Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILKYNNT var um fjölda kynferð- isafbrotamála á Eldborg á Kaldár- melum um nýliðna verslunarmanna- helgi. Fulltrúar Stígamóta og neyðarmóttöku voru á staðnum og segir Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á neyðarmóttöku, vegna nauðgunar að þegar hafi verið til- kynnt um ellefu tilfelli til neyðar- móttöku og hafi þau öll átt sér stað á Eldborg. Hún telur að ef til vill eigi einhver fleiri eftir að koma, því reynsla þeirra sé að fólk leiti til neyðarmóttöku í nokkra daga á eft- ir. Aðspurð hvers vegna hún telji að flest málanna hafa komið upp á Eld- borg en ekki öðrum útihátíðum segir hún að allt annað sé uppi á teningn- um til dæmis á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. „Þar er margra ára reynsla og hefð fyrir þessu, þar eru björgunarsveitir og annað, sem margar hverjar eru búnar að vera með gæslu ár eftir ár. Í Eyjum er spítali og fólk sem þar vinnur sinnir þessum málum. Þessi þjónusta var þarna þótt hún væri ekki auglýst sem slík, hvorki neyðarmóttaka eða Stígamót, þá var hún þarna til stað- ar,“ segir Eyrún og bendir á að það gildi einnig um Akureyri, þar sé neyðarmóttaka og við önnur mót- svæði séu heilsugæslur og sjúkra- hús. Ef þessi mál hefðu komið upp hefði verið hægt að leita þangað, en því hafi bara ekki verið að heilsa á Eldborgarhátíðinni. „Þá erum við náttúrlega, má segja sem betur fer, á staðnum og við algjört aðstöðu- leysi. Við gátum þá allavega gripið inn í þau mál sem eru komin upp núna.“ Alvarlegt ef lífshættuleg efni berast á útihátíðir Að sögn Eyrúnar er um gróf mis- neytingarmál að ræða, þar sem stúlkur geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér vegna þess að þær séu annað hvort ofurölvi eða þeim hafi verið byrlað efni, það geti enginn sagt til um það og við allar aðstæður eins og þær gerist verstar á útihátíð- um. Af þessum ellefu málum var um tvær hópnauðganir að ræða. Mikið hefur verið rætt um vímu- efnið smjörsýru, en einn maður var tekinn með nokkurt magn á sunnu- dagskvöldið. Efnið getur virkað svæfandi og segir Eyrún að ekki sé búið að rannsaka þátt smjör- sýrunnar í málunum, hvort einhverj- um hafi jafnvel verið byrlað lyfið. Hún bendir á að rannsakaðar verði blóðprufur úr nokkrum málum, en hvort sem smjörsýru sé neytt eða ekki þá sé fólk jafn illa statt ef ótæpileg áfengisneysla sé fyrir hendi, nema munurinn sé sá að smjörsýran geti drepið fólk í eigin- legri merkingu. „Lyfið getur valdið öndunarstoppi og það getur verið lífshættulegt þegar fólk tekur það og við megum þakka fyrir að það kom þá ekki upp svo alvarlegt til- felli. Við höfum auðvitað séð svona hér á slysadeildinni en þetta er nýtt í tengslum við útihátíðir. Sem betur fer hefur þetta ekki verið sjáanlega í umferð, en það getur vel verið að þetta hafi verið notað. Það hlýtur náttúrlega að vera hér eins og er- lendis að það er allt notað sem hægt er,“ segir Eyrún. Hún nefnir að ým- is mjög alvarleg slík tilfelli hafi kom- ið inn á slysadeildina og segir það mjög alvarlegt mál ef að svona efni berist inn á hátíðir, þar sem séu ung- menni sem viti náttúrlega ekkert um hvaða skelfilegu afleiðingar neysla lyfsins geti haft. „Það er rætt um það að fólki hafi verið byrlað þetta, við getum nátt- úrlega ekkert sagt um það fyrr en við erum búin að fá út úr sýnum, en efnið er mjög fljótt að hverfa úr lík- amanum, þannig að það er mjög erf- itt að fylgja því eftir. Það er ekkert víst að við getum séð það eða vitað það, ekkert frekar en við vitum hversu margar nauðganir eða mis- neytingarmál hafi komið þarna upp um helgina vegna þess að það er al- veg öruggt mál að það eru ekki næstum því allar stúlkur eða dreng- ir, sem munu nokkurn tímann segja neitt til um það,“ segir Eyrún og bendir á að það sé meðal annars vegna þess að þau kenni sér um það og þau séu hrædd við að segja frá því af því að þá fái þau aldrei að fara aftur á útihátíð. Það sé nú oft þannig sem krakkar bregðist við, þeir meti það þannig að það sé þá bara betra að lifa með því. Oft ekki vitað hvern eigi að kæra Eyrún segir að þegar sé búið að kæra eitt mál en bendir á að það sé enginn mælikvarði á alvarleika þessara mála hvort þau séu kærð eða ekki, því að í svona málum sé stundum ekki hægt að vita hvern eigi að kæra. Það sé enginn til frá- sagnar um það hver hafi verið að verki eða að það séu ekki borin kennsl á viðkomandi í einhverjum mjög stuttum kynnum. „Það er auð- velt að hverfa inn í fjöldann í sjö, átta þúsund manns og kannski í niðamyrkri,“ segir Eyrún. En starfsmenn neyðarmóttöku áttu, að þeirra frumkvæði, fund með land- lækni í gær, þar sem staða þessara mála var rædd. Að sögn Bjargar Gísladóttur, starfsmanns Stígamóta, er mjög erf- itt að segja til um það hvort nú hafi verið meira af kynferðisafbrotamál- um en almennt gerist á útihátíðum. „Við vorum með skúr sem stóð á stórum stöfum Stígamót, þannig að krakkarnir vissu af okkur. Sam- kvæmt reynslu okkar hér í Stíga- mótum eru nauðgunarmál að skila sér inn í marga mánuði eða jafnvel mörg ár eftir útihátíðir. Þannig að það er mjög erfitt að segja til um það,“ segir hún og bendir á að óskað hafi verið eftir að starfsmenn Stíga- móta yrðu á Eldborg, en oft hafi þeir einnig verið á þjóðhátíð og Halló Ak- ureyri svo dæmi séu tekin. Hins veg- ar sé nú neyðarmóttaka á Akureyri Fíkniefna- og ofbeldismál komu upp á fjölsóttum útihátíðum Ellefu mál í rannsókn eftir Eldborgarhátíð FJÖLMENNASTA útihátíð lands- ins um verslunarmannahelgina, Kántríhátíðin á Skagaströnd, sem nú var haldin í níunda sinn, fór vel fram að sögn lögreglu og mótshald- ara. Talið er að um 12 þúsund manns hafi sótt hátíðina sem eru mun fleiri gestir en í fyrra sem þó var metár á Kántríhátíð. Þess má geta að íbúar í Skagafirði eru á sjötta hundrað og íbúafjöldi því nær tuttugfaldur um helgina. Hátíðargestir tjölduðu hvarvetna þar sem auðan grasflöt var að finna, á öllum túnum, uppi við gangstéttir og jafnvel á umferð- areyjum. Talið er að níu þúsund manns hafi sótt gospelmessu á Kántríhátíðinni á sunnudag. Að sögn viðstaddra var stemmningin gríðarlega góð og veðrið lék við há- tíðargesti. Á sunnudagskvöld var kveiktur varðeldur og þúsundir há- tíðargesta fylgdust með flug- eldasýningu laust fyrir miðnætti áður en haldið var á dansleik undir stjórn kúreka norðursins, Hall- björns Hjartarsonar. Lögreglan á Skagaströnd segir að hátíðin hafi verið róleg en fjölskyldufólk var að mestu leyti á svæðinu. Mikil stemmning í brekkusöng Lögregla í Vestmannaeyjum seg- ir þjóðhátíðina í ár sérstaka vegna blíðviðris og hve vel skemmtanir fóru fram en á níunda þúsund manns sóttu hátíðina í ár. Þetta var 127. þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum. Lögregla segir það reynslu und- anfarinna ára að þegar veður væri gott væru hátíðargestir í Herjólfs- dalnum rólegri en ella. Nokkuð var þó um átök og stympingar enda fólk orðið þreytt og slæpt, og sumir langdrukknir, þegar líða tók á helgina, að sögn lögreglu. Mikil stemmning var í hefð- bundnum brekkusöng á þjóðhátíð- inni í Vestmannaeyjum á sunnu- dagskvöld sem Árni Johnsen stjórnaði að venju. Þjóðhátíðin í ár þykir hafa heppnast sérlega vel enda var veð- urblíða allan tímann og fegurð um- gjarðar þjóðhátíðar naut sín til fulls. Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar í Vest- mannaeyjum, segist enda mjög ánægður með hvernig til hafi tekist og gestir hátíðarinnar hafi notið veðurs og skemmtiatriða. Birgir sagði að þjóðhátíðin í ár hefði verið mjög góð og mannfjöld- inn í meira lagi en hátíðin í fyrra hefði þó verið einstaklega góð hvað það varðar. Eiturlyf og nauðganir skyggðu á Eldborgarhátíðina Eldborgarhátíðina á Kald- ármelum sóttu á áttunda þúsund gestir og segja skipuleggjendur há- tíðarinnar ágætlega hafa tekist til um framkvæmdina. „Okkur fannst gaman að þessu tónleikahaldi og þessir stærstu tónleikar Íslandssög- unnar, þar sem eingöngu koma fram íslenskar hljómsveitir, tókust mjög vel,“ segir Einar Bárðarson, talsmaður Eldborgarhátíðarinnar. „Eiturlyf og nauðganir eru hins vegar ekki eitthvað sem neinn mótshaldari óskar eftir á svona há- tíð og mér þykir það sorglegast. Þetta skyggði á hátíðina en það er mjög erfitt að eiga við svona mál. Nauðganir og eiturlyfjaneysla eru samfélagsleg vandamál sem verða ekki afgreidd eða leyst á einni útihátíð. Við buðum Stígamótakon- um á svæðið til okkar þar sem fólk sem taldi sig hafa verið beitt mis- rétti gat leitað sér aðstoðar, enda er mín skoðun sú að fólki hlýtur þó að líða betur að vita af börnum sín- um á skipulögðu hátíðarhaldi þar sem gæsla fer fram heldur en ann- ars staðar,“ segir Einar aðspurður um atburði helgarinnar. Hann segir 12 til 13 milljónum hafa verið varið til að gæta öryggis gesta og hann telji að ekki hafi verið hægt að gera betur en gert var. Að sögn lögreglunnar í Stykk- ishólmi var mikið rusl skilið eftir á Eldborg en hátíðargestir kvörtuðu nokkuð undan því að ruslatunnur væru fáar og salernisaðstaða bæði léleg og illa hirt. Lögregla tekur undir þetta og segir einnig að tjöld og annar útilegubúnaður hafi verið skilinn eftir á víðavangi og fjölda- margir unglingar hafi hringt til að grennslast fyrir um óskilamuni, að- allega glataðar töskur og farsíma. Smærri hátíðir vel heppnaðar Engin alvarleg mál komu upp á Síldarævintýrinu á Siglufirði og Neistaflugi í Neskaupstað að sögn lögreglu. Töluvert var af fólki í Neskaupstað, líklega milli 3.500 og 4.000 manns, eða ríflega tvöfaldur íbúafjöldi bæjarins. Á Úlfljótsvatni stóð Útilífs- miðstöð skáta fyrir fjölskyldumóti. Áhersla var lögð á friðsæla fjöl- skyldustemmningu og þótti hátíðin takast afar vel. Tæplega 400 gestir sóttu hátíðina. Aðsókn að Sæludögum í Vatna- skógi hefur aldrei verið meiri en nú um verslunarmannahelgina en há- tíðin, sem er á vegum KFUM, var nú haldin í 10. skipti. Talið er að 1.300–1.400 manns hafi verið sam- ankomnir, nánast eingöngu fjöl- skyldufólk. Umferð til Reykjavíkur var jöfn á Suður- og Vesturlandsvegi á mánu- dag að sögn lögreglu en óvenju- mikil umferð var til borgarinnar síðdegis á sunnudag og fram yfir miðnætti. Fjölsótt- asta hátíð- in á Skaga- strönd Morgunblaðið/Jón Sig. Gestir Kántríhátíðar á Skagaströnd hafa aldrei verið fleiri. UM níu þúsund manns sóttu þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum og gekk hátíð- in mjög vel fyrir sig, að sögn lög- reglu, fólk hafði jafnvel orð á að þetta hefði verið með allra rólegustu hátíð- um sem haldnar hefðu verið hin síð- ari ár. „Það komu mun færri mál til okkar nú heldur en til dæmis í fyrra og oft áður, það verður að segjast eins og er. Líkamsárásir og líkams- meiðingar voru mjög fáar og allar minniháttar,“ segir Jóhannes Ólafs- son, settur yfirlögregluþjónn í Vest- mannaeyjum. Eitt kynferðisafbrotamál var til- kynnt strax á föstudag og var það rannsakað. Að sögn Jóhannesar er málið fremur óljóst en viðkomandi stúlka hefur ekki viljað leggja fram formlega kæru. Starfsfólk Stígamóta var ekki með aðstöðu í Herjólfsdal en Jóhannes bendir á að hátíðin hafi verið haldin í 127. skipti og hafi æv- inlega öll sú þjónusta og öryggisráð- stafanir sem til séu verið til staðar, þar á meðal til að sinna nauðgunar- málum. „Þá eru nauðgunarteymi frá sjúkrahúsinu með tilbúnar séráætl- anir og síðan starfa í Herjólfsdal læknar og fagfólk, menntaðir sál- fræðingar og félagsfræðingar. Við teljum okkur ekki vera síður í stakk búin til að taka við svona málum,“ segir Jóhannes og nefnir sem dæmi að björgunarfélagið hafi gefið út leið- beiningarbækling til björgunar- sveitamanna hvað gera skuli ef kyn- ferðisafbrotamál komi upp. „Það sem menn verða að skilja er að hér er blanda af eldra og yngra fólki. Það er mikið af eldra fólki á svæðinu og það gefur náttúrlega augaleið að það veitir örugglega mikið aðhald og þar til viðbótar teljum við okkur vera orðin mjög reynd í eftirliti og skipu- lagningu á svona hátíðum.“ Tekinn með fimm e-töflur Þrettán fíkniefnamál komu til kasta lögreglu í heildina. Þá eru meðtalin þau mál sem komu upp í vikunni fyrir þjóðhátíð og eru það töluvert færri mál en í fyrra. Jóhann- es bendir á að lagt hafi verið hald á mun minna af efni yfir sjálfa hátíðina en fyrir ári og allt lítilsháttar. Mest hafi verið tekið af einum manni á sunnudagskvöld eða fimm e-töflur. Lögregla varð ekki vör við smjör- sýruna, sem var í umferð á annarri hátíð, og segir Jóhannes að það sé samdóma álit björgunarsveita, lækna og þeirra sem sinntu neyðar- þjónustu að hátíðin hafi verið mun rólegri en oft áður og færri mál hafi komið upp. Þjóðhátíð fór stóráfallalaust fram Góð reynsla í skipu- lagningu og eftirliti MIKILL erill var hjá lögreglu á Eld- borgarhátíðinni á Kaldármelum um helgina og kom fjöldi alvarlegra mála til kasta hennar. Öflugt eftirlit fíkniefnalögreglu var á hátíðinni og hafði hún afskipti af um fimmtán málum, flestum minniháttar og var oftast um lítið magn að ræða. Að- faranótt mánudags var maður tekinn með nokkurt magn svokallaðrar smjörsýru í fórum sínum. Að sögn lögreglu er maðurinn ekki lengur í haldi hennar en fíkniefnalögreglan rannsakar málið. Tilkynnt var um nokkur kynferð- isafbrotamál og reiknar lögregla með að að minnsta kosti tvö tilfell- anna verði kærð. Ekki er vitað hvort smjörsýran hafi átt þátt í einhverj- um þessara nauðgunartilfella, en öll eru þau í rannsókn. Að mati lögreglu eru þessi nauðg- unarmál það alvarlegasta sem hún hafði afskipti af, en hún telur samt að margt hafi mátt betur fara á hátíð- inni. Aðstöðuleysi gesta hafi verið mikið og skorti stórkostlega á að hreinlætismál væru í lagi. Lögreglan segir að á útihátíðum sé yfirleitt mis- jafn sauður í mörgu fé. Erill var hjá lögreglu á Eldborgarhátíðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.