Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 16
SUÐURNES 16 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Á DÖGUNUM fór fram alþjóðlegt kajakmót í fossastökki á Lagarfossi og var það þriðja og stærsta mótið af þessum toga sem haldið hefur verið á Íslandi. Gunnlaugur Magnússon, fram- kvæmdastjóri flúðasiglingafyrirtæk- isins Arctic Rafting, sem stóð fyrir mótinu, sagði keppendur hafa verið 23 talsins. Komu þeir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Noregi og Nepal, auk Íslendinga. Hann sagði að í stigagjöf sé horft á tækni og tíðni ýmissa hreyfinga ræðarans og báts- ins. Sem dæmi má nefna að sigla aft- ur á bak, áfram og á hlið, snúning um 360° og að endastinga bátnum. Kaj- akarnir í keppninni voru mismun- andi að gerð en allir mjög litlir. Keppni fór fram í tveimur flokkum ræðara. Í opnum flokki sigraði Bret- inn Pies, Mick Turner frá Bandaríkj- unum varð í öðru sæti og í því þriðja Mariann Saether frá Noregi en hún tók ein kvenna þátt í mótinu. Í ís- lenska flokknum sigraði Reynir Óli Þorsteinsson, Reykjavík, Gunnlaug- ur var í öðru sæti og Garðar Jó- hannsson í þriðja. Fjöldi manns sótti mótið og voru margir siglingamenn á fljótinu keppnisdaginn. Gunnlaugur sagði mikið hafa verið í gangi kring- um keppnina. „Við vorum að sigla árnar hérna í kring daginn áður og eftir, höfðum heljarmikla grillveislu eftir mótið og sérstaka verðlaunaaf- hendingu og matarboð á Hótel Hér- aði.“ Aðspurður um aðstæður á Lagar- fossi segir Gunnlaugur Lagarfoss bjóða upp á aðstæður á heimsmæli- kvarða. „Við yfirfallslokur Lagar- fossvirkjunar er hægt að búa til öldu sem er ótrúlega góð. Núna voru tvær lokur opnar og skilyrðin voru gríð- arlega góð í keppninni.“ Mót sem þessi eru haldin um allan heim og er mjög líklegt að kajakmót verði árlegur viðburður á Lagar- fossi. Arctic Rafting er á fimmta starfs- ári og gengur reksturinn nú orðið vel að sögn Gunnlaugs. Siglt er á Ey- vindará, Jökulsá á Fljótsdal og Grímsá og er sú síðasttalda meðalá sem hentar fyrir fjölskyldur, en hin- ar töluvert fjörugri. Íslendingar eru í meirihluta siglara þetta sumarið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Alþjóðlegt kajak-mót var nýlega haldið á Lagarfossi á Fljótsdalshéraði. Ræðararnir sigldu af djörfung niður flúðirnar og hlaut sá keppandi flest stig sem sýndi fjölbreyttastar hreyfingar og siglingatækni. Aðstæður eru á heimsmælikvarða Egilsstaðir Arctic Rafting með alþjóðlegt kajakmót á Lagarfossi ÞAÐ var mikið um að vera á síðasta degi Daladaga í Búðardal fyrir skömmu. Við höfnina var „bryggju- port“ þar sem allir sem vildu gátu boðið fram allt til sölu. Margt var um manninn í gömlu pokaverksmiðjunni þar sem bryggjuportið fór fram. Ætl- unin er að gera upp þetta gamla hús og nota sem safn Leifs Eiríkssonar. Það verður merkilegt safn þegar það er orðið að veruleika. Hugmyndaflugið var mikið. Margt var í boði og mikið að skoða. Einnig var hægt að setjast niður í rólegheit- unum og fá sér kaffisopa og með því. Hægt var að fá næstum allt sem hægt var að láta sér detta í hug, t.d. var þarna hægt að finna tombólu, aðrir voru að selja rabarbara og svo höfðu einhverjir tekið til í geymslunum sín- um og þar er nú oft margt merkilegt að finna. Gaman væri ef þetta yrði ár- legur viðburður því þetta var skemmtilegt og margir á ferli og fréttaritari hitti ferðamenn sem voru mjög hrifnir og höfðu gert frábær kaup. Þeir héldu glaðir af stað áfram ferð sinni um landið okkar. Morgunblaðið/Óskar Skemmtilegar vörur voru í boði. Bryggjuport við höfnina í Búðardal Búðardalur AALBORG Portland hyggst reisa annan 5.000 tonna sementstank í Helguvík í vetur. Fyrirtækið hefur náð tæplega fjórðungi af sements- markaðnum á því rúma ári sem það hefur starfað hér á landi. Aalborg Portland a/s stofnaði dótt- urfyrirtæki hér á landi á síðasta ári, Aalborg Portland Ísland hf. Það hóf innflutning um vorið og opnaði sem- entstank í Helguvík síðari hluta sept- embermánaðar. „Við höfum náð góðum viðskiptum og í heildina hefur starfsemin gengið mjög vel og í samræmi við björtustu áætlanir,“ segir Bjarni Óskar Hall- dórsson framkvæmdastjóri. Mest munar um að fyrirtækið náði samn- ingum við stóra steypustöð, Stein- steypuna hf. í Hafnarfirði, um sem- entskaup. En fyrirtækið hefur selt sement til fjölda annarra viðskipta- vina og fer fjöldi þeirra vaxandi, að sögn Bjarna. Hann áætlar að Aalborg Portland hafi náð tæplega fjórðungi sements- markaðarins hér á landi. „Starfs- mennirnir hafa lagt á sig mikla vinnu til að stuðla að því að markmið okkar náist,“ segir Bjarni þegar leitað er skýringa á þessari velgengni. Hann telur einnig að danskt sement hafi gott orð á sér og hafi lengi verið not- að í hús hér á landi. Þá segir Bjarni að viðskiptavinirnir séu ánægðir með vöruna. Sementið sé sterkt og steyp- an taki sig fljótt í mótunum og hefur hann eftir múrurum að sérstaklega gott sé að nota það í steypu sem not- uð sé í gólfplötur húsa. Þá bjóði fyr- irtækið ýmsar aðrar gerðir af sem- enti, meðal annars hvítt sement sem Danir flytji mikið út. Samkeppni er hörð á markaðnum, að sögn Bjarna Óskars. Hann segir að Aalborg Portland hafi ekki gert út á lág verð. Hins vegar hafi þurft að bregðast við verðlækkun Sements- verksmiðjunnar á Akranesi sem til- kynnt hafi verið þegar fyrir lá að Aal- borg myndi hefja hér starfsemi. Hagkvæmara að flytja meira í einu Aalborg Portland byrjaði á því að byggja einn sementstank í Helguvík, til að athuga hvernig markaðurinn myndi taka vörunni. Nú hefur verið ákveðið að byggja annan jafnstóran tank við hliðina. Verður það gert í haust og væntanlega tekinn í notkun í lok febrúarmánaðar. Segir Bjarni að það auki afhend- ingaröryggi að hafa tvo sement- stanka, ef einhverjar bilanir kæmu upp í búnaði. Hagkvæmni innflutn- ingsins ráði þó mestu um að ákveðið var að ráðast í framkvæmdina. Það sé hagkvæmt að geta flutt meira magn til landsins í einu. Fram til þessa hafa komið skip með sement til landsins á um það bil mánaðarfresti. Sementinu er dælt beint upp í tankinn og síðan með tankbílum til kaupenda. Ferðum skipanna fækkar þegar hægt verður að taka á móti meira magni í einu. Aalborg Portland er með þrjá stóra sementsflutningabíla í notkun. Tveir þeirra eru í stöðugum ferðum allan daginn og að sögn Óla K. Hrafnssonar verkstjóra er vaxandi notkun á þriðja bílnum. Sá fjórði verður tekinn í notkun á næstunni. Bílarnir taka um 30 tonn í ferð. Aðeins eru fjórir fastráðnir starfs- menn hjá Aalborg Portland Ísland hf. en fyrirtækið hefur aðgang að aukamönnum þegar mikið er að gera. Ágæt samvinna í Helguvík Bjarni Óskar lætur vel af að vera með starfsemi í Helguvík, hafnarað- staðan sé ágæt og telur hann að við- mótið sem fulltrúar danska fyrirtæk- isins fengu hjá Reykjanesbæ á sínum tíma hafi gert útslagið um að ákveðið var að byggja starfsemina upp þar. Varnarliðið er með starfsemi í Helguvík. Þar er fiskimjölsverk- smiðja og fleiri fyrirtæki væntanleg. Bjarni segir að ekki hafi orðið árekstrar við aðra starfsemi, frekar megi segja að fyrirtækin vinni vel saman. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þrír af fjórum starfsmönnum Aalborg Portland á Íslandi, frá vinstri Óli K. Hrafnsson, verkstjóri og bílstjóri, Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Björn Birkir Berthelsson bílstjóri. Aalborg Portland með tæplega fjórðung markaðarins Byggja annan sem- entstank í haust Helguvík FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Voga verð- ur haldin næstkomandi laugardag, 11. ágúst. Þar verður ýmislegt á dag- skrá, bæði fyrir börn og fullorðna. Fjölskylduhátíðin hefst með dorg- veiðikeppni klukkan 11 um morgun- inn. Eftir hádegið verða opnuð leik- tæki frá Sprell á tjaldsvæðinu við íþróttamiðstöðina, auk heimatilbúins sprells, að því er Lena Rós Matth- íasdóttir tómstundafulltrúi Vatns- leysustrandarhrepps upplýsir. Síðdegis verður grillað ofan í gest- ina og dansað úti um kvöldið. Hátíð- inni lýkur með flugeldasýningu um miðnættið. Fjölskyldu- hátíð á laugardag Vogar VERKTAKI hefur lokið endurnýj- un flugbrautarljósa á Keflavíkur- flugvelli. Framkvæmdir hafa staðið yfir í rúmt ár og kostnaðurinn nem- ur um 450 milljónum króna, miðað við gengi Bandaríkjadals nú. Íslenskir aðalverktakar fengu vinnu við endurnýjun flugbrautar- ljósanna að loknu alþjóðlegu útboði þar sem þeir voru lægstbjóðendur. Bandaríkjaher er verkkaupi fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins. Framkvæmdir hófust í maí á síðasta ári. Um sumarið var unnið við norð- ur-suður flugbrautina og um 350 kílómetrar af háspennustrengjum endurnýjaðir ásamt 3000 spennu- breytum á vellinum og sett upp 100 akbrautaljós. Í vetur voru svo lagnir endurnýj- aðar ásamt öllum spennustillum og vélasalur með nýjum ljósavélum byggður við spennistöðina. Í sumar var unnið við austur- vestur flugbrautina, aðflugsljósa- kerfið endurnýjað og unnið að frá- gangi. Þegar mest var unnu milli 25 og 30 starfsmenn Íslenskra aðalverk- taka að verkinu. Gekk það mjög vel, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu og varð engin röskun á flugsamgöngum meðan á framkvæmdum stóð. Endurnýjun flug- brautarljósa lokið Keflavíkurflugvöllur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.