Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 13 og nauðgunarteymi á þjóðhátíð. Hún segist ekki vera frá því að ef unglingarnir viti að Stígamót séu á staðnum leiti þau sér aðstoðar fyrr og telur það líklegt að þeim finnist það auðveldara heldur en að fara upp á spítala. Smjörsýra hamlar öndun Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að smjörsýra hafi fyrst byrjað að sjást hér á landi 1997 og þá hafi fólk kallað efnið „fljótandi al- sælu“ af því að þá fékkst það sem tær og lyktarlaus vökvi. Þetta vímuefni sé notað í til- raunaneyslu og hafi komið inn í þessa klúbbamenningu og sé notað þar ásamt e-pillunni, LSD, amfetamíni og ketamíni. „Þessi smjörsýra er svolítið undarleg vegna þess að menn sjá eitthvað í þoku og verða skrítnir, þeir fá einhverja vímu út úr þessu og það er mjög stutt milli venjulegra vímu- skammta og yfir í að menn sofni,“ segir Þórarinn. Hann segir áhrifin hættulegust á öndunina, því líkt og mörg önn- ur efni sem rói mann þá hamli þau öndun og ef þetta virki með áfengi og öðrum róandi lyfjum, þá geti skapast hætta. Öndunin verði mjög grunn og geti jafnvel stöðvast og leitt til dauða. „Það eru dæmi þess að mönnum sé beinlínis byrluð smjörsýra, þó hún hafi ekki komið þannig inn á markað- inn, heldur fyrst og fremst komið í bland inn í þessa klúbbamenningu,“ segir Þór- arinn. Hins vegar telur hann að þetta vímuefni muni aldrei festa verulega rætur hér á landi, heldur sé það eins og ketamín og LSD, sem verði notað annað slagið. Engin efni geti keppt við kókaín, áfengi og hass, en þau efni noti menn daglega. „Ég er þar með ekkert að draga úr þessu vandamáli, smjörsýra er hluti af þessari klúbbamenningu og menn gera tilraunir með næstum allt í þessum vímuefnum. Það er alveg skelfilegt,“ segir Þórarinn. Morgunblaðið/Sigurgeir Flugeldasýningin í Herjólfsdal var með glæsilegasta móti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.