Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA mistaka sem urðu við vinnslu Lesbók- arinnar sl. laugardag birtist hér að nýju kross- gáta blaðsins. Eru lesendur beðnir velvirðingar á mistökunum. Krossgáta birt að nýju STUTT er síðan grein með þessu nafni birtist í Blómi vikunnar. Þá fjallaði ég fyrst og fremst um vafningsjurtir, en nefndi þó þrjár íslenskar klifurplöntur, giljaflækj- ur, baunagras og um- feðming. Umfeðming þekkja sjálfsagt flestir sem á annað borð hafa gaman af íslenskum blómum, en náfrænku hans, giljaflækjuna, þekkti ég bara af afspurn þar til þetta sumar. Það er e.t.v. ekki undarlegt, þegar vaxtarstaðir henn- ar eru skoðaðir. Í bók Harðar Kristinssonar, Plöntuhand- bókinni, eru merktir helstu vaxtar- staðir plantna og þar sést að gilja- flækjan vex einkum í Mýrdalnum, vestan Langjökuls og reyndar líka á Reykjavíkursvæðinu. Því rak mig í rogastans þegar ég sá stóra breiðu af henni yst úti á Reykjanesi, fyrir neð- an vitann. Ég þykist þó vita, að þang- að hafi hún ekki borist af sjálfsdáð- um, einhver hafi viljað komast að hvað giljaflækjan þyldi. Íslensku klifurjurtirnar hafa það allar sameiginlegt að geta klifrað upp eftir öðrum plöntum þar sem ystu laufblöðin eru umbreytt í klif- urþræði og það er einmitt klifur- tækni plantna, sem verður aðalum- ræðuefnið hér. Klifurplöntur nota einkum klifur- þræði, heftirætur eða þyrna til að komast leiðar sinnar upp í loftið. Klifurþræðirnir eru margskonar, langir og mjóir eða stuttir og digrir, marggreindir eða ógreindir. En sameiginlegt er þeim að bregðast við snertingu. Þá byrjar broddur klifur- þráðarins að vaxa í spíral utan um „hlutinn“ og dregur sig jafnvel sam- an þannig að fleiri gripþræðir ná festu. Víða í Evrópu er algeng klif- urplanta, sem ég kann ekki íslenskt nafn á en er kölluð á Norðurlöndum „villvin“; klifur-villvin og ráðhús-vill- vin. Klifur-villvin hefur furðulega klifurþræði. Þegar þeir ná stuðningi, fletjast þeir út og gefa frá sér klístur, sem límir plöntuna rígfasta við stuðning sinn. Bergflétta (He- dera helix) er mjög þekkt klifurjurt. Hún klifrar með heftirótum. Þær eru stuttar og greinast ekki. Heftiræturnar myndast á skugga- hlið plöntunnar og annan stuðning þarf bergfléttan ekki. Bergfléttan hefur þykk og leðurkennd laufblöð, fallega dökkgræn en æðarn- ar eru oft hvítleitar. Blöðin á aðalstofninum eru 3–5 sep- ótt en egglaga eða tígullaga á blómstrandi greinum. Blómin eru lít- il og gulgræn og aldinið svart ber, en ekki veit ég hvort bergflétta blómstrar hér á landi. Bergflétta getur orðið mörg hundruð ára göm- ul. Hérlendis er hún mest ræktuð sem inniblóm en getur líka þrifist úti. Þekktasta bergflétta landsins, sú sem vex á Hringbraut 10, hefur þak- ið framhlið hússins í marga áratugi. Í Garðagróðri þeirra Ingólfs Davíðs- sonar og Ingimars Óskarssonar, sem kom út 1966, er sagt að hún hafi vax- ið þar lengi vel og enn er ekkert lát að sjá á þessari stórkostlegu berg- fléttu. Þarna mun vera á ferðinni skoskt afbrigði en ég veit ekki hvaða afbrigði eru helst seld í garðyrkju- stöðvum. Bergflétta þolir dável skugga og getur þess vegna vaxið við norður- hlið. Vetrarsólin leikur hana stund- um heldur hart, þar sem laufið er sí- grænt, og getur brunnið illa eins og nálar barrtrjáa. Það er ekkert sem segir að berg- flétta verði að vaxa upp með húshlið, hún getur líka farið upp trjástofna og séð hef ég hana þar sem hún var látin klæða leiðinda brekku og gjörbreyta henni þannig. Bergflétta hefur heim- kynni sín í Evrópu, Norður-Afríku og Asíu og vex villt á Írlandi og Suð- ur-Noregi svo nokkuð sé nefnt. S.Hj. Klifurplöntur – vafningsjurtir VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 460. þáttur Bergflétta í klettasprungu á Írlandi.    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.