Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 1
LEIÐTOGAR sambandssinna á
Norður-Írlandi kröfðust þess í gær
að Írski lýðveldisherinn (IRA) hæfi
afvopnun tafarlaust, að öðrum kosti
gætu þeir ekki stutt róttækar sátta-
tillögur sem ríkisstjórnir Bretlands
og Írlands lögðu fram í síðustu viku.
David Trimble, leiðtogi stærsta
flokks sambandssinna, sagði í gær að
nýjar yfirlýsingar IRA um afvopnun
væru ekki fullnægjandi til að flokk-
urinn, Sambandssinnar Ulster
(UUP), sæi sér fært að hefja á ný
stjórnarsamstarf með fulltrúum
flokka kaþólikka, þar á meðal Sinn
Fein, pólitísks arms IRA.
Alþjóðleg nefnd milligöngumanna,
sem hefur haft umsjón með fram-
kvæmd afvopnunarákvæða friðar-
samkomulagsins, sem kennt er við
föstudaginn langa, greindu frá því á
mánudag að frá fulltrúum IRA hefði
borizt tilboð um ferli sem miðaðist að
því að IRA „hætti notkun“ vopna-
búrs síns með sannanlegum hætti.
Framtíð heimastjórn-
arinnar óljós
Trimble tjáði blaðamönnum, eftir
að hafa rætt við þingmenn úr flokki
sínum um sáttatillögurnar og tilboð
IRA, að það dygði ekkert minna en
að IRA byrjaði í raun að afhenda
vopn – að öðrum kosti spáði hann því
að brezka stjórnin yrði að gera það
upp við sig fyrir föstudag hvort hún
tæki aftur upp milliliðalausa stjórn
Norður-Írlands.
Um næstu helgi rennur út lög-
bundinn frestur til að kjósa nýjan
forsætisráðherra og varaforsætis-
ráðherra n-írsku heimastjórnarinn-
ar, en Trimble sagði af sér forsætis-
ráðherraembættinu hinn 1. júlí sl. í
mótmælaskyni við að IRA skyldi
ekki standa við ítrekað framlengdan
frest til að hefja afvopnun.
Fulltrúar Sinn Fein brugðust
reiðir við orðum Trimbles og sökuðu
hann um dómgreindarskort.
Brezka stjórnin framlengdi í gær
frest sem hún hafði gefið deiluaðilum
til að bregðast við hinum brezk-írsku
sáttatillögum, en í þeim felst meðal
annars að n-írska lögreglan verði
stokkuð upp og verulega verði fækk-
að í herliði Breta í héraðinu.
Friðarferlið á Norður-Írlandi enn í lamasessi
Sambandssinnar
hafna tilboði IRA
Belfast. AP.
TRÚUÐ kaþólsk kona heldur á loft
mynd af heilögum Cayetano, tákn-
rænum hveitistönglum og lyklunum
að heimili sínu við bænagjörð utan
við kirkju í Buenos Aires í gær sem
þúsundir Argentínumanna tóku
þátt í. Var beðið fyrir betri tíð í at-
vinnumálum, en atvinnuleysi í Arg-
entínu er nú komið vel á annan tug
prósenta og fá teikn eru í augsýn
um að eitthvað sé að rofa til í efna-
hagskreppunni sem heldur landinu
í heljargreipum um þessar mundir.
Er hart er í ári heita margir trú-
aðir Argentínumenn á heilagan
Cayetano, verndardýrling atvinn-
unnar.
Leiðtogar Chile, Brasilíu og
Mexíkó hafa skorað á George W.
Bush Bandaríkjaforseta og ráða-
menn annarra helztu iðnríkja
heims að styðja við aðgerðir
Argentínustjórnar gegn kreppunni.
Atvinnu-
bænir
AP
177. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 8. ÁGÚST 2001
ÞRÍR vísindamenn boðuðu á al-
þjóðlegri ráðstefnu í Washington í
gær að þeir hygðust brátt hefja til-
raunir til að klóna menn með því að
beita sambærilegum aðferðum og
notaðar voru við klónun kindarinn-
ar Dollýjar.
Hleyptu vísindamennirnir, sem
ítalski fósturfræðingurinn Se-
verino Antinori fer fyrir, með þessu
af stað nýrri bylgju umræðna um
siðferðilegt réttmæti klónunar á
mönnum. Á ráðstefnu bandarísku
vísindaakademíunnar um þetta
efni, sem efnt var til viku eftir að
Bandaríkjaþing ákvað að hvers
kyns klónun mannlegra frumna
skyldi bönnuð í Bandaríkjunum,
lýstu þremenningarnir því yfir að
þeir myndu efna til klónunartil-
rauna í því skyni að freista þess að
hjálpa barnlausum pörum sem ekki
geta með hefðbundnari aðferðum
orðið líffræðilegir foreldrar.
„Við teljum að þessa tækni megi
þróa og að hægt sé að gera hana
örugga,“ sagði Panayiotis Zavos,
forstöðumaður frjóvgunartækni-
rannsóknastofnunarinnar Andro-
logy Institute í Lexington í Ken-
tucky. Áður hafði Antinori tjáð
fjölmiðlum að til stæði að hefja til-
raunirnar innan fáeinna vikna, en
hann gaf ekki upp hvar þær myndu
fara fram. Samkvæmt heimildum
bandarískra fjölmiðla stendur til að
setja einræktaða fósturvísa í leg
allt að 200 kvenna sem verða sjálf-
boðaliðar í tilrauninni.
Zavos og Antinori fullyrtu að
hægt væri að sía út gallaða fóst-
urvísa sem til yrðu í klónunarferl-
inu. Aðrir ráðstefnuþátttakendur
staðhæfðu að klónun væri ferli sem
gæti ekki sloppið við galla. „Eins og
stendur er engin leið til að segja
fyrir um hvort tiltekinn klónaður
fósturvísir muni þróast í heilbrigð-
an eða gallaðan einstakling,“ sagði
Rudolf Jaenisch sem starfar við
Massachusetts Institute of Techno-
logy.
Klónun manna boðuð
Washington. AFP, AP.
Reuters
Þremenningarnir Severino Ant-
inori, Panayiotis Zavos og Bri-
gitte Boisselier á ráðstefnunni.
Noregur
Hægri-
flokkurinn
stærstur
Ósló. Morgunblaðið.
TÆPUM mánuði áður en norskir
kjósendur ganga að kjörborðinu og
kjósa nýtt Stórþing heldur Hægri-
flokkurinn velli sem stærsti flokkur
landsins í skoðanakönnunum. Sam-
kvæmt niðurstöðum nýrrar Gallup-
könnunar hyggja nú 34,5% Norð-
manna á að greiða Hægriflokknum
atkvæði sitt.
Fyrirheit Jens Stoltenbergs for-
sætisráðherra og annarra forsvars-
manna Verkamannaflokksins um að
lækka skatta virðast ekki hafa nein
merkjanleg áhrif á afstöðu kjósenda.
Flokkurinn fær aðeins um 21% at-
kvæða samkvæmt könnun Gallup.
Fylgi Hægriflokksins hefur mælzt
stöðugt í síðustu könnunum. Ef úrslit
kosninganna yrðu í samræmi við nið-
urstöður nýjustu skoðanakannana
fengi Hægriflokkurinn 59 af 165 þing-
sætum á Stórþinginu. Verkamanna-
flokkurinn fengi aðeins 40 þingsæti.
Framfaraflokkurinn, sem fyrir ári
mældist stærsti flokkur Noregs, hef-
ur í kjölfar áberandi innanflokkserja
hrapað niður í 10,5% fylgi nú.
Makedónía
Samkomu-
lag í nánd?
Ohrid í Makedóníu. AP, AFP.
VIÐRÆÐUR um lausn á deilum al-
banska minnihlutans og slavneska
meirihlutans í Makedóníu virtust í
gær vera komnar aftur á réttan kjöl,
þótt lögregla hefði drepið fimm
meinta meðlimi í skæruliðahreyfingu
Makedóníu-Albana í handtökutilraun
í Skopje í gærmorgun og fregnir bær-
ust af brotum á vopnahléssamkomu-
lagi skæruliða og stjórnarhersins sem
gert var 5. júlí sl.
Tíunda degi viðræðnanna, sem fara
fram í bænum Ohrid í suðvesturhluta
landsins, lauk þó án þess að þátttak-
endur í þeim væru tilbúnir að láta
hafa meira eftir sér en að þeim miðaði
áfram. Fyrr um daginn hafði jafnvel
verið látið að því liggja að samkomu-
lag kynni að verða í höfn í dag.
Gert var hlé á viðræðulotunni á
mánudag eftir að stjórnin í Skopje
setti óvænt fram þá kröfu að skæru-
liðar afvopnuðust áður en friðarsam-
komulagi yrði hrint í framkvæmd.
♦ ♦ ♦PALESTÍNSKUR drengur beinirskammbyssu að kröfuspjaldi með
samsettum myndum af látnum
palestínskum börnum, ísraelskum
hermönnum og Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, undir yf-
irskriftinni „Stöðvið drápin!“ á
mótmælafundi í Hebron á Vest-
urbakkanum í gær.
Heimastjórn Palestínumanna
skoraði á Sameinuðu þjóðirnar að
skerast í leikinn og hjálpa til við
að stöðva þá alvarlegu átaka-
bylgju sem nú hefur staðið yfir í
Mið-Austurlöndum í tíu mánuði.
Ísraelsk stjórnvöld vilja hins veg-
ar ekki heyra minnzt á utan-
aðkomandi friðargæzlulið.
Í gær voru tveir Ísraelar
drepnir á Vesturbakkanum, einn
Ísraeli skotinn til bana í Jórdaníu
og tveir palestínskir drengir, að
sögn 12 og 13 ára gamlir, særð-
ust í átökum á Gazasvæðinu.
Kallað
eftir eft-
irlitsliði
Reuters