Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 23
ERLENT HEIMSÓKN Kim Jong-Il, leið- toga Norður-Kóreu, til Rúss- lands lauk í gær í Sánkti-Péturs- borg. Á síðasta degi heimsóknar sinnar lagði leiðtoginn blóm- sveig á minnisvarða um þá 420.000 íbúa borgarinnar, sem áður nefndist Leníngrad, sem létu lífið í síðari heimsstyrjöld- inni. Á borðanum sem skreytti blómsveiginn var letrað „Til þeirra sem vörðu Leníngrad á hetjulegan hátt, frá Kim Jong- Il.“ Að lokinni tveggja daga heim- sókn leiðtoga Norður-Kóreu hafði fréttastofa AFP eftir hér- aðsstjóra Sánkti-Pétursborgar að Kim væri „vel lesinn og fróð- ur maður sem væri vel að sér um málefni líðandi stundar.“ Hér- aðsstjórinn sagði þá hafa rætt um menningu, sögu og tengsl Rússlands og Norður-Kóreu. Kim Jong-Il kom þó rússnesk- um embættismönnum í opna skjöldu er hann sagðist enn líta svo á að borgin héti Leníngrad þrátt fyrir að sú ákvörðun hafi verið tekin árið 1991 að taka að nýju upp nafnið Sánkti-Péturs- borg. Á laugardag fundaði Kim Jong-Il með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu eftir að hafa lagt blómsveig við grafhýsi Len- íns við mikla viðhöfn. Á fundinum undirrituðu leiðtogarnir tveir sameig- inlega yfirlýsingu þess efnis að til- gangur eldflaugakerfis Norður-Kór- eu væri eingöngu friðsamlegur og væri ekki ætlað að vera hernaðarleg ógn. Auk þess undirrituðu þeir sameiginlega stuðningsyfirlýs- ingu við ABM-gagnflaugasátt- málann frá 1972. Rússnesk yfirvöld gagnrýnd í fjölmiðlum Rússneskir fjölmiðlar gerðu því skóna um helgina að rúss- nesk yfirvöld umbæru svo langa heimsókn norðurkóreska leið- togans einungis til þess að sann- færa bandaríska ráðamenn um að Bandaríkjunum stafi engin ógn af Norður-Kóreu. Þannig vonuðust Rússar til að þeim tækist að sannfæra Bandaríkja- menn um að falla frá eldflauga- varnaráætlun sinni. Bandaríkja- menn hafa sagt Norður-Kóreu vera helstu ástæðu þess að þörf er á eldflaugavörnum. Dagblað- ið Vremya Novostei lýsti heim- sókn norðurkóreska leiðtogans sem „fjarstæðukenndri“ og gagnrýndi þá ákvörðun yfir- valda að samþykkja kröfu Kim Jong-Il um að loka stórum svæðum í höfuðborginni meðan á heimsókn hans stóð. „Rússar ætla að nota Norður- Kóreu sem tromp í leik sínum við Bandaríkin um ABM-sátt- málann,“ sagði jafnframt í blaðinu. Dagblöðin drógu þó flest í efa að rússnesk yfirvöld gætu sannfært Bandaríkjamenn um að Kim Jong-Il væri tilbúinn til samningaviðræðna. Rússlandsheimsókn Kim Jong-Il leiðtoga Norður-Kóreu Styður ABM-sáttmálann Moskva. AP. AFP. AP Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, lagði í gær blómsveig að minnisvarða um þau 420.000 sem létu lífið í Sánkti-Pétursborg, þá Leníngrad, í síðari heimsstyrjöldinni. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.