Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Á DÖGUNUM fór fram alþjóðlegt kajakmót í fossastökki á Lagarfossi og var það þriðja og stærsta mótið af þessum toga sem haldið hefur verið á Íslandi. Gunnlaugur Magnússon, fram- kvæmdastjóri flúðasiglingafyrirtæk- isins Arctic Rafting, sem stóð fyrir mótinu, sagði keppendur hafa verið 23 talsins. Komu þeir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Noregi og Nepal, auk Íslendinga. Hann sagði að í stigagjöf sé horft á tækni og tíðni ýmissa hreyfinga ræðarans og báts- ins. Sem dæmi má nefna að sigla aft- ur á bak, áfram og á hlið, snúning um 360° og að endastinga bátnum. Kaj- akarnir í keppninni voru mismun- andi að gerð en allir mjög litlir. Keppni fór fram í tveimur flokkum ræðara. Í opnum flokki sigraði Bret- inn Pies, Mick Turner frá Bandaríkj- unum varð í öðru sæti og í því þriðja Mariann Saether frá Noregi en hún tók ein kvenna þátt í mótinu. Í ís- lenska flokknum sigraði Reynir Óli Þorsteinsson, Reykjavík, Gunnlaug- ur var í öðru sæti og Garðar Jó- hannsson í þriðja. Fjöldi manns sótti mótið og voru margir siglingamenn á fljótinu keppnisdaginn. Gunnlaugur sagði mikið hafa verið í gangi kring- um keppnina. „Við vorum að sigla árnar hérna í kring daginn áður og eftir, höfðum heljarmikla grillveislu eftir mótið og sérstaka verðlaunaaf- hendingu og matarboð á Hótel Hér- aði.“ Aðspurður um aðstæður á Lagar- fossi segir Gunnlaugur Lagarfoss bjóða upp á aðstæður á heimsmæli- kvarða. „Við yfirfallslokur Lagar- fossvirkjunar er hægt að búa til öldu sem er ótrúlega góð. Núna voru tvær lokur opnar og skilyrðin voru gríð- arlega góð í keppninni.“ Mót sem þessi eru haldin um allan heim og er mjög líklegt að kajakmót verði árlegur viðburður á Lagar- fossi. Arctic Rafting er á fimmta starfs- ári og gengur reksturinn nú orðið vel að sögn Gunnlaugs. Siglt er á Ey- vindará, Jökulsá á Fljótsdal og Grímsá og er sú síðasttalda meðalá sem hentar fyrir fjölskyldur, en hin- ar töluvert fjörugri. Íslendingar eru í meirihluta siglara þetta sumarið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Alþjóðlegt kajak-mót var nýlega haldið á Lagarfossi á Fljótsdalshéraði. Ræðararnir sigldu af djörfung niður flúðirnar og hlaut sá keppandi flest stig sem sýndi fjölbreyttastar hreyfingar og siglingatækni. Aðstæður eru á heimsmælikvarða Egilsstaðir Arctic Rafting með alþjóðlegt kajakmót á Lagarfossi ÞAÐ var mikið um að vera á síðasta degi Daladaga í Búðardal fyrir skömmu. Við höfnina var „bryggju- port“ þar sem allir sem vildu gátu boðið fram allt til sölu. Margt var um manninn í gömlu pokaverksmiðjunni þar sem bryggjuportið fór fram. Ætl- unin er að gera upp þetta gamla hús og nota sem safn Leifs Eiríkssonar. Það verður merkilegt safn þegar það er orðið að veruleika. Hugmyndaflugið var mikið. Margt var í boði og mikið að skoða. Einnig var hægt að setjast niður í rólegheit- unum og fá sér kaffisopa og með því. Hægt var að fá næstum allt sem hægt var að láta sér detta í hug, t.d. var þarna hægt að finna tombólu, aðrir voru að selja rabarbara og svo höfðu einhverjir tekið til í geymslunum sín- um og þar er nú oft margt merkilegt að finna. Gaman væri ef þetta yrði ár- legur viðburður því þetta var skemmtilegt og margir á ferli og fréttaritari hitti ferðamenn sem voru mjög hrifnir og höfðu gert frábær kaup. Þeir héldu glaðir af stað áfram ferð sinni um landið okkar. Morgunblaðið/Óskar Skemmtilegar vörur voru í boði. Bryggjuport við höfnina í Búðardal Búðardalur AALBORG Portland hyggst reisa annan 5.000 tonna sementstank í Helguvík í vetur. Fyrirtækið hefur náð tæplega fjórðungi af sements- markaðnum á því rúma ári sem það hefur starfað hér á landi. Aalborg Portland a/s stofnaði dótt- urfyrirtæki hér á landi á síðasta ári, Aalborg Portland Ísland hf. Það hóf innflutning um vorið og opnaði sem- entstank í Helguvík síðari hluta sept- embermánaðar. „Við höfum náð góðum viðskiptum og í heildina hefur starfsemin gengið mjög vel og í samræmi við björtustu áætlanir,“ segir Bjarni Óskar Hall- dórsson framkvæmdastjóri. Mest munar um að fyrirtækið náði samn- ingum við stóra steypustöð, Stein- steypuna hf. í Hafnarfirði, um sem- entskaup. En fyrirtækið hefur selt sement til fjölda annarra viðskipta- vina og fer fjöldi þeirra vaxandi, að sögn Bjarna. Hann áætlar að Aalborg Portland hafi náð tæplega fjórðungi sements- markaðarins hér á landi. „Starfs- mennirnir hafa lagt á sig mikla vinnu til að stuðla að því að markmið okkar náist,“ segir Bjarni þegar leitað er skýringa á þessari velgengni. Hann telur einnig að danskt sement hafi gott orð á sér og hafi lengi verið not- að í hús hér á landi. Þá segir Bjarni að viðskiptavinirnir séu ánægðir með vöruna. Sementið sé sterkt og steyp- an taki sig fljótt í mótunum og hefur hann eftir múrurum að sérstaklega gott sé að nota það í steypu sem not- uð sé í gólfplötur húsa. Þá bjóði fyr- irtækið ýmsar aðrar gerðir af sem- enti, meðal annars hvítt sement sem Danir flytji mikið út. Samkeppni er hörð á markaðnum, að sögn Bjarna Óskars. Hann segir að Aalborg Portland hafi ekki gert út á lág verð. Hins vegar hafi þurft að bregðast við verðlækkun Sements- verksmiðjunnar á Akranesi sem til- kynnt hafi verið þegar fyrir lá að Aal- borg myndi hefja hér starfsemi. Hagkvæmara að flytja meira í einu Aalborg Portland byrjaði á því að byggja einn sementstank í Helguvík, til að athuga hvernig markaðurinn myndi taka vörunni. Nú hefur verið ákveðið að byggja annan jafnstóran tank við hliðina. Verður það gert í haust og væntanlega tekinn í notkun í lok febrúarmánaðar. Segir Bjarni að það auki afhend- ingaröryggi að hafa tvo sement- stanka, ef einhverjar bilanir kæmu upp í búnaði. Hagkvæmni innflutn- ingsins ráði þó mestu um að ákveðið var að ráðast í framkvæmdina. Það sé hagkvæmt að geta flutt meira magn til landsins í einu. Fram til þessa hafa komið skip með sement til landsins á um það bil mánaðarfresti. Sementinu er dælt beint upp í tankinn og síðan með tankbílum til kaupenda. Ferðum skipanna fækkar þegar hægt verður að taka á móti meira magni í einu. Aalborg Portland er með þrjá stóra sementsflutningabíla í notkun. Tveir þeirra eru í stöðugum ferðum allan daginn og að sögn Óla K. Hrafnssonar verkstjóra er vaxandi notkun á þriðja bílnum. Sá fjórði verður tekinn í notkun á næstunni. Bílarnir taka um 30 tonn í ferð. Aðeins eru fjórir fastráðnir starfs- menn hjá Aalborg Portland Ísland hf. en fyrirtækið hefur aðgang að aukamönnum þegar mikið er að gera. Ágæt samvinna í Helguvík Bjarni Óskar lætur vel af að vera með starfsemi í Helguvík, hafnarað- staðan sé ágæt og telur hann að við- mótið sem fulltrúar danska fyrirtæk- isins fengu hjá Reykjanesbæ á sínum tíma hafi gert útslagið um að ákveðið var að byggja starfsemina upp þar. Varnarliðið er með starfsemi í Helguvík. Þar er fiskimjölsverk- smiðja og fleiri fyrirtæki væntanleg. Bjarni segir að ekki hafi orðið árekstrar við aðra starfsemi, frekar megi segja að fyrirtækin vinni vel saman. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þrír af fjórum starfsmönnum Aalborg Portland á Íslandi, frá vinstri Óli K. Hrafnsson, verkstjóri og bílstjóri, Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Björn Birkir Berthelsson bílstjóri. Aalborg Portland með tæplega fjórðung markaðarins Byggja annan sem- entstank í haust Helguvík FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Voga verð- ur haldin næstkomandi laugardag, 11. ágúst. Þar verður ýmislegt á dag- skrá, bæði fyrir börn og fullorðna. Fjölskylduhátíðin hefst með dorg- veiðikeppni klukkan 11 um morgun- inn. Eftir hádegið verða opnuð leik- tæki frá Sprell á tjaldsvæðinu við íþróttamiðstöðina, auk heimatilbúins sprells, að því er Lena Rós Matth- íasdóttir tómstundafulltrúi Vatns- leysustrandarhrepps upplýsir. Síðdegis verður grillað ofan í gest- ina og dansað úti um kvöldið. Hátíð- inni lýkur með flugeldasýningu um miðnættið. Fjölskyldu- hátíð á laugardag Vogar VERKTAKI hefur lokið endurnýj- un flugbrautarljósa á Keflavíkur- flugvelli. Framkvæmdir hafa staðið yfir í rúmt ár og kostnaðurinn nem- ur um 450 milljónum króna, miðað við gengi Bandaríkjadals nú. Íslenskir aðalverktakar fengu vinnu við endurnýjun flugbrautar- ljósanna að loknu alþjóðlegu útboði þar sem þeir voru lægstbjóðendur. Bandaríkjaher er verkkaupi fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins. Framkvæmdir hófust í maí á síðasta ári. Um sumarið var unnið við norð- ur-suður flugbrautina og um 350 kílómetrar af háspennustrengjum endurnýjaðir ásamt 3000 spennu- breytum á vellinum og sett upp 100 akbrautaljós. Í vetur voru svo lagnir endurnýj- aðar ásamt öllum spennustillum og vélasalur með nýjum ljósavélum byggður við spennistöðina. Í sumar var unnið við austur- vestur flugbrautina, aðflugsljósa- kerfið endurnýjað og unnið að frá- gangi. Þegar mest var unnu milli 25 og 30 starfsmenn Íslenskra aðalverk- taka að verkinu. Gekk það mjög vel, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu og varð engin röskun á flugsamgöngum meðan á framkvæmdum stóð. Endurnýjun flug- brautarljósa lokið Keflavíkurflugvöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.