörtum flokki. „Vinsamlegast veitið þessum verðlaunum viðtöku og með- takið hamingjuóskir okkar og þakkir fyrir að veita flugfélög- um bestu þjónustu, vinsemd og aðstöðu sem völ er á,“ segir í bréfinu og undir það ritar Perry E. Bradley, útgefandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.