Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málþing og norræn ráðstefna Nýr heimur er að opnast Á morgun verðurhaldið í stofu 101 íOdda málþing um stöðu og framtíð íslenskra fjölmiðla. Umsjón með málþinginu hefur Guð- björg Hildur Kolbeins, lektor í hagnýtri fjölmiðl- un, en umræðustjóri er Þorbjörn Broddason pró- fessor. Hann var spurður hvert væri meginviðfangs- efni málþingsins? „Málþingið er hugsað sem aðdragandi að ráð- stefnu norrænna fjölmiðla- og boðskiptafræðinga. Á málþinginu á morgun verður fjallað um stöðu og framtíð íslenskra fjölmiðla – því er ætlað að fagna því að 10 ár eru liðin frá út- skrift fyrstu nemenda í hagnýtri fjölmiðlun. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.“ – Hverjir fjalla um þetta efni? „Guðbjörg Hildur Kolbeins lektor í hagnýtri fjölmiðlun mun setja málþingið og síðan mun Björn Bjarnason menntamálaráð- herra ávarpa gesti, en þetta mál- efni er sem kunnugt er mikið áhugamál ráðherrans. Þá mun Herdís Þorgeirsdóttir, sem er bæði fræðimaður á þessu sviði og reyndur blaðamaður, fjalla um hlutverk fjölmiðla í ljósi mann- réttindasáttmála Evrópu. Síðan mun taka til máls Ólafur Steph- ensen, sem fyrir skömmu tók við aðstoðarritstjórastarfi hjá Morg- unblaðinu. Hann mun ræða um stöðu og framtíð dagblaða. Aðrir fyrirlesarar eru þau Elfa Ýr Gylfadóttir, þróunarstjóri hjá Gagnvirkri miðlun, Ásgeir Frið- geirsson, framkvæmdastjóri Ís- landsnets, Jón Ásgeir Sigurðsson, dagskrárgerðarmaður og Lóa Al- dísardóttir, fjölmiðlafræðingur. Ég mun svo að loknum fyrirlestr- um stjórna pallborðsumræðum fyrirlesara.“ – Er staða og hlutverk fjölmiðla mikið umhugsunarefni í hinum vestræna heimi? „Í fyrsta lagi gegna fjölmiðlar óhemjumiklu hlutverki í nútíma- samfélagi og í öðru lagi hafa á síð- ustu árum orðið svo örar breyt- ingar á fjölmiðlum að það er varla á nokkurs manns færi að henda reiður á því. Meðal annars má segja að þetta endurspeglist í fjöl- miðlafræði, sem er kornung fræðigrein, gengur núna undir nafninu fjölmiðla- og boðskipta- fræði, vegna þess að skilin á milli fjölmiðla og annarra tegunda boð- skipta verða æ óljósari.“ – Hvað er að þínum dómi for- vitnilegast af því sem er á dagskrá hinnar norrænu ráðstefnu sem hefst n.k. laugardag? „Það verður þar, í upphafi nýrr- ar aldar, reynt að spá í framhald fjölmiðlarannsókna í þessum breytta heimi, þetta endurspegl- ast í nafni ráðstefnunnar; nýir miðlar, ný tækifæri, ný samfélög? Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun setja ráðstefnuna með ávarpi. Þar fáum við svo fólk úr fremstu röð, bæði frá Norður- löndum og Bandaríkj- unum, til þess að ræða fyrrnefnt efni. Nefna má Kirsten Drotner, prófessor í Óðinsvéum, og flytur hún upphafserindi ráð- stefnunnar, Ellen Wartella, pró- fessor frá Texas, mun einkum fjalla um notkun barna á nýjum miðlum og Ib Bonebjerg frá Kaupmannahöfn mun fjalla um sögu ljósvakamiðla. Töluvert á fjórða hundrað manns eru skráðir á þessa ráðstefnu. Framlag ís- lenskra fjölmiðlafræðinga er óvenjulega myndarlegt, við leggj- um fram sjö af þeim tæplega 200 erindum sem eru kynnt í vinnu- hópum ráðstefnunnar.“ – Hafa svona ráðstefnur verið haldnar áður? „Þetta er fimmtánda ráðstefn- an og er nú haldin hér á landi í þriðja sinn. Hún er haldin hér í Háskóla Íslands á vegum félags- vísindadeildar. Fyrirlestrarnir fara fram í sal 2 í Háskólabíói en aðalstörf ráðstefnunnar fara fram í tuttugu vinnuhópum sem eru í hinum ýmsu húsum Háskóla Ís- lands.“ – Eru svona ráðstefnur þýðing- armiklar? „Já vegna þess hve fjölmiðlar og hlutverk þeirra er mikilvægt í samfélaginu. Við verjum upp und- ir það jafnmiklum tíma í fjölmiðla- notkun eins og í starf okkar þegar litið er á þetta út frá ævi manna í heild – miklu meiri tíma en t.d. í skólanám.“ – Hver virðist þér vera staða ís- lenskra fjölmiðla í dag? „Staða íslenskra fjölmiðla er fyrst og fremst feikilega spenn- andi. Dagblaðaheimurinn er bók- staflega óþekkjanlegur frá því sem var fyrir um áratug. Þau blöð sem eftir standa hafa tekið um- talsverðum breytingum frá því sem áður var, eru miklu sjálfstæð- ari og öflugri þátttakendur í þjóð- félagsumræðunni en áður – en maður finnur hins vegar illilega fyrir fækkuninni, það er mikil eft- irsjá í þeim blöðum sem eru horfin. Sjón- varpið er í mjög sterkri stöðu þótt blikur séu á lofti þegar litið er á ein- stakar stöðvar. Þær út- varpsstöðvar sem eru eitthvað annað en marklaust glamur gegna mjög þýðingarmiklu hlutverki í þessum fjölbreytta kór – en þessar út- varpsstöðvar eru ekki nema kannski tvær. Með gagnvirkum miðlum er nýr heimur að opnast sem enginn getur ráðið í hvernig verður. Það er driffjöðrin í þessari ráðstefnu á laugardag. Þorbjörn Broddason  Þorbjörn Broddason fæddist í Reykjavík 1943. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963 og BS-prófi í félagsfræði frá Edinborgarhá- skóla 1967. MSS-prófi í sömu grein frá háskólanum í Lundi. Hann lauk doktorsprófi frá Lundi 1996. Þorbjörn hefur starfað sem háskólakennari frá 1970, hann hefur verið prófessor frá 1992. Hann er kvæntur Guð- rúnu Hannesdóttur, bókasafns- fræðingi og bókahöfundi og eiga þau eina dóttur. Staða íslenskra fjölmiðla feikilega spennandi Svona, svona, kúturinn minn, víst erum við í ráðinu sérðu ekki hvað stendur á húsinu??? HESTAR íslenska landsliðsins sem keppa munu á heimsmeistaramótinu í Aust- urríki kvöddu landið í hinsta sinn á mánudag. Það var tilfinningaþrungin stund fyrir knapana að horfa á eftir þeim í flugið á leið til síðustu sameiginlegra átaka. Hugrún Jóhannsdóttir sem mun keppa á Súlu frá Bjarnastöðum og Er- lingur Erlingsson sem verður með Hlín frá Feti huga hér að hestum sínum áður en þeim var lyft upp í vélina. Auk Erlings fylgdu þeir Atli Guðmundsson og Vignir Jónasson utan hrossunum með vélinni en hinir knaparnir fara utan á morgun. Flugið gekk vel að sögn Atla Guð- mundssonar, hrossin komin á áfangastað tveimur tímum eftir lendingu. Atli, sem farið hefur nokkrar slíkar ferðir, sagði aldrei áður hafa gengið svona vel. Honum leist vel á aðstöðuna, að vísu væri svæðið svolítið þröngt en sérlega fallegt. Vel var tekið á móti þeim og virð- ast allir boðnir og búnir að þjóna þeim á alla lund en þetta eru fyrstu keppn- ishrossin sem koma á svæðið. Svæðið verður opnað fyrir aðrar þátttökuþjóðir á föstudag. Íslensku hest- arnir komnir á mótsstað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.